Morgunblaðið - 29.08.2019, Síða 71

Morgunblaðið - 29.08.2019, Síða 71
MENNING 71 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 2019 Kvikmyndahátíðin í Feneyjum hófst í gær, í 76. sinn. Kvikmyndin La Vé- rite, eða Sannleikurinn, er opn- unarmynd hátíðarinnar en handrits- höfundur og leikstjóri hennar, Hirokazu Kore-eda, vann Gull- pálmann í fyrra fyrir kvikmynd sína Shoplifters. Kynjamisrétti og umdeildir leik- stjórar hafa sett neikvæðan svip á hátíðina, eins og oft áður. Roman Polanski og Nate Parker eru á með- al hinna umdeildu leikstjóra. Hinn fyrrnefndi var dæmdur fyrir barna- níð árið 1978 og sá síðarnefndi var kærður fyrir nauðgun sem á að hafa átt sér stað á síðari hluta tíunda ára- tugarins en var sýknaður. Í fyrra var einungis einni mynd á hátíðinni leikstýrt af konu og í ár eru kvenkyns leikstjórar einnig í mikl- um minnihluta. Skipuleggjendur há- tíðarinnar bera fyrir sig að úrval kvenleikstjóra sé takmarkað. Það stenst ekki þar sem 35% kvikmynda á kvikmyndahátíðinni í Toronto er leikstýrt af konum og hafa kvenkyns leikstjórar verið áberandi í helstu kvikmyndaverðlaunum undanfarið. Á myndinni má sjá einn starfsmanna hátíðarinnar fyrir framan kvik- myndahúsið Palazzo del Cinema, eða Bíóhöllina. Konur aftur í minnihluta í Feneyjum AFP Stórar stelpur fá raflost.Heim úr svartholi óminniser mjög óreiðukennd bóken samt svo heil og heil- brigð. Óreiðan, vanlíðanin og ör- yggisleysið er svo áþreifanlegt sem og krafturinn og baráttan þegar Gunnhildur Una berst fyrir börnin sín þrjú og sjálfa sig. Þegar rýnir fékk bókina hljómaði strax í höfði hans lag Bubba Morthens, „Stórir strákar frá raflost“ og þá sérstaklega þess- ar tvær línur: „Segir að á morgun fái ég raflost svo ég verði eins og öll hin.“ Eins og svo oft áður deilir Bubbi á kerfið. Í stórar stelpur fá raflost greinir Gunnhildur Una hreinskilnislega frá veikindum sínum, hvernig kerf- ið brást við og afleiðingar þess. Rýnir upplifði bókina þannig að Gunnhildur væri ekki að deila á kerfið þrátt fyrir að hún væri mjög ósátt við afleiðingar raflosts- meðferðar sem hún fékk í kjölfar djúps óbærilegs þunglyndis eins og það er orðað á bókarkápu. Minn- ingar Gunnhildar voru týndar og hún þurfti að finna leiðir til þess að lifa lífinu á ný og finna hver hún var. Allt var breytt og auðveld at- riði eins og að panta pítsu eða slá inn pin-númer voru henni næstum ofviða. Það er erfitt að ímynda sér líð- anina að vita lítið sem ekkert hvað snýr upp eða niður í tilverunni hvort heldur, í litlum eða stórum atriðum. Það er hægt að finna sárs- aukann og óttann sem Gunnhildur upplifir í leitinni að sjálfri sér. Hún lýsir því þannig að það eina sem hún vissi fyrir víst var að hún hafði börnin sín hjá sér. Hún hafi verið skelfingu lostin af ótta yfir að ein- hver segði að hún réði ekki við að hugsa um börnin og tæki þau þá frá henni. Gunnhildur lýsir af einlægni og dregur ekkert undan í baráttuna við þunglyndið, baráttunni við að raða saman óreiðukenndri fortíð- inni og takast á við framtíðina týnd í eigin líkama. Í raun er Stórar stelpur fá raflost ástarsaga þar sem móðurástin er í fyrirrúmi, ekki bara Gunnhildar heldur einnig móður hennar. Sagan er hetjusaga Gunnhildar og fólksins í kringum hana, ekki síst barna Gunnhildar. Sagan er þroskasaga konu sem þarf að byrja upp á nýtt og byggja upp, út frá óreiðukenndum minn- ingum. Sagan er falleg og lærdóms- rík og staðfestir að allt sé hægt ef viljinn er fyrir hendi. Ef eitthvað ber út af þá er hægt að ná sér á strik aftur með dugnaði, hjálp og kærleika. Sagan Gunnhildar af langömmu sinni og hvernig fólk með geðrask- anir var meðhöndlað áður fyrr er átakanleg og sem betur fer eru slíkar meðferðir ekki notaðar í dag. Á þeim tíma vissu heilbrigðistarfs- menn ekki betur. Það kemur kannski í ljós með tímanum hvort raflostsmeðferð Gunnhildar var rétta úrræðið eða hvort meðferðin var notuð vegna þess að heilbrigð- isstarfsfólk vissi ekki betur. Stórar stelpur frá raflost færir lesandanum innsýn í heim þeirra sem berjast við geðsjúkdóma. Inn- sýn í svartnættið sem heltekur ein- staklinginn og gefur engan grið þrátt fyrir vilja og baráttu. Innsýn í hetjudáð þriggja barna móður sem berst fyrir tilverurétti sínum með börnunum, löskuð á sálinni en læt- ur ekkert stoppa sig í því að vernda það sem henni er allra kærast Stórar stelpur fá raflost er bók sem allir hafa gott af því að lesa að mati rýnis. Saga konu sem fann sjálfa sig aftur með skrifum og leiftrum úr fortíðinni og hafði kjarkinn til þess að setja vegferðina á einlægan hátt fram í bók. Einlægni Gagnrýnandi segir Gunnhildi lýsa af einlægni og draga ekkert undan í baráttunni við þunglyndið, baráttunni við að raða saman óreiðu- kenndri fortíðinni og takast á við framtíðina týnd í eigin líkama. Ástar- og hetjusaga móður Skáldsaga Stórar stelpur fá raflost bbbmn Eftir Gunnhildi Unu Jónsdóttur. Veröld, 2019. Kilja, 156 bls. GUÐRÚN ERLINGSDÓTTIR BÆKUR Sjónvarpsþátta- röðin Flateyj- argátan er til- nefnd til ljós- vakaverðlaun- anna PRIX Europa sem besta leikna sjón- varpsefnið. 20 þáttaraðir frá 16 Evrópulöndum eru tilnefndar og eru verðlaunin ein þau stærstu sinnar tegundar í Evrópu. Serían var framleidd af Reykjavík Films og Sagafilm og leikstjóri hennar er Björn B. Björnsson en handrit skrifaði Margrét Örnólfsdóttir. Tilnefnd til PRIX Europa-verðlauna Björn B. Björnsson Myndlistarhátíðin Sequences verð- ur haldin í níunda sinn 11.-20. október í Reykjavík og hefur nú verið greint frá því að 34 lista- menn taki þátt í hátíðinni og að framlag þeirra spanni vítt svið, t.d. tónlist, texta, kvikmyndir, inn- setningar, teikningar og skúlp- túra. Heiðurslistamaður hátíðarinnar verður Kristinn Guðbrandur Harð- arson, sem hefur verið virkur í ís- lensku myndlistarlífi um áratuga skeið. „Í verkum Kristins á sér stað persónuleg og ljóðræn úr- vinnsla á hans nánasta umhverfi þar sem hann notast við fjöl- breyttar miðlunarleiðir, texta, út- saum, skúlptúra, veggmálverk, teiknimyndir og gjörninga svo fátt eitt sé nefnt,“ segir í tilkynningu og að Kristinn muni halda einkasýn- ingu í Ásmund- arsal, gefa út bókverk sem verði í leiðinni sjálfstætt sýn- ingarými og sýnishorn eldri verka hans munu einnig verða til sýnis í Marshallhúsinu. Af öðrum lista- mönnum sem verða á hátíðinni má nefna Karlottu Blöndal, Davíð Örn Halldórsson, Hildigunni Birgis- dóttur og Ingólf Arnarsson. Kristinn heiðurslistamaður Sequences Kristinn G. Harðarson Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík 414 84 00 www.martex.is Góð þjónusta byrjar með flottum fatnaði. Fatnaður fyrir fagfólk

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.