Morgunblaðið - 29.08.2019, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 29.08.2019, Qupperneq 52
52 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 2019 Birgir Sigurðs- son var eitt fremsta leikskáld okkar Ís- lendinga og verk hans eru samofin sögu Leikfélags Reykjavíkur. Þekktasta leikrit Birgis, Dagur vonar, var frumsýnt var hjá Leikfélagi Reykjavíkur í Iðnó ár- ið 1987 og gefið út á bók sama ár. Leikritið var síðan endurflutt í Borgarleikhúsinu árið 2007 við miklar vinsældir enda ein glæsi- legasta leikhúsklassík þjóðarinn- ar. Leikritið var tilnefnt til bók- menntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 1989 og hefur verið sviðsett víða um heim. Fyrsta leikrit Birgis, Pétur og Rúna, vann 1. verðlaun í sam- keppni Leikfélags Reykjavíkur árið 1972 og síðasta leikrit Birg- is, Er ekki nóg að elska? var svo frumsýnt á Nýja sviði Borgar- leikhússins árið 2015. Birgir var einnig mikilhæfur þýðandi en eftir hann liggja þýð- ingar á fjölmörgum leikritum, þeirra á meðal Nóttin er móðir dagsins eftir Lars Norén, Barn í garðinum eftir Edward Albee og einnig Glerbrot eftir Arthur Mill- er og Köttur á heitu blikkþaki, eftir Tennessee Williams. Verk Birgis höfðu afgerandi áhrif á mig á mínum mótunar- árum. Þegar ég var unglingur fékk ég mikinn áhuga á leikritun og dvaldist tímum saman á Borg- arbókasafninu við Þingholts- stræti þar sem ég drakk í mig ýmis leikrit, þar á meðal verk Birgis. Ég las Dag vonar ótelj- andi sinnum, kunni það nánast utan að og þegar verkið var sýnt í sjónvarpi tók ég það upp á VHS- spólu sem ég horfði á þangað til spólan slitnaði. Birgir og hans skrif eiga stóran þátt í því að ég ákvað að nema leikhúsfræði og verða leikstjóri. Það var mér því einstök ánægja að eiga hlutdeild í því þegar Birgir var gerður að heiðursfélaga Leikfélags Reykja- víkur árið 2017. Ég þakka Birgi Sigurðssyni fyrir hans mikilvæga framlag til íslenskra sviðslista og sendi að- standendum hans mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Kristín Eysteinsdóttir, borgarleikhússtjóri. „Þar sem hann sat óx blóm- planta upp úr grunnri sprungu í nöktu berginu, örlítil þúfa með ilmandi fölbleikum knúppum. Harðgerasta blómplanta lands- ins. Þar sem engra blómplantna er von, hver er það þá sem býður þig velkominn? Geldingahnapp- ur. Hann ætlaði að slíta upp einn knúppinn og bera hann upp að nefinu en hætti við það, beygði sig niður að sprungunni í staðinn og andaði að sér ilminum. Himbriminn var hættur að kalla. Niðurinn frá fljótinu barst til hans. Þetta var kolmórauð jökulá, stórfljót. Það rann í gljúfrum fram undir kirkjustað- inn, Djúpugljúfrum. Hann beindi sjónum að gljúfrunum og fylgdi þeim eftir inn á hálendið. Svart og þykkt strik sem skar sundur ása og hæðir uns það hvarf sjón- um í fjallaklasa. Þar greindi hann fossúða. Neðsti fossinn í mikilli fossaröð. Lengra sá hann ekki. En hann vissi að Djúpugljúfur skárust inn í hásléttu sunnan við jökulinn og þar voru þau dýpst. Á þessari hásléttu var eitt stærsta gróðursvæði miðhálendisins og mikið heiðagæsavarp. Arnar hafði aldrei komið þangað en Birgir Sigurðsson ✝ Birgir Sigurðs-son fæddist 28. ágúst 1937. Hann lést 9. ágúst 2019. Útför Birgis fór fram 22. ágúst 2019. Hafdís hafði sagt honum frá því. Þangað var illfært nema á hestum en nú myndi það breyt- ast vegna virkjunar- framkvæmdanna. Á hásléttunni átti að verða geysistórt uppistöðulón og hæsta stífla Evrópu í Djúpugljúfrum.“ Birgir Sigurðs- son, rithöfundur, skáld og vernd- ari náttúrunnar með meiru, er hættur að kalla, líkt og himbrim- inn í skáldsögu hans „Ljósið í vatninu“. En rödd Birgis og boð- skapur mun bergmála og óma um langan aldur, jafnt um mann- gæsku, jafnrétti, lýðræði og mik- ilvægi náttúruverndar. Birgir var ekki aðeins meðal helstu rit- höfunda og leikritaskálda þjóðar- innar heldur einn allra ötulasti og sterkasti talsmaður náttúru- verndar í landinu. Styrkur Birgis fólst einkum í tvennu – djúpvitr- um skilningi á hinu smáa og stóra í náttúrunni og samhenginu þar á milli, og góðu valdi á íslenskri tungu, málfræði sem stíl. Birgir var lítið fyrir að baða sig í sviðsljósinu í náttúruvernd- arbaráttunni en afar virkur á bak við tjöldin og traustur sem ráð- gefandi og skipuleggjandi. Hann bjó að langri reynslu í þessum efnum. Fyrst í Gnúpverjahreppi um og upp úr 1972 þar sem hann sinnti kennslu og skólastjórn, en þá hófst baráttan fyrir verndun Þjórsárvera sem Birgir beitti sér fyrir af miklum móð. Í seinni tíð kom Birgir töluvert að starfsemi Náttúruverndarsamtaka Íslands sem hann studdi með ráðum og dáð allt frá stofnun samtakanna árið 1997. Ég átti því láni að fagna að kynnast Birgi og Elsu á tíunda áratugnum þegar baráttan stóð sem hæst um Eyjabakka og um- fangsmiklar virkjanahugmyndir norðan Vatnajökuls. Með okkur tókst einlægur og gefandi vin- skapur. Við deildum lífssýn, skeggræddum málin og ræktuð- um sambandið með heimsóknum, matarboðum og ferðalögum um stórbrotna og undurfagra nátt- úru Íslands. Við Helga yljum okkur við minningarnar og eig- um, eins og þjóðin öll, Birgi mikið að þakka fyrir mikilvægt framlag hans á sviði ritstarfa, leikhúss og náttúruverndar. Við Helga vottum Elsu og öðr- um aðstandendum innilega sam- úð við fráfall Birgis. Hilmar J. Malmquist. Birgir Sigurðsson var einarð- ur í baráttunni fyrir verndun náttúru landsins og hann átti rík- an þátt í að móta samstöðu meðal Gnúpverja gegn því að sökkva Þjórsárverum undir miðlunarlón. Meitluð hugsun hans kemur skýrt fram í ályktun fundarins sem haldin var í Árnesi, Gnúp- verjahreppi hinn 17. mars 1972: „Að Þjórsárver eru geysistór og einstæð vin á miðhálendi Íslands og eiga ekki sinn líka hvað varðar fjölbreytileika gróðurs og fugla- líf.“ Leiðir okkar Birgis lágu sam- an við undirbúning baráttufund- ar fyrir verndun miðhálendisins sem haldinn var í Háskólabíói 28. nóvember 1998. Í ræðu sinni þar talaði Birgir fyrir þeim „fram- sýnu viðhorfum sem bera í sér að velferð náttúrunnar sé velferð okkar sjálfra“. Í framhaldinu varð það regla að ávallt bera greinar og frétt- rtilkynningar undir Birgi. Þá las ég upp fyrir hann í símann og hann leiðrétti jafnóðum með full- kominni tónheyrn fyrir orðalagi og framsetningu máls. Birgir var skarpur greinandi og fljótur að benda á að tal ráða- manna um sættir var oftar en ekki innantóm orð; að raun væru engar sættir í boði. Stundum kom fyrir að Birgi þótti ég ekki á réttri braut og þá ræskti hann sig örlítið, smá þögn, svo sagði hann: „Árni minn, ég vil ekki segja þér hvað þú átt að gera en …“ Eða að hann hringdi aftur eftir skamma stund og sagði: „Heyrðu vinur, varðandi það sem við ræddum áðan …“ Hugsun hans var svo skýr, ein- lægnin algjör. Betri vinur er vandfundinn. Árni Finnsson. Djúp röddin og hljómmikil: „Sæll Hjálmar, Birgir hérna, hm … segðu mér …“ – löng þögn, – en svo í hægum takti kemur erindið, kannski um skáldskapinn, eða listpólitík, en þó oftast er það náttúran og varðstaðan um landið sem á hug hans allan. Hann setur erindið fram skýrt og skipulega, spyr mig spurninga, hvað mér finnist, vill afstöðu: „Hm …þú segir það, gott að heyra …“ og svo koma gagnrök og nýir vinklar, fleiri spurningar, og strategía. Já ein- mitt, strategía, Birgir kunni öðr- um betur að leggja línurnar. Kynni okkar Birgis hófust fyr- ir margt löngu, man ekki alveg hvenær en líklega í listpólitíkinni á tíunda áratugnum þegar ég var forseti Bandalags íslenskra lista- manna. Í því embætti leitaði ég oft til Birgis þegar mikið lá við, bæði til skrafs og ráðagerða en líka fengum við að tilnefna hann til trúnaðarstarfa fyrir hönd samtakanna. Sérstök ástæða er til að nefna setu hans í yfirstjórn verkefnisins Reykjavík Menn- ingarborg Evrópu 2000, þar sem hann sýndi einstaka röggsemi og einurð. Þótt Birgir sé auðvitað þekkt- astur fyrir leikrit sín og skáld- skap þá var hann menntaður tón- listarmaður og tónlistin var honum kannski dýrmætust allra listgreina. Hann hlustaði á flest, þó mest á klassík og djass. Þegar við hittumst á tónleikum hafði hann alltaf eitthvað nýtt fram að færa um verkin og flutninginn, þó ekki með því að segja hvað hann vissi eða hvað honum fynd- ist heldur með því að spyrja og spyrja aftur. Þannig fékk hann mann til að hugsa og hugsa upp á nýtt. Eins og ég kynntist Birgi var þó ekkert sem á honum brann heitar en varðstaðan um náttúru landsins. Hann var besta blanda af raunsæjum nýtingarsinna og framsýnum hugsjónamanni, gerði sér grein fyrir hvað þarf til að bjargast en skildi líka öðrum betur til hvers er lifað. Hann var virkur í baráttunni fyrir verndun miðhálendisins þegar harðast var að því sótt, beitti hann sér bæði innan Náttúrverndarsamtaka Ís- lands og í ýmsum aðgerðarhóp- um til að hafa áhrif þar á og hann skrifaði pistla og hugvekjur til að vekja athygli á málstaðnum. Birgir vildi þó ekki láta á sér bera á þessum vettvangi, kaus frekar að hafa áhrif á bak við tjöldin, leiddi saman fólk og kokkaði upp strategíur og ekki síst skrifaði hann textana sem mótuðu umræðuna: ályktanir á fundum og yfirlýsingar. Það situr enn í mér þrillið þeg- ar við ásamt góðum hópi baráttu- fólks undir nafni Hálendishóps- ins boðuðum til opins fundar í Háskólabíói um verndun miðhá- lendisins í nóvember 1998, sem við nú síðar getum séð að mark- aði raunverulegt upphaf síðari tíma náttúruverndarbaráttu á Ís- landi. Spennan var mögnuð því við vissum ekki hvort nokkur myndi koma en bíóið fylltist og miklu meira en það, og ræðuhöld, söngur og listflutningur af ýms- um toga hélt uppi dagskránni – og yfirlýsing fundarins, auðvitað með kynngimögnuðu orðalagi Birgis, var einróma studd. Stór stund og það glampaði á augu míns ágæta vinar. Nú er hann allur, baráttumaðurinn og skáld- ið. Ekki fleiri símtölin, „hm … Birgir hérna …“ – og skarð höggvið í vinagarð. Hjálmar H. Ragnarsson. Birgir Sigurðsson rithöfundur er fallinn frá. En verk hans lifa og þær ómetanlegu gjafir sem hann gaf okkur þjóð sinni eru gersemar sem við fáum seint full- þakkað. Birgir stimplaði sig rækilega inn í íslenskt leikhús- og menn- ingarlíf með leikriti sínu Pétri og Rúnu árið 1972, þá 35 ára að aldri, en áður hafði hann sent frá sér ljóðabækurnar Réttu mér fána og Á jörð ertu kominn. Í Pétri og Rúnu, sem varð hlut- skarpast í leikritasamkeppni Leikfélags Reykjavíkur, kvað við ferskan tón í íslenskri leikritun og með verkunum sem í kjölfarið fylgdu, Selurinn hefur manns- augu, Skáld-Rósu og Grasmaðki, tók Birgir af öll tvímæli um að Ís- land hafði eignast eitt af öflug- ustu leikskáldum samtímans. Þegar Dagur vonar var frum- sýndur 1987 gat engum blandast hugur um þau ofurtök sem höf- undurinn hafði á leikritsforminu, hvort sem litið var á persónu- sköpun, samskipti leikpersóna eða uppbyggingu og framvindu leiksögunnar. Verk Birgis eru oft persónuleg og samúð hans með fólkinu sínu, persónunum sem hann leiðir fram, er ótvíræð, auk þess sem sársauki höfundarins skín á stundum í gegnum tilfinningalíf fólksins á sviðinu. Verk hans stíga listilegan dans á mörkum þess ljóðræna og hversdagslega – á mörkum þess grimma og þess blíða – og hann er örlátur á innsæi sitt, bæði vitsmunalegt og tilfinningalegt. Um þörfina fyrir að skrifa seg- ir Birgir í viðtali við DV árið 2000: „Maður veit ekki hvaðan þörf- in kemur en það ræðst ekki við hana. Ef svo væri þá væri maður líklega í öðru starfi. Þetta er eins og að vera haldinn; það er eins og lagðir hafi verið á mann galdrar; það er engin leið út.“ Eftir Dag vonar birtust leik- ritin Óskastjarnan, Dínamít og Er ekki nóg að elska?, smásagna- söfnin Frá himni og jörðu og Prívat og persónulega, sagn- fræðiritið Svartur sjór af síld og skáldsögurnar Hengiflugið og Ljósið í vatninu. „Fyrst og fremst gerir maður þetta fyrir sjálfan sig og sinn eig- in sannleik.“ segir Birgir í viðtali við Helgarpóstinn í desember 1984. „Ef svo vill til að einhver eða einhverjir aðrir eru sammála mínum sannleik, þá er það ágætt – en það er ekkert sem rithöf- undur á heimtingu á.“ Birgir tók virkan þátt í fé- lagsmálum og réttindabaráttu listamanna á Íslandi. Hann var varaformaður Rithöfundasam- bands Íslands á árunum 1982 til ’86 og forseti Bandalags ís- lenskra listamanna frá 1985-’87. Á sömu árum var hann einnig í stjórn Listahátíðar. Í Degi vonar leggur höfund- urinn stúlkunni Öldu þessi orð í munn: Hún var nú stödd hjá tré sem var fegurst allra trjáa. Það var eins og huggun sem sagði að enn væri til fegurð, þrátt fyrir allt. Og hún gaf sig á tal við lífið: „Þú hefur gefið mér margt og sagt mér hvers virði allt er, en eitt met ég mest.“ – Lífið langaði þá til þess að vita, hvað af þess miklu auðæfum væri dýrast. „Fagra líf,“ sagði hún, „ef mér væri ekki gefinn skilningur væri ég eins mikil þögn og dauðinn.“ Íslenskir rithöfundar þakka Birgi hans góðu verk, kveðja hann með virðingu og votta fjöl- skyldu hans og aðstandendum dýpstu samúð. Karl Ágúst Úlfsson, formaður Rithöfunda- sambands Íslands. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, EINAR ÞORSTEINSSON héraðsráðunautur og bóndi, Sólheimahjáleigu, andaðist á hjúkrunarheimilinu Hjallatúni, Vík í Mýrdal, laugardaginn 24. ágúst. Útför verður frá Skeiðflatarkirkju laugardaginn 31. ágúst klukkan 13.30. Eyrún Sæmundsdóttir Áslaug Einarsdóttir Sigurður Hjálmarsson Jóhanna M. Einarsdóttir Þórður Grétarsson Jón Bragi Einarsson Elín Einarsdóttir Jónas Marinósson Unnur Björk Arnfjörð Páll K. Sæmundsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GYÐA ÖRNÓLFSDÓTTIR, Árbæ, Reykjavík, lést á þriðjudaginn, 20. ágúst. Útför fer fram í Árbæjarkirkju mánudaginn 16. september klukkan 13. Reinhold Greve Örn Jóhannesson Dagbjört Ólafsdóttir Jóhannes Jóhannesson Gitte Jepsen Reynir Jóhannesson Pat Johannesson Róbert Jóhannesson Malene Wichmann Larsen Viðar Greve Jóhannesson Anna K. Sigurðardóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur eiginmaður minn, faðir, sonur, bróðir og tengdasonur, ÓLI FREYR KRISTJÁNSSON, lést á líknardeild Landspítalans sunnudaginn 25. ágúst. Útför hans fer fram frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn 5. september klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast Óla Freys er bent á styrktarreikning barna hans; 536-26-46675, kt. 150174-5899. Ágústa Amalía Sigurbjörnsdóttir Vigdís Karla Óladóttir Kristján Karl Ólason Katrín Kristjana Óladóttir Þuríður R. Sigurðardóttir Kristján A. Ólason Árni S. Kristjánsson Edda R. Skúladóttir Soffía R. Kristjánsdóttir Elías J. Jónsson Sigurbjörn Víðir Eggertsson Katrín K. Karlsdóttir Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GYLFI ÞÓR ÓLAFSSON, Kirkjuvegi 1, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fimmtudaginn 22. ágúst. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, þriðjudaginn 3. september klukkan 13. Kristín Gestsdóttir Dóra Magda Gylfadóttir Steindór Einarsson Ólafur Þór Gylfason Guðmunda Sigurðardóttir Gestur Arnar Gylfason Siv Mari Sunde Svandís Gylfadóttir Friðrik P. Ragnarsson Guðjón Helgi Gylfason Anna Hulda Einarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, LILJA GUÐMUNDSDÓTTIR, Furugrund 38, lést í faðmi fjölskyldunnar 23. ágúst á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Útförin fer fram frá Selfosskirkju þriðjudaginn 3. september klukkan 14. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknar- og vinafélagið Bergmál. Eggert Guðmundsson Kolbrún Dögg Eggertsdóttir Carmine Impagliazzo Sólrún Tinna Eggertsdóttir Mathias Warnecke Guðmundur Eggertsson Elín Mjöll Lárusdóttir Þuríður Elva Eggertsdóttir Michael Popovic og barnabörn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.