Morgunblaðið - 29.08.2019, Side 76

Morgunblaðið - 29.08.2019, Side 76
76 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 2019 GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA Ertu klár fyrir veturinn? Við hreinsum úlpur, dúnúlpur, kápur og frakka Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • tengi@tengi.is Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15 Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi SÍGILD HÖNNUN Í 50 ÁR Fyrir 50 árum hannaði danski hönnuðurinn Arne Jacobsen fyrsta kranann fyrir Vola. Æ síðan hefur hönnun og framleiðsla Vola verið í fremstu röð. Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is „Allt frá því að nýir eigendur keyptu húsið fyrir nokkrum árum höfum við lagt áherslu á að vera meðvituð um sögu hússins og holtsins sem er náttúrulega ótrú- lega merkileg,“ segir Olga Lilja Ólafsdóttir sem vinnur með eig- endum Ásmundarsalar, Aðalheiði Magnúsdóttur og Sigurbirni Þor- kelssyni, að rekstri salarins. Þau stóðu nýverið að útgáfu blaðs sem fjallar um sögu Skóla- vörðuholtsins og Ásmundarsalar, en hann stendur einmitt nærri holtinu. Blaðið ber titilinn Upp í hæstu hæðir og er fáanlegt á kaffihúsinu í Ásmundarsal endur- gjaldslaust. Hápunktur á tvo vegu „Upp í hæstu hæðir er vísun í að holtið var í upphafi óbyggð stórgrýtt auðn en er í dag há- punktur, bæði landfræðilega og menningarlega. Langflestir ferða- menn sem koma til Reykjavíkur koma á Skólavörðuholtið á ein- hverjum tímapunkti,“ segir Olga Lilja. Um þessar mundir tekur Ás- mundarsalur á móti umsóknum um vinnustofur og sýningar fyrir sýningarárið 2020. Það var einmitt um þetta leyti í fyrra sem hópur listafólks sendi inn umsókn sem sneri að því að gera sýningu byggða á sögu Skólavörðuholtsins. „Þar sem við höfðum viðað að okkur miklum fróðleik um sögu Skólavörðuholtsins og hússins þá smellpassaði það við okkar sýn, að halda sögu holtsins og sögu sal- arins á lofti því þessi saga er nátt- úrlega ótrúlega fjölbreytt og rosa- lega skemmtileg. Þá kviknaði sú hugmynd að nú væri ráð að taka saman þetta gríðarlega magn af upplýsingum og setja fram á að- gengilegan og skemmtilegan hátt,“ segir Olga Lilja sem afhenti listamönnunum þær upplýsingar sem hún átti. Dauðir skrautfiskar í búri Listsýningin sem sett var upp og var innblásin af sögu Skóla- vörðuholts og Ásmundarsalar lauk um síðustu helgi. Þar voru ýmsar vísanir í það sem snert er á í blaðinu, til dæmis skrautfiskasýn- ingu sem haldin var í Ásmund- arsal 1949. Umgengni Reykvík- inga við fiskana var svo slæm að þeir féllu margir hverjir dauðir niður enda lítt hrifnir af sígar- ettustubbum sem sýningargestir stungu í búrið þeirra. Í blaðinu er að finna fjölda stuttra samantekta um hápunkt- ana á þessum hæsta punkti mið- bæjarins. Þar er til að mynda rætt um dysjun morðingjans Stein- unnar frá Sjöundá, háborg Guð- jóns Samúelssonar og áhyggju- raddir um framtíð Ásmundarsalar, en tvisvar í sögu hússins hefur listatengd starfsemi verið nálægt því að leggjast af. Nóg til af fallegum og skemmtilegum myndum „Það skipti okkur miklu máli að setja þetta fram á myndrænan og aðgengilegan hátt, bara eins og um dagblað væri að ræða. Þú get- ur lesið þann part sem þér finnst áhugaverðastur hverju sinni eða lesið það í heild sinni. Það er til ótrúlega mikið af fallegum og skemmtilegum myndum frá þess- um tíma sem glæða blaðið lífi.“ Fyrir áhugasama er, eins og áð- ur segir, hægt að nálgast blaðið á kaffihúsinu í Ásmundarsal sem er opið frá 8-17 á virkum dögum og frá 9-17 um helgar. Halda sögu hússins og holtsins í hæstu hæðum  Upp í hæstu hæðir nefnist blað um sögu Skólavörðuholts og Ásmundarsalar Morgunblaði/Arnþór Birkisson Í Ásmundarsal Olga Lilja Ólafsdóttir sem vinnur með eigendum Ásmundarsalar að rekstri hans. Fróðlegt Opna í blaðinu sem hefur að geyma margvíslegan fróðleik. Markús Þór Andrésson, listfræð- ingur og deildarstjóri sýninga og miðlunar hjá Listasafni Reykjavík- ur, leiðir göngu um listaverkin við Reykjavíkurtjörn og í Hljómskála- garðinum í kvöld kl. 20 og hefst hún í Grófinni, milli Tryggvagötu 15 og 17. Aðgangur er ókeypis. Listasafn Reykjavíkur, Borgar- bókasafnið og Borgarsögusafn Reykjavíkur hafa boðið upp á kvöldgöngur með leiðsögn á fimmtudagskvöldum í sumar. Ganga um lista- verkin við Tjörnina Falleg Hafmeyja Nínu Sæmundsdóttur. Morgunblaðið/Ómar Bandaríski rapp- arinn Meek Mill hefur gengist við minniháttar ákæru um að bera skotvopn á opinberu svæði. Ákvörðun Mills mun hlífa honum við lengri tíma í fangelsi. Málið hefur tekið 12 ár og fylgt honum stærsta hlutann af hans fullorðinsævi en vegna þess hefur Mill beitt sér fyrir úrbótum á dómskerfi Bandaríkj- anna. Samkomulagið varð í kjölfar þess að dómur yfir öðrum rappara, Robert Williams, var felldur úr gildi. Spurningar vöknuðu um trú- verðugleika lögregluþjónsins sem handtók Williams og dómarans sem dæmdi hann. Williams hafði áður setið í fangelsi í tvö ár vegna brots- ins en mun ekki þurfa að sitja leng- ur inni. 12 ára dómsmál Meek Mill á enda Meek Mill

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.