Morgunblaðið - 29.08.2019, Page 74

Morgunblaðið - 29.08.2019, Page 74
74 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 2019 Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Einstakur heimur ungbarnasunds er kannaður í íslensku heimildar- myndinni KAF sem verður frum- sýnd hérlendis næstkomandi fimmtudag, 5. september, í Bíó paradís.KAF gefur innsýn í heim Snorra Magnússonar þroskaþjálfa sem hefur helgað líf sitt kennslu- aðferðum í ungbarnasundi. „Myndin er tekin upp í Skála- túnslaug í Mosfellsbæ en þar hefur Snorri byggt upp litríkan heim milli fjalls og fjöru sem skýlir foreldrum og börnum fyrir veðri og vindum allan ársins hring,“ eins og aðstand- endur myndarinnar orða það. Í heimildarmyndinni er fylgst með ungbörnum stálpast og þrosk- ast í sundinu og því hvernig for- eldrar kynnast börnum sínum í gegnum upplifun í vatni. Litríkur heimur Þrjár konur koma að leikstjórn myndarinnar, þar af tvær myndlist- arkonur. Það eru þær Elín Hans- dóttir, Anna Rún Tryggvadóttir og Hanna Björk Valsdóttir sem sömu- leiðis er framleiðandi myndarinnar. Hanna segir myndina mikið fyrir augað. „Myndin er mjög sjónræn. Elín og Anna eru myndlistarkonur svo við nálguðumst efnið út frá myndræna þættinum. Heimurinn sem Snorri hefur skapað í kringum sig er einstakur. Hann er með þessa hringlaga sundlaug sem er bara fyr- ir ungbarnasundið og er þar búinn að sanka að sér alls konar skemmti- legum og litríkum hlutum.“ Áhugi kvennanna þriggja á ung- barnasundi Snorra kviknaði þegar Elín og Anna voru með sín börn í sundi hjá honum. „Þær heilluðust strax af starfi hans, sem þeim fannst afhjúpa hvað við vitum lítið um upplifun ungbarna á umhverfi sínu á þessum fyrstu mánuðum lífs- sins.“ Snorri hefur kennt ungbarnasund í 28 ár en hann hefur kennt þús- undum barna ungbarnasund. „Hann er ákveðinn frumkvöðull á Íslandi enda með þeim fyrstu til að fara út í ungbarnasund. Hann er í grunninn íþróttakennari og þroskaþjálfi og þróar sínar eigin aðferðir byggðar á sínu innsæi og sinni þekkingu,“ seg- ir Hanna. „Hans aðferðir eru aðeins öðru- vísi en þær sem þekkjast úti í heimi. Tímarnir eru byggðir upp á rútínu, þar sem hann notar mikið söng, vís- ur og slátt á vatnsyfirborðið. Hann er því að tvinna saman hljóð, tungu- málið og líkam- lega upplifun af vatninu. Börnin læra að þekkja lögin og kynnast þannig rútínunni og það veitir þeim ör- yggi.“ Viðfangsefni heimildarmynd- arinnar eru fleiri. Í henni er rýnt í „árin sem enginn man“ sem og sundmenningu Íslend- inga. „Myndin fjallar líka um fyrstu mánuði í lífi barna, frá fæðingu og til tveggja ára aldurs sem eru oft kölluð árin sem enginn man. Sæunn Kjartansdóttir gaf út bók með því nafni sem mjög margir nýbakaðir foreldrar lesa. Þetta er aldur sem hefur ekki verið mikið kannaður en rannsóknir hafa færst í aukana undanfarin ár og þær hafa leitt í ljós að börn á þessum aldri geta og skilja meira en áður var talið og eru fullfær um að eiga samskipti. Það sem Snorri gerir náttúrulega er að hann les börnin og er í sam- skiptum við þau þó þau kunni ekki að tala. Börnin geta tjáð sig án orða. Það er svo mikil þróun og mikill þroski sem á sér stað á þess- um fyrstu mánuðum svo myndin fjallar líka um það.“ Hvað sundmenninguna varðar segir Hanna: „Það er allt þetta heita vatn sem við höfum sem gerir okkur kleift að vera lengur í sundi en aðrar þjóðir í kringum okkur. Það sem er svo sérstakt við ung- barnasund á Íslandi er að við getum verið með börnin í heitara vatni lengur. Erlendis er þetta oft bara hálftími einu sinni í viku vegna þess að vatnið í laugunum er ekki eins heitt. Laugin hjá Snorra er til dæm- is frekar heit sem er betra fyrir börnin. Íslensk börn fara mikið í sund og ég held að mörgum finnist gott að geta byrjað strax að fara í sund.“ Í myndinni koma fram fræði- menn sem segja frá ýmsu í tengslum við fyrstu mánuði í lífi barna. Hanna segir að mikil rann- sóknarvinna liggi að baki myndinni. „Titillinn er tvíhliða. Hann nær bæði til þess að börnin fara í kaf og þess að við erum að kafa svolítið of- an í viðfangsefnið.“ Að baki myndinni liggur mikil rannsóknarvinna. „Við fengum fræðimenn til þess að kafa ofan í efnið með okkur. Þeir ræða um þessa fyrstu mánuði og ár og um þessar rannsóknir sem hafa verið gerðar, hversu mikið ungbörn skilja og skynja. Þó þau geti ekki tjáð sig þá skilja þau miklu meira en marg- ur heldur.“ Erlendir áhorfendur hissa KAF var heimsfrumsýnd í mars síðastliðnum á Salem Film Festival í Bandaríkjum. Heimildarmyndin hefur ferðast um heiminn og verið sýnd á kvikmyndahátíðum í Evr- ópu, Ástralíu og Mexíkó. Hún var meðal annars valin á Sheffield Doc Fest í Bretlandi sem er ein af stærstu heimildarmyndahátíðum í heimi. „Ég held að erlendum áhorfend- um hafi fundist hún mjög skemmti- leg og finnist þetta mjög merkilegt, enda hafa þeir kannski ekkert séð svona áður. Börnin standa þarna í lófum, börn sem geta ekki staðið nema bara í sundinu. Svo fara þau í kafið og margir hafa ekkert séð svona áður og eiginlega trúðu ekki að þetta væri hægt.“ Eins og áður segir er myndin frumsýnd 5. september en hún fer í almennar sýningar sama dag. Hanna hvetur Íslendinga til að skella sér í bíó. „Þetta er heimildar- mynd sem er byggð upp eins og bíó- mynd og við viljum náttúrulega hvetja alla til þess að fara í bíó að sjá hana. Íslenskar heimildarmynd- ir eiga það skilið að fólk mæti í bíó.“ Merkileg börn standandi í lófum  Innsýn í sérstakan heim ungbarnasunds í Mosfellsbæ í nýrri heimildarmynd  Erlendir áhorf- endur hissa á getu barnanna  Söngur og litadýrð í sundi  Einnig rýnt í „árin sem enginn man“ Stilla úr KAF Snorri og barn Ungbörnin finna til mikils öryggis í sundi hjá Snorra og hann hefur 28 ára reynslu af ungbarnasundi. Anna Rún Tryggvadóttir Hanna Björk Valsdóttir Elín Hansdóttir Hljómsveitin múm gaf út sína fyrstu plötu, Yesterday was Dramatic – Today is OK, á Þorláksmessu árið 1999 og á morgun, 30. ágúst, verður platan endurútgefin í sérstakri af- mælisútgáfu. Þau Gyða Valtýsdóttir, Kristín Anna Valtýsdóttir, Gunnar Örn Tyn- es og Örvar Smárason, sem skipuðu múm, unnu plötuna sumarið 1999 og var hún að mestu tekin upp í loftlít- illi svitakompu, eins og segir í til- kynningu, þar sem smiðir unnu hörðum höndum í næsta herbergi þannig að heyrnartól hljómsveit- armeðlima komu sér vel. „Það leið þó ekki á löngu þar til heimurinn hafði opnað eyrun fyrir lögunum 10 sem prýða plötuna og áttu síðar eftir að verða staðfastur burðarbiti í því sívaxandi virki sem elektrónísk popptónlist var í upphafi aldarinnar,“ segir í tilkynningunni og að þegar platan hafi komið út hafi elektrónísk tónlist almennt verið í fullum blóma en samt sem áður hafi hugmyndin um blöndun raftónlistar og órafmagnaðar tónlistar verið nokkuð ný af popp-nálinni. Á fyrstu plötunni fléttaði múm saman þessa ólíku þætti á „lífrænan og óþving- aðan hátt“ og veitti tónlistarmönn- um víða innblástur. Platan kom út á alþjóðavísu árið 2001 og hlaut mikið lof erlendis, m.a. í Pitchfork og Guardian. Í kjölfarið var gefið út safn endurhljóðbland- ana af lögum hennar og endurhljóð- blandanir Ruxpin, Bix, μ-Ziq og Bio- gen verða á afmælisútgáfu plötunn- ar og á henni verður einnig að finna nýjar endurgerðir Kronos-kvart- ettsins, Hauschka og Sóleyjar. Þýska útgáfufyrirtækið Morr Music stendur að endurútgáfu plöt- unnar sem verður fáanleg á netveit- um og í formi þrefaldrar vínylplötu, tvöfalds geisladisks eða snældu. Hljómsveitin heldur í tónleikaferð um Evrópu til að fagna útgáfunni og afmælinu og kemur m.a. við í Zürich, París, Brussel, London og Berlín. Múm fagnar 20 ára af- mæli frumburðar síns Tvítug Fyrsta plata múm, Yester- day was Dramatic – Today is OK, verður tvítug á Þorláksmessu. Hún kom út á alþjóðavísu árið 2001.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.