Morgunblaðið - 07.06.2008, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 07.06.2008, Blaðsíða 48
Eftir Ásgeir H Ingólfsson asgeirhi@mbl.is Afríka United – Áhugafótboltamenn frá Marokkó, Nígeríu, Kólumbíu, Serbíu, Kósóvó og Gambíu stofna nýja Afríku á Íslandi og senda lið í 3. deildina með speki þjálfarans glymjandi í eyrunum: „We’re not having fun, we’re playing football!“ Strákarnir okkar – Stjarna KR- liðsins kemur út úr skápnum og missir við það skápinn í búnings- klefanum en verður þess í stað stjarnan í nýstofnuðu hommaliði. Leikstjórinn Róbert Douglas hafði áður komið að íslenskri fótbolta- menningu í Íslenska draumnum. Fever Pitch – Colin Firth leikur bíósjálf rithöfundarins Nick Hornby sem kynnist loksins konu sem veitir Lundúnaliðinu Arsenal einhverja samkeppni um þráhyggju hans. Samnefnd bandarísk end- urgerð er vitaskuld helgispjöll enda búið að skipta um íþrótt. Bend It Like Beckham – Myndin sem kom Keiru Knightley á kortið. Þó er stjarna myndarinnar ótvírætt hin indverskættaða Parminder Nagra sem berst við indverska sem og breska feðraveldið til þess að fá að sparka í bolta – en því miður virðist barátta indverskættaðra leikkvenna til þess að komast að í Hollywood ekki síður erfið en bar- átta þeirra fyrir að fá að sparka í bolta. Offside – Íran er að spila við Bahrain í undankeppni HM og nokkrar stúlkur vilja endilega sjá leikinn – en konum er bannaður að- gangur og því dressa þær sig upp í karlmannsgervi og reyna að smygla sér inn á völlinn. En lögreglan kemst í málið og úr verður há- pólitísk gamanmynd. Gregory’s Girl – Gregory er aðal- framherjinn í fótboltaliði skólans síns – þangað til Dorothy tekur stöðuna hans og hann er sendur í markið. En vitaskuld blómstrar ást- in á milli nýja og gamla sentersins. The Football Factory og Green Street Hooligans fjalla báðar um hvimleiðasta fylgifisk fótboltans, fótboltabullurnar. Sumsé nóg af slagsmálum en lítið um fótbolta. Kicking & Screaming – Uppburða- lítill lúser (Will Ferrell) er fenginn til þess að þjálfa lélegasta krakka- liðið í fylkinu. Söguþráður óteljandi bandarískra bíómynda – en hér loksins er íþróttin fótbolti. Jesse Dylan, sonur Bob, leikstýrir. Goal! – Fótboltamelódrama í þrem- Írönsk rangstöðutaktík Listin og fótboltinn – EM 2008 Kvenréttindi, heimsstyrjaldir, samkynhneigð, bardagaíþróttir og innflytjendur – allt tengist þetta fótbolta með mismunandi hætti í neðangreindum bíómyndum Svitadropi Zidane kastar mæðinni. Umkringdur 3. deildin er bara byrj- unin hjá liðsmönnum Afríku. ur hlutum þar sem rakin er hin klassíska saga bláfátæka stráksins frá Rómönsku Ameríku sem er góður í fótbolta og nær við illan leik að komast að hjá evrópsku stórliðunum. Þriðja myndin verður frumsýnd á næsta ári. Shaolin Soccer – Það er merkilegt að engum skuli hafa dottið í hug að sameina austrænar bardagaíþróttir og fótbolta fyrr en í þessari mynd – að undanskildum Eric Cantona, vitaskuld. Escape to Victory – Nokkrir stríðs- fangar ákveða að nota leik við úr- valslið nasistanna til þess að flýja. Sjaldan hafa jafnmiklir úrvalsleik- arar (Michael Caine og Max von Sydow) mætt jafnmiklum úrvals- fótboltamönnum (Pelé, Osvaldo Ar- dilles, Bobby Moore og Paul van Himst). Hvað Sylvester Stallone er að gera í þessum félagsskap er óljóst. Joyeux Nöel – Á aðfangadag árið 1914 héldu franskir, þýskir og skoskir hermenn upp á jólin með því að semja tímabundinn frið, klifra upp úr skotgröfunum og spila fótbolta. Svona ætti auðvitað að leysa öll stríð. Zidane: Svipmynd af 21. öldinni – Hverri hreyfingu meistarans fylgt eftir í 90 mínútur, já eða þangað til rauða spjaldið fer á loft … When Saturday Comes – Sean Bean er líkast til frægasti stuðn- ingsmaður Sheffield United – og hér fær hann að lifa drauminn með því að klæðast treyjunni í þessari sögu um bæjarrónann sem kemst á samning. In the Hands of the Gods – Heim- ildarmynd um fimm breska sirk- usfótboltamenn sem nota knatt- tæknina til þess að safna fyrir ferð til Buenos Aires til þess að hitta goðið sjálft, Diego Armando Mara- dona, og taka í hönd Guðs. 48 LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ „HANN er að koma,“ segir Guð- bjartur Finnbjörnsson tónleikahald- ari en tvísýnt var um komu tónlistar- mannsins í kjölfar dræmrar miðasölu. En hvað varð til þess að Paul Simon ákvað að koma? „Góða veðrið,“ segir Guðbjartur og hlær. „Nei, ég segi svona. Það náðist að semja við alla aðila sem koma að þessum tónleikum, svo að segja upp á nýtt. Menn vissu að tón- leikarnir stóðu höllum fæti en voru engu að síður ákveðnir í að halda áfram og halda tónleikana. “ segir Guðbjartur og hvetur alla Íslend- inga til að tryggja sér miða á tón- leikana sem hann segir að verði án efa flottustu tónleikar ársins. „Paul Simon sjálfur var ólmur í að koma hingað og spila og tveimur dögum áður en tónleikarnir fara fram er von á honum og hópnum og þá verður strax ráðist í að undirbúa og æfa fyrir tónleikana,“ segir Guð- bjartur svo upprifinn að blaðamaður stenst ekki freistinguna og spyr hann hvort næstu stórtónleikar séu jafnvel þegar komnir á kortið. „Nei,“ svarar Guðbjartur og hlær lítið eitt. „Ekki eins og stendur. Ég ætla að klára þetta og gera það vel svo allir geti gengið frá þessum tón- leikum sáttir. Síðan sjáum við bara til.“ hoskuldur@mbl.is Paul Simon kemur Reuters Meistari Paul Simon mun flytja alla sína stærstu smelli frá ferli sem verður að teljast mjög gifturíkur. Tónleikar Paul Simon fara fram í Laugardalshöll þriðjudaginn 1. júlí. Miðasala fer fram á midi.is, í Skífu- verslunum í Reykjavík og BT úti á landi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.