Morgunblaðið - 07.06.2008, Side 9

Morgunblaðið - 07.06.2008, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2008 9 FRÉTTIR LAGERSALA OUTLET LAUGAVEGI 51 STÆRÐIR 42-54 Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 Sparifatnaður fyrir útskriftir og brúðkaup Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Opið virka daga 10.00-18.00 Laugard. Bæjarlind 10.00-16.00 og Eddufell 10.00-14.00 HVÍTAR GALLABUXUR str. 36-56 Laugavegi 44 • Sími 561 4000 www.diza.is Diza m bl 1 01 36 41 FLOTTIR BOLIR Sundfatnaður Sundskór, töskur og fylgihlutir 10% afsl. af öllum vörum í dag Laugavegi 82, á horni Barónsstígs sími 551 4473 AFDRÁTTARLAUSA túlkun á að- stæðum mætti kalla það er skrif- stofumaður úr Reykjavík hringdi í sýsluskrifstofuna á Selfossi rétt eft- ir stórskjálftann á fimmtudag til að spyrja um pappíra sem hann vant- aði. Var honum tjáð að skrifstofan væri lokuð. Spurði hann þá hvers vegna væri lokað og var tjáð að ákveðnum Suðurlandsskjálfta væri víst um að kenna. Svaraði hann þá strax að þeir í Reykjavík hefðu líka fundið fyrir skjálftanum en ekki lokað skrifstofunni! Hillurnar héldu velli Í bókasafninu á Selfossi eru sér- hannaðar „jarðskjálfta“-hillur sem héldu velli að loknum látunum – þótt á köflum hefðu þær sveiflast eins og sauðdrukknar væru. Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is KAFLASKIL verða í starfsemi þjónustumiðstöðva vegna Suður- landsjarðskjálftanna eftir helgi þegar þjónustumiðstöðin í Aust- urmörk 7 í Hveragerði verður flutt yfir í Tryggvaskála á Sel- fossi. Miðstöðin í Hveragerði verð- ur opin frá 13-16 í dag, laugardag, og á morgun, sunnudag, en upp frá því verður dregið úr starfsem- inni og látið nægja að hafa vakt í stöðinni. Full starfsemi verður hins vegar á Selfossi. Þjónustumiðstöðvarnar voru opnaðar laugardaginn 31. maí, tveim dögum eftir skjálftana, og starfsmenn þeirra hafa tekið á móti 340 erindum. Þetta var upp- lýst á blaðamannafundi sveitarfé- laganna og þjónustumiðstöðvar á skjálftasvæðunum í gær. Hefur heldur dregið úr fjölda heimsókna í þjónustumiðstöðvunum. Þjón- ustan verður hins vegar í boði langt fram eftir árinu eða svo lengi sem þörf er fyrir hana Ólafur Örn Haraldsson, verk- efnisstjóri þjónustumiðstöðvanna, sagði á fundinum að höfuðáhersla væri lögð á andlega velferð fólks á skjálftasvæðunum. „Það er að koma til starfa fagfólk frá heil- brigðiskerfinu, bæði héðan af Suð- urlandi og Landlækni og Land- spítalanum,“ sagði hann. „Þetta fagfólk mun veita alhliða áfalla- hjálp og sértæka hjálp með áherslu á börn, fólk af erlendum uppruna, eldra fólk og ýmsa aðra hópa.“ Ólafur Örn sagði húsnæðismál mjög aðkallandi og brýnt væri að finna húsnæði handa þeim sem ekki treysta sér til að búa í húsum sínum, eða þeim sem misstu hús- næði sitt í skjálftunum. Sveit- arstjórar á fundinum upplýstu að 10-11 hús væru í sérstakri skoðun í Ölfusi, þar af væru sum óíbúð- arhæf. Unnið væri að því að finna húsnæði handa viðkomandi tjón- þolum. Í Árborg eru 8 hús óíbúð- arhæf og sagði Ragnheiður Her- geirsdóttir, bæjarstjóri Árborgar, að því fólki færi fjölgandi sem treysti sér ekki til að vera heima. „Það hefur gengið vel að útvega húsnæði og allir sem þess hafa óskað eru ýmist komnir í húsnæði eða komast í það fyrir helgina,“ benti hún á. Auglýsa eftir leiguhúsnæði Í Hveragerði eru þrjú hús óíbúðarhæf og líkt og í Árborg fjölgar þeim íbúum sem ekki treysta sér til að vera heima. „Og það þarf auðvitað að bregðast við því,“ sagði Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri. Sveitarfélög á svæð- inu munu auglýsa í sameiningu eftir leiguhúsnæði og sagði Aldís enga vanþörf á því á næstu vikum. Eftirskjálftavirknin á svæðinu er ekki búin, upplýsti Steinunn Jakobsdóttir jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Við erum að enn að mæla 10-20 skjálfta á klukkustund en síðustu daga hefur aðeins einn skjálfti náð þremur stigum á Richter,“ sagði hún. Ekki hefði sést aukin virkni aust- an Geitafells, þar sem kannski hefði mátt búast við svipuðum skjálfta. Ólafur Helgi Kjartansson sýslu- maður á Selfossi lagði áherslu á að mikil vinna væri framundan og mikilvægt væri að fólk leitaði eftir aðstoð ef það teldi þess þörf. Velferð fólks ofar öllu Morgunblaðið/G.Rúnar Mildi Börnum, fólki af erlendum uppruna og eldra fólki verður hjálpað sérstaklega, segir Ólafur Örn Haraldsson. Mikil vinna er framundan hjá Sunnlendingum eftir jarð- skjálftana en höfuðáhersla er lögð á andlega velferð fólks Í HNOTSKURN »Þjónustumiðstöð vegnajarðskjálftanna verður í Tryggvaskála á Selfossi frá og með mánudeginum en starf- semi stöðvarinnar í Hvera- gerði verður lokað á sama tíma og aðeins höfð vakt þar. »Um helgina verður þjón-ustumiðstöðin í Hvera- gerði opin frá 13-16 báða dag- ana. Um 340 erindi hafa borist þjónustumiðstöðvunum frá 31. maí. Fundu líka fyrir skjálftanum en lokuðu ekki! HÁTT í sjötíu tonn af íslensku og norsku hvalkjöti sem ætluð voru til dreifingar á Japansmarkaði liggja enn óafgreidd í fyrsti í Japan, að því er japanskir embættismenn fullyrða. „Japönskum stjórnvöldum barst engin umsókn um innflutningsleyfi,“ sagði japanski diplómatinn Hitoshi Kawahara, aðspurður um málið. Hvalveiðisinnar fögnuðu innflutn- inginum til Japans, enda áratugur liðinn frá því ríkin tvö áttu síðast við- skipti með hvalkjöt. „Þetta er bara brella. Þeir eru að reyna að þvinga þessu kjöti upp á japanskan almenning. Þar er enginn nýr markaður,“ sagði Frode Pleym, talsmaður Grænfriðunga, í samtali við Reuters-fréttastofuna. Á sama tíma færði fræðimað- urinn Anthony Bergin rök fyrir því í dagblaðinu The Sydney Morning Herald, að einörð and- staða Ástrala við hvalveiðar kynni að hafa fest stefnu Japana í sessi. Japönsk stjórnvöld væru undir þrýstingi frá almenningi og stjórn- sýslunni um að halda áfram veiðum, nú þegar Kevin Rudd, forsætisráð- herra Ástralíu, hygðist taka málið upp í opinberri heimsókn sinni til Japans sem hefst á morgun. Íslenska hvalkjötið ennþá í frystinum Hátt í 70 tonn bíða afgreiðslu í Japan Hnúfubakur í Eyjafirði Á umræðufundi Starfsgreinasam- bands Íslands nýlega komu fram áhyggjur af vaxandi ofbeldi í starfs- umhverfi öryggis- og dyravarða. Talið var að efla þyrfti samstarf að- ila sem koma að öryggisvörslu og mikilvægt væri að gera áhættumat fyrir þessi störf á hverjum stað fyr- ir sig. Þá var einnig talað um að efla þyrfti menntun starfsfólks. Dyravörður sem Morgunblaðið ræddi við sagðist telja að ofbeldi hefði aldrei beinst gegn dyravörð- um sem slíkum, heldur væri fyrst og fremst um að ræða tilvik þar sem slegið væri að dyraverði þegar hann stöðvaði átök. „Ef viðbragðs- sveit lögreglu heldur áfram að vera eins og hefur verið er nóg fyrir okkur að halda manninum,“ sagði dyravörðurinn og gaf lítið fyrir hugmyndir um aukinn varnarbún- að. Um 30 aðilar frá ýmsum fag- félögum sóttu fundinn. Í Reykjavík einni starfa um 250 dyraverðir um helgar og um 400 öryggisverðir eru á landinu öllu. Áhyggjur af öryggis- og dyravörðum www.sjofnhar.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.