Morgunblaðið - 29.08.2019, Qupperneq 72

Morgunblaðið - 29.08.2019, Qupperneq 72
72 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 2019 Það má með sanni segja aðmenningin blómstri áKjarvalsstöðum á þessusólríka sumri. Þar standa nú yfir sýningar sem tengjast blóm- um og blómaflúri í verkum Kjarvals annars vegar og Sölva Helgasonar hins vegar. Þriðja sýningin sem er í hluta vestursalar er yfirlitssýning á verkum hins breska Willams Morr- is (1834-1896) og nokkurra sam- ferðamanna hans. Í Morris sameinuðust margir menn, en hann var endurreisnar- maður síns tíma í þeim skilningi að hafa óþrjótandi áhuga á fjölmörg- um sviðum fræða og lista. Hann var mikill áhugamaður um menningu miðalda; stjórnmál, arkitektúr, skáldskap, þýddi bækur og fræðirit en var síðast en ekki síst merkur hönnuður og umbótamaður á sviði handverks og listiðnaðar. Morris sótti Ísland tvisvar heim, 1871 og 1873 og á sýningunni Alræði feg- urðar er þessari Íslandstengingu gerð skil með sýningu á munum sem Morris tók með sér frá Íslandi. Sýningin er unnin í samstarfi við Millesgården-safnið í Stokkhólmi og Morris Gallery í London og mun hún ferðast um, með einhverjum breytingum, eftir að sýningartím- anum á Kjarvalsstöðum lýkur. Neikvæð áhrif fjöldframleiðslunnar Samfélagslegar hugmyndir Morris endurspeglast í öllu hans lífsstarfi en honum var umhugað um að draga úr neikvæðum áhrifum iðn- byltingarinnar á samfélagið. Morris sótti í hugmyndir John Ruskins um að auknar framfarir á sviði vísinda og tækni samfara aukinni neyslu- hyggju hefði neikvæð áhrif á fólk. Að mati Morris hafði fjöldafram- leiðslan slæm áhrif á umhverfið, knýjandi krafa um aukna skilvirkni jók um leið neysluvæðingu borgar- samfélagsins, neytandinn verður til. Fjöldaframleidd vara kveikir á löngun neytandans til að eignast sí- fellt nýja hluti, einstaklingurinn skapar sér sjálfsmynd með þeim en kaupin fullnægja þránni aðeins um stundarsakir uns eitthvað freistar hans á ný – hringir þetta ekki ein- hverjum bjöllum í okkar neyslu- stýrða samtíma? Mikilvægi Red House Með byggingu íbúðarhússins Red House í Bexleyheath sem nú er í úthverfi Londonborgarinnar á ár- unum 1858-1859, leggur Morris af stað í vegferð sem mótar hug- myndafræði hönnunar hans til framtíðar. Húsið og allir innan- stokksmunir svo sem veggfóður, húsgögn og gluggar eru hannaðir af Morris og Jane eiginkonu hans, ásamt arkitektinum Phillip Webb og listamanninum Edward Burne- Jones. Í húsinu var lögð áhersla á vandað handverk í anda miðalda þar sem notagildi og fegurð áttu að haldast í hendur. Myndir frá Red House og texti á vegg eru upphafs- stefið sem mætir sýningargestum á Kjarvalsstöðum. Síðan taka við gullfalleg útsaumuð veggteppi, handgerðar flísar og teikningar af mynstrum hönnuðum af Morris. Á lágum palli má sjá gólfmottur og húsgögn sem hönnuð voru af fyrir- tæki Morris & Co. Þar er til að mynda þriggja sæta sófi úr hús- gagnalínu úr formbeygðum við með sessum úr fléttuðum tágum auk hægindastóls með stillanlegu baki, sem var nýmæli á þessum tíma. Fallega renndir pílárar úr mahóníi prýða stólinn sem er á hjólum og áklæðið er úr slitsterku Utrecht- flaueli en sérstaða þess er að moha- ir-þráðum er ofið í efnið til að gera það endingarbetra. Notagildi og fagurfræði í anda miðalda einkenna alla þá handgerðu muni sem fram- leiddir voru í fyrirtækinu. Yfirborðsmennska iðnbyltingarinnar Á sýningunni Alræði fegurðar má auk verka Morris sjá verk nokk- urra samferðamanna hans en þar ber hæst krítarteikningar Dante Gabriel Rosetti sem var einn stofn- enda Pre-Rafaelíta hópsins sem var virkur í Bretlandi í stuttan tíma í kringum 1850. Þeir fóru sínar eigin leiðir og vildu taka listræn gildi til endurskoðunar auk þess hafa áhrif á samfélagið. Fyrir þeim var listin á tímum iðnbyltingarinnar stöðnuð og yfirborðskennd og skorti einlægni og dýpt. Hópurinn, sem vildi taka öll klassísk listræn gildi til endurskoð- unar, var í sterkum tengslum við bókmenntahefðina í Bretlandi, sótti meðal annars í Shakespere og Dante. Myndefnin voru oft á trúar- legum nótum eða nákvæm náttúru- skoðun. Pre-Rafaelítarnir störfuðu aðeins saman í stuttan tíma og voru nánast gleymdir á tímabili. Verk þeirra vöktu áhuga fræðimanna á ný á áttunda áratugnum og í kjölfar stórrar yfirlitssýningar á verkum þeirra árið 1984 hafa þeir verið sveipaðir goðsagnakenndum ljóma. Samband Morris og Rosetti var ná- ið á listræna sviðinu auk þess sem þeir deildu ást á sömu konunni, Jane Morris. Tímalaus fagurfræði Fyrir ofan arin í Red House stend- ur ritað Ars Longa, Vita Brevis sem útleggst eitthvað á þessa leið; „lífið er stutt, listin er eilíf“ sem er sannarlega viðeigandi þegar höf- undarverk Morris er skoðað, hvort sem það eru fagurlega skreyttar þýðingar hans á íslenskum sögum eða mót til að þrykkja mynstur á veggfóður. Sósíalískar hugmyndir hans um vandað handverk fyrir alla, óháð efnahag, gengu ekki eftir enda erfitt að samræma hagstætt verð og vandaða handgerða muni. Hönnun Morris er mörgum kunn- ugleg og hefur staðist tímans tönn, það var hins vegar á endanum að aðeins hinir efnameiri höfðu ráð á þeim. Fyrir kaldhæðni örlaganna hag- aði því þannig til að mynstur Morr- is & co voru notuð í hönnunarlínu fatarisans H&M á síðasta ári við miklar vinsældir, en eins og flestir vita hefur framleiðsla H&M sætt mikilli gagnrýni, enda gengur hún þvert á hugmyndir Morris um gæði og handverk, með framleiðslu þar sem hraði og neysla er í fyrirrúmi og notast er við ódýrt vinnuafl og hefur með örri skiptingu fatalína stuðlað að aukinni neyslu á vörum sem endast stutt. Hönnun sýningarinnar Alræði fegurðar er afar vel útfærð. Upp- lýsandi og hæfilega langir textar veita sýningargestum nánari út- skýringar á höfundarverki Morris og samferðamanna hans. Skrautleg verk á skrautlegum veggjum þar sem mynstur raðast á mynstur ofan og skapa yfirþyrmandi tilfinningu sem gefur vísun í titil sýningarinnar Alræði fegurðar. Sýningarveggir eru ýmist veggfóðraðir með mynstrum úr smiðju Morris eða málaðir með litum úr verkum hans. Öll umgjörð í kringum yfirlit hönnunarverks Willam Morris er í senn fræðandi og falleg. Það er mikill fengur að sýningu þar sem slíkum listsögulegum gersemum eru gerð vönduð skil líkt og sjá má á Kjarvalsstöðum. „Lífið er stutt, listin er eilíf“ Morgunblaði/Arnþór Birkisson Marghliða „Í Morris sameinuðust margir menn, en hann var endurreisnarmaður síns tíma í þeim skilningi að hafa óþrjótandi áhuga á fjölmörgum sviðum fræða og lista, “ segir gagnrýnandi meðal annars í rýni sinni um þennan merka Englending sem fæddist árið 1834 og lést 1896. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir Alræði fegurðar – William Morris bbbbb Hönnun sýningar: Axel Hallkell. Sýningin stendur til 6. október 2019. Opið alla daga frá kl. 10-17. ALDÍS ARNARDÓTTIR MYNDLIST Hönnuður Morris var merkur hönnuður og umbótamaður á sviði handverks og listiðnaðar. Sýningin er unnin í samstafi við William Morris Gallery í Lond- on og Millesgården í Stokkhólmi ogverður einnig sett upp í Danmörku og Edinborg. Hún er sú fyrsta sem sett er upp á Íslandi á verkum hans. Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Úrval af rafdrifnum hvíldarstólum Opið virka daga 11-18 laugardaga 11-15 N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n Komið og skoðið úrvalið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.