Morgunblaðið - 29.08.2019, Qupperneq 66
Bestur Vinstri
bakvörðurinn
Kristinn Jónsson
fékk 5 M í ágúst.
ÁGÚST
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Bakvörðurinn sprettharði hjá KR,
Kristinn Jónsson, fékk fimm M í ein-
kunnagjöf Morgunblaðsins í ágúst.
Fékk hann M í öllum leikjunum fjór-
um í mánuðinum og er næsthæstur í
einkunnagjöf blaðsins á tíma-
bilinu. Kristinn er með 14 M
eins og samherji hans Óskar
Örn Hauksson. Einu færra
en Ásgeir Börkur Ásgeirs-
son og einu meira en Hall-
grímur Már Steingrímsson.
KR-ingar eru í afar góðri
stöðu fyrir lokasprettinn í
Pepsi Max deildinni í knatt-
spyrnu. Liðið er með sjö stiga
forskot á Breiðablik og fjórar
umferðir eftir. „Næsti leikur skipt-
ir mestu máli. Sama gamla tuggan.
Auðvitað verða þetta hörkuleikir því
mikið er undir hjá öllum þeim liðum
sem við eigum eftir að mæta. Þetta
verður erfitt en við erum á fínu róli og
með mjög gott lið,“ sagði Kristinn
þegar Morgunblaðið hafði samband
við hann í gær. Hann óttast ekki
að KR-ingar falli í þá gryfju
að reyna að verja forskot
sitt frekar en að vera sókn-
djarfir. „Nei við erum með
það þroskað lið og með leik-
menn sem hafa verið í þess-
um slag áður. Ég held að
þessi staða komi ekki til
með að hafa áhrif á
okkur á þann hátt.“
Allir nálægt
sínu besta
KR hefur verið
langstöðugasta lið-
ið í sumar. KR og
ÍBV hafa skorið sig úr á toppnum og
botninum. Að öðru leyti virðast allir
geta unnið alla í deildinni. Hverju
þakkar Kristin þessa stöðugu spila-
mennsku KR-liðsins?
„Ég held að við getum talað um alla
í liðinu. Allir í liðinu hafa spilað hrika-
lega vel og verið nálægt sínu besta.
Þegar við höfum átt leiki þar sem við
náum ekki að sýna okkar besta þá
höfum við þó varist vel og verið
með grunngildin í lagi. Við vit-
um einnig að í liðinu eru menn
sem eru nógu góðir til að búa
til mörk og ráða úrslitum í
leikjum. Við erum með
góðan leikmannahóp
og í honum hefur
skapast liðs-
heild,“ benti
Kristinn á.
Grunnurinn
lagður í fyrra
Mikill munur er á stiga-
söfnun KR-liðsins á milli
tímabila. Þó er leikmannahóp-
urinn svipaður og sami þjálfarinn
heldur um stjórnartaumana. Þá vann
KR tíu leiki af tuttugu og tveimur en
nú hefur liðið unnið tólf af átján.
Spurður út í muninn á frammistöðu
KR á milli ára segir Kristinn að ekki
hafi verið fallið frá þeim áherslum sem
lagðar voru í fyrra heldur reynt að út-
færa þær betur.
„Grunnurinn fyrir þetta tímabil var
lagður í fyrra. Í janúar í fyrra byrjuðu
Rúnar (Kristinsson) og Bjarni (Guð-
jónsson) að vinna með viss atriði.
Keyrt var á því í fyrra en bætt ofan á í
ár. Menn vita til hvers er ætlast og
hvernig þeir vilja að liðið spili. Nú er
betri taktur í liðinu og leikmenn
þekkja betur þann sem spilar við hlið-
ina á þeim. Nú er meiri þekking hjá
hverjum og einum varðandi leik-
skipulagið. Erfitt er að benda á eitt-
hvað sérstakt en
þegar stöðugt er
verið að vinna
með sömu
áhersl-
urnar
þá er
hægt að
bæta ofan
á grunninn. Þegar leið á tímabilið í
fyrra fannst mér skilningur aukast á
milli manna og okkur tókst þá að þróa
okkar leik. Var það tekið skrefinu
lengra á undirbúningstímabilinu og
reynt er að gera liðið sífellt betra.“
Hugurinn er hér heima
Kristinn varð 29 ára í mánuðinum
og á því nóg eftir á knattspyrnuvell-
inum. Hann segist vera kominn heim
til að vera og ekki er á döfinni að fara
aftur utan í atvinnumennsku en hann
lék um tíma bæði í Svíþjóð og Noregi.
„Ég held að ég geti alveg sagt að
ég er í boltanum á öðrum forsendum
en fyrir fjórum til fimm árum. Ég
stefni ekki lengur að því að fara út og
spila en reyni að gera eins vel og ég
get hér heima. Ég er ánægður á Ís-
land og er ekki að horfa lengra en
það. Mér líður vel í Vesturbænum
sem er góður staður að vera á, sér-
staklega þegar vel gengur,“ sagði
Kristinn Jónsson.
Leikmenn toppliðsins
vita til hvers er ætlast
Kristinn Jónsson, leikmaður KR, fékk flest M í einkunnagjöfinni í ágústmánuði
Kristinn Jónsson
» Er 29 ára gamall bakvörður
á sínu öðru ári hjá KR.
» Er uppalinn hjá Breiðabliki
og á að baki 148 leiki í efstu
deild fyrir liðið.
» Hefur leikið 8 A-landsleiki
og í atvinnumennsku sem láns-
maður hjá Brommapojkarna í
Svíþjóð 2014 og svo með
Sarpsborg og Sogndal í Noregi
á árunum 2016-2017.
4-4-2
Lið ágústmánaðar hjá Morgunblaðinu
Pepsi Max-deild karla 2019
Fjöldi sem leikmaður
fékk í mánuðinum33
Varamenn:
Haraldur Björnsson, Stjörnunni
Birkir Valur Jónsson, HK
Callum Williams, KA
Ásgeir Börkur Ásgeirsson, HK
Ólafur Ingi Skúlason, Fylki
Andri Adolphsson, Val
Kristján Flóki Finnbogason, KR
2
3
3
3
3
3
3
Daði Freyr Arnarsson
FH
Pétur
Viðarsson
FH
Þorsteinn Már
Ragnarsson
Stjörnunni
Arnþór Ari
Atlason
HK
Daði Ólafsson
Fylki
Kári Árnason
Víkingi R.
Viktor Örn
Margeirsson
Breiðabliki
Steven Lennon
FH
Patrick Pedersen
Val
Kristinn Jónsson
KR
Alfons Sampsted
Breiðabliki
2
3 5
33
3 3
3 4
4 3
Morgunblaðið/Árni Sæberg
66 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 2019
Bræðurnir Brynjólfur Darri Will-
umsson og Willum Þór Willumsson
eru báðir í 26 manna æfingahóp ís-
lenska U21 árs landsliðsins í knatt-
spyrnu fyrir leikina gegn Lúxem-
borg og Armeníu í undankeppni
EM í september en Arnar Þór Við-
arsson, þjálfari íslenska liðsins,
kynnti hópinn í gær. Leikurinn
gegn Lúxemborg fer fram hinn 6.
september á Víkingsvelli og leik-
urinn gegn Armeníu 9. september
líka á Víkingsvelli en þetta eru
fyrstu leikir Íslands í undankeppn-
inni.
Brynjólfur hefur farið mikinn
með Breiðabliki í undanförnum
leikjum og hefur skorað þrjú mörk
í fjórum leikjum fyrir Blika í ágúst-
mánuði en hann er fæddur árið
2000. Willum Þór hefur farið vel af
stað með hvítrússneska liðinu
BATE á þessari leiktíð og hefur
komið við sögu í tíu leikjum með
liðinu á tímabilinu. Fjórum sinnum
hefur hann verið í byrjunarliðinu
en BATE er í öðru sæti úrvalsdeild-
arinnar með 43 stig, tveimur stig-
um minna en topplið Dinamo Brest,
en BATE á leik til góða.
Alls eru sextán leikmenn úr úr-
valsdeildinni, Pepsi Max-deildinni, í
hópnum en FH á flesta fulltrúa eða
þrjá; Daða Frey Arnarsson, Jóna-
tan Inga Jónsson og Þóri Jóhann
Helgason. Þá eiga nokkur lið tvo
fulltrúa í hópnum en þeir Finnur
Tómas Pálmason, varnarmaður
KR, og Valdimar Þór Ingimund-
arson, sóknarmaður Fylkis, eru
einu leikmennirnir í hópnum sem
hafa ekki leikið áður með U21 árs
landsliðinu. Fylkir, ÍA og Víkingur
Reykjavík eiga öll tvo fulltrúa í
æfingahópnum og þá leika tíu leik-
menn sem atvinnumenn erlendis,
þar af fjórir í Danmörku.
Hinn 4. september næstkomandi
verður lokahópurinn svo kynntur
en æfingahópinn í heild sinni má sjá
inni á mbl.is/sport.
bjarnih@mbl.is
Bræður í æfingahópnum
Morgunblaðið/Ómar
Barátta Brynjólfur Darri Willums-
son í einvígi við Ólaf Karl Finsen.
Körfuknattleiks-
deild Grindavík-
ur hefur gert
tveggja ára
samning við Dag
Kár Jónsson en
þetta staðfesti
félagið á Face-
book-síðu sinni í
gær. Dagur spil-
aði með Flyers
Wels í Austurríki
á síðustu leiktíð en var þar á undan
í herbúðum Grindavíkur.
Dagur er uppalinn hjá Stjörnunni
í Garðabæ og lék þar til 2015. Hann
fór til Bandaríkjanna í háskóla í
kjölfarið en ári síðar var hann kom-
inn til Grindavíkur, þar sem hann
lék í tvö tímabil.
Leikmaðurinn samdi aftur við
Stjörnuna eftir þarsíðasta tímabil,
en lék ekki með liðinu þar sem
Flyers Wels bauð honum samning
og nú er hann aftur genginn í raðir
Grindavíkur.
Dagur skoraði 10,5 stig að með-
altali og gaf þrjár stoðsendingar í
36 leikjum í austurrísku deildinni á
síðustu leiktíð. Tímabilið 2017-2018
skoraði Dagur 17 stig að meðaltali
fyrir Grindavík og gaf sjö stoðsend-
ingar. Hann var valinn besti leik-
maður Grindavíkur um vorið.
Þá var hann í íslenska landsliðinu
sem vann brons á Smáþjóðaleik-
unum fyrr á árinu.
Daníel Guðni Guðmundsson mun
stýra liði Grindavíkur í Dominos-
deildinni í vetur en hann tekur við
liðinu af Jóhanni Þór Ólafssyni sem
ákvað að taka sér frí frá körfubolta
eftir að síðasta tímabili lauk.
sport@mbl.is
Dagur Kár genginn
til liðs við Grindavíkur
Dagur Kár
Jónsson
Þvílíkur helvítis meistari
og gleðigjafi sem Arnar Pét-
ursson er. Ég kann svo vel að
meta þegar íþróttafólk gefur af
sér og gerir eitthvað extra fyrir
áhorfendur, og það er óhætt
að segja að í þeim efnum sé
Arnar ekki síðri en að hlaupa
maraþon eins og vindurinn.
Jákvæðnin og gleðin geisl-
aði hreinlega af manninum í
Reykjavíkurmaraþoninu um
helgina, og þar sem hann
geystist um á methraða gaf
hann sér samt tíma til að gefa
barnungum aðdáendum spaða-
fimmur og brosa til alls þess
magnaða stuðningsfólks sem
raðaði sér við hlaupabrautina.
Sumt af þessu frábæra
fólki var þó reyndar ekki mætt
út þegar Arnar hljóp hjá – það
var ekki búist við því að nokk-
ur ferðaðist á þeim hraða sem
hann gerði.
Yfir marklínuna fór hann
svo á handahlaupum og skellti
sér í armbeygjur, svona til að
undirstrika fyrir fólki að það
væri ekki að horfa á neitt
venjulegan náunga og að enn
væri hellingur af orku á tankn-
um. Nóg orka þrátt fyrir að
hann hefði hlaupið á 2:23,08
klukkustundum, eða heilu kort-
eri á undan næsta manni. Mér
reiknast til að Arnar hafi
hlaupið maraþonið á með-
alhraðanum 17,61 km/klst.
Margir ættu erfitt með að end-
ast mínútu á þeim hraða á
hlaupabrettinu.
Svo held ég að hann hafi
bara hjólað af stað í eitthvert
fjölskylduboð, meðal annars í
gegnum Öskjuhlíðina þar sem
hann glaðbeittur hvatti lúna
eftirbáta sína sem fyrir hönd-
um áttu síðustu kílómetrana í
sínu maraþoni. Eftirbáta sem
ekki nokkur séns var að gætu
hreyft sig meira eftir að þeir
sigldu loks í höfn.
BAKVÖRÐUR
Sindri Sverrisson
sindris@mbl.is
KNATTSPYRNA
Undankeppni EM kvenna 2021:
Laugardalsv.: Ísland – Ungverjaland .18.45
3. deild karla:
Bessastaðavöllur: Álftanes – Reynir S.....18
HANDKNATTLEIKUR
Reykjavíkurmót kvenna:
Austurberg: ÍR – Víkingur...................19.30
Í KVÖLD!