Morgunblaðið - 29.08.2019, Qupperneq 80

Morgunblaðið - 29.08.2019, Qupperneq 80
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is laugardaga og sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-18:30 afsláttur af vörum fyrir svefnherbergið 29. ágúst - 9. september 20-50% BELLISSIMO rúmföt. 140x200,60x63 cm. 7.995 kr. Nú 5.995 kr. Tónleikaröðinni Sumarjazz lýkur í Salnum í Kópavogi í dag kl. 17 með tónleikum Hot Eskimos. Hljóm- sveitin mun flytja útsetningar á ís- lenskri popp-, rokk- og pönktónlist auk erlendra laga og frumsamins efnis. Sveitina skipa Karl Olgeirs- son píanóleikari, Jón Rafnsson kontrabassaleikari og Kristinn Snær Agnarsson trommuleikari. Hot Eskimos ljúka Sumarjazzi FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 241. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Sif Atladóttir er á meðal reyndustu leikmanna íslenska kvennalands- liðsins í knattspyrnu sem mætir Ungverjum í fyrsta leik sínum í und- ankeppni EM 2021 á Laugardalsvelli í kvöld. Ákveðin endurnýjun er að eiga sér stað hjá landsliðinu og Sif telur að eldri leikmenn liðsins hafi skapað gott umhverfi fyrir þá yngri til að stíga inn í á síðustu árum. Tekur fagnandi á móti ungviðinu í landsliðinu ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Fimmtu systkina- tónleikarnir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Söngvarinn Ragnar Bjarnason, Raggi Bjarna, er að undirbúa sig fyrir kveðjustund á stóra sviðinu, en síðustu stórtónleikar hans verða í Eldborg í Hörpu nk. sunnudags- kvöld, 1. september. „Ferillinn hefur verið ótrúlegt ævintýri í manns- aldur, ég hef unnið með dásamlegu fólki og hef ekkert nema gott um þetta að segja,“ segir goðsögnin, sem glímdi við veikindi í sumar. Raggi er engum líkur. Hann hefur verið í bransanum lengur en elstu menn muna eða í um 70 ár – verður sjálfur 85 ára í næsta mánuði – og margir héldu að hann hefði sungið sitt síðasta á stórtónleikum í Hörpu í mars sem leið, en það er öðru nær. „Blessaður vertu, ég mæti galvaskur og keyri þessa tónleika í gegn,“ segir söngvarinn síkáti um tímamóta- viðburðinn á sunnudag, en hann ek- ur annars um í amerískum kagga, Mercury Grand Marquis 2006. „Tónleikarnir í mars heppnuðust virkilega vel og ég hef hitt marga sem skemmtu sér alveg konung- lega,“ heldur Raggi áfram. „Ég var líka mjög ánægður með þá enda tókst allt eins og til stóð.“ Hann bæt- ir við að þar sem ekki sé hægt að snúa tímavélinni til baka sé ljóst að hann syngi ekki eins mikið á manna- mótum hér eftir sem hingað til. „Ég held áfram að dúlla eitthvað á meðan heilsan og röddin leyfa og get þess vegna lent aftur í Hörpu en ég kveð stóra sviðið á sunnudagskvöld.“ Vegna veikinda þurfti Raggi að af- lýsa nokkrum viðburðum í sumar, en hann segist vera orðinn góður. „Ég var orðinn slappur undir lokin á leik- sýningunum um Elly og söng sitj- andi á þeirri síðustu með aðstoð Katrínar Halldóru, en kláraði verk- efnið,“ segir hann. Glæsilegur ferill Ferill Ragga er með þeim glæsi- legri. Gene Krupa var fyrirmynd allra trommara og Raggi byrjaði að spila á trommur í gagnfræðaskóla. Frank Sinatra var fyrirmynd allra söngvara og ekki leið á löngu þar til Raggi var kominn í KK-sextettinn og farinn að syngja „My Way“ og aðra smelli sem féllu í kramið hjá landanum og gera enn. „Ferillinn er auðvitað með ólík- indum, þegar maður hugsar um hann,“ segir Raggi og hristir höf- uðið. „Ég var til dæmis 19 vetur á Sögu og Sumargleðin gekk fyrir fullu húsi á hverjum einasta stað í 15 sumur. Ég var auðvitað með greif- ana með mér, Bessa, Magga, Ómar og fleiri snillinga.“ Létt handar- hreyfing að hætti hússins og svo heldur hann áfram: „Nú er ég líka með allt liðið; Katrínu, Lay Low, Palla, Þorgeir, Eyþór, Ómar og fleiri. Hörkulið. Toppana.“ Eðlilega hefur Raggi frá mörgu að segja frá löngum ferli og saga er á bak við hvert lag. „Ég hef sungið mörg lög og ekkert eitt er í sérstöku uppáhaldi, en „My Way“ er sérstakt vegna þess að það reynir á og sker úr um hvort menn kunna að syngja eða ekki.“ Og það kann Raggi heldur betur. Morgunblaðið/Eggert Tónleikar Þorgeir Ástvaldsson, Ómar Ragnarsson og Katrín Halldóra Sigurðardóttir klappa Ragga Bjarna lof í lófa á afmælistónleikunum í Hörpu í mars sem leið. Hann stígur á sama svið á sunnudag, sennilega í síðasta sinn. Raggi þakkar fyrir sig  Mætir galvaskur í Hörpu eftir erfið veikindi í sumar  Söngvarinn síkáti hefur skemmt fólki í um sjö áratugi Systkinin Guðfinnur og Kristín Sveinsbörn syngja saman á sínum fimmtu systkinatónleikum í Lista- safni Sigurjóns Ólafssonar í kvöld kl. 20.30. Með þeim leikur Elena Postumi á píanó og gestasöngvari verður Marta Kristín Friðriksdóttir sópran. Á efnisskránni eru sönglög Árna Thorsteinssonar, þýsk söng- ljóð eftir Loewe og Schubert og í seinni hluta tónleikanna verða flutt ýmis brot úr óperum eftir Mozart og Bizet.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.