Morgunblaðið - 29.08.2019, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 29.08.2019, Qupperneq 64
64 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 2019 50 ára Jóhann er Akureyringur, fæddur þar og uppalinn. Hann hefur búið þar alla tíð. Þaðan hefur hann sótt sjóinn en er nú á bát á Dalvík, háseti á Björg- vin EA-311. Jóhann hef- ur verið á sjó frá því að hann var ungur maður, fyrst í kringum 1990. Maki: Valrún Helga Magnúsdóttir bók- haldsmaður, f. 1968. Hún er Akur- eyringur. Börn: Tvíburarnir Heiðar Gauti og Lilja Katrín, f. 2002, og Gunnborg Petra, f. 2004. Foreldrar: Hjónin Pétur Heiðar Sigurðs- son múrari, fæddur 1942, og Gunnborg Hugrún Gunnarsdóttir, fædd 1948. Þau búa í Víðilundi á Akureyri. Jóhann Pétursson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú veist að þótt fólk tali og tali, þarf ekki að vera að nokkur maður skilji það sem sagt er. Mundu að erfiðleikarnir eru til þess að sigrast á þeim. 20. apríl - 20. maí  Naut Forðastu að eiga viðskipti við þá, sem þú getur ekki treyst. Reyndu að snúa erfiðri reynslu upp í jákvætt tækifæri til þoska og lærdóms. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Vertu viss um að þú njótir þess sem þú upplifir jafnóðum, í stað þess að vera með hugann við framtíðina. Vendu þig af því að keyra skoðanir þínar ofan í aðra. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það liggur í augum uppi að þú þarft að sleppa tökunum á ákveðnum hlut- um lífi þínu. Farðu þó ekki of geyst. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Nú er rétti tíminn til að gera breyt- ingar hvort heldur er heima fyrir eða í starfi. Samræður við foreldra og fjöl- skyldumeðlimi skipta máli. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Samskipti við stofnanir eða hið op- inbera koma flatt upp á þig á einhvern hátt. Hafðu hugfast að aldrei er hægt að gera svo að öllum líki. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þér tekst að koma umbótum til leiðar í vinnunni, þú sérð hvernig hlutirnir mega betur fara. Spjallaðu við samstarfsfólk þitt og fáðu viðbrögð við álitamálum. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Aðstæðurnar sem þú ert í í dag skipta máli. Láttu ekki hugfallast held- ur gakktu æðrulaus til verks. Forðastu að skuldbinda þig. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Notaðu daginn til að huga að fjármálunum. Breyttu til og farðu eftir því sem þú telur best. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú gætir fengið tækifæri til að nýta auð einhvers þannig að það verði öll- um í hag. Gleðstu líka yfir smáu hlutunum sem þú nærð í gegn. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það er ástæðulaust að þú látir skoðanir þínar liggja í láginni. Mundu að það kemur alltaf að skuldadögum og því þarf að kunna sér hóf í fjárfestingum. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þótt rétt sé að fara eftir reglunum að öllu jöfnu er líka þroskandi að leita nýrra leiða. Fólk finnur að þú nýtur lífsins og langar til að slást í hópinn. er 2. flokkur Keflavíkur varð Ís- landsmeistari 1978. Hann prófaði einnig ýmsar aðrar íþróttagreinar. um íþróttir, byrjaði ungur að spila fótbolta í Keflavík og lék upp alla yngri flokkana en hætti á toppnum, S igurbjörn Gunnarsson fæddist 29. ágúst 1959 í Keflavík. Þar ólst hann upp, rétt við íþróttavöll- inn, „við félagarnir vor- um því mikið þar, ásamt því að þvælast niður á bryggju og upp í heiði og víðar“, segir hann. Sigur- björn gekk í Myllubakkaskóla og Holtaskóla sem svo heita nú, lauk frá þeim síðarnefnda landsprófi, fór síðan í framhaldsdeild, sem var fyrsti bekkur menntaskóla. Þaðan lá leiðin í Menntaskólann við Hamra- hlíð en þar lauk Sigurbjörn stúd- entsprófi árið 1978. Sigurbjörn var kennari við Barna- skólann í Keflavík veturinn 1978- 1979 en hóf síðan nám við Háskóla Íslands. Hann fór í félagsfræði í eitt ár en síðan í viðskiptafræði. Hann útskrifaðist með cand. oecon.-gráðu árið 1985 en fór síðar og lauk MBA- námi við Edinborgarháskóla í Skot- landi á árunum 1994-1995. Sigur- björn vann sumarstörf m.a. í bygg- ingarvöruverslun, frystihúsi, byggingarvinnu og síðan fjögur sumur í Fríhöfninni á Keflavík- urflugvelli. Sigurbjörn hóf störf í Landsbank- anum 1986, fyrst sem sérfræðingur á fjármálasviði og síðan á markaðs- sviði en fór svo til dótturfyrirtækis bankans, Landsbréfa hf., sem deild- arstjóri til 1995. Hann var ráðinn til Vátryggingafélags Íslands (VÍS) ár- ið 1995 og starfaði þar í 10 ár, fyrst sem deildarstjóri eignastýringar en síðar sem framkvæmdastjóri líf- tryggingasviðs og fjármálaþjónustu. Sigurbjörn tók árið 2006 við starfi framkvæmdastjóra Lyfju hf. og gegndi því þar til fyrr á þessu ári, eða í 13 ár. Hann var jafnframt stjórnarformaður Heilsu ehf. og annarra dótturfélaga Lyfju. Hann hefur setið í stjórnum fjöl- margra annarra fyrirtækja, þ.á m. Almenna hlutabréfasjóðsins hf., Ingvars Helgasonar hf., Nýju teiknistofunnar ehf., Kaupáss hf., Portfarma ehf., Lýsingar hf., Horns fjárfestingarfélags, Landsbréfa hf. og er nú í stjórnum Kaupfélags Suðurnesja svf. og Samkaupa hf. Sigurbjörn er mikill áhugamaður Sigurbjörn fór fljótlega að taka þátt í félagsstarfinu í kringum íþrótt- irnar, sat í stjórn Ungmennafélags Keflavíkur í 10 ár og stjórn Íþrótta- bandalags Keflavíkur í nokkur ár. Hann var framkvæmdastjóri lands- móts UMFÍ sem haldið var í Kefla- vík og Njarðvík 1984, kjörinn fyrst í stjórn Ungmennafélags Íslands 1983 og sat þar samtals í 18 ár. Hann var síðan fulltrúi UMFÍ í stjórn Íslenskrar getspár frá 1987- 2008 eða í 21 ár. Sigurbjörn er núna félagi í Rótarýklúbbnum Reykjavík- Breiðholt og er forseti klúbbsins þetta starfsár. Hann hlaut starfs- bikar Keflavíkur, íþrótta- og ung- mennafélags árið 2004 og gullheið- ursmerki félagsins árið 2013 og hann hlaut einnig starfsmerki UMFÍ árið 1984 og gullmerki sam- takanna árið 1999. Áhugamálin eru ýmis, íþróttirnar ofarlega á baugi, félagsmál einnig og þjóðmálin almennt, viðskiptalífið einkum. Sigurbjörn les nokkuð af Sigurbjörn Gunnarsson, viðskiptafræðingur og fv. framkvæmdastjóri Lyfju – 60 ára Fjölskyldan Sigurbjörn ásamt börnum, tengdadóttur og afastrák í Alicante fyrr í mánuðinum. Frá vinstri eru Brynjar Freyr, afmælisbarnið, Berglind, Silja, Hildur, Skúli og Rakel. Íþróttir, þjóðmál og viðskipti Hjónin Sigurbjörn og Jenný í golfferð í Englandi fyrr í sumar. 60 ára Þórunn Gyða, leikskólastjóri í Rofa- borg, er fædd og uppal- in í Reykjavík. Þórunn útskrifaðist úr Fóstur- skóla Íslands 1981, lauk M.Edframhaldsgráðu í stjórnun menntastofn- ana 2001 og viðbótardiplómu í opinberri stjórnsýslu 2014. Eiginmaður: Stefán Sigfús Stefánsson, f. 1956, sérfr. hjá Eimskip. Börn: Signý heilbrigðisverkfræðingur, f. 1983. Stefán Björn lögmaður, f. 1987, maki Kristbjörg Fjóla Hrólfsdóttir lög- fræðingur, f. 1988. Bjarki íþróttafræð- ingur, f. 1990. Foreldrar: Björn Pálsson aðalbókari, f. 1923, d. 2003, og Helga Þórðardóttir húsmóðir, f. 1917, d. 2004. Þórunn Gyða Björnsdóttir Til hamingju með daginn Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is Bakteríuvörn Kvarts steinn frá Silestone er fáanlegur í fjölbreyttum áferðum og litum. Silestone bjóða einir upp á borðplötur með varanlegri bakteríu- og sveppavörn. Gefðu heimilinu ferskleika og líf á þínum forsendummeð Silestone. Blettaþolið Sýruþolið Högg- og rispuþolið Kvarts steinn í eldhúsið silestone.com Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.