Morgunblaðið - 29.08.2019, Side 55

Morgunblaðið - 29.08.2019, Side 55
MINNINGAR 55 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 2019 betur en það hafi verið gagn- kvæmt þó að á stundum væru landshlutar eða lönd á milli okkar vinanna. Snorra verður sárt saknað af öllum sem hann þekktu, en mestur er þó harmur kveðinn að Kolbrúnu, eftirlifandi eigin- konu hans, afkomendum þeirra og öðrum ættingjum og sendi ég þeim öllum mínar dýpstu og innilegustu samúðarkveðjur. Axel Jóhann Axelsson. Látinn er, eftir aðeins mán- aðar baráttu við ólæknandi blóðsjúkdóm kær vinur, Guð- mundur Snorri Ingimarsson læknir. Leiðir okkar lágu snemma saman og margsinnis síðar í lífinu. Bekkjarbræður fyrstu árin í skóla, síðar sam- stúdentar, námsmenn í sama fagi erlendis, margvísleg sam- vinna síðar og einnig bak- grunnur okkar beggja í Skaga- firði frá æskuárum. Við vorum í hópi átta íslenskra námsmanna sem sænsk menntamálayfirvöld gáfu kost á námsstöðu í lækn- isfræði í Svíþjóð. Öll teljum við þetta mikið happ, móttökurnar voru frábærar, öllum gerð grein fyrir því ákveðna mark- miði læknadeilda landsins að útskrifa gott fagfólk. Í íslenskri læknisfræði teljum það mikinn styrk að okkar fólk hefur löngum átt kost á námi við bestu akademísk sjúkrahús, austan hafs og vestan, stoltar hefðir læknisfræði slíkra staða hafa ratað í íslenska heilbrigð- isþjónustu. Í Svíþjóð var og er mjög hvatt til og stutt við aka- demíska nálgun, báðir lukum við Snorri doktorsprófi, hann með áherslu á hlutverk interfe- rons, mikilvægs þáttar til skiln- ings krabbameinsgátunnar sem hann hafði numið meðal bestu vísindamanna sviðsins á Karol- inska sjúkrahúsinu. Heim- komnir unnum við Snorri sam- an um hríð. Nálgun Snorra var mjög gefandi fyrir mig. Auk sérfræðiréttinda í krabba- meinslækningum ávann Snorri sér síðar sérfræðiréttinda í geðlækningum. Þetta var mjög einkennandi fyrir Snorra. Hann var tilfinningaríkur maður með sterka réttlætiskennd, engan lækni hef ég þekkt sem hefur fórnað meir af sjálfum sér fyrir sjúklinga sína en Snorra. Snorri skildi öðrum betur það hlutverk læknisins að líkna þegar lækning er ekki lengur möguleg, hann aflaði sér einnig bestu þekkingar í hvoru tveggja. Margir eiga nú um sárt að binda, ekki aðeins nán- ustu ástvinir heldur einnig fjöl- margir skjólstæðingar. Í mikilli sorg sendi ég þeim öllum mínar dýpstu samúðarkveðjur. Við Snorra á fegursta mannlýsing sem ég þekki; hann var dreng- ur góður! Gísli Einarsson. Í dag kveðjum við góðan vin, Snorra Ingimarsson. Kunningsskapur og vinátta okkar hófst með því að við hjónin erum í ferðahóp. Sum- arið 1995 ætlaði hópurinn að fara vestur á firði en vegna veðurs var ferðinni breytt og farið í Skagafjörð. Ferðahóp- urinn gisti í Varmahlíð en leit- að var til hjónanna í Ásgarði, Kolbrúnar og Snorra, hvort við mættum grilla hjá þeim. Það var auðfengið og tóku þau vin- samlega á móti öllum hópnum og úr varð mikil grillveisla og fjör. Tíminn leið og nokkrum ár- um seinna kynnti yngri dóttir okkar, Arna Björk, okkur fyrir ungum og glæsilegum pilti, Ingimari, sem vildi svo skemmtilega til að var sonur vinsamlegu hjónanna í Ásgarði. Nokkrum árum seinna gekk unga parið í hjónaband og eign- aðist tvö yndisleg ömmu- og afabörn, Tinnu Björk og Mikael Snorra. Við það mynduðust sterk fjölskyldutengsl og mikil vinátta. Samverustundunum fjölgaði hér heima, í Dan- mörku, Svíþjóð og síðast en ekki síst í Ásgarði. Það var gott að koma á ýmsum tímum árs í Ásgarð og heimsækja góða vini en það er nánast undravert hvað þau hjónin hafa byggt og ræktað mikinn og fallegan sælureit þar. Alltaf var jafn notalegt að ræða málin með Snorra hann hafði frá svo mörgu skemmti- legu og áhugaverðu að segja og sérstaklega góða nærveru. Hann átti það til að setjast við flygilinn og leika ljúf lög af fingrum fram. Okkur finnst stutt síðan við vorum öll saman en þannig er lífið enginn ræður sínum næturstað. Elsku Kolbrún, Áslaug, Ingi- mar og fjölskylda, innilegar samúðarkveðjur. Við þökkum fyrir allar góðu samverustund- irnar með Snorra. Blessuð sé minning hans. Björk og Kristinn. Þau eru orðin mörg sem leit- að hafa til Snorra Ingimars- sonar þá áratugi sem hann hef- ur verið læknir, fyrst lengi vel á sviði krabbameinslækninga og síðar geðlækninga. Þetta nefni ég vegna þess að mér finnst það segja sína sögu um hann sjálfan hvern hug þau báru til hans sem höfðu þurft á hjálp hans að halda vegna sjúk- dóma eða annarra erfiðleika eða þrenginga í lífinu. Oftar en einu sinni hef ég nefnilega hitt fólk, sem enga hugmynd hafði þó um vina- tengsl okkar Snorra, sem haft hefur á orði hvílíkur bjargvætt- ur hann hafi reynst í þeirra lífi. Þessu á ég auðvelt með að trúa þótt ég hafi kynnst Snorra og þekkt í öðru samhengi. Ég kynntist gestgjöfunum Kol- brúnu og Snorra, hestamann- inum, sögumanninum en fram- ar öllu góðum og traustum vini. Á fimmtugsafmæli mínu fyr- ir rúmum tuttugu árum barst mér dularfullt skeyti norðan úr Skagafirði með hamingjuóskum frá Gestasveit sem nefndi sig svo. Síðar kom í ljós að þarna voru á ferðinni gamlir félagar og vinir sem ég átti eftir að kynnast upp á nýtt, að þessu sinni á hestbaki, á Guðnabakka og í fjallakofum, heitum pottum og síðast en ekki síst í Ásgarði í Blönduhlíð, yndislegu heimili þeirra hjóna, Kolbrúnar og Snorra, norðan heiða. Þangað var gott að koma. Alltaf sól. Meira að segja vegg- irnir í Ásgarði eru sólgulir á lit þótt aðallega hafi hún verið huglæg sólin í Ásgarði. Skapgerð Snorra Ingimars- sonar var ofin þráðum mikillar hlýju og glettni, stundum grárri en þó alltaf velviljaðri. Til þessa þekkti Gestasveit vel. Sú sveit hafði lag á að láta öll- um félögum sínum líða vel. Lökum knapa fannst hann fær í flestan sjó. Þannig virkaði töfrasproti Snorra Ingimars- sonar. Snorri er vinum sínum mikill harmdauði. Kannski er það vegna afneitunar á því að bráðasjúkdómur skyldi verða honum að aldurtila svo snögg- lega, en þannig er því varið með mig, að einhvern veginn finnst mér ekki ganga upp að segja að Snorri Ingimarsson sé allur. Hann er það nefnilega ekki í mínum huga og hygg ég að þar mæli ég fyrir munn margra. Svo mikið lifandi var Snorri og svo mjög var hann nálægur þegar vinir komu saman, að minningin um hann verður aldrei þurrkuð út. Það er góð tilhugsun. Kolbrúnu og fjölskyldu vott- um við Vala innilega samúð. Ögmundur Jónasson. Nýlega rifjuðum við Snorri upp sögu krabbameinslækninga í Svíþjóð og á Íslandi, sem hann naut klárlega að ræða um, en einnig bar á góma merki- legan náms- og starfsferil hans sem ég ætla að minnast hér. Snorri hóf nám í læknisfræði haustið 1969 en komst ekki í gegnum nálarauga ósanngjarna krafna læknadeildar HÍ ásamt fleirum og mótmæltu stúdentar kröftuglega. Fremur óvenjuleg sáttaleið var farin með samkomulagi Gylfa Þ. Gíslasonar mennta- málaráðherra og starfsbróður hans Ingvars Carlssonar, síðar forsætisráðherra Svíþjóðar, þar sem stúdentunum var boðið að koma til læknanáms í Svíþjóð. Snorri og sjö aðrir læknanemar þáðu boðið og luku þeir allir námi. Misskilningur varð hins veg- ar til þess að Snorri var skráð- ur í tannlæknadeildina á Karól- ínska í byrjun. Voru þá góð ráð dýr, Snorri bankaði upp á í sænska menntamálaráðuneytinu og óskaði eftir persónulegum fundi með ráðherranum. Var honum tjáð að ekki gæti hver sem er fengið slíkt viðtal en eftir nokkurt þóf náði Snorri fundi með hásettum embættis- manni og útskýrði að skráning hans í tannlæknadeild væri alls ekki í samræmi við hið dipló- matíska samkomulag ráð- herranna. Snorri náði sínu fram og sendi þakkarbréf til ráð- herrans. Snorri flutti til Stokkhólms ásamt Kolbrúnu eiginkonu sinni. Peningar voru af skorn- um skammti og námslánin tak- mörkuð svo til að drýgja tekj- urnar tók hann íhlaupavinnu á Radiumhemmet, fyrst af- greiðslustörf, síðar umönnunar- störf og loks sem læknanemi í aðstoðarlæknisstörfum. Radi- umhemmet er krabbameins- sjúkrahús, það fyrsta sinnar tegundar á Norðurlöndunum og með tímanum leiðandi á heims- vísu á ýmsum sviðum krabba- meinslækninga. Það lá því beint við að Snorri hæfi sérnám þar og lauk hann því árið 1982. Hann varði doktorsritgerð við Karólínska háskólann árið 1980 og dósentsgráðu frá sömu stofnun 1984. Snorri var fyrstur íslenskra lækna til að ljúka sérnámi í krabbameinslækningum frá Svíþjóð og aðstoðaði fjölmarga við að komast þar í sérnám, enda þekkti hann um árabil persónulega alla prófessora í krabbameinslækningum í Sví- þjóð. Snorri starfaði sem sérfræð- ingur í krabbameinslækningum við Landspítalann árin 1982- 1984. Hann var fyrsti forstjóri Krabba-meinsfélags Íslands, árin 1984-1988 og undir hans forystu hófst meðal annars starfsemi Heimahlynningar, heima- þjónusta fyrir krabbameins- sjúklinga á líknandi meðferð enda var andleg heilsa og vel- ferð krabbameinssjúklinga hon- um afar hugleikin. Snorri fór síðar í frekara sérnám og hlaut sérfræðivið- urkenningu í geðlækningum ár- ið 1994 og rak hann um árabil eigin lækningastofu sem krabbameinssjúklingar með geðræn vandamál gátu leitað til nánast fyrirvaralaust. Síðustu starfsár sín stundaði hann rannsóknir á geðheilsu og heilsutengdum lífsgæðum krabbameinssjúklinga. Snorri var alla tíð í góðum tengslum við fyrrverandi starfsfélaga á Radiumhemmet og góðar minningar í hávegum hafðar og hans oft getið við há- tíðleg tækifæri þar sem ein- staks starfsfélaga og góðs vin- ar. Helgi Sigurðsson, prófessor í krabbameins- lækningum. Bréf til ömmu. Elsku besta amma mín, nú er loksins komið að leiðarenda og þú hittir loks afa á ný ásamt Adda frænda, í nýjum heim- kynnum. Grunar að þið séuð ekki fjarri – kannski einhvers staðar í Skarðsheiði. Það færir mér gleði og hlýju í hjarta að vita þið eruð öll sameinuð að nýju, alveg eins og ég þekkti ykkur alla tíð í sveitinni – alltaf samrýmd. Amma Lóa, þú reyndist mér sannarlega vel, þú lifir að eilífu í mínu hjarta og í mínum huga, minningarnar um þig eru jafn ljóslifandi og þegar ég var í sveitinni í gamla húsinu sem lít- ill strákur hlaupandi upp stig- ann. Það voru forréttindi að eiga í þér alvöru sveitaömmu sem hugsaði samviskusamlega fyrir öllum heima á bænum, alveg sama hver átti í hlut. Þú varst bóndakona í ríki þínu og tókst mig upp á þína arma mörg sum- ur á Leirárgörðunum. Fyrir það er ég þér þakklátur. Ég man vel hvað ég hlakkaði til að fara í sveitina til ömmu og afa, fá að vinna sveitastörfin, stunda heyskapurinn, sækja kýrnar, moka flórinn, taka morgunkaffið eftir morgun- verkin, spjalla um dagsverkin, þamba kúamjólkina, anda að sér sveitaloftinu, kvöldkaffið og að sjálfsögðu að gæða mér á heimabakaða bakkelsi þínu eftir annasaman dag. Kleinurnar, ástarpungarnir, rjómaterturn- ar, heimabakaða brauðið með kæfunni – allt var þetta fastur liður í minni barnæsku. Eftirminnileg var sú stund að sitja á borðstofubekknum og fylgjast með þér steikja flatkök- ur í eldhúsinu af einskærri fag- mennsku, það var fátt sem jafn- aðist á við það að fá hjá þér ylvolgar flatkökur með smjöri, enda áttu þær til að endast af- skaplega illa. Það gladdi þig ávallt mikið að sjá börnin taka hraustlega til matarins. Þú sást til þess að enginn færi svangur út að vinna. Ef gesti bar að garði var und- antekningalaust vel veitt af alls kyns kræsingum og allir fóru sáttir og sælir frá borði. Þú varst höfðingi heim að sækja, dugnaðurinn leyndi sér ekki. En umfram allt, amman mín, fann ég fyrir einlægri væntum- hyggju þinni á stað sem er mér mjög kær. Það var mikils virði. Ég man hvað þú hafðir einstakt lag á að safna hlutum úr umhverfinu, hafðir auga fyrir því fallega í náttúrunni. Í þér bjó listakona, sem sást í handskreyttum af- mælis- og jólakortum með þurrkuðum litríkum blómum eða formfögrum og glitrandi steinum sem þú valdir gaum- gæfulega víðsvegar úr sveitinni og rötuðu sumir hverjir inn á heimilið sem hið fullkomna stof- ustáss. Ég get með sanni sagt þér að söfnunarhæfileiki þinn Ólöf Friðjónsdóttir ✝ Ólöf Friðjóns-dóttir fæddist 22. janúar 1930 á Hofstöðum í Álfta- neshreppi. Hún lést 30. júlí 2019. Ólöf var gift Guðmundi Hannesi Einarssyni, f. 1920, d. 1999. Þau bjuggu að Eystri- Leirárgörðum, Leirársveit. Börn þeirra eru Pálmi Þór, f. 1954, Magnús Ingi, f. 1955, og Guð- ríður Svala, f. 1959, d. 2019. Foreldrar Ólafar eru Friðjón Jónsson og Ingibjörg Friðgeirs- dóttir. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. hafi ratað áfram til næstu kynslóða – Arnóri Torfa þykir einmitt fátt skemmtilegra en að sanka að sér myndarlegu steina- safni. Í þér bjó líka vísnakona, þó þú hafir ekki haft þig mikið í frammi þá var vísnagerðin hluti af þér. Nýlega, af algjörri tilviljun, rambaði ég á vísu sem þú hafðir ort og gefið mér fyrir meira en 20 árum síðan. Svona eru tilviljanir stundum engar tilviljanir. Best að gefa þér lokaorðin, amma mín – bið að heilsa afa og auðvitað Adda. Sé ykkur kannski einhvers staðar í Skarðsheiðinni. Við þér blasir veröld heið vafin æskuljóma, verði öll þín æviskeið Íslandi til sóma. (Amma Lóa) Konráð. Það er skrítin tilhugsun að geta ekki skroppið yfir til ömmu lengur. Vanalega óð ég inn um dyrnar og bankaði svo eftir að inn var komið fyrir kurteisis- sakir. Ég hef alltaf litið á heim- ili ömmu, afa og Adda sem mitt annað heimili enda var ég þar nánast á hverjum degi þegar ég var að alast upp. Ég man heldur ekki eftir því að hafa farið upp í sveit í seinni tíð og ekki heim- sótt ömmu. Amma var ein sú hjartahlýj- asta manneskja sem ég hef kynnst um ævina. Alltaf var hún til staðar fyrir mig þegar eitt- hvað bjátaði á og það var gott að geta skroppið til hennar til þess að spjalla þegar svo bar á. En það var líka bara svo gaman að vera hjá henni og leika sér í stofunni, úti í garði þar sem hún eyddi lunganum af sumrinu eða með kríunum niður við á. Í seinni tíð sýndir þú svo ótrúleg- an styrk þegar að sjónin hvarf og alltaf varstu með sama jafn- aðargeðið, alltaf sama amman. Þannig man ég ömmu og minn- ingin um yndislega manneskju mun lifa áfram. Takk fyrir allt, amma, ég á eftir að sakna þín. Davíð Ingi Magnússon. Lestin brunar, hraðar, hraðar, húmið ljósrák sker, bráðum ert þú einhvers staðar óralangt frá mér. Út í heim þú ferð að finna frama nýjan þar, ég hverf inn til anna minna, allt er líkt og var. Þú átt blóðsins heita hraða, hugarleiftur kvik; auðlegð mín er útskersblaða aldagamalt ryk. Einhvers skírra, einhvers blárra æskti hugur minn, og þú dreifðir daga grárra deyfð og þunga um sinn. (Jón Helgason) Ólöf Friðjónsdóttir, eða Lóa í Eystri Leirárgörðum er látin. Þá hafa þrjú, öldruð heiðurs- menni af Leirárgarðatorfunni kvatt á einu misseri, fyrst Addi, mágur Lóu, svo mamma og núna Lóa. Öll búin fyrir löngu að skila sínu og gott betur til þjóðfélagsins. Í upphafi árs hafði Svala, dóttir Lóu, einnig látist langt fyrir aldur fram og leyndist það engum hversu þungbært það var henni. Mér finnst við hæfi að kveðja elsku Lóu með þessu kvæði eft- ir Jón Helgason frá Rauðsgili, en hún fór með það fyrir mig þegar ég heimsótti hana áður en ég fór til Þýskalands til að vera viðstödd útför Svölu. Lóa hafði misst sjónina en hlustaði mikið á hljóðbækur og hafði einnig unun af því ef maður kom með ljóðabók og las fyrir hana. Minni hennar á ljóð var einstakt og fór hún gjarnan með ljóð fyrir mig þegar ég kom í heimsókn, vildi fara með það á meðan hún mundi það. Þetta ljóð eftir Jón Helgason fannst henni segja svo mikið um fjarlægð og söknuð sem hún upplifði sterkt gagnvart dóttur sinni. Lóa var einstök kona, list- ræn og víðlesin, hógvær, hjálp- söm og einstaklega blíð og góð við alla. Við börnin á Vestri Leirárgörðum vorum ávallt vel- komin yfir til hennar og það var spennandi að heimsækja hana. Hún átti bókasafn þar sem var mikið af bókum fyrir börn og annaðhvort las hún fyrir okkur eða lofaði okkur að fá lánaðar bækur sem voru spennandi. Alltaf var eitthvað til að maula, kökur og mjólkurglas með, en kökuskápurinn frammi í and- dyri á gamla bænum var afar spennandi og í sérstöku uppá- haldi hjá okkur. Hún fylgdist með okkur vaxa úr grasi og var alltaf áhugasöm um að fá að vita hvað við vorum að fást við hverju sinni. Á fullorðinsárum mínum hélt ég áfram að fara yfir til Lóu í heimsókn, bæði í húsið hennar í Eystri Leirárgörðum og síð- ustu misserin heimsótti ég hana á hjúkrunarheimilið Höfða á Akranesi, þar sem hún dvaldi eftir að heilsu hennar fór að hraka. Alltaf tók hún inni- lega á móti mér með þéttu faðmlagi. Við rifjuðum upp eitt og annað og fórum með ljóð og vísur fyrir hvor aðra. Það var alltaf svo friðsælt og nærandi að hitta Lóu og minningar mín- ar um þessa einstöku konu halda áfram að næra og veita frið. Ég kveð yndislega vinkonu og sé hana fyrir mér þar sem hún er umvafin látnum ástvin- um sínum og heldur til móts við hið óendanlega. Sonum hennar, Pálma og Magnúsi Inga, og fjölskyldum þeirra og fjölskyldu Svölu heit- innar í Þýskalandi votta ég innilega samúð. Kristín Njálsdóttir. Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, tengdafaðir og afi, RAGNAR S. HALLDÓRSSON verkfræðingur og fyrrverandi forstjóri, sem lést á Landspítalanum í Fossvogi miðvikudaginn 7. ágúst, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju mánudaginn 2. september klukkan 13. Margrét K. Sigurðardóttir Kristín Vala Ragnarsdóttir Halldór Páll Ragnarsson Jóhanna H. Jónsdóttir Sigurður R. Ragnarsson Þórdís Kjartansdóttir Margrét Dóra Ragnarsdóttir Hjálmar Gíslason og barnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.