Morgunblaðið - 07.06.2008, Síða 23

Morgunblaðið - 07.06.2008, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2008 23 www.fi.is, fi@fi.is, sími 568-2533 M bl 1 01 30 89 Skráð u þig inn - drífð u þig út Nýir félagsmenn velkomnir í FÍ. Árgjaldið er kr. 4.900. Félagsmenn fá glæsilega árbók, afslátt í ferðir og skála, og afslátt í fjölda verslana. Félagsmenn í Ferðafélagi Íslands, munið eftir árgjaldinu! - kemur þér við Einar K. Guðfinnsson til bjargar bændum Fara aldrei oftar byssu- lausir á bjarnarslóðir Lætur morðhótanir ekki stöðva sig Nærmynd af Maríu Sig- rúnu sjónvarpskonu Pétur Örn er rólyndis- maður á náttbuxum Íslenskt teknó þykir aðal á Myspace Hvað ætlar þú að lesa í dag? að allir starfsmenn REI séu með starfstilboð annars staðar frá en þeir hafa samt kosið að vinna áfram hjá fyrirtækinu vegna þess að þeim þykir vænt um verkefnin sem þeir vinna að. Megnið af líftíma fyrirtækisins hefur það verið í ólgusjó en á sama tíma er fyrirtækið að þróa verkefni eins og á Djibouti, Indónesíu og Filippseyjum. Þetta eru verkefni sem eru það hátt metin að sjóðir, eins og IFC, sem er hluti af Alþjóðabankanum, eru til- búnir að koma inn í verkefnin strax frá byrjun. Í Djibouti er verið að fara inn í eitt fátækasta land heims, þar sem með- altekjur eru tveir dollarar á dag. Við erum að bjóðast til að gjörbreyta stöðu þjóðfélagsins með því að lækka framleiðslukostnað raforku verulega og tryggja nægt framboð. Íbúarnir binda miklar vonir við að loksins séu komnir einhverjir sem vilji gera eitt- hvað í raun og veru. Þetta er límið sem heldur hópnum saman og gerir að verkum að hann hefur ekki yf- irgefið fyrirtækið, þótt ekki hafi verið gaman að vinna við þær erfiðu kring- umstæður sem hafa verið síðustu mánuði. Við óttumst líka að orðspor Íslands á jarðhitamarkaði muni bíða verulegan skaða ef við hlaupum frá verkefninu án þess að fyrir því séu sæmilegar ástæður. En verkefnið er í gangi og verður vonandi að veru- leika.“ Sérstakur tími Hvaða lærdóm má draga af REI- málinu? „Ég held að saman komi í REI- málinu margir þættir sem gera það mjög sérstakt. Pólitíkin í Reykjavík var erfið og samband stjórnenda Orkuveitunnar og meirihluta borg- arstjórnar varð stirt eftir að þeir höfðu gagnrýnt okkur mjög lengi og hart. Það var ekki búið að jafna þann ágreining. Almenningur var orðinn þreyttur á sögum um einkaþotuferðir og veisluhöld auðmanna. Sameining REI – GGE var sett í þetta sam- hengi. Það var sérstakur tími í þjóð- félaginu og borgarstjórn sem gerði að verkum að REI-málið var blásið upp. Ég er viss um að viðbrögðin yrðu ekki þau sömu í dag. Við sjáum at- vinnuleysi handan við hornið og frétt- ir af fjöldauppsögnum birtast svo að segja á hverjum degi. Fólk er farið að átta sig á því að hlutirnir koma ekki af sjálfu sér, það þarf að hafa fyrir þeim. REI-málið varð vegna þess að þjóðin var tilbúin í uppgjör, ekki bara menn innan borgarstjórnar, heldur einnig almenningur sem var ósáttur við ríkidæmið og misskiptinguna sem virtist blasa við.“ Hvenær kemur í ljós hvað þú ætlar að gera? „Þegar ég hef tekið ákvörðun. Í augnablikinu er ekki ákveðið hvað ég geri. Tækifærin bíða og ég mun grípa eitthvert þeirra.“ Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson „Þá var eins og fólki í þjóðfélaginu brygði, það sagði þetta vera svo óréttlátt, þarna væru augljóslega á ferð menn sem ætluðu sjálfum sér mikinn gróða og væru í blekking- arleik. Ef okkur hefði ekki gengið svona vel, ef við hefðum verið að berjast fyrir hugmyndinni í hálft ár, þá hefði fólki ekki fundist stór- hneyksli vera á ferðinni. Ég held að við höfum fyrst og fremst verið fórnarlömb eigin velgengni.“ Fórnarlömb eigin velgengni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.