Morgunblaðið - 07.06.2008, Síða 51

Morgunblaðið - 07.06.2008, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2008 51 Á FIMMTUDAG var hin árlega menningarhátið Grand Rokk sett með viðhöfn, en hátíðin stendur til sunnudags. Í dag, laugardag hefst dagskrá menningarhátíðar kl. 12 með tón- leikum South River Band úti í garð- inum við Grand Rokk sem kallaður er Grand Rock Square. Leikfélagið Peðið frumsýnir Skeifu Ingibjargar kl. 15 og Sól- mundur, uppistandari Íslands fer með gamanmál kl. 18. Loks munu Vinir mannsins og félagar halda tón- leika ásamt félögum kl. 22. Á sunnudag ætla Gæðablóðin að slá á létta strengi kl. 14 og kl. 16 hefst uppboð á listaverkum sem unnin hafa verið á rokkstaðnum góða á meðan menningarhátíðin hef- ur staðið yfir. Verða einnig boðnar upp bækur frá Bókabúð Braga Kristjánssonar. Hátíðinni lýkur með bravör kl. 18. Menningarhátíð á Grand Rokk Morgunblaiðið/Svanhildur Eirksd Grandvarir Hljómsveitin South River Band treður upp í portinu í dag BRESKI leikstjórinn Guy Ritchie er með mynd um spæjarann Sherlock Holmes í bígerð. Ritchie mun bæði leikstýra og skrifa handrit myndarinnar sem byggð verður á nýrri teiknimynda- sögu eftir Lionel Wigram. Leikstjórinn, sem er eiginmaður Madonnu, er sagður ætla að beina spjótum sínum að „hæfi- leikum spæjarans í hnefaleikum og skylmingum“ og reyna þannig að sýna Holmes í öðru ljósi en áður hefur verið gert. Sherlock Holmes er skráður í Heimsmetabók Guinness sem sú persóna sem oftast hefur verið leikin á hvíta tjaldinu en alls hafa 70 leikarar túlkað kappann í rúmlega 200 kvikmyndum. Reuters Hjónakorn Ritchie og Madonna. Gerir mynd um Sherlock Holmes

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.