Morgunblaðið - 07.06.2008, Side 1

Morgunblaðið - 07.06.2008, Side 1
L A U G A R D A G U R 7. J Ú N Í 2 0 0 8 STOFNAÐ 1913 154. tölublað 96. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er FJÓRIR NAGLAR BUBBA  GUÐMUNDUR ÞÓRODDSSON Uppgjör við REI- mál og meirihluta FYRSTU skóflustungurnar að kerskála álvers Norðuráls í Helguvík voru teknar í gær. Svo margir fengu skóflu í hönd að sumir segja langt komið með að taka grunninn. Fjármálaráðherra lá ekki á liði sínu heldur kom þúfu einni langleið- ina út af framkvæmdasvæðinu með hraustlegri sveiflu. Engum sögum fer þó af því hvort stjórn- arformaður Century Aluminium, móðurfélags Norðuráls, fékk á sig mold, en hann lítur undan gusunni á myndinni. Fleiri þyrluðu upp mold- viðri en þrír mótmælendur voru fjarlægðir af samkomunni fyrir ólæti. Það var hins vegar sam- dóma álit stjórnmálamanna og framkvæmda- aðila í Helguvík í gær að álverið verði lyftistöng fyrir atvinnulíf og samfélag á Suðurnesjum. | 8 Fjármálaráðherrann tók óvenju hraustlega á skóflunni Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Fyrstu skóflustungurnar teknar að kerskála álversins í Helguvík Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is FRESTUN byggingar nýja háskóla- sjúkrahússins kemur til álita í tengslum við gerð fjárlaga næsta árs, skv. upplýsingum formanns fjárlaganefndar. Búast má við að tekjur ríkisins, m.a. af veltusköttum, muni minnka umtalsvert á síðari hluta ársins og á því næsta vegna samdráttarins í efnahagslífinu. Útgjöld munu á hinn bóginn aukast vegna ákvarðana rík- isstjórnarinnar í tengslum við kjara- samningana og umsamdar launa- hækkanir. Fjármálaráðuneytið spáir 19,6 milljarða kr. halla á ríkissjóði 2009 og 15 milljarða halla 2010. Vinna við fjárlagagerð fyrir næsta ár er hafin af fullum krafti. Skoða á rækilega hvar tækifæri eru í rík- isrekstrinum til hagræðingar. Ýmis stór verkefni verða einnig skoðuð. ,,Það má vel vera að það séu líka ein- hver önnur verkefni sem hugsanlega þurfi að fresta vegna þess að þau eru ekki komin nógu hratt fram. Þar er ég að tala um háskólasjúkrahúsið,“ segir Gunnar Svavarsson, formaður fjárlaganefndar. Segir hann þetta koma til greina, „miðað við það að verkið er bara ekki nógu langt kom- ið. Það er enn þá á umræðu- og hönnunarstigi,“ svarar hann. Spurð- ur um aðrar stórframkvæmdir, s.s. Sundabraut segir Gunnar að hún sé enn þá í skipulags- og hönnunarfasa „og það er eins með hana eins og há- skólasjúkrahúsið að þetta eru stór verkefni sem taka mjög langan tíma á forstigi. Þar af leiðandi má vel vera að þau komi ekki eins hratt inn og gert var ráð fyrir.“ Fresta nýja spítalanum? Spá minnkandi tekjum og yfir 30 millj- arða halla á ríkissjóði 2009 og 2010 Í HNOTSKURN »Ríkissjóður hefur skilaðsamtals 170 milljarða tekjuafgangi undanfarin fjög- ur ár. »Búast má við viðsnúningiog hallarekstri á næsta og þarnæsta ári. »Skv. frumkostnaðarmatiráðgjafateymis C.F. Möller arkitekta er áætlaður kostn- aður við byggingu nýja há- skólasjúkrahússins sagður vera tæpir 60 milljarðar.  Fréttaskýring | 28 Tillaga um millidómstig  NEFND á vegum dóms- málaráðherra skilar af sér áliti um millidómstig í næstu viku. Allar líkur eru á því að mælt verði með því að nýr, sjálfstæður dómstóll verði settur á fót. Hann verði skip- aður sex dómurum í tveimur deild- um. Kostnaður við dómstólinn ræðst af umfangi hans, en um 90% kostn- aðar er leiga á húsnæði – sem mælt er með að verði í Reykjavík – og svo laun starfsmanna. Ef allt gengur eftir ætti ekki að taka meira en ár frá því að breyting á lögum um meðferð sakamála verð- ur samþykkt á Alþingi þar til dóm- stóllinn tekur til starfa. Helgi Magnús Gunnarsson, for- maður félags ákærenda, fagnar því ef tekið verður upp millidóm- stig. » 16 Morgunblaðið/ÞÖK Alice Walker hefur barist fyrir bættri stöðu kvenna en gleymdi að hugsa um dóttur sína. V.S. Naypaul barði ástkonu sína. Góðir höfundar geta verið vont fólk. Vondir rithöfundar Þórarinn Eldjárn hefur ekki pælt mikið í fyndni en hefur þráð mjög að vera talinn fyndinn. Hann segist líka lúmskari en fallegt megi teljast í viðtali við Þröst Helgason. Þráð að vera talinn fyndinn LESBÓK Arnar Eggert Thoroddsen tónlist- argagnrýnandi á í ástar-haturssam- bandi við Alison Morissette sem hefur sent frá sér nýja plötu. Hann útskýrir hvers vegna. Að elska Alison Morissette Wake me up >> 49 Leikhúsin í landinu Hlutabréf lækka en olíu- verð nær nýjum hæðum  VÍSITÖLUR í kauphöllum í Evr- ópu og Bandaríkjunum lækkuðu mikið í gær eða að jafnaði um 1,5- 3,0%, í kjölfar mikillar hækkunar á verði hráolíu. Verð á olíutunnu hækkaði um heila 11 dollara og fór upp í tæpa 139 dollara. Verðið hef- ur aldrei verið hærra. Lækkun á gengi dollars vegna slæms atvinnu- ástands í Bandaríkjunum hafði áhrif á verðið. Atvinnuleysið jókst úr 5,0% í apríl í 5,5% í maí. » 19 Pappalöggur  LÖGREGLAN í Kanada hefur tekið pappalöggur í sína þjónustu til að hafa hemil á ökuföntum og draga úr umferð- arslysum. „Lögg- urnar“ þykja æði raunverulegar, svo mjög að vörubíl- stjóri í Vancouver gaf sig á tal við eina þar sem hún „stóð“ við fjölfarna götu þar í borg. Kanadamenn eru ekki manna fyrstir til að fara þessa óvenjulegu leið en lögreglan varar ökumenn við því að lifandi lögga geti leynst á bak við pappann.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.