Morgunblaðið - 29.08.2019, Page 45

Morgunblaðið - 29.08.2019, Page 45
UMRÆÐAN 45 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 2019 Opið mánudaga til fimmtudaga kl. 7.45-17.00, föstudaga kl. 7.45-16.00 Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is Pústþjónusta SAMEINUÐ GÆÐI ER BROTIÐ Á ÞÉR? Slys valda heilsutjóni og þjáningum. En það er ekki síður sárt þegar starfsorkan skerðist og áætlanir um framtíðina bregðast. Því fylgir óvissa og áhyggjur. Ef þú hefur orðið fyrir slysi þá skaltu hafa samband við Bótarétt sem fyrst. Það kostar ekkert að kanna málið. Við metum stöðu þína og skoðum síðan málin ofan í kjölinn. Þú getur látið þér batna á meðan við sækjum rétt þinn. HRINGDU Í BÓTARÉTT Í SÍMA 520 5100 OG ÞÚ FÆRÐ ÞITT. botarettur.is Líkt og aðrir kjörnir fulltrúar í sveitar- stjórnum landsins fékk ég áskorun frá Sambandi grænkera á Íslandi þess efnis að draga úr eða hætta að gefa börnunum okkar sveitarfélags dýraaf- urðir í skólamötuneyti út frá þeim forsendum að það væri svo skað- legt fyrir umhverfið. Kolefnislosun landbúnaðar á Íslandi er 12% af heildarlosun Íslands á ári og talið að 2/3 komi frá búfé og 1/3 frá nytjajarðvegi. Í því samhengi er ekkert tekið tillit til þess kolefnis sem binst við ræktun á fóðri fyrir þessar skepnur sem verið er að nytja. Langmest aukning í kolefn- islosun er vegna samgangna á sein- ustu árum. Með því að banna dýra- afurðir er sjálfkrafa verið að segja að við ætlum að reiða okkur á inn- flutt matvæli að langstærstum hluta fyrir börnin okkar. Kjörnir fulltrúar þurfa að geta horft vítt á þær áskoranir sem liggja fyrir mismunandi samfélögum sem þeir vinna fyrir. Það að ætla horfa þröngt á viss mál og fórna öllu fyrir einn málstað mun ekki verða neinum til góða. Þegar sveitarstjórnir fara í það að bjóða út mötuneyti byggjast útboðsgögnin fyrst og fremst á ráð- leggingum landlæknis um mataræði barna. Þar kemur fram að börn á aldrinum 6-16 ára verða að fá fjöl- breytt fæði; fisk, kjöt, mjólkurvörur, græn- meti og kornvörur. Í bréfinu sem græn- kerar sendu sveitar- stjórnum kemur fram að skólar krefjist þess að foreldrar sem vilja að börnin sín lifi á grænkerafæði skili inn læknisvottorði. Það er ástæða fyrir því enda er fjölbreytt fæða for- senda heilbrigðs þroska. Það væri mun skyn- samlegra fyrir sveitarfélög landsins að fara að fordæmi Eyjafjarðar- sveitar við útboð á mötuneytum og gera kröfu um að allur fiskur, mjólk- urvörur, kjöt og sem mest af græn- meti sé íslenskt og komi helst úr nærumhverfinu. Þannig ná sveit- arfélögin að slá margar flugur í einu höggi, þau minnka sótspor vör- unnar, þau bjóða upp á hreina og holla vöru fyrir börnin okkar og styðja um leið við samfélagið sem við búum í. Í útboði Eyjafjarðarsveitar var gerð rík krafa um upprunamerk- ingar á þeim matvælum sem verður boðið upp á og geta börnin valið eftir því hvar matvælin eru framleidd. Með því að ákveða að draga veru- lega úr eða hætta að nota dýra- afurðir í fæðu fyrir börnin okkar er- um við að segja að við ætlum ekki lengur að notast við þá matvælalög- gjöf sem við búum við hér á Íslandi t.d. notkun sýklalyfja og eiturefna í landbúnaði. Við ætlum að flytja vöru heimshorna á milli með tilheyrandi sótspori og við erum að höggva í nærumhverfið okkar og framleið- endur íslenskra búvara. Í um- ræðunni um umhverfisvitund gleym- ast stundum þær staðreyndir að aðstæður til ræktunar matvæla eru mismundi eftir því hvar í heiminum þær eru framleiddar. Ræktun á baunum, korni og ávöxtum er erfið og nær ómöguleg hér á landi. Talið er að 70% af ræktarlandi heimsins sé grasland sem eingöngu nýtist sem slíkt. Dæmi eru um að á sumum svæðum þurfi 100x meira vatns- magn til að rækta 1 fóðurgildi pró- teins í grænmeti/baunum en að rækta þar kjöt. Hlutirnir eru nefni- lega ekki alltaf svarthvítir og þurf- um við að horfa á málin vítt og meta stöðuna út frá því. Eftir að hafa kynnt mér málin nokkuð gaumgæfilega myndi ég aldrei styðja tillögu grænkera um að draga úr eða hætta að bjóða upp á dýraafurðir í skólamötuneytum og vona að aðrir kjörnir fulltrúar geri slíkt hið sama. Opið svarbréf til Samtaka grænkera á Íslandi Eftir Hermann Inga Gunnarsson Hermann Ingi Gunnarsson » Skynsamlegra væri að gera kröfu um að allur fiskur, mjólkur- vörur, kjöt og sem mest af grænmeti sé íslenskt og komi helst úr nærumhverfinu. Höfundur er sveitarstjórnarfulltrúi og foreldri. Henderson-eyja, sem er miðjavegu milli Nýja-Sjálands og Perú með 5.500 km í hvora áttina og komst á Heims- minjaskrá UNESCO árið 1988 vegna ein- stakrar náttúrufeg- urðar, er nú 30 árum síðar með mesta samsöfnun plast- úrgangs á jörðinni (mbl.is 30.7. 2019). Mestu herveldi heims, Banda- ríkin, Rússland og Kína, hervæð- ast hvert í kapp við annað til að vera viðbúin ef svo ólíklega vildi til að einhver myndi nú ráðast á eitthvert þeirra. Væri nú ekki ráð að þau myndu nú nota heraflann og sameinast um að hreinsa til á höfunum og byrja á Henderson-eyju og halda síðan áfram? Með þessu kæmust þau að þeirri niðurstöðu að við erum öll bræður og systur og þyrftu ekki að drepa rjúpuna eins og fálkinn til að sjá þegar kemur að hjarta hennar að hún er systir hans. Einnig væri ráð að íbúar heimsins sam- einuðust um að hreinsa strendur landa sinna og að menn hættu að fleygja rusli í sjóinn og al- menningur hætti að fleygja rusli bæði í salernin og annars staðar. Nú vil ég að Íslend- ingar hefji máls á þessu á alþjóðavett- vangi hafandi í huga að það eru fleiri hættur en bara mengun andrúmsloftsins. Guð blessi Ísland og dýrð sé fjallkonunni og landvættunum. Gömul paradís orðin að ruslahaug Eftir Eyþór Heiðberg Eyþór Heiðberg »Nú vil ég að Íslend- ingar hefji máls á þessu á alþjóðavett- vangi hafandi í huga að það eru fleiri hættur en bara mengun andrúms- loftsins. Höfundur er athafnamaður. eythorheidberg@simnet.is Nú þegar styttist í að Alþingi Íslendinga komi saman og greiði at- kvæði um orkupakka 3 hellast yfir mig áhyggj- ur af þeim áhrifum sem það mun hafa á land og þjóð. Ég hef fylgst vel með umræðu um þetta mál í fjölmiðlum og á fundum og er ekki í vafa um slæmar afleið- ingar þess verði það samþykkt. Rafmagnsreikningurinn kemur til með að hækka um tugi prósenta til heimila og fyrirtækja og samkeppn- isstaða íslensks iðnaðar stórversna. Náttúra Íslands verður með þessu sett undir yfirráð ESB og ég spyr hvort það sé það sem við viljum? Þó að ríkisstjórnin segist bæði vera með belti og axlabönd munu fyr- irvarar þeir sem á að setja ekki halda fyrir EFTA-dómstólnum í þessu máli frekar en t.d. í kjötmál- inu. Um þessa aumu ríkisstjórn sem hér situr er ég eiginlega orð- laus. Ef ég ætti að segja eitthvað um hana dettur mér í hug saga sem ég las um meistara Kjarval sem hafði fengið nóg af ágjörnum kaup- manni sem hann keypti af málningu og striga. Þegar viðkomandi kaup- maður hélt upp á eitthvert merk- isafmæli sitt sendi Kjarval honum eftirfarandi orðsendingu sem gæti átt við núverandi ríkisstjórn: Hundaskítur, hundaskítur hrossatað, hrossatað. Hvað er það, hvað er það? Það er það. Ég vil eindregið skora á þing- flokk Miðflokksins að halda áfram málþófi gegn orkupakka 3 hvað sem öllu samkomulagi líður sem gert var um málið. Steingrímur J. Sig- fússon þingforseti beitti ofbeldi í vor sem leið með endalausum næt- urfundum. Engin ástæða er til að halda samkomulag við ofbeldis- menn. Íslandi allt. Áskorun Eftir Þorstein Ágústsson Þorsteinn Ágústsson »Náttúra Ís- lands verð- ur með þessu sett undir yf- irráð ESB og ég spyr hvort það sé það sem við viljum? Höfundur er bóndi í Flóahreppi. Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.