Morgunblaðið - 29.08.2019, Page 61

Morgunblaðið - 29.08.2019, Page 61
Heston Blumenthal aðferðin dregur nafn sitt af samnefndum kokki sem hann þróaði í leit sinni að hinni fullkomnu heimapitsu, en hún er þannig að pottjárnspanna er hit- uð á hellu og pitsan síðan bökuð á botninum á henni þétt upp við grill- ið í ofninum sem stilltur er á mesta hita. (Óhætt er að mæla með þátt- um Heston Blumenthal – In search of perfection). Dæmt var út frá heildarútliti pitsu, hversu stökk hún var, áferð, útliti osts og að sjálfsögðu bragði. Til þess að dómnefndin gæti ein- beitt sér sem mest að eldunar- aðferðinni var ákveðið að hafa allar pitsurnar margarita og voru þær sömu stærðar og með jafn miklu af sósu og osti. Til að gera langa sögu stutta þá á, samkvæmt dómurum, bara að sleppa því að baka pitsu á ofnplötu í ofninum, en sú pitsa lenti í lang- neðsta sæti í öllum flokkum með 112 stig. Sú aðferð sem skilaði bestu pitsunni var að nota Uuni Koda- pitsuofn (171 stig) en rétt þar á eftir var aðferð Heston Blumenthal að nota pottjárnspönnuna með 168 stig. Það að grilla pitsu á pitsusteini (155 stig) skilar svo betri útkomu en að baka hana í ofni á pitsusteini (141 stig). En smekkur manna á pitsum get- ur verið ansi misjafn. Sumir vilja hnausþykkan botn með fullt af sósu meðan aðrir vilja stökka neopólítanska pitsu. Ef þú ert meira fyrir seinni kostinn og mikil pitsuáhugamann- eskja þá gæti verið þess virði að skoða það að fjárfesta í pitsuofni eða að prófa aðferð Hestons við að gera hina fullkomnu heimapitsu. Innipitsa fyrir grillara Þessi pitsa var bökuð í ofni á steini sem er fremur snjöll notkun á pitsusteini og virkar vel. Sigurvegarinn Hér má sjá pitsuna sem var bökuð í Uuni-ofninum en hún hlaut flest stig dómnefndar og bar sigur úr býtum. Vinsæl Hér má sjá pitsuna sem var grilluð á steini en sú aðferð hefur notið mikilla vin- sælda hér á landi. Heston í verki Hér má svo sjá pitsuna sem var bökuð í ofni á pottjárnspönnu sem er for- hituð á hellu. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 2019 OAKLEY-UMBOÐIÐ Á ÍSLANDI Óskum Arnari Péturssyni til hamingju með glæsilegan sigur í Reykjavíkurmaraþoninu 2019

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.