Morgunblaðið - 29.08.2019, Side 68

Morgunblaðið - 29.08.2019, Side 68
Lítið óvænt í liðsuppstillingunni Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska liðsins, er að stýra liðinu í sínum fyrsta keppnisleik í kvöld gegn Ungverjalandi en það er afar mik- ilvægt fyrir hann sem þjálfara að byrja vel enda var ráðning hans talsvert gagnrýnd á sínum tíma. Ungverjaland er í 45. sæti FIFA- listans en íslenska liðið er í 17. sæti og því ljóst að liðið á að fara með sigur af hólmi, sér í lagi þar sem leikurinn er á heimavelli. Þjálf- arinn hefur sjálfur sagt að hann eigi von á því að íslenka liðið verði meira með boltann í leiknum og Ungverjar muni liggja til baka. Bakverðir liðs- ins munu því þurfa að taka virkan þátt í sóknarleiknum til þess að opna fyrir kantana. Hægribakvarðarstaðan er stærsta spurningarmerkið en Ásta Eir Árnadóttir gæti óvænt komið inn í byrjunarliðið enda talsvert meira sóknarþenkjandi en Ingibjörg Sig- urðardóttir. Miðverðir liðsins verða þeir sömu og hafa spilað flesta vin- áttuleiki þess undir stjórn Jóns Þórs og þá verður að teljast líklegt að þjálfarinn muni stilla upp með tvo afturliggjandi miðjumenn og svo Dagnýju Brynjarsdóttur þar fyrir framan. Líklegt byrjunarlið Íslands: Markmaður: Sandra Sigurð- ardóttir. Varnarmenn: Ingibjörg Sigurð- ardóttir, Sif Atladóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir. Miðjumenn: Sara Björk Gunn- arsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir. Sóknarmenn: Hlín Eiríksdóttir, Elín Metta Jensen, Agla María Al- bertsdóttir. bjarnih@mbl.is  Jón Þór Hauksson stillir upp sínu fyrsta byrjunarliði í keppnisleik í kvöld gegn Ungverjum Jón Þór Hauksson 68 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 2019 EM 2021 Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Sif Atladóttir, einn reyndasti leik- maður íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, er ánægð með þá endurnýjun sem er að eiga sér stað hjá landsliðinu. Ísland mætir Ung- verjalandi á Laugardalsvelli í kvöld í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2021 og liðið leikur svo gegn Slóvakíu 2. september á Laugar- dalsvelli. Sif telur að enginn leikur í undankeppninni sé gefins enda kvennaboltinn á hraðri uppleið alls- staðar í heiminum en Ísland leikur í F-riðli undankeppninnar ásamt Ungverjalandi, Lettlandi, Slóvakíu og Svíþjóð. „Þessi undankeppni leggst vel í mig og það er gott að vera loksins komin heim aftur,“ sagði Sif í sam- tali við Morgunblaðið á æfingu ís- lenska liðsins á Laugardalsvelli á þriðjudaginn síðasta. „Það er langt síðan við spiluðum á Laugardals- velli þannig að þetta verður bara gaman. Það sýndi sig og sannaði á HM að kvennaknattspyrnan hefur gefið mikið í á undanförnum árum. Í dag veit maður aldrei nákvæm- lega hvað maður fær frá mótherj- um sínum þannig að við þurfum að eiga góðan leik og einbeita okkur að okkur sjálfum ef við ætlum okk- ur sigur á fimmtudaginn (í dag).“ Mikilvægt að byrja vel Leikirnir gegn Ungverjalandi og Slóvakíu verða fyrstu keppnisleikir liðsins undir stjórn Jóns Þórs Haukssonar sem tók við þjálfun liðsins af Frey Alexanderssyni í október á síðasta ári. „Þetta eru auðvitað tveir þjálf- arar með sínar hugmyndir en þeir eiga það báðir sameiginlegt að vera góðir þjálfarar. Ég er mjög hrifinn af Jóni Þóri en Freysi vann mjög gott starf fyrir landsliðið þannig að heilt yfir eru þetta bara tveir þjálf- arar með kannski mismunandi áherslur. Fótbolti er hins vegar alltaf fótbolti og þegar allt kemur til alls snýst þetta um að skora fleiri mörk en andstæðingurinn. Kvennaknattspyrnan er komin það langt að í dag eru engir leikir gef- ins í þessu. Fyrsti leikur und- ankeppninnar er á fimmtudaginn (í dag) og þá byrjar þetta. Við klár- um þann leik og getum svo talað saman en markmiðið í þessari undankeppni er einfaldlega að taka einn leik í einu. Við vitum allar hvað við viljum í þessari undan- keppni og markmiðið er að sjálf- sögðu að byrja þessa undankeppni af krafti.“ Framtíðin björt hjá liðinu Það er ákveðin endurnýjun að eiga sér stað hjá íslenska kvenna- landsliðinu og alls eru sex leikmenn sem eru 19 ára eða yngri í hópnum fyrir leikina gegn Ungverjum og Slóvökum. Varnarmaðurinn fagnar þessari þróun og segir að liðið hafi skapað gott umhverfi fyrir yngri leikmenn til þess að þrífast í. „Við erum með góðan hóp af reyndum eldri leikmönnum sem kunna að taka á móti ungum leik- mönnum. Það eru allir leikmenn mikilvægir og við höfum skapað gott umhverfi fyrir nýliða sem eru að stíga sín fyrstu skref með lands- liðinu. Við pössum vel upp á það að raddir yngri leikmanna liðsins heyrist því það er mikilvægt að þær fái að tjá sig og láta í ljós sína skoðun. Við erum með marga frá- bæra leiðtoga í þessum hóp sem sjá til þess að yngri leikmönnum liðs- ins líði vel. Þessar ungu stelpur eru auðvitað bara framtíð landsliðsins. Þær eru með frábært hugarfar og mikinn vilja til þess að læra og bæta sig. Þær eru ennþá ungar og eru ennþá að þroskast og þær munu lenda í ákveðnu mótlæti sem á endanum mun bara styrkja þær. Þessar stelpur vita hvað þær vilja og hversu langt þær vilja ná og það er okkar hlutverk sem erum í eldri kantinum í landsliðinu að hjálpa þeim að taka næstu skref á sínum ferli. Framtíðin er björt hjá þeim og landsliðinu og það er virkilega gaman að fá að vera þátttakandi í þeirra fyrstu skrefum með íslenska landsliðinu.“ Vill sjá fleiri taka skrefið Sif leikur með sænska úrvals- deildarliðinu Kristianstad en hún hefur verið atvinnumaður frá árinu 2011. Hún viðurkennir að það geti verið ákveðið sjokk fyrir leikmenn að fara í atvinnumennsku í fyrsta sinn en vonast til þess að fleiri ís- lenskir leikmenn stígi skrefið og gerist atvinnumenn á næstu árum. „Umhverfið á Íslandi er mjög sérstakt og sérstaklega hjá þessum toppliðum. Umgjörðin hjá kvenna- liðunum hérna heima er frábær, bæði vellirnir, klefarnir, æfinga- aðstæðurnar og æfingatímarnir. Svo ferðu út í atvinnumennsku og það er ákveðið sjokk að fara út, það verður bara að viðurkennast. Við erum ennþá að berjast fyrir þessum réttindum úti og þá skiptir hugarfarið öllu máli. Ég vil sjá fleiri íslenska leikmenn taka skrefið og fara út en það þarf hver og einn að finna það hjá sjálfum sér hve- nær rétti tímapunkturinn kemur.“ Það hefur reynst mörgum leik- mönnum erfitt að brjóta sér leið inn í byrjunarlið íslenska landsliðs- ins á undanförnum árum en Sif þekkir það sjálf að hafa ekki alltaf átt fast sæti í liðinu. Hún ítrekar hins vegar að aukavinna og rétt hugarfar skili manni alltaf árangri á endanum. Allir þurfa að vinna fyrir sínu „Landsliðið er sérstakt umhverfi og við erum að hittast kannski sex til sjö sinnum yfir árið. Að sanna sig fyrir landsliðsþjálfara er allt annað dæmi en að sanna sig fyrir þjálfara sínum hjá félagsliði. Í landsliðinu færðu kannski þrjá til fjóra daga til að sýna þig og sanna á meðan þú færð tækifæri til þess alla daga vikunnar hjá félagsliðinu þínu. Landsliðsþjálfarar eru líka stundum að leita að mjög ákveðnum hlutum sem henta hverju sinni og þá getur reynst erf- itt að sanna sig, jafnvel þótt maður sé að standa sig vel á æfingum. Mín skilaboð til leikmanna sem eru að reyna að brjóta sér leið inn í að- alliðið, hvort sem það er hjá fé- lagsliði eða landsliði, er að gera alltaf sitt og ekki gefast upp. Auka vinnan og rétt hugarfar mun á end- anum skila manni árangri enda er það lykillinn að öllu. Það er fyrst og fremst gríðarlega mikill heiður að vera kallaður í landsliðið og það þurfa allir að vinna fyrir sínu sæti hér, þar með talin ég sjálf,“ sagði Sif Atladóttir í samtali við Morg- unblaðið. Fótbolti er bara fótbolti  Engin stig gefins í undankeppni EM 2021  Fagnar endurnýjuninni í íslenska landsliðshópnum  Vill sjá fleiri unga leikmenn stíga skref í átt að atvinnumennsku Morgunblaðið/Hari Reynd Sif Atladóttir spilaði sinn fyrsta landsleik árið 2007 en hún á að baki 79 landsleiki fyrir Ísland. EM 2021 » Ísland (10. sæti á styrk- leikalista FIFA í Evrópu) er í riðli með Svíþjóð (5.), Ung- verjalandi (25.), Slóvakíu (26.) og Lettlandi (40.). » Efsta lið riðilsins kemst beint á EM í Englandi 2021. » Þrjú lið með bestan árangur í 2. sæti í riðlakeppninni fara beint á EM. Hin sex liðin sem enda í 2. sæti fara í umspil um þrjú síðustu sætin á EM. Ekki á af norsku landsliðskonunni Noru Mörk að ganga. Hún meiddist á hné á dögunum með liði sínu CSM Búkarest í Rúmeníu. Búist er við því að skyttan verði frá í nokkra mán- uði. Hún hefur átt sæti hjá Þóri Hergeirssyni í norska landsliðinu í handknattleik þegar hún hefur verið heil heilsu. Nú er óljóst hvort Þórir geti teflt henni fram á HM í Japan í desember. Mörk sleit krossband í hné í febrúar 2008 og þurfti að fara í aðra aðgerð hálfu ári síðar.  Maryna Arzamasova, ein fremsta 800 metra hlaupakona í heimi, er komin í bann eftir að hún féll á lyfjaprófi. Efnið Ligandrol fannst í sýni hennar, en það hefur svipuð áhrif og anabólískir sterar. Efnið hjálpar til við vöðvaaukningu og þyngdartap. Arzamasova, sem er frá Hvíta-Rússlandi, varð heimsmeistari í 800 metra hlaupi í Peking árið 2015 og Evrópumeistari í Zürich ár- ið áður. Ekki liggur fyrir hversu langt bann Arzamasova fær, en hún má ekki keppa á HM í frjálsum íþróttum í Doha sem hefst í næsta mánuði.  Eric Cantona verður heiðraður á morgun þegar dregið verður í riðla fyrir Meist- aradeild Evrópu í Monte Carlo. For- seti UEFA, Aleks- ander Ceferin, mun afhenda Frakkanum verðlaunin en verðlaunin eru kölluð Forsetaverðlaun UEFA. Í ilkynningu kemur fram að Cantona sé ekki einungis heiðraður fyrir snilli sína á vellinum heldur einnig fyrir ýmislegt utan vallar eins og mannúðarstörf eftir að ferlinum sleppti.  Kylfingurinn Tiger Woods neydd- ist til þess að gangast undir aðgerð á hné í síðustu viku. Hann stefnir á að snúa aftur á golfvöllinn eftir tvo mánuði. Hinn 43 ára gamli Woods vann sitt fyrsta risamót í 11 ár í apríl, en hann segir að aðgerðin hafi verið smávægileg á vinstra hné. Hann vonast til þess að gera spilað á nýju PGA-móti sem fram fer í Jap- an síðustu helgina í októ- ber.Woods hefur verið þjakaður af meiðslum síðustu ár og meðal annars farið í fjórar aðgerðir á baki og fjórar á hné, fyrir aðgerðina í síð- ustu viku. Eitt ogannað

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.