Morgunblaðið - 29.08.2019, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 29.08.2019, Blaðsíða 76
76 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 2019 GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA Ertu klár fyrir veturinn? Við hreinsum úlpur, dúnúlpur, kápur og frakka Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • tengi@tengi.is Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15 Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi SÍGILD HÖNNUN Í 50 ÁR Fyrir 50 árum hannaði danski hönnuðurinn Arne Jacobsen fyrsta kranann fyrir Vola. Æ síðan hefur hönnun og framleiðsla Vola verið í fremstu röð. Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is „Allt frá því að nýir eigendur keyptu húsið fyrir nokkrum árum höfum við lagt áherslu á að vera meðvituð um sögu hússins og holtsins sem er náttúrulega ótrú- lega merkileg,“ segir Olga Lilja Ólafsdóttir sem vinnur með eig- endum Ásmundarsalar, Aðalheiði Magnúsdóttur og Sigurbirni Þor- kelssyni, að rekstri salarins. Þau stóðu nýverið að útgáfu blaðs sem fjallar um sögu Skóla- vörðuholtsins og Ásmundarsalar, en hann stendur einmitt nærri holtinu. Blaðið ber titilinn Upp í hæstu hæðir og er fáanlegt á kaffihúsinu í Ásmundarsal endur- gjaldslaust. Hápunktur á tvo vegu „Upp í hæstu hæðir er vísun í að holtið var í upphafi óbyggð stórgrýtt auðn en er í dag há- punktur, bæði landfræðilega og menningarlega. Langflestir ferða- menn sem koma til Reykjavíkur koma á Skólavörðuholtið á ein- hverjum tímapunkti,“ segir Olga Lilja. Um þessar mundir tekur Ás- mundarsalur á móti umsóknum um vinnustofur og sýningar fyrir sýningarárið 2020. Það var einmitt um þetta leyti í fyrra sem hópur listafólks sendi inn umsókn sem sneri að því að gera sýningu byggða á sögu Skólavörðuholtsins. „Þar sem við höfðum viðað að okkur miklum fróðleik um sögu Skólavörðuholtsins og hússins þá smellpassaði það við okkar sýn, að halda sögu holtsins og sögu sal- arins á lofti því þessi saga er nátt- úrlega ótrúlega fjölbreytt og rosa- lega skemmtileg. Þá kviknaði sú hugmynd að nú væri ráð að taka saman þetta gríðarlega magn af upplýsingum og setja fram á að- gengilegan og skemmtilegan hátt,“ segir Olga Lilja sem afhenti listamönnunum þær upplýsingar sem hún átti. Dauðir skrautfiskar í búri Listsýningin sem sett var upp og var innblásin af sögu Skóla- vörðuholts og Ásmundarsalar lauk um síðustu helgi. Þar voru ýmsar vísanir í það sem snert er á í blaðinu, til dæmis skrautfiskasýn- ingu sem haldin var í Ásmund- arsal 1949. Umgengni Reykvík- inga við fiskana var svo slæm að þeir féllu margir hverjir dauðir niður enda lítt hrifnir af sígar- ettustubbum sem sýningargestir stungu í búrið þeirra. Í blaðinu er að finna fjölda stuttra samantekta um hápunkt- ana á þessum hæsta punkti mið- bæjarins. Þar er til að mynda rætt um dysjun morðingjans Stein- unnar frá Sjöundá, háborg Guð- jóns Samúelssonar og áhyggju- raddir um framtíð Ásmundarsalar, en tvisvar í sögu hússins hefur listatengd starfsemi verið nálægt því að leggjast af. Nóg til af fallegum og skemmtilegum myndum „Það skipti okkur miklu máli að setja þetta fram á myndrænan og aðgengilegan hátt, bara eins og um dagblað væri að ræða. Þú get- ur lesið þann part sem þér finnst áhugaverðastur hverju sinni eða lesið það í heild sinni. Það er til ótrúlega mikið af fallegum og skemmtilegum myndum frá þess- um tíma sem glæða blaðið lífi.“ Fyrir áhugasama er, eins og áð- ur segir, hægt að nálgast blaðið á kaffihúsinu í Ásmundarsal sem er opið frá 8-17 á virkum dögum og frá 9-17 um helgar. Halda sögu hússins og holtsins í hæstu hæðum  Upp í hæstu hæðir nefnist blað um sögu Skólavörðuholts og Ásmundarsalar Morgunblaði/Arnþór Birkisson Í Ásmundarsal Olga Lilja Ólafsdóttir sem vinnur með eigendum Ásmundarsalar að rekstri hans. Fróðlegt Opna í blaðinu sem hefur að geyma margvíslegan fróðleik. Markús Þór Andrésson, listfræð- ingur og deildarstjóri sýninga og miðlunar hjá Listasafni Reykjavík- ur, leiðir göngu um listaverkin við Reykjavíkurtjörn og í Hljómskála- garðinum í kvöld kl. 20 og hefst hún í Grófinni, milli Tryggvagötu 15 og 17. Aðgangur er ókeypis. Listasafn Reykjavíkur, Borgar- bókasafnið og Borgarsögusafn Reykjavíkur hafa boðið upp á kvöldgöngur með leiðsögn á fimmtudagskvöldum í sumar. Ganga um lista- verkin við Tjörnina Falleg Hafmeyja Nínu Sæmundsdóttur. Morgunblaðið/Ómar Bandaríski rapp- arinn Meek Mill hefur gengist við minniháttar ákæru um að bera skotvopn á opinberu svæði. Ákvörðun Mills mun hlífa honum við lengri tíma í fangelsi. Málið hefur tekið 12 ár og fylgt honum stærsta hlutann af hans fullorðinsævi en vegna þess hefur Mill beitt sér fyrir úrbótum á dómskerfi Bandaríkj- anna. Samkomulagið varð í kjölfar þess að dómur yfir öðrum rappara, Robert Williams, var felldur úr gildi. Spurningar vöknuðu um trú- verðugleika lögregluþjónsins sem handtók Williams og dómarans sem dæmdi hann. Williams hafði áður setið í fangelsi í tvö ár vegna brots- ins en mun ekki þurfa að sitja leng- ur inni. 12 ára dómsmál Meek Mill á enda Meek Mill
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.