Morgunblaðið - 29.08.2019, Síða 56

Morgunblaðið - 29.08.2019, Síða 56
56 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 2019 Herdís Tryggva- dóttir var gæða- kona, í sjón og reynd. Hennar er nú minnst með hlýju og virðingu en umfram allt gleði. Við fyrstu kynni af- vopnaði hún okkur, mennta- skólavini barna hennar, á sinn fallega og einlæga hátt. Þess vegna þótti okkur öllum vænt um hana. Hún var öðruvísi jarð- tengd en hinar mömmurnar; kannski var hún af annarri jörð? Við vissum að hún hafði verið alin upp við góð efni en þegar Herdís Tryggvadóttir ✝ HerdísTryggvadóttir fæddist 29. janúar 1928. Hún lést 15. ágúst 2019. Útför hennar fór fram 23. ágúst 2019. við tókum að knýja hjá henni dyra var hún fyrir löngu bú- in að „konvertera“ úr verðgildum yfir í manngildi – og átti digra sjóði í þeim gjaldmiðli. Umburðarlyndi hennar gagnvart sperriþörf okkar var án fyrirvara og móttökurnar ávallt eins og höfðingja bæri að garði, þó að ekki væri fylgt ströngum „etikettum“ um heimsóknar- tíma. Og kraftaverk mátti það heita að varðhundurinn Pedró skyldi ekki hafa sent okkur nema einu sinni upp á slysa- varðstofu í stífkrampasprautu. Þegar tíminn var kominn á stjórnlaust flug og árin þotin út í buskann – þá náði maður allt- af andanum þegar fundum bar saman á förnum vegi. Þá var hún alveg til í að leyfa manni að þykjast svolítið ennþá – en átti nú oftast sjálf „pönslínuna“ sem gerði þessa stuttu samfundi svo skemmtilega. Og maður skynj- aði ávallt hversu stolt hún var – réttilega – af öllu sínu fólki og þakklát fyrir það sem henni var trúað fyrir. Ögmundur Skarphéðinsson. Herdís Tryggvadóttir var trúkona um leið og hún var bar- áttukona. Hún er ekki ein um það. Ef hún sá einhvers staðar óréttlæti vildi hún beita sér fyr- ir breytingum. Eitt þeirra mála sem hún vann að var bann við limlestingum á kynfærum kvenna sem milljónir kvenna víða um heim hafa mátt þola og þola enn. Sameinuðu þjóðirnar og ýmis alþjóðleg kvennasam- tök höfðu um árabil vakið at- hygli á þessari hryllilegu ómenningu en hér á landi var skilningur lítill framan af. Menn sögðu: þetta kemur okk- ur ekkert við. Það var nú öðru nær. Herdís hóaði saman kon- um úr kvennabaráttunni, kon- um sem höfðu unnið í Afríku og öðrum áhugasömum. Við hófum störf, skrifuðum greinar, héld- um fundi, sýndum heimilda- myndir og herjuðum á þing- menn. Það var Kolbrún Halldórsdóttir sem tók upp málið á þingi en það tók nokkur ár að koma því í gegn. Loks var samþykkt breyting á hegning- arlögum vorið 2005 við mikinn fögnuð okkar sem höfðum þrýst á málið. Ekki veit ég hvort reynt hefur á lögin en það væri fróðlegt að vita. Það sem skipti miklu máli var að fyrirbyggja og að senda skilaboð út í heim- inn. Á Íslandi eru limlestingar á kynfærum kvenna bannaðar. Herdís átti stóran hlut að máli og ber að þakka henni fyrir það. Blessuð sé minning Her- dísar. Kristín Ástgeirsdóttir. Látin er kær vinkona mín, Herdís Tryggvadóttir. Vinátta okkar hófst fyrir rúmlega 80 ár- um og hefur enzt fram á þenn- an dag. Mér er minnisstætt þegar við Margrét Thors sáum þessar fallegu stelpur, Heddý og Rönnu, að leik á Landakots- túninu, svo fínar og fallegar. Við eignuðumst þarna vinkonur, og sú vinátta hefur staðið með- an þær lifðu, en ég er ein eftir og syrgi þær allar. Heddý var bæði falleg, glaðlynd og einlæg- ur vinur, sem aldrei brást. Hún valdist alls staðar til forystu þar sem hún kom. Ég minnist fjölskyldunnar á Hávallagötu 9 með því góða fólki sem þar bjó. Frú Herdís, móðir Heddýjar, var yndisleg kona. Hún kom oft inn til okkar stelpnanna til að spjalla við okkur og gefa okkur góð ráð. Mér þótti líka vænt um Tryggva föður hennar sem var mér afar góður alla tíð. Fyrir vináttuna við Heddý og hennar góðu fjölskyldu verð ég ævinlega þakklát. Guð blessi hana Heddý mína og þakkir fyrir að hafa átt hana fyrir vin- konu. Fjölskyldu hennar sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Þorbjörg Pétursdóttir. Mér finnst ég mjög gæfusöm að hafa fengið tækifæri til að kynnast Herdísi Tryggvadóttur. Það gerði ég í gegnum ömmu- barn hennar, Maríu Elísabetu. Mig langar til að skrifa nokkur orð um hana sem þakklætisvott fyrir allar fallegu stundirnar sem ég átti með henni og Mar- íu. Þegar ég var 10 ára heyrði ég hana segja: „Hver er mun- urinn á því að deyða manneskju og að láta hana deyja?“ Þessi setning hafði djúpstæð áhrif á mig og ég flýtti mér að skrifa hana í dagbók til að gleyma henni aldrei. Mér fannst Herdís alla tíð og allt til enda óend- anlega vitur. Það var alltaf eins og hún vissi aðeins meira um lífsins ráðgátur en annað fólk. Ég held að hún hafi viljað að við María skildum að það væri ekkert vit í því að taka lífið of alvarlega. Um leið vildi hún að við bærum virðingu fyrir lífinu og fyrir náttúrunni allri, allt frá hinu smæsta til hins stærsta. Elsku amma Herdís, alltaf uppfull af húmor og hlýju. Ég gleymi aldrei hnausþykku súkkulaðikökunni, hattasafninu og göngutúrum í Laugardaln- um. Allt þetta geymi ég í minni mínu eins og fjársjóð. Ég veit að núna er hún komin á stað sem hún hefur aldrei nokkru sinni óttast. Allir sem kynntust henni eru ríkari fyrir vikið og í sannleika sagt get ég ekki hugsað mér fallegri ævi en hennar. Kristín Halla. Nú hefur elsku Herdís kvatt. Þessi hlýja og hugrakka mann- eskja sem gaf svo mikið. Sem lítil stelpa var ég tíður gestur á heimili hennar á Laug- arásveginum. Þessar heimsókn- ir voru alltaf tilhlökkunarefni enda var ekki hægt að hugsa sér meira dekur, fyrir utan hvað Herdís var kát og skemmtileg. Svo mikill húmor- isti. Ég sé hana fyrir mér á dyra- pallinum, skælbrosandi með út- breiddan faðminn. Maður var svo innilega vel- kominn. Svo var undantekning- arlaust rölt niður í búð og keypt eitthvert góðgæti. Heimilis- hundurinn Pedró fylgdi með, ekkert sérlega spenntur fyrir gestinum, enda vanur óskertri athygli Herdísar. Í göngutúrun- um rákumst við á hina og þessa úr hverfinu. Alltaf gaf Herdís sér tíma til að spjalla. Svo ein- læg og áhugasöm að ekki var annað hægt en stökkva um borð. Mér fannst þetta stundum dálítið mikið spjall en seinna áttaði ég mig á gjöfunum. Her- dís gladdi fólk. Nærði það með hlýju sinni. Þær voru margar gönguferð- irnar með Pedró. Oft var ull- arfatnaður dreginn fram. Manni mátti ekki verða kalt. Á kvöldin beið manns uppábúið bambus- rúm, hlaðið dúnsængum og gjarnan þykkt rúmteppi yfir. Kvöldstundirnar voru notaleg- ar. Þá spjölluðum við um alla heima og geima. Malt og suðu- súkkulaði á náttborðinu. Svo voru lesin ævintýri eða dæmi- sögur þar til svefninn sigraði. Um morguninn var ennþá malt og súkkulaði á náttborðinu og það mátti fá sér að vild, að ógleymdu heita kakóinu. Þetta kunni undirrituð að meta. Stundum kíktum við í bæinn. Þá var rölt milli búða og sest inn á kaffihús. Herdís brosmild, að sjálfsögðu og heilsaði fólki. Breytti engu hvort hún þekkti til eða ekki. Alltaf svo gaman í bæjarferðunum. Hlý höndin sem leiddi. Handtakið öruggt. Fullur poki af nammi og dóti þegar heim var snúið. Nú þegar hún er farin verða minningarnar svo dýrmætar. Gæska hennar og tryggð gleymist aldrei. Hvernig hún hlustaði og hjálpaði. Djúpvitur. Verð henni þakklát alla tíð. Elsku Herdís, Steini, Ásta, Sigga, Magnús, Ófi, María og börn. Missirinn er mikill. Megi allt sem Herdís gaf lifa áfram í hjarta okkar. Katla Margrét. ✝ Skúli Bjarna-son fæddist á Flateyri 12. desem- ber 1937. Hann lést 19. ágúst 2019 af slysförum. Foreldrar Skúla voru Bjarni Þórð- arson og Guðríður Guðmundsdóttir frá Flateyri. Skúli var fjórði í röðinni af sjö systkinum þeirra hjóna. Systkini hans eru: Þórunn Kristín, Ásgeir Gunn- björn, látinn, Guðrún, Sæþór og tvíburarnir Þórður og ónefndur. Eiginkona Skúla er Halldóra Ottósdóttir, f. 6. desember 1935, frá Svalvogum í Dýrafirði. Börn Skúla og Halldóru eru Ásgeir Gunnbjörn, f. 16. júní 1957, sam- býliskona Anna Guðrún Bjarna- dóttir, Ásgeir á þrjú börn. Jónas Ólafur, f. 26. júlí 1959, maki Guðrún Halldórsdóttir, þau eiga þrjú börn. Bjarni Guðráður, f. 27. nóvember 1961, maki Sylvia Skúla- son, þau eiga fjög- ur börn. Kristinn Símon, f. 17. des- ember 1962, maki Barbie Skúlason. Kristinn á sjö dætur. Helgi, f. 20. janúar 1970, maki Harpa Halldórsdóttir, þau eiga tvö börn. Ragnar Kristján, f. 26. maí 1975, maki Alda Sveinsdóttir. Ragnar á þrjú börn. Útför Skúla fer fram frá Digraneskirkju í dag, 29. ágúst 2019, klukkan 13. Elsku pabbi minn. Í dag er til grafar borinn Skúli Bjarnason, húsasmíðameistari frá Flateyri, elskaður faðir minn, og langar mig til að hafa um hann nokkur orð beint frá hjarta mínu. Pabbi minn, þessi mikli meistari og hetja sem allt sitt líf barðist við ill- vígan sjúkdóm sem nefndur er alkóhólismi, stóð af sér margar þungar raunir og má segja að hann með sínum einstaka vilja- styrk og mikilli hjálp frá mömmu, hafi unnið bug á þessum and- styggilega óvini sínum áður en yf- ir lauk. Við Guðrún ákváðum að byggja bílskúr og sólskýli við hús- ið okkar og settum okkur í sam- band við pabba. Það stóð ekki á svari hjá honum „ég kem og hjálpa þér eins mikið og ég get, Jónas minn“. Á degi tvö vildi Guð- rún mynda þá sem hjálpuðu okk- ur við smíðina og pabbi sagði „skrifaðu undir myndina, skyldi þetta vera síðasti grunnurinn sem Skúli slær upp“ og hló. Það tók hann og elsta bróður minn ein- ungis þrjá daga að smíða tvískipt- an grunn. Tæpum mánuði seinna fékk ég símtalið og mér tilkynnt að pabbi hefði fengið heilablóðfall. Ég brunaði suður til að vera hjá honum þar sem talið var að hann myndi ekki ná sér aftur en ég sneri heim stuttu seinna því kall- inn var á batavegi, hann hristi af sér þennan ófögnuð sem ryk á sól- ardegi, svona var hann í öllu sem hann gerði, hnarreistur tók hann við því sem á móti blés, þeim mömmu. Í bataferlinu dettur þeim hjónakornum í hug að flytja aftur vestur á firði til uppruna síns, þau fengu íbúð á Hlíf og óstyrkur í spori rölti gamli um Ísafjörð í leit að húsnæði undir verkstæðið sitt. Hann fékk svo að fara inn í tóm- stundaherbergi fyrir heimilis- menn á Hlíf, hann hóf strax að töfra fram listaverkin af sinni hjartans lyst og gladdi alla þá sem fengu gripina í hendur. Aftur reið áfall yfir þegar bæði mamma og pabbi lentu í alvarlegu slysi á ferðalagi sínu til Reykjavíkur, máttlaus tómur og áttavilltur sit ég aftur yfir pabba mínum en hann var höfuðkúpubrotinn á þremur stöðum. Ekki átti pabbi minn svar við þessum hörmungum í þetta sinn og varð að lúta í lægra haldi, hann lést á öðrum degi frá slysi í faðmi tveggja sona sinna. Elsku pabbi, æskuminningarn- ar flæða fram og ég minnist jólanna. Á jóladag færðir þú okk- ur heitt súkkulaði í könnu og eina sort af öllum góðu jólakökunum, sem mamma var búin að baka, beint í rúmið, þetta var besta stundin. Ég hélt líka mikið upp á tímana þegar við fengum að koma með þér niður á verkstæðið á Flateyri og sitja þar á Royal Ein- feld-mótorhjólinu þínu sem var bilað. Þú studdir mig alltaf eins vel og þú gast og þú hafðir gaman af allri vísna vitleysunni minni, ég læt því eina fylgja með í okkar anda hér á eftir. Ást þín á mömmu var þó allra fallegust. Elsku besti pabbi minn, mig langar til að allir viti að ég elska þig og dái fyrir allt sem þú varst. Þegar þínu lýkur hér þá þín bíða gylltar strendur. Það svo mikið líkaði þér þegar þú varst aðeins kenndur. Elsku mamma mín og bræður. Pabbi lifir í hjörtum okkar sterk- ari en fyrr. Jónas Ólafur Skúlason. Skúli BjarnasonEskulegur bróðir okkar, mágur og frændi,VIGNIR FILIP VIGFÚSSON, Skinnastöðum, lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi 9. ágúst. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi fyrir hlýja og góða umönnun. Árni Vigfússon Björk Kristófersdóttir Anna Guðrún Vigfúsdóttir Kristófer Sverrisson systkinabörn og fjölskyldur Elskulegur eiginmaður minn og vinur, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓMAR KRISTVINSSON kjötiðnaðarmaður, Frostafold 141, Reykjavík, lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands, föstudaginn 23. ágúst. Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 2. september klukkan 13. Emma Þórunn Blomsterberg Þórdís María Blomsterberg Þorgeir Eyberg Heiðar Örn Ómarsson Sólveig S. Ólafsdóttir Anna Ósk Ómarsdóttir Gunnar Þór Birgisson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær stjúpsonur okkar, bróðir og stjúpbróðir, EYMUNDUR SNATAK MATTHÍASSON KJELD, er látinn. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni klukkan 15 þriðjudaginn 3. september. Þórir Matthíasson Kjeld Halldór Blöndal Marcella Iñiguez Pétur Blöndal Matthías Kjeld Ragnhildur Blöndal Alfred Jens Kjeld Stella Blöndal Alexandra Kjeld Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA GESTSDÓTTIR ljósmóðir, Aflagranda 40, Reykjavík, lést á hjartadeild Landspítalans 25. ágúst. Útför hennar fer fram frá Neskirkju 2. september klukkan 15. Marín Magnúsdóttir Knud Degn Karstensen Þorbjörg Magnúsdóttir Kristján Jónatansson Elín Magnúsdóttir Pálmi Guðmundsson Trausti Magnússon Guðný Anna Vilhelmsdóttir og allir yngri afkomendur, stórir og smáir Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar systur, mágkonu og frænku okkar, SIGRÍÐAR ÓSKAR JÓNSDÓTTUR, Blikaási 1, Hafnarfirði. Hansína Kolbrún Jónsdóttir Gunnar Már Gíslason Kristinn Jónsson Sigurlaug Bjarnadóttir Guðrún Halla Jónsdóttir og fjölskyldur Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.