Morgunblaðið - 29.08.2019, Side 72
72 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 2019
Það má með sanni segja aðmenningin blómstri áKjarvalsstöðum á þessusólríka sumri. Þar standa
nú yfir sýningar sem tengjast blóm-
um og blómaflúri í verkum Kjarvals
annars vegar og Sölva Helgasonar
hins vegar. Þriðja sýningin sem er í
hluta vestursalar er yfirlitssýning á
verkum hins breska Willams Morr-
is (1834-1896) og nokkurra sam-
ferðamanna hans.
Í Morris sameinuðust margir
menn, en hann var endurreisnar-
maður síns tíma í þeim skilningi að
hafa óþrjótandi áhuga á fjölmörg-
um sviðum fræða og lista. Hann var
mikill áhugamaður um menningu
miðalda; stjórnmál, arkitektúr,
skáldskap, þýddi bækur og fræðirit
en var síðast en ekki síst merkur
hönnuður og umbótamaður á sviði
handverks og listiðnaðar. Morris
sótti Ísland tvisvar heim, 1871 og
1873 og á sýningunni Alræði feg-
urðar er þessari Íslandstengingu
gerð skil með sýningu á munum
sem Morris tók með sér frá Íslandi.
Sýningin er unnin í samstarfi við
Millesgården-safnið í Stokkhólmi og
Morris Gallery í London og mun
hún ferðast um, með einhverjum
breytingum, eftir að sýningartím-
anum á Kjarvalsstöðum lýkur.
Neikvæð áhrif
fjöldframleiðslunnar
Samfélagslegar hugmyndir Morris
endurspeglast í öllu hans lífsstarfi
en honum var umhugað um að
draga úr neikvæðum áhrifum iðn-
byltingarinnar á samfélagið. Morris
sótti í hugmyndir John Ruskins um
að auknar framfarir á sviði vísinda
og tækni samfara aukinni neyslu-
hyggju hefði neikvæð áhrif á fólk.
Að mati Morris hafði fjöldafram-
leiðslan slæm áhrif á umhverfið,
knýjandi krafa um aukna skilvirkni
jók um leið neysluvæðingu borgar-
samfélagsins, neytandinn verður til.
Fjöldaframleidd vara kveikir á
löngun neytandans til að eignast sí-
fellt nýja hluti, einstaklingurinn
skapar sér sjálfsmynd með þeim en
kaupin fullnægja þránni aðeins um
stundarsakir uns eitthvað freistar
hans á ný – hringir þetta ekki ein-
hverjum bjöllum í okkar neyslu-
stýrða samtíma?
Mikilvægi Red House
Með byggingu íbúðarhússins Red
House í Bexleyheath sem nú er í
úthverfi Londonborgarinnar á ár-
unum 1858-1859, leggur Morris af
stað í vegferð sem mótar hug-
myndafræði hönnunar hans til
framtíðar. Húsið og allir innan-
stokksmunir svo sem veggfóður,
húsgögn og gluggar eru hannaðir af
Morris og Jane eiginkonu hans,
ásamt arkitektinum Phillip Webb
og listamanninum Edward Burne-
Jones. Í húsinu var lögð áhersla á
vandað handverk í anda miðalda
þar sem notagildi og fegurð áttu að
haldast í hendur. Myndir frá Red
House og texti á vegg eru upphafs-
stefið sem mætir sýningargestum á
Kjarvalsstöðum. Síðan taka við
gullfalleg útsaumuð veggteppi,
handgerðar flísar og teikningar af
mynstrum hönnuðum af Morris. Á
lágum palli má sjá gólfmottur og
húsgögn sem hönnuð voru af fyrir-
tæki Morris & Co. Þar er til að
mynda þriggja sæta sófi úr hús-
gagnalínu úr formbeygðum við með
sessum úr fléttuðum tágum auk
hægindastóls með stillanlegu baki,
sem var nýmæli á þessum tíma.
Fallega renndir pílárar úr mahóníi
prýða stólinn sem er á hjólum og
áklæðið er úr slitsterku Utrecht-
flaueli en sérstaða þess er að moha-
ir-þráðum er ofið í efnið til að gera
það endingarbetra. Notagildi og
fagurfræði í anda miðalda einkenna
alla þá handgerðu muni sem fram-
leiddir voru í fyrirtækinu.
Yfirborðsmennska
iðnbyltingarinnar
Á sýningunni Alræði fegurðar má
auk verka Morris sjá verk nokk-
urra samferðamanna hans en þar
ber hæst krítarteikningar Dante
Gabriel Rosetti sem var einn stofn-
enda Pre-Rafaelíta hópsins sem var
virkur í Bretlandi í stuttan tíma í
kringum 1850. Þeir fóru sínar eigin
leiðir og vildu taka listræn gildi til
endurskoðunar auk þess hafa áhrif
á samfélagið. Fyrir þeim var listin á
tímum iðnbyltingarinnar stöðnuð og
yfirborðskennd og skorti einlægni
og dýpt.
Hópurinn, sem vildi taka öll
klassísk listræn gildi til endurskoð-
unar, var í sterkum tengslum við
bókmenntahefðina í Bretlandi, sótti
meðal annars í Shakespere og
Dante. Myndefnin voru oft á trúar-
legum nótum eða nákvæm náttúru-
skoðun. Pre-Rafaelítarnir störfuðu
aðeins saman í stuttan tíma og voru
nánast gleymdir á tímabili. Verk
þeirra vöktu áhuga fræðimanna á
ný á áttunda áratugnum og í kjölfar
stórrar yfirlitssýningar á verkum
þeirra árið 1984 hafa þeir verið
sveipaðir goðsagnakenndum ljóma.
Samband Morris og Rosetti var ná-
ið á listræna sviðinu auk þess sem
þeir deildu ást á sömu konunni,
Jane Morris.
Tímalaus fagurfræði
Fyrir ofan arin í Red House stend-
ur ritað Ars Longa, Vita Brevis
sem útleggst eitthvað á þessa leið;
„lífið er stutt, listin er eilíf“ sem er
sannarlega viðeigandi þegar höf-
undarverk Morris er skoðað, hvort
sem það eru fagurlega skreyttar
þýðingar hans á íslenskum sögum
eða mót til að þrykkja mynstur á
veggfóður. Sósíalískar hugmyndir
hans um vandað handverk fyrir
alla, óháð efnahag, gengu ekki eftir
enda erfitt að samræma hagstætt
verð og vandaða handgerða muni.
Hönnun Morris er mörgum kunn-
ugleg og hefur staðist tímans tönn,
það var hins vegar á endanum að
aðeins hinir efnameiri höfðu ráð á
þeim.
Fyrir kaldhæðni örlaganna hag-
aði því þannig til að mynstur Morr-
is & co voru notuð í hönnunarlínu
fatarisans H&M á síðasta ári við
miklar vinsældir, en eins og flestir
vita hefur framleiðsla H&M sætt
mikilli gagnrýni, enda gengur hún
þvert á hugmyndir Morris um gæði
og handverk, með framleiðslu þar
sem hraði og neysla er í fyrirrúmi
og notast er við ódýrt vinnuafl og
hefur með örri skiptingu fatalína
stuðlað að aukinni neyslu á vörum
sem endast stutt.
Hönnun sýningarinnar Alræði
fegurðar er afar vel útfærð. Upp-
lýsandi og hæfilega langir textar
veita sýningargestum nánari út-
skýringar á höfundarverki Morris
og samferðamanna hans. Skrautleg
verk á skrautlegum veggjum þar
sem mynstur raðast á mynstur ofan
og skapa yfirþyrmandi tilfinningu
sem gefur vísun í titil sýningarinnar
Alræði fegurðar. Sýningarveggir
eru ýmist veggfóðraðir með
mynstrum úr smiðju Morris eða
málaðir með litum úr verkum hans.
Öll umgjörð í kringum yfirlit
hönnunarverks Willam Morris er í
senn fræðandi og falleg. Það er
mikill fengur að sýningu þar sem
slíkum listsögulegum gersemum
eru gerð vönduð skil líkt og sjá má
á Kjarvalsstöðum.
„Lífið er stutt, listin er eilíf“
Morgunblaði/Arnþór Birkisson
Marghliða „Í Morris sameinuðust margir menn, en hann var endurreisnarmaður síns tíma í þeim skilningi að hafa óþrjótandi áhuga á fjölmörgum sviðum
fræða og lista, “ segir gagnrýnandi meðal annars í rýni sinni um þennan merka Englending sem fæddist árið 1834 og lést 1896.
Listasafn Reykjavíkur,
Kjarvalsstaðir
Alræði fegurðar –
William Morris bbbbb
Hönnun sýningar: Axel Hallkell.
Sýningin stendur til 6. október 2019.
Opið alla daga frá kl. 10-17.
ALDÍS
ARNARDÓTTIR
MYNDLIST
Hönnuður Morris var merkur hönnuður og umbótamaður á sviði handverks og listiðnaðar. Sýningin er unnin í samstafi við William Morris Gallery í Lond-
on og Millesgården í Stokkhólmi ogverður einnig sett upp í Danmörku og Edinborg. Hún er sú fyrsta sem sett er upp á Íslandi á verkum hans.
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
Úrval af rafdrifnum
hvíldarstólum
Opið virka daga
11-18
laugardaga
11-15
N Ý F O R M
h ú s g a g n a v e r s l u n
Komið og skoðið úrvalið