Morgunblaðið - 29.08.2019, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 29.08.2019, Qupperneq 53
MINNINGAR 53 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 2019 ✝ Erna Finns-dóttir fæddist í Reykjavík 20. mars 1924. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Sóltúni 23. ágúst 2019. Erna var dóttir Finns Sigmunds- sonar lands- bókavarðar í Reykjavík, f. 17. febrúar 1894 á Ytra-Hóli, Öngulsstaðahreppi, Eyjafirði, d. 10. febrúar 1982 í Reykjavík, og konu hans Krist- ínar Aðalbjargar Magnúsdóttur, húsfreyju í Reykjavík, f. 4. mars 1898 í Bitru, Glæsibæjarhreppi, Eyjafirði, d. 10. febrúar 1982 í Reykjavík. Bróðir Ernu var Birgir Finnsson, f. 24. ágúst 1927, d. 3. janúar 2003. Hann var forstöðumaður Tjaldaness- heimilisins í Mosfellssveit, kvæntur Hildi Knútsdóttur, f. 14. september 1930, d. 14. mars 1985. Erna giftist 6. júlí 1948 Geir Hallgrímssyni, síðar borg- arstjóra, ráðherra og seðla- bankastjóra í Reykjavík, f. 16. desember 1925. Foreldrar hans voru Hallgrímur Benediktsson, 3) Finnur, f. 1953, eiginkona hans er Steinunn Kristín Þor- valdsdóttir, f. 1953. Börn þeirra eru a. Kári, f. 1987, eiginkona hans er Eydís Ósk Eyland Brynjarsdóttir, f. 1985. Þau eiga Efemíu Björk, f. 2016. Fyrir á Eydís Kasper Þór og Kristu Sif, f. 2011. b. Geir, f. 1992. Fyrir átti Steinunn Elísabetu Þórð- ardóttur, f. 1979, gift Kára All- anssyni, f. 1982. Þau eiga Allan Magnús, f. 2019. Dóttir Elísa- betar er Steinunn María, f. 2010. Börn Kára eru Emil Björn, f. 2009, og María Karítas, f. 2012. 4) Áslaug, f. 1955. Sonur hennar er Geir, f. 1997. Erna lauk stúdentsprófi frá máladeild Menntaskólans í Reykjavík 17. júní 1944 og var því 75 ára stúdent á þessu ári. Hún stundaði jafnframt píanó- nám, meðal annars hjá Árna Kristjánssyni, auk þess sem hún vann á Landsbókasafninu á ár- unum 1944-1948. Erna og Geir bjuggu alla tíð í Reykjavík nema á árunum 1948-1949 þegar þau bjuggu í Boston þar sem Geir stundaði nám í lögfræði og hag- fræði, og Erna hélt áfram sínu námi í píanóleik. Þar fæddist elsti sonurinn. Útför Ernu fer fram frá Ás- kirkju í dag, 29. ágúst 2019, klukkan 15. stórkaupmaður, Reykjavík, f. 20. júlí 1885 á Vestdalseyri við Seyðisfjörð, d. 26. febrúar 1954 í Reykjavík, og Ás- laug Geirsdóttir Zoëga, húsfreyja, fædd í Reykjavík 14. ágúst 1895, d. 15. ágúst 1967. Börn Ernu og Geirs eru: 1) Hall- grímur, f. 1949. Eiginkona hans er Aðalbjörg Jakobsdóttir, f. 1949. Dóttir þeirra er Erna Sig- ríður, f. 1972. Sambýlismaður hennar er Filippo Mattia San- zone, f. 1973. Sonur þeirra er Róbert Hallgrímur, f. 2017. 2) Kristín, f. 1951, eigin- maður hennar er Freyr Þór- arinsson, f. 1950. Synir þeirra eru a. Þórarinn, f. 1973, maki Halla Björk Kristjánsdóttir, f. 1977. Dóttir þeirra er Sigríður Jónína, f. 2019. Sonur Þórarins af fyrra hjónabandi er Elijah Benedikt, f. 2005, og stjúpsonur Jolyon f. 1997. Halla Björk á fyrir Kristófer Ísak, f. 1995. b. Geir, f. 1978, maki Sif Sigmars- dóttir, f. 1978. Þau eiga Urði, f. 2013, og Baldur, f. 2016. „Velkomin á Dyngjuveginn!“ Með þessum orðum heilsaði Erna tengdamóðir mín mér þar sem ég stóð við útidyrnar í fyrstu heim- sókn minni þangað. Þetta reyndust orð að sönnu því að þar fann ég mig alltaf velkomna og þangað var gott að koma. Andrúmsloftið á Dyngjuvegin- um var einstaklega þægilegt og ljúft að sækja þau hjónin heim. Eftir andlát Geirs bjó Erna þar áfram meðan heilsan leyfði og við sóttum í félagsskap hennar. Hún hafði afar notalega nærveru, var lítið fyrir að draga athyglina að sjálfri sér, en var þeim mun hæfari í að fá aðra til að tala, enda fær í mannlegum samskiptum og kom einkar vel fyrir. Í návist hennar var engin ókyrrð. Hún var aldrei krefj- andi, samræður við hana voru upp- byggilegar, hún fylgdist vel með og kunni þá list að skapa góðan anda í kringum sig. Skemmtilegur húmorinn skemmdi ekki fyrir og dásamlegu skopskyninu hélt hún allt fram á síðustu stund. Það lék oft eitthvert hálfbros um varirnar á henni og fyrirvaralaust átti hún það til að lauma að smellnum athugasemd- um sem fengu viðstadda til að skella upp úr. Erna var orðvör, vönd að virð- ingu sinni og lítið fyrir tilfinninga- semi. „Ekkert vol og víl“ var við- kvæðið ef eitthvað bjátaði á og viðstaddir þannig áminntir um að halda stillingu og reisn og leysa mál af yfirvegun. Börnin hennar bera þessari áeggjan fagurt vitni með sinni heilsteyptu skapgerð og hófstilltu framkomu. Þegar heilsu Ernu fór að hraka og hún fluttist af Dyngjuveginum fékk hún loks vist á því góða heimili Sóltúni þar sem hún dvaldist síð- ustu árin. Það var alltaf tilhlökk- unarefni að heimsækja Ernu í Sól- túnið. Návist hennar var söm allt fram á síðustu stund, þægileg og nærandi. Samverustundirnar þarna náðu að treysta vináttubönd okkar aðstandenda hennar enn betur. Hún gaf fallega af sér hún Erna tengdamóðir mín og ég er lánsöm að hafa notið væntumþykju hennar og velvildar. Blessuð sé minning hennar. Steinunn K. Þorvaldsdóttir. Erna amma mín var mikil kjöl- festa í lífi fjölskyldu sinnar. Varla leið sú helgi sem við afkomendur hennar heimsæktum hana ekki á Dyngjuveginn, enda flest okkar regluföst og sækjum þann eigin- leika sennilega til hennar. Húsið hennar ömmu var eins og annað heimili fyrir mér. Þar á bæ var allt nánast óbreytt frá því hún og afi Geir fluttust inn á sínum tíma og bar innbúið með sér nota- legan blæ frá sjötta áratugnum. Það var bara eitt sem breyttist í gegnum árin og það voru sjónvörp- in og tölvurnar hennar niðri í kont- ór. Amma hafði nefnilega mjög gaman af nýjustu tækni og átti í engum erfiðleikum með að tileinka sér hana til jafns við okkur barna- börnin. Við nutum þess að verja þarna löngum stundum við að horfa á barnaefni, sem hún tók samviskulega upp fyrir okkur á spólur, eða bara að hanga í tölv- unni hennar. Amma var auðvitað miklu sval- ari en við hin, því að ólíkt okkur átti hún alltaf nýjustu og hátískuleg- ustu Apple-tölvurnar hverju sinni. Þegar sjónin hjá henni tók að versna byrjuðu samfélagsmiðlar að taka sér bólfestu í íslensku sam- félagi, svo að kannski var það lán í óláni að hún neyddist til að draga úr tækjanotkun sinni á þeim tíma. Svo kom að því að við urðum að kveðja Dyngjuveginn og amma fluttist á öldrunarheimili sem var óneitanlega erfiður biti fyrir okkur að kyngja. Minnisstæð húsgögnin fylgdu henni þó inn á nýja heimilið hennar og fyrir vikið breyttist ekki margt. Helgarheimsóknirnar, þar sem stjórnmálin jafnt sem fjöl- skyldumálin voru gerð upp, héldu áfram allt til yfir lauk og hefur ömmu eflaust þótt vænt um þær en ekki síður okkur afkomendum hennar. Fyrir mér var nefnilega eðlileg helgi að fylgjast með ömmu og börnum hennar skeggræða um allt mögulegt fólk um land allt, enda var amma einstaklega minn- ug og vel að sér. Það er merkileg tilhugsun að þessi hlédræga kona, sem kunni best við sig í friði og ró, hafi lifað og hrærst í pólitík svo áratugum skipti. Það kemur mér hins vegar ekki á óvart í ljósi þess hvað hún var vitur og yfirveguð og hafði sterkar og vel ígrundaðar skoðan- ir. Ég þykist vita að hún hafi haft þó nokkur áhrif á íslenskt samfélag meðan afi gegndi sínum embætt- um, enda var hann heppinn með ráðgjafa. Einkenni góðra ráðgjafa er kjarkur til að segja skoðanir sín- ar og þar vantaði ekkert upp á hjá henni. Hún hikaði t.d. ekki við að segja okkur afkomendum sínum álit sitt á hárgreiðslu okkar sem hún hafði afar sterkar skoðanir á. Það er sárt að kveðja ömmu Ernu, því að hún skipaði svo ríkan sess í lífi okkar. Hennar góða minning mun lifa áfram með okk- ur. Það voru sannkölluð forréttindi að hafa fengið að þekkja hana öll þessi ár og fyrir það er ég þakk- látur. Geir Finnsson. Frá því að ég man eftir mér hef- ur það verið fastur liður í lífi fjöl- skyldu minnar að heimsækja ömmu Ernu á Dyngjuveginn. Amma Erna var einstök mann- eskja. Hún var fyrst og fremst mjög fyndin og hafði einstaklega góða nærveru. Hún lá ekki á skoð- unum sínum en gaf samt öllum færi á að koma sínum skoðunum á framfæri. Hún var skemmtilega beinskeytt en á sama tíma hlý og góð. Amma tók okkur alltaf opnum örmum, með heitt á könnunni og til hennar var gott að koma. Ég tel það til mikilla forréttinda að hafa alist upp með svona góðri ömmu. Í viðtali við Vikuna frá því á átt- unda áratugnum sagði amma að hún hefði þá skoðun að gott heim- ilislíf væri grundvöllur fyrir góðu þjóðfélagi. Mér finnst þetta viðhorf einkenna hvernig hún forgangs- raðaði sínu lífi, hún var til staðar fyrir fjölskyldu sína og sinnti henni af alúð. Til vitnis um það fann ég hvað henni var sérstaklega umhugað um öryggi okkar allra og passaði vel upp á að við færum okkur ekki að voða – gildir einu hvort við vor- um börn eða þegar við uxum úr grasi. Ég hugsa enn til hennar þeg- ar ég geng með hendur í vösum vegna þess að henni þótti stór- hættulegt að hafa ekki hendur frjálsar ef ske kynni að ég myndi hrasa. Mér fannst þetta skrítið þegar ég var yngri en ég nú kann ég vel að meta hlýjuna á bak við varnaðarorð hennar. Þegar amma þurfti að flytja frá Dyngjuveginum yfir á Sóltúnið hélt hún áfram að vera miðpunktur fjölskyldunnar. Þangað fórum við reglulega og ræddum hvað á daga okkar hefði drifið og ég dáðist af því hvað henni tókst vel að taka þátt í samræðum þrátt fyrir erfið veikindi síðustu árin. Ég er alveg sérstaklega þakklátur fyrir að hún hafi náð að kynnast konunni minni og börnunum mínum og ég veit að öll barnabarnabörnin hennar veittu henni mikla gleði. Þótt við munum ekki lengur geta heimsótt ömmu Ernu þá veit ég að hún verð- ur alltaf með okkur og ég verð allt- af þakklátur fyrir allar þær stundir sem við áttum saman. Kári Finnsson. Móðir mín og yngri bræður hennar tveir festu öll ráð sitt með stuttu millibili fyrir rúmum sjö ára- tugum. Skipulögð voru sérstök matreiðslunámskeið fyrir hinar þrjár verðandi húsmæður (ekki er vitað til þess að húsbændurnir hafi átt kost á slíku) og hjónin þrenn voru samstiga og héldu hópinn gegnum súrt og sætt. Börnin urðu tólf talsins á ellefu árum og for- eldrarnir létu sig börn hinna varða og fylgdust með uppvexti þeirra af alúð. Nú er síðasti fulltrúi þessa samstillta hóps fallinn frá, Erna Finnsdóttir, ekkja Geirs Hall- grímssonar móðurbróður míns. Erna var bókhneigð og músík- ölsk, enda alin upp á heimili skáld- mælts bókavarðar. Þegar dóttir hennar lagði stund á bókasafns- fræði hafði hún orð á því að þetta hefði getað orðið áhugaverður starfsvettvangur. Það átti hins vegar fyrir henni að liggja að lenda í orrahríð stjórnmála og standa við hlið manns síns og styðja hann ótrauð á löngum og farsælum en á stundum stormasömum ferli. Við systkinin höfum oft haft orð á því okkar á milli hversu einstaklega skynsöm og yfirveguð Erna var öllum stundum, algerlega laus við alla tilfinningasemi og meðvirkni. Þegar innan fjölskyldunnar var hneykslast á því hvernig pólitískir andstæðingar veittust að Geir benti hún einfaldlega á að þetta hlutskipti hefði hann valið sér og yrði að taka afleiðingum af því. Hún var ráðholl og skipulögð, ekki gjörn á að gera veður út af smá- munum. Vegtyllur og frami virtust ekki skipta hana nokkru máli en þau verkefni sem féllu í hennar hlut rækti hún af stakri samvisku- semi. Ég á sjálfur Ernu sérstaka þakkarskuld að gjalda. Svo er mál með vexti að þegar ég kom í heim- inn, nokkru fyrir tímann, lítill og pervisinn, var móðir mín ekki heil heilsu og gat ekki haft mig á brjósti. Erna var þá nýbúin að eignast Finn frænda minn. Hún var því aflögufær og reiðubúin til þess að hlaupa undir bagga. Þegar ég heimsótti hana á Sóltún fyrir allnokkru rifjaði hún þetta upp og sagði kankvís að það hefði nú bara ræst úr mér þrátt fyrir ólánlegt upphaf. Það fellur mér þungt að geta ekki fylgt Ernu síðasta spölinn en sendi úr fjarlægð börnum hennar og fjölskyldu allri mínar innileg- ustu samúðarkveðjur Gunnar Snorri Gunnarsson. Með Ernu er genginn síðasti leggur stórfjölskyldunnar af henn- ar kynslóð. Erna var skarpgreind og praktísk kona sem hugsaði í lausnum og hafði mikla yfirsýn. Hún vann sín verk hljótt og örugglega, treysti undirstöður fjöl- skyldunnar og hugsaði heildrænt um velferð stórfjölskyldunnar allr- ar. Gamlárskvöldin á Dyngjuvegi voru ógleymanleg. Þar nutu skipu- lagshæfileikar Ernu sín vel því hún náði að kalla fram afslappaða og hátíðlega stemningu með gest- risni sinni en á sama tíma að halda vökulu auga sínu með öllu sem úr- skeiðis gæti farið. Erna var traust og grandvör kona umfram allt og leituðu marg- ir ráða hjá henni og treystu dóm- greind hennar.Erna var á margan hátt á undan sinni tíð. Hún bar virðingu fyrir sjálfri sér eins og öðrum. Hún var falleg kona, alltaf vel klædd og látlaus en þó glæsi- leg. Síðustu árin átti Erna við heilsuleysi að stríða en því tók hún af miklu æðruleysi. Það kom ekki á óvart því meðbyr og mótbyr tók hún af sama jafnaðargeði. Hún kunni að samfagna á góðri stundu og sýna samúð og nærfærni á erf- iðum stundum. Stuttu fyrir andlátið heimsótti ég Ernu í Sóltún og skilaði kveðju frá Lynghagafjölskyldunni. Enn- fremur hafði ég að orði að nú væri yngsta barnabarn ömmu Áslaugar að verða sextugt. Svona líður tím- inn svaraði Erna og í orðum henn- ar mátti hvorki greina undrun eða eftirsjá heldur sátt þeirrar konu sem skilur lífsins gang. Við leiðarlok er okkur systur- börnum Geirs efst í huga þakklæti og virðing fyrir samstöðu alla tíð. Blessuð sé minning Ernu Finnsdóttur. Áslaug Gunnarsdóttir. Fallin er frá Erna Finnsdóttir, einstök sómakona. Erna var greind, vel lesin og glögg kona, mannþekkjari sem lagði gott til málanna. Í mínum huga hafði Erna svo margt fram að færa með sínum hógværa hætti. Góðmennska var lýsandi fyrir hennar framkomu og hún mótaði svo sannarlega um- hverfi sitt. Erna kom jafnan vel fyrir, virðuleg og vel til fara en lát- laus og vildi ekkert óþarfa um- stang. Erna átti viðburðaríka ævi og voru þau hjón Erna og Geir Hall- grímsson afar samhent í öllum sín- um störfum. Geir lést fyrir tæpum 30 árum, löngu fyrir aldur fram. Hann var merkur stjórnmálamað- ur og áhrifavaldur í íslenskum stjórnmálum. Hann sat í öllum helstu embættum á Íslandi, var borgarstjóri í Reykjavík og for- sætisráðherra. Ennfremur var hann formaður Sjálfstæðisflokks- ins til fjölda ára og gegndi þeirri stöðu af miklum myndarskap. Oft tók hann storminn í fangið og leysti jafnan farsællega úr málum og allt- af stóð Erna þétt við hlið hans. Kristinn Björnsson heitinn, eig- inmaður minn, var sonur Björns bróður Geirs en þeir voru mjög nánir. Sjöfn tengdamóðir mín og Erna voru miklar og traustar vin- konur. Vinátta þeirra byggðist á gagnkvæmri virðingu en kátínan var alltaf skammt undan. Fjöl- skyldutengsl voru einnig afar náin við Ingu, systur bræðranna, og fjölskyldu hennar. Eiginmaður minn var mikill stuðningsmaður frænda síns í pólitík. Einn besti vinur hans var Hallgrímur, elsti sonur Ernu og Geirs. Við vorum mjög náin þessari fjölskyldu enda traustir vinir og einstakt sómafólk. Erna og Geir áttu fjögur börn og barnabörn og undu sér best í faðmi fjölskyldunnar. Alltaf vorum við Kristinn velkomin á Dyngju- veginn, fyrst sem kærustupar og síðar með börn og buru. Geir var jafnan störfum hlaðinn og hafði um mörg mál að hugsa en aldrei fundum við fyrir því að það truflaði hann sem gestgjafa. Þau hjónin voru einstök heim að sækja og boðin á gamlárskvöld eru mér einstaklega minnisstæð, þar gekk ýmislegt á þar sem börn á öllum aldri voru samankomin og oft mik- ið fjör. Alltaf hélt Erna ró sinni sama hvað á gekk. Hún var ein- staklega barngóð kona og eiga börn okkar Kristins góðar minn- ingar um þeirra samneyti. Þegar ég hóf þátttöku í stjórn- málum þá átti ég í Geir hauk í horni og fékk ýmis góð ráð um ref- ilstigu stjórnmálanna. Ekki síður átti ég Ernu að sem vinkonu og trúnaðarmann. Eftir að Geir lést voru oft löng samtölin á milli okk- ar. Hún fylgdist vel með þjóðmál- um og var reynslunni ríkari eftir pólitískan feril þeirra hjóna. Við Erna vorum í góðu sambandi allt þar til veikindi hennar ágerðust. Það er með miklum söknuði sem ég kveð Ernu. Ég votta af- komendum og fjölskyldu Ernu mína dýpstu samúð. Minningin lifir. Sólveig Pétursdóttir. Erna Finnsdóttir Elsku móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma, INGA HREFNA SVEINBJARNARDÓTTIR frá Seyðisfirði, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað 24. ágúst. Útförin fer fram frá Seyðisfjarðarkirkju mánudaginn 2. september klukkan 14. Árdís Björg Ísleifsdóttir Sveinbjörn Orri Jóhannsson Hanna Þórey Níelsdóttir Óttarr Magni Jóhannsson Ásta Sif Jóhannsdóttir Jóhannes Bragi Gíslason Heiðbjört Dröfn Jóhannsd. Gísli Jónsson Helena Mjöll Jóhannsdóttir Hans Unnþór Ólason Jóhann B. Sveinbjörnsson Ástrún Lilja Sveinbjarnard. barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg kona mín, móðir, tengdamóðir, dóttir og amma, UNNUR ÁRNADÓTTIR, lést 26. ágúst á Landspítalanum við Hringbraut. Útför verður gerð frá Víðistaðakirkju, Hafnarfirði, þriðjudaginn 3. september klukkan 15. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Ljósið - endurhæfingarmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda. Sérstakar þakkir fær starfsfólk 11G á Landspítalanum fyrir einstaka umönnun og kærleik. Guðmundur Hólm Indriðason Þórunn Friðlaugsdóttir Unnar A. Friðlaugsson Elín Inga Halldórsdóttir Þorgeir Þór Friðgeirsson Árni Ingimar Helgason og barnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, AÐALHEIÐUR HAUKSDÓTTIR, lést á líknardeildinni í Kópavogi 19. ágúst. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknardeildina í Kópavogi og stuðningsfélög krabbameinssjúkra. Ragnheiður Rafnsdóttir Gauti Árnason Hjördís Svan Stefán Svan barnabörn og langömmubarn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.