Morgunblaðið - 07.06.2008, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.06.2008, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Atli Vigfússon Aðaldalur | „Við vorum með góða uppskeru síðastliðið haust,“ sagði Bergljót Hallgrímsdóttir leik- skólastjóri í Aðaldal sem var önnum kafin við að sá gulrótum og setja nið- ur kartöflur í beð með börnunum í Barnaborg fyrir skömmu. Allir höfðu auðsjáanlega mikla ánægju af þessari tilbreytingu í skólastarfinu og munu eflaust bíða með eftirvæntingu þar til plönturn- ar fara að koma upp. Það hefur verið venja í skólanum um langt árabil að setja niður á vor- in og fylgja ræktuninni eftir með hirðingu og vökvun. Uppskeran hefur oft verið góð að hausti og hefur orðið af þessu mikill lærdómur þar sem nemendur skól- ans fá mikla fræðslu um umhverf- ismál. Þau vinna ásamt kennurum sínum og leiðbeinendum m.a. að jarðgerð í þar til gerðri tunnu sem þau setja í allar matarleifar og fleira sem til fellur og getur átt heima í tunnunni. Barnaborg fékk nýlega Grænfán- ann í annað sinn og innan skólans er starfandi sérstök umhverfisnefnd sem gerir sérstakar áætlanir um að- gerðir og markmið til umhverf- isbóta í skólanum. Bergljót segir að hver skóli búi við ákveðið sjálfstæði þannig að skólinn geti skapað sér sérstöðu og verið öðruvísi en aðrir á einhverju sviði. Það er ekki bara gaman að setja niður kartöflur og sá gulrótum því það er líka gaman að undirbúa jarð- veginn með börnunum áður en rækt- un hefst. Þá er tekið úr jarðgerð- artunnunni og sett í margar litlar hjólbörur, keyrt í garðinn, dreift og stungið upp en síðan eru búin til beð sem fljótt verða tilbúin fyrir gróð- ursetningu. Áhuginn hefur sann- arlega skilað sér og börnin hafa orð- ið meðvitaðri um það sem skiptir máli í þeirra eigin umhverfi. „Megum við vökva,“ sögðu svo all- ir þegar búið var að setja niður og allir fengu vökvunarkönnur til þess að taka þátt í ræktuninni. „Meg- um við vökva“ Morgunblaðið/Atli Vigfússon Ræktun Krakkarnir Karolína, Hilmar, Eyrún, Máni, Edda og Þráinn hafa öll ánægju af ræktunarstörfunum. Börn víða um land eru að setja niður kartöflur þessa dagana FRÉTTASKÝRING Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is VERÐI yfirvinnubann hjúkrunarfræðinga að veruleika mun ríkja neyðarástand á Landspítalan- um (LSH). Þetta segir Álfheiður Árnadóttir, for- maður hjúkrunarráðs LSH, og undir það taka aðr- ir hjúkrunarfræðingar af ólíkum deildum spítalans. Álfheiður segir ekki annað í stöðunni en að loka þurfi deildum og fækka aðgerðum og verði spítalinn þá rekinn eingöngu fyrir bráðatilfelli. Í apríl sl. voru 1.045 hjúkrunarfræðingar í al- mennum störfum hjá LSH, þ.e. ekki í stjórnunar- störfum, og af þeim var einungis tæpur fimmt- ungur skráður með 100% starfshlutfall. Langflestir, eða rúm 40%, eru með minna en 80% starfshlutfall. Nánast allir hjúkrunarfræðingar taka þó nokkurn fjölda aukavakta í hverjum mán- uði þannig að ljóst er að þeir vinna mun meir en kveður á um í ráðningarsamningi þeirra. Taka aukavaktir af skyldurækni Að sögn Elsu B. Friðfinnsdóttur, formanns Fé- lags íslenskra hjúkrunarfræðinga (FÍH), er með- alstarfshlutfall hjúkrunarfræðinga 77% en þeir séu undir miklum þrýstingi til að taka aukavaktir umfram það sem þeir vilja. Hún segir starfshlut- fall í ráðningarsamningi hvers og eins hjúkrunar- fræðings ekki skipta miklu máli – fólk í 100% vinnu taki jafnmikið af aukavöktum og aðrir. „Fólk tekur þessar aukavaktir vegna þess að það er þrábeðið um það og gerir það þá vegna þess að það veit hvernig ástandið er annars á deildinni ef enginn mætir. Þetta er af skyldurækni og nauð- syn.“ Í fyrra var farið í gegnum starfshlutföll starfs- manna, m.a. hjúkrunarfræðinga, og kom þá í ljós að nokkrir voru skráðir með afar lágt starfshlut- fall, eða undir 50%, en voru komnir í yfir 100% vinnu með aukavöktum. Skv. heimildum blaðsins voru þessir einstaklingar með yfir hálfa milljón í laun. Að sögn Guðrúnar Bjargar Sigurbjörnsdótt- ur, aðstoðarhjúkrunarforstjóra LSH, var talað við þessa einstaklinga, sem greinilega gátu verið skráðir með hærra starfshlutfall en raun bar vitni, og á þetta ekki að vera til staðar í dag. Guðrún Björg segir sumarið vera erfitt tímabil þar sem margir séu í fríi. Meiri yfirvinna sé því unnin á sumrin. Hún telur að manna þurfi 50-60 aukavaktir á hverjum sólahring en Álfheiður segir töluna vel geta farið í 100 yfir sumartímann. Á næstunni munu meðlimir FÍH kjósa um yf- irvinnubannið. Úrslitin verða að öllum líkindum tilkynnt eftir rúmar tvær vikur. Styðji félags- mennirnir bannið mun það taka gildi 10. júlí nema það takist að semja. Neyðarástand verði af yfirvinnubanni Sumar deildir beinlínis háðar því að hjúkrunarfræðingar séu viljugir til að vinna aukavinnu svo unnt sé að sinna bráðaþjónustu, segir Guðrún Björg Sigurbjörnsdóttir aðstoðarhjúkrunarforstjóri LSH   ! "#  $ %&  ' ( $  ) !   +(#2'     LÖGREGLAN hefur tekið til rann- sóknar tvær nýjar kærur sem lagðar hafa verið fram á hendur fyrrver- andi háskólakennara við HR vegna meintra kynferðisbrota gegn börn- um. Kærur á hendur manninum eru alls níu og kom sú síðasta fyrir rúmri viku. Maðurinn hefur sætt gæslu- varðhaldi vegna málsins síðan 11. apríl og rennur gæsluvarðhaldið út 7. júlí. | orsi@mbl.is Níu kærur vegna kyn- ferðisbrota DÓTTIR Fisc- hers, sem hann átti með filipp- seyskri konu, mun brátt hljóta sinn skerf í rúm- lega 240 milljóna króna dánarbúi Fischers. Þetta kemur fram í dagblaðinu Inqui- rer á Filippseyjum. Frestur til að skila inn kröfu í búið rann út 17. maí sl. og er filippseyskur lögfræðingur stúlkunnar vongóður fyrir hönd stúlkunnar. Hún kom í heimsókn til Íslands í september 2005 og segir dagblaðið að hann hafi sent þeim mæðgum pening og hringt reglu- lega. | andresth@mbl.is 240 millj. fyrir Fischer Bobby Fischer
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.