Morgunblaðið - 29.08.2019, Page 43

Morgunblaðið - 29.08.2019, Page 43
UMRÆÐAN 43 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 2019 Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | Sími 585 8300 | sala@postdreifing.is | postdreifing.is FJÖLPÓSTUR SEM VIRKAR *könnun Zenter apríl 2016. 61% landsmanna lesa fjölpóst 70% kvenna lesa fjölpóst 58% neytenda taka eftir tilboðum á vöru og þjónustu í gegnum fjölpóst* Dreifum sex daga vikunnar inn á 80.000 heimili MARKHÓPURINN ÞINN BÍÐUR EFTIR TILBOÐI FRÁ ÞÉR Hafðu samband og við gerum þér tilboð í þá þjónustu sem þér hentar Forysta Sjálfstæð- isflokksins hefur sagt, m.a. á opnum fundum um orkupakkamálið, að það sé varasamt að festast í „bergmáls- helli“ í umræðum líð- andi stundar. Þessu var beint til okkar sem getum ekki fellt okkur við innleiðingu hins yfirþjóðlega og íþyngjandi regluverks orkupakkanna. En mikið má sá hellir vera rúmgóður sem gleypir auðveldlega yfirgnæfandi meiri- hluta þjóðarinnar skv. skoð- anakönnunum. Flokksforystan segir að innleið- ing op3 brjóti ekki í bága við stjórnarskrá okkar. Þá er rétt að minnast þess að innleiðing EES- samningsins var á sínum tíma rétt- lætt þannig að með „tveggja stoða kerfinu“ bryti sá samningur ekki gegn stjórnarskránni. Hvað op3 varðar eru þessar tvær stoðir ann- ars vegar ESA, þ.e. eftirlitsstofnun EFTA og þannig stoðin okkar, og hins vegar ACER, orkustofnun ESB og stoðin þeirra. Í Úlfljóts- skýrslunni svokölluðu, sem heitir „Áhrif innleiðingar þriðja orku- pakka ESB í íslenskan rétt“ eftir Rögnu Árnadóttur, stendur neðst í 1. mgr. kafla 4.4: „ESA tekur full- an þátt í starfi ACER, þó án at- kvæðisréttar“. Dæmi svo hver fyr- ir sig um þetta „tveggja stoða kerfi“ sem gætir þess að op3 stangist ekki á við stjórnarskrá okkar. Flokksforystan segir að engar valdheimildir yfir orkumálum okk- ar flytjist til ESB með innleiðingu op3. Hér vísast fyrsta lagi til næsta liðs hér fyrir ofan, þar sem ESA, stoðin okkar í „tveggja stoða kerfinu“, er svipt sínum valda- heimildum í samstarfinu við ACER. Þá gengur op3, ásamt með næstu orkupökkum, beinlínis út á að binda hendur ríkisvaldsins þannig að því sé ekki leyfilegt að hindra frjálst flæði orku milli landa. Því verður ekki heimilt að sporna á nokkurn hátt við markaðslögmálunum, hvernig svo sem þau munu henta íslensku þjóðinni. Orkupakkinn gerir ríkisvaldinu ekki skylt að leggja sæstreng eins og flokksforystan vænir okkur ranglega um að halda fram. En, ríkinu verður ekki heimilt að hefta slíkar framkvæmdir, ef og þegar utanaðkomandi aðilar (einkaaðilar) vilja ráðast í verkið. Flokksforystan heldur því fram að það sé óvissuferð og ógni jafnvel EES-samningnum að hafna inn- leiðingu op3 og vísa málinu þar með til sameiginlegu EES- nefndarinnar. Þess í stað býður hún okkur upp á fyrirvara um samþykki Alþingis áður en sæ- strengur yrði lagður hingað og lát- ið með það eins og slíkt sé nú aldeilis ekki á dagskrá. Þessu er haldið fram þrátt fyrir að sjálfur EES-samningurinn feli í sér sér- staka heimild til að fara fyrr- nefndu leiðina. Þrátt fyrir að síð- arnefnda leiðin hafi áður verið reynd og gefist illa, sbr. kjötmálið sem hefur kostað okkur milljarða í skaðabætur skv. dómi. Og þrátt fyrir að nú er komið í ljós að sæ- strengsverkefnið hefur verið á döf- inni í mörg ár, ekki síst af hálfu ís- lenskra stjórnvalda og Landsvirkjunar, ásamt ESB. Er- lend risafyrirtæki, fleiri en eitt, eru langt komin með undirbúning og fjármögnun þessa verkefnis. Jarðvegurinn fyrir þetta verkefni heitir orkupakki 3 og 4 og 5. Flokksforystan hefur haldið því fram að okkar helstu lögspekingar og álitsgjafar ríkisstjórnarinnar styðji þessa leið innleiðingar op3 með fyrirvörum. Staðreyndin er þó sú að þeir Stefán Már Stefánsson og Friðrik Árni Friðriksson Hirst, hafa í álitsgerð sinni og viðtölum, m.a. hjá utanríkismálanefnd lýst verulegum vafa á því að innleiðing op3 standist stjórnarskrá okkar, að vísun málsins til sameiginlegu EES-nefndarinnar sé hin eina lög- formlega leið til að hliðra okkur hjá fullum áhrifum op3 og að þessi innleiðing feli í sér valdaframsal til ESB. Álitsgerð þeirra tveggja hef- ur mjög verið afflutt í málflutningi ráðherra Sjálfstæðisflokksins sem og þingmanna og fylgismanna þeirra. Þá hefur flokksforystan haldið því fram að orkuverð muni ekki hækka hér á landi við þessa inn- leiðingu. Jafnvel hafa verið keypt- ar skýrslur sem halda hinu gagn- stæða fram varðandi fyrri orkupakka sem innleiddir hafa ver- ið, þ.e. nr. 1 og 2. Það er nú lengi hægt að hagræða forsendum í að- keyptum skýrslum, en fyrir liggur þó að fyrri orkupakkar leiddu til kostnaðarauka með uppskiptingu raforkufyrirtækja og með aðskiln- aði framleiðslu- og flutningsaðila. Afskekkt svæði hafa sérstaklega orðið fyrir barðinu á þessu þó ekki sé um það getið í áðurnefndum skýrslum. Pakki nr. 3 mun hækka flutningskostnað rafmagns. Sæ- strengurinn mun tengja okkur við orkunet þar sem ein grunnreglan verður jöfnun kostnaðar milli svæða. Tengingar við þennan streng mun þar að auki kosta sitt og er okkur sjálfum ætlað að bera þann kostnað. Okkur nægir að líta til nágranna okkar í Noregi eftir fyrirliggjandi nöturlega reynslu í þessu. Forysta Sjálfstæðisflokksins heldur því blákalt fram að sam- þykktir landsfunda flokksins gegn framsali yfirráða á auðlindum okk- ar til ESB eigi ekki við um op3 og notfæra sér þannig þá staðreynd að op3 er ekki nefndur sérstaklega í viðkomandi bókunum. Öllum er þó ljóst að þarna var einmitt átt sérstaklega við op3! Loks hefur borið á því í um- ræðunni að við, andstæðingar op3 og þeirra afleiðinga sem flokksfor- ystan þrætir nú ákaft fyrir, séum kallaðir hinum ýmsu nöfnum, m.a. af ráðherrum. Segir það einhverja sögu? Lygar flokksins míns Eftir Þorkel Á. Jóhannsson »Mikið má sá berg- málshellir vera rúm- góður sem gleypir auð- veldlega yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar. Þorkell Á. Jóhannsson Höfundur er flugmaður. Ríkisstjórn Íslands, undir forsæti VG, hef- ur ákveðið að nota 300 m.kr. úr ríkissjóði, sem fara áttu í stuðning við fátækustu ríki heims til þess að koma til móts við Bandaríkja- menn, sem hyggjast verja þúsundum millj- óna króna til uppbygg- ingar og viðhalds hern- aðarmannvirkja á Keflavíkurflugvelli. Varaforseti Bandaríkjanna ákveður síðan að heimsækja íslensk stjórnvöld að eig- in sögn til þess að ræða hernaðar- uppbyggingu á svæðinu og varnar- þarfir. Forsætisráðherra og for- maður VG – sem eru á móti þessu öllu saman – getur þá allt í einu ekki hitt varaforsetann, því formaðurinn þarf að ávarpa þing norrænna verka- lýðssamtaka, SAMAK, sem Alþýðu- flokkur var og Samfylkingin er aðili að, en VG ekki. Formaðurinn getur því alls ekki komið til móts við vara- forseta Bandaríkjanna né átt við hann orðastað því hún kemur ekki heim fyrr en daginn eftir að hann hugðist fara. Þessi íslenski forsætis- ráðherra kemst á forsíður heims- pressunnar fyrir þessa afstöðu, sem túlkuð er sem andstaða hans við stefnu USA á norður- slóðum. Nýr sendiherra lætur að sér kveða Þá kemur til kasta nýs sendiherra USA á Íslandi. Hann lætur frá sér fara, að varaforset- inn geti svo sem frestað brottför sinni frá Ís- landi um svo sem hálfan sólarhring til þess að geta hitt for- sætisráðherrann. Og hvað segir for- sætisráðherrann? Fyrst hreint ald- eilis hissa – svo mjög jákvæður. Vill gjarna ræða við Pence um varnarmál á norðurslóðum staldri hann við. Því- líkur farsi! Þvílíkt umfjöllunarefni í heimspressunni? Eða í áramóta- skaupi á Íslandi? Gerist ekki betra. Katrín sem kemur og fer Eftir Sighvat Björgvinsson Sighvatur Björgvinsson » Þessi íslenski forsætisráðherra kemst á forsíður heims- pressunnar fyrir þessa afstöðu. Höfundur er fv. alþingismaður. Allt of mörg mál hafa verið til umfjöll- unar síðustu vikur og mánuði vegna aðstöðu- mála grunnskólabarna í borginni. Og ekki að ástæðulausu enda skólum lokað vegna myglu og að auki eru fyrirætlanir um að loka skólum í sparnað- arskyni. Þá á jafn- framt að fresta nauðsynlegum fram- kvæmdum í öðrum skólabyggingum svo fátt eitt sé nefnt. Óþarfa rask veldur óþarfa áhyggjum Þetta óþarfa rask veldur fólki óþarfa áhyggjum sem hægt hefði verið að koma í veg fyrir hefði fjár- munum verið forgangsraðað í þágu grunnþjónustu síðustu ár. Þegar upplýsingar um húsnæði skóla eru skoðaðar og rýnt er á einfaldan hátt í þau samskipti sem hafa átt sér stað milli þeirra sem tilheyra skólasam- félaginu annars vegar og borginni hins vegar kemur ljós að ekkert hef- ur verið hlustað. Mætti í raun halda því fram að borgaryfirvöld hafi skellt skollaeyrum við öllum þeim viðvörunum sem bæði starfsfólk og foreldrar hafa komið með inn á borð borgaryfirvalda af þessu tilefni. Samtalið er á þann veg að skóla- samfélagið kallar eftir því að á það sé hlustað (og brugðist við) en við- brögðin eru lítil sem engin. Ekki flókin hagfræði Þetta eru þættir sem skerða og draga úr gæðum grunnþjónustu sveitarfélagsins. Það er ekki boð- legt. Á sama tíma og hundruð, ef ekki þúsundir, milljóna eru sett í ólögbundinn verkefni hjá sveitarfé- laginu, er þjónustu- skerðing annars staðar. Þetta er ekkert flókin hagfræði. Núverandi valdhafar gera iðulega lítið úr því þegar rætt er um að miklir fjár- munir fari í ólögbundin verkefni. Nokkur af þessum verkefnum hef- ur verið mikið í um- ræðunni síðastliðna mánuði sem allir ættu að þekkja. Fyrir utan heimili borgarstjóra Nýjasta dæmið er í 101 Reykja- vík, endurgerð Óðinstorgs, sem er fyrir utan heimili borgarstjóra, en það verkefni mun a.m.k. kosta rúm- ar 300 milljónir. Framkvæmdin hef- ur verið keyrð áfram á ógnarhraða inni í borgarkerfinu á meðan grunn- þjónusta hefur fengið að sitja á hak- anum. Hvers vegna farið er strax í slíkt verkefni á meðan skólasamfé- laginu víða um borg blæðir er óskiljanlegt. Röð mannlegra mistaka? Rekstur grunnskólanna er ein mikilvægasta þjónusta sem sveit- arfélög bera ábyrgð á. Útsvarsgreið- endur í borginni hljóta því að spyrja sig hvort um sé að ræða röð mann- legra mistaka eða hvort forgangs- röðun meirihlutans sé einfaldlega í bakgarði borgarstjórans, í 101 Reykjavík. Þá er jafnframt rétt að spyrja sig, svona í ljósi alls þessa, hvort það liggi raunverulega meira á að draga úr eða hætta að bjóða upp á dýra- afurðir í öllum skólum borgarinnar áður en þaki er komið yfir höfuð grunnskólabarna í borginni. Sú hug- mynd fékk í það minnsta töluvert meiri athygli meirihlutans í borginni en öll áköll skólasamfélagsins um úr- bætur. Flestir, ef ekki allir sjá að for- gangsröðunin er í besta falli undar- leg en lítið virðist ætla að breytast í þessum efnum. Forgangsröðun 101 Eftir Egil Þór Jónsson Egill Þór Jónsson »Útsvarsgreiðendur hljóta því að spyrja sig hvort um sé að ræða röð mannlegra mistaka eða hvort forgangs- röðun sé einfaldlega í bakgarði borgarstjór- ans. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. egill.thor.jonsson@reykjavik.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.