Morgunblaðið - 29.08.2019, Page 58
Opið:
8-18 virka daga
10-14 laugardaga
Sími 588 8000
slippfelagid.is
MÁLA
Í SUMAR?
VITRETEX á steininn.
HJÖRVI á járn og klæðningar.
Flottir skór
Frú Macron er
yfirleitt í mjög
fallegum
skóm eins
og sést á
þessari
mynd.
Tvær best
klæddu
Melania
Trump og Bri-
gitte Macron
hittust í Frakk-
landi á dögunum.
Hér er Macron í hné-
síðum kjól með ermum
sem ná niður að olnboga.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 2019
Marta María
mm@mbl.is
Í síðustu viku talaði ég örlítið um
áhrif áttunda áratugarins og koní-
akslit sem verður einn af sigurveg-
urum haustsins. Þótt koníakslitur sé
einn af litum vetrarins þá mæli ég
alls ekki með aukinni koníaks-
drykkju enda fer það bara illa með
lifrina og ýmislegt annað í lífinu. Það
hefur enginn lifandi maður gott af
því.
Forsetafrú Frakklands, Brigitte
Macron, er alveg á sömu línu og
Smartland þegar kemur að þessum
koníakslit og sportaði sig í koníaks-
brúnum háhæluðum skóm á dög-
unum. Við skóna var hún í beige-
lituðum kjól í anda áttunda áratug-
arins. Með þessu dressi náði hún að
vera bæði glæsileg og líka í takt við
ráðandi tískustrauma. Frú Macron
er reyndar mjög hrifin af þessum
beige-lit sem fer ljóshærðum konum
einstaklega vel (og einstaka dökk-
hærðum). Kjóllinn sem hún klæddist
er með spælum og gullhnöppum í
mittinu, með klassískum sniðsaum-
um frá öxl og niður fyrir mitti og
með ermum sem ná niður að oln-
boga. Allt er þetta útpælt!
Með þessu sniði er ýtt undir
glæsileika forsetafrúarinnar sem er
66 ára gömul eða 25 árum eldri en
eiginmaður hennar, Emmanuel
Macron, forseti Frakklands. Ef erm-
arnar hefðu náð niður á miðjan
handlegg hefði efri parturinn virkað
mun breiðari en hann er í raun og
veru. Auk þess er þess gætt að í
kjólnum sé töluverð hreyfivídd,
hann er ekki níðþröngur yfir maga-
svæði sem hefði geta gert heildar-
útlitið óklæðilegt.
Íslenskar konur ættu að vera
miklu duglegri að klæðast svona
kjólum og jafnvel láta sérsauma þá á
sig. Nú eða kaupa slíkan kjól og láta
frekar þrengja hann á réttum stöð-
um til þess að hann verði eins og
klæðskerasaumaður. Oft þarf bara
að þrengja um einn eða tvo sentí-
metra til þess að breyta heildarútlit-
inu.
Aftur að frú Macron sem er gjarn-
an berleggjuð og er ekkert að fela
sólbrúna leggina. Það hefur nátt-
úrlega verið hitabylgja í Evrópu í
sumar eins og þeir vita sem þangað
hafa komið upp á síðkastið. Þær sem
vilja leika þessa dökku leggi eftir
geta borið á sig Marc Inbane-
brúnkukrem, tvær til þrjár umferðir
með hanska, eða farið í brúnar húð-
litaðar sokkabuxur. Helst 20 den.
Litlu trixin
skipta öllu máli
Brigitte Macron, forsetafrú Frakklands, er ein best
klædda kona veraldar. Það er vegna þess að hún
kann öll trixin í bókinni, eða allavega stílistar hennar.
Glæsileg Brigitte Macron forsetafrú Frakklands ásamt
eiginmanni sínum, Emmanuel Macron. Hér klæðist hún
beige-lituðum kjól frá franska tískuhúsinu Louis Vuitton.
AFP
Öllu tjaldað til Hér er frú Macron í rauðum kjól sem er líka
með ermum sem ná niður að olnboga en á sama tíma með
berar axlir. Þetta er algerlega hennar snið.
Spariskór Þessar forsetafrúr, Macron og Melania, eru
þekktar fyrir fallegan klæðaburð.