Morgunblaðið - 29.08.2019, Síða 42
Félag eldri borg-
ara í Reykjavík og
nágrenni er eitt fjöl-
mennasta félag
landsins. Ríflega
12.000 greiðandi fé-
lagsmenn tilheyra
því. Eitt af fjölmörg-
um hlutverkum Fé-
lags eldri borgara
(FEB) er að vinna að
úrbótum í húsnæðis-
málum fyrir eldri
borgara. Til langs tíma hefur FEB
byggt fjölbýlishús fyrir félagsmenn
með góðum árangri og hefur það
alltaf verið gert á kostnaðarverði
og aldrei annað staðið til með
þennan hluta starfseminnar.
Það hefur ekki farið fram hjá
mörgum að FEB hefur verið að
byggja 68 íbúðir í tveimur blokkum
við Árskóga 1-3. Þegar komið var
að afhendingu íbúðanna um mán-
aðamótin júlí/ágúst, kom í ljós að
tæplega 400 milljóna króna halli
var á framkvæmdunum.
Hvað fór úrskeiðis?
Eftir mikla vinnu bæði stjórnar
FEB og aðkeyptra sérfræðinga
ónum króna niður í 250 milljónir
króna og var verð íbúða þá aftur
lækkað sem því nam, eða um tæp
40% frá fyrri hækkun.
Nú er því verð íbúðanna komið
5% niður fyrir kostnaðarverð og
um 17-20% niður fyrir markaðs-
virði sambærilegra íbúða á frjáls-
um markaði.
Verkefni stjórnar
Stjórn félagsins tekur þetta mál
mjög alvarlega og mun leita allra
leiða til að komast að því hvernig
þetta gat gerst um leið og félagið
vinnur að frekari lausnum til að
auðvelda kaupendum að takast á
við þessi óvæntu útgjöld. Því miður
eru þetta ekki fyrstu mistökin sem
eiga sér stað í byggingarfram-
kvæmdum hérlendis og væntanlega
ekki þau síðustu heldur. Það er þó
bót í máli fyrir kaupendur að íbúð-
irnar eru seldar undir kostn-
aðarverði.
Niðurstaðan er að félaginu urðu
á alvarleg mistök, það er óumdeil-
anlegt. Margar spurningar hafa
vaknað. Hvernig gat þetta gerst og
af hverju tók enginn eftir neinu
fyrr en að verkinu var að mestu
lokið? Útreikningarnir höfðu farið í
gegnum hendur margra lærðra að-
ila á viðurkenndum og virtum
stofnunum og félögum. Vonandi
mun óháð endurskoðun á málinu
leiða í ljós svörin við þessum og
fleiri spurningum.
Nú hafa flestir kaupendur sam-
þykkt nýtt verð íbúðanna og marg-
ir eru þegar fluttir inn. Það er von
okkar í stjórn FEB að íbúar Ár-
skóga 1 og 3 muni, þrátt fyrir
þessa leiðu uppákomu, njóta þess-
ara góðu íbúða um ókomin ár.
kom í ljós að hallinn or-
sakaðist fyrst og fremst
af vantöldum fjár-
magnskostnaði og lágu
þau mistök hjá bygg-
ingarnefnd félagsins.
Þessi vanreiknaði fjár-
magnskostnaður fór því
miður fram hjá öllum
þeim eftirlitsaðilum
sem að málinu komu.
Þetta er augljóslega
mikið áfall fyrir kaup-
endur íbúðanna og
einnig fyrir okkur í
stjórn félagsins. Félag-
ið, sem hefur lagt metnað sinn í að
skila verkefnum vel af sér, mátti
nú horfast í augu við að eitthvað al-
varlegt hafði farið úrskeiðis. Þessar
vikur sem liðnar eru frá því að
hallinn kom í ljós hafa einkennst af
látlausri vinnu til að kanna hvernig
þetta gat gerst og er henni hvergi
lokið. Það er ekki síður mikilvægt
að finna leiðir til að lágmarka skað-
ann fyrir kaupendur íbúðanna.
FEB starfar án
hagnaðarsjónarmiða
Félag eldri borgara starfar án
þess að hagnaðarsjónarmið séu í
fyrirrúmi og á því í enga sjóði að
sækja. Ef ekki tekst að selja íbúð-
Áfall
Eftir Sigríði
Snæbjörnsdóttur
Sigríður
Snæbjörnsdóttir
»Eftir mikla vinnu
bæði stjórnar FEB
og aðkeyptra sérfræð-
inga kom í ljós að hall-
inn orsakaðist fyrst og
fremst af vantöldum
fjármagnskostnaði.
Höfundur er varaformaður FEB.
sigridursnae@gmail.com
irnar á kostnaðarverði blasir við að
félagið fer í greiðslustöðvun og/eða
gjaldþrot. Þá munu 12 þúsund fé-
lagsmenn líða fyrir þessi mistök
fyrir utan þau ómældu óþægindi
sem kaupendur hafa nú þegar orðið
fyrir.
Ákveðið var að freista þess að fá
kaupendur til þess að taka þennan
halla hlutfallslega á sig þannig að
heildarverð allra íbúða næði upp í
kostnaðarverð sem kom að sjálf-
sögðu illa við fólk eftir að hafa gert
ráð fyrir lægra verði og er auðvelt
að skilja vonbrigðin.
Hagstæðara verð
eftir minnkun á halla
Eftir samningaviðræður við
framkvæmda- og fjármögnunar-
aðila tókst að ná samkomulagi um
að minnka hallann úr 400 millj-
VILTU TAKAVIÐ
GREIÐSLUMÁNETINU?
KORTA býður uppá fjölbreytta þjónustu sem hentar
bæði minni og stærri fyrirtækjum. Kannaðu málið.
Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík, 558 8000 / korta@korta.is / korta.is
42 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 2019
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Það hefur verið fróð-
legt að taka þátt í sam-
tökunum Orkunni okk-
ar, sem var stofnuð með
það fyrir augum að
fræða almenning um
þriðja orkupakkann og
reyna að hindra það að
alþingismenn sam-
þykktu hann.
Við vorum nokkrir
þverhausar úr hverfa-
félagi Sjálfstæð-
isflokksins sem fórum af stað og höfð-
um samband við nokkra núverandi og
fyrrverandi alþingismenn úr öllum
flokkum og spurðum um álit þeirra á
þriðja orkupakkanum og sáum að
þeir voru sammála okkar skoðun,
sem er sú að það væri fráleitt að sam-
þykkja orkupakkann og missa þannig
vald yfir orkumálum til erlendra
stofnana og markaðs-
væða orkuna.
Það hefur verið fróð-
legt að upplifa það að
vera kölluð kverúlant,
sjálfskipaður fullveld-
issinni, einangr-
unarsinni, trumpisti,
sviðsljósafíkill, þjóðern-
isremba, afturhalds-
sinni, popúlísti svo að
eitthvað sé nefnt.
Það hefur verið fróð-
legt að upplifa það að
RÚV, ríkisútvarpið,
hefur brugðist skyldu
sinni, en á lögum samkvæmt (lög nr.
23, 3.gr) að „Vera vettvangur fyrir
mismunandi skoðanir á málum sem
efst eru á baugi hverju sinni og al-
menning varðar.“
Það hefur verið fróðlegt að upplifa
falsfréttir samfélagsmiðla um
Orkuna okkar þar sem samtökin eru
sökuð um að dreifa dreifildum á leiði í
kirkjugörðum. Því skal haldið til haga
að félagsmenn samtakanna eru ekki
fífl og hafa engan hag af því að dreifa
lesefni á leiði látinna manna.
Það hefur verið fróðlegt að upplifa
það að skoðanir eldri manna og
kvenna skipta ekki máli. Ég vil þá
minna yngra fólk á það, að aldurinn
færist yfir þau líka og vonandi verða
þau ekki skoðanalaus í framtíðinni.
Það hefur verið fróðlegt að upplifa
það að tilheyra hópi sem verður fyrir
einelti, að þá fara aðrir að sýna svo-
kallaða hjarðhegðun: „Hjarðhegðun
mannsins litast oft af því að mann-
eskjan hermir eftir annarri mann-
eskju þar sem hún trúir því að sú
hegðun sé skynsamleg í stað þess að
leitast sjálf eftir svari eða fara sína
eigin leið.“ (Wikipedia)
Það hefur verið fróðlegt að upplifa
það að stjórnmálamenn eru tilbúnir
að samþykkja þriðja orkupakkann
þrátt fyrir að meirihluti kjósenda
þeirra er á móti þeim gjörningi. Sam-
kvæmt skoðanakönnun Bylgjunnar
nýlega þá vilja 65% segja nei.
Það hefur verið fróðlegt að upplifa
það að flokkarnir Vinstri grænir, Pí-
ratar og Samfylking vilja markaðs-
væða raforkuna, sem þýðir að millilið-
um fjölgar frá framleiðanda til
neytenda, sem þýðir að verð hækkar.
Það hefur verið fróðlegt að upplifa
það að í fréttum RÚV segir að raf-
orkuverð muni ekki hækka. Það þarf
ekki mjög gáfaðan einstakling til að
sjá að ef milliliðum fjölgar þá hefur
það áhrif á vöruverð. Það mun
hækka.
Það hefur verið fróðlegt að upplifa
það að mörgum er alveg sama um
hvort við missum valdið yfir orku-
málum til erlendra aðila.
Það hefur verið fróðlegt að fylgjast
með kjarki og dug Miðflokksmanna
að standa einir með Orkunni okkar og
reyna að upplýsa aðra alþingismenn
um villigötur þeirra í orkupakkamál-
inu.
Það hefur verið fróðlegt að upplifa
kraftinn og kjarkinn í öllum félögum
mínum í Orkunni okkar sem eru
tilbúin að verja sjálfstæði landsins í
orkumálum.
Það hefur verið fróðlegt að upplifa
þetta allt og ég hef ennþá trú á því
að alþingismenn noti samvisku sína
og skynsemi og hafni þriðja orku-
pakkanum í takt við vilja kjósenda
sinna.
Eftir Elinóru Ingu
Sigurðardóttur »Ég hef ennþá trú á
því að alþingismenn
noti samvisku sína og
skynsemi og hafni þriðja
orkupakkanum í takt við
vilja kjósenda sinna.
Elinóra Inga
Sigurðardóttir
Höfundur er formaður
Orkunnar okkar.
elinoras@gmail.com
Orkan okkar og umfjöllun um þriðja orkupakkann
Mér þykir leitt að heyra að fólk sem kemur í viðtal í útvarpi kemur oft með í
farteskinu „má ég sletta“, sem er uppáhaldssetning margra, því miður. Í
flestum tilfellum kemur fólk sem er í starfi og maður skyldi ætla að þessir
einstaklingar undirbúi sig og noti orðabók áður en viðkomandi mætir í við-
talið. Mér finnst að Ríkisútvarpið eigi að sjá til þess að áminna fólk um ís-
lenskt tal áður en það opnar munninn í útvarpi.
Íslenskuunnandi.
Íslenskt mál
Tal Þeir sem tala í útvarpi eða sjón-
varpi þurfa að vera vel máli farnir.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12.