Úti - 15.12.1933, Side 32

Úti - 15.12.1933, Side 32
30 ÚTI yrði form. fjel., en með honum ynnu, að stjórn þess, þáverandi sveitaf., en það voru þeir Hindrik W, Ágústsson (er tók við 1. sv. er Sigurður bróðir lians fór ut- an 1926), Jón Oddgeir foringi 2. sv. og Jón Þórðarson foringi 3. sv. Þetta var í fyrsta sinni i æfi fjelagsins að slík stjórn var mynduð. Síðan hefir svipað fyrir- komulag verið haft á stjórn fjel. og á- valt gefist vel. Stjórn þessi samdi nokkru síðar reglu- gerð fyrir fjelagið, sem um haustið var prentuð í bæklingi, þar sem einnig birtist ágrip af sögu fjelagsins. Reglugerð þessi er ennþá notuð. Hingað til höfðu Vær- ingjar einkum stundað ferðalög og úti- legur á sumruin, en þennan vetur vakn- að mikill áhugi hjá fjelagsmönnum á því að nota veturna meira en verið hafði, til ferðalaga og þá einkum til skíða- ferða en einnig göngu og sleðaferða. Margar slíkar ferðir voru farnar þennan vetur og hefir ávalt veið svo siðan, að Væringjar hafa notað hvert færi, sem gefst á veturna til að komast á skíði. 1. sumardag 1927 voru þessir drengir út- nefndir til flokksf.: Ólafur S. Nielsen, Fr. Bertelsen, Tryggvi Kristjánsson og Jean Claesen. llið fyrsta foreldramót, sem haldið liefir verið, hjeldu Væringjar í ágústmán- uði þetta ár, við skálann í Lækjarbotn- um. Sýndu þeir gestunum ýmsar skáta- iþróttir og veittu þeim kaffi. Mótið fór hið besta fram. I byrjun ársins 1928, var eins og venjulega haldin sameiginl. skemtun af skátafjel. bæjarins. Síðan að skátafjel. „Ernir“ voru stofnaðir 1924, hefir það verið föst venja að skátafjel. (einnig kvenskátarnir) hafa lialdið sameigin- legar skemmtanir fyrir skáta og gesti þeirra i samkomuhúsinu Iðnó í byrjun hvers árs. 1. sumardag 1928 ^oru 15 ár liðin frá .4. t7. Tuliniiis gefur Væringjum skjöld á fána sinn 1. sumardag 1928. stofnun Væringjafjel. Þann dag lijeldu Væringjarnir mikla útisamkomu í garðin- um við Hljómskálann. Við það tækifæri gaf skátahöfðinginn A. V. Tulinius silfur- skjöld á fánastöng fjelagsins. Form. fjel. D. Sch. Thorsteinsson þakkaði gjöfina með ræðu. Eftir það var gengið fylktu liði um götur bæjarins. Þ. 23. apríl var afmæli fjelagsins en minst með því að lialdin var samkoma í Iðnó. Þangað var hoðið stofnendum fjel. og fleirum. Skemtiatriði voru mörg: sýningar, hljóð- færasláttur og fl. Á þessai samkomu af- henti A. V. Tulinius f. h. B. í. S. hr. D. Sc. Thorsteinsson æðsta heiðursmerki skáta silfurúlfinn — fyrir mörg og merkileg störf í þágu skátafjelagsskap- arins. Sjera Friðrik, stofnandi fjel. gat því miður ekki komið á þennan fund, en svohljóðandi skeyti barst frá honum (sem lesið var upp á fundinum). „Óska til hamingju með 15 árin. I dag er afmælið eftir mánaðardegi. Heill og hamingja á komandi árum. Gott starf, góðan árangur, Guðs blessun.“ Alt þetta ár var starfað af kappi bæði flokksæfingar, sameiginl. æfingar í leik- fimissal barnaskólans og ferðalög. Sjer- staklega var mikið unnið þetta ár við jarðrækt, á landareign fjelagsins, í Lækj- arbotnum. T. d. var megnið af landinu

x

Úti

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.