Skessuhorn


Skessuhorn - 22.04.2015, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 22.04.2015, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 2015 Þrátt fyrir miður góða veðurspá næstu dag- ana geta landsmenn huggað sig við að gömul þjóðtrú segir að ef vetur og sum- ar frjósa saman boði það gott sumar. Út- lit er fyrir að það gerist að þessu sinni og slær það á hrakspár undanfarið að sumar- ið verði kalt. Þrátt fyrir að sumardagurinn fyrsti sé á morgun fimmtudag er vetrarveður í kort- unum næstu dagana. Í stuttu máli er spáð norðan stinningskalda fram á mánudag, með éljum eða snjókomu fyrir norðan og austan en yfirleitt björtu veðri en köldu á sunnanverðu landinu. Hitastig verður víða aðeins undir frostmarkinu. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns í tilefni kjarasamningagerðar og yfirvofandi verkfalla, „hver ættu lágmarkslaun að vera?“ Allmargir svarmöguleikar með tölum voru gefnir. Flestir eða 25% svarenda sögðu að þau ættu að vera 350 þúsund, næstflestir eða 22,42% merktu við 300 þúsund kr. Við 400 þúsund krónurnar merktu 14,52% svar- enda og við 325 þúsund 13,55%. 425 þús- und eða hærri laun var svar 10% en aðrar tölur um mánaðarlaun fengu mun minna eða 5% og þar undir. Í þessari viku er spurt: Hvernig sumri spáir þú? Skessuhorn styður að lágmarkslaun í land- inu verði svo fljótt sem auðið er 300 þúsund krónur. Þeir sem setja þá kröfu á oddinn, að hækka lægstu launin svo að það megi verða, eru Vestlendingar vikunnar. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Krefjast allra gagna um Laugafisk AKRANES: Lögmanna- stofan Lögmenn Höfða- bakka í Reykjavík hefur sent Akraneskaupstað bréf þar sem beðið er um að fá afhent öll gögn sem varða starf- semi Laugafisks í bænum og Akraneskaupstaður hefur undir höndum. Lögmenn- irnir starfa fyrir hóp íbúa á Akranesi sem hafa falið þeim að gæta hagsmuna sinna varðandi fyrirhugaða stækk- un Laugafisks og endurnýj- un starfsleyfis fyrirtækisins í bænum. Þeir vilja fá í sínar hendur öll gögn sem varða fiskþurrkunarstarfsemi HB Granda og Laugafisks, fyr- irhugaða stækkun, kvartanir íbúa á Akranesi vegna lyktar, mælingar á mengun, vökt- un og viðbrögð við athugs- emdum íbúa. Gildir þá einu í hvaða formi gögnin eru, hvort um er að ræða fund- arbeiðnir, fundarboð, dag- skrár, fundargerðir, minn- isblöð, minnispunkta, glær- ur, ræður, samantektir, bréf, tölvupósta, upptökur eða hvaðeina sem varðar mál- ið. Þessi beiðni er sett fram með tilvísun í upplýsinga- lög og lög um upplýsingarétt um umhverfismál. Gögnin óskast send á skrifstofu lög- mannanna í Reykjavík innan lögbundins frests. Bæjarráð Akraness hefur falið bæjar- stjóra að svara erindinu. -mþh Rafmagnsleysi vegna vörubíls BORGARFJ: Ökumaður vörubíls var að sturta möl af palli bifreiðar sinnar við bæ- inn Refsstaði í Hálsasveit í vikunni þegar pallurinn rakst upp í rafmagnslínur og leiddi straum til jarðar í gegnum bílinn. Dekkin sprungu en ekki er vitað um frekara tjón á bílnum og talið að raflín- an hafi sloppið við skemmd- ir. Ökumanninn sakaði ekki en honum var að sjálfsögðu nokkuð brugðið. Við atvikið sló rafmagninu út í sveitinni um tíma og þurfti að kalla til viðgerðarflokk frá Rarik til að koma straumi á að nýju. –þá Sóttu örmagna konur í Glymsgil HVALFJÖRÐUR: Félagar í Björgunarfélagi Akraness sóttu á laugardagskvöldið tvær göngukonur sem orðið höfðu örmagna í sjálfheldu í Glymsgili innst í Hvalfirði. Göngufélagi kvennanna hringdi í Neyðarlínuna og óskaði eftir aðstoð. Í fyrstu var talið að verkefnið krefð- ist töluverðrar línuvinnu og voru því kallaðar út fleiri björgunarsveitir af Vestur- landi. Fljótlega kom þó í ljós að ekki var þörf á slíkum við- brögðum og var því frekari aðstoð afturkölluð. Björg- unarsveitamenn af Akranesi fylgdu konunum niður úr gilinu. Reyndust þær heilar á húfi en voru orðnar nokkuð kaldar og skelkaðar. -mm Lóðarsamningur, lóðarleigusamning- ur og hafnasamningur við bandaríska fyrirtækið Silicor Materials vegna fyrirhugaðrar sólarkísilverksmiðju á Grundartanga hefur verið lögð fyrir stjórn Faxaflóa. Hún hefur samþykkt samningana og veitt Gísla Gíslasyni hafnarstjóra heimild til að undirrita þá. Undirritun samninganna fer fram í Hafnarhúsinu í Reykjavík klukkan 10 í dag, miðvikudag. „Þetta er ekki alveg komið í land og nú fer að fær- ast meiri alvara í málin. Samningar milli Faxaflóahafna og Silicor Materi- als eru komnir í endanlega mynd en verða þó undirritaðir nú með þeim fyrirvörum að Silicor Materials ljúki við fjármögnun og aðra samninga. Fyrirtækið er komið vel áleiðis með alla þá vinnu. Við vonum að tíminn sem fer í að ganga frá þeim lausu end- um verði sem stystur og þá er þetta í höfn,“ segir Gísli Gíslason hafnar- stjóri Faxaflóahafna við Skessuhorn. Gísli segir að fyrirvarar Faxaflóa- hafna þýði að menn halda að sér hönd- um í öllum framkvæmdum til að búa í haginn fyrir verksmiðju Silicor Ma- terials þar til allt er klárt. „Ég myndi segja nú að útlitið til að það verði af byggingu sólarkísilverksmiðjunnar á Grundartanga sé alveg bærilegt. Það eru allavega betri horfur á þessu verk- efni heldur en komandi sumri miðað við það sem veðurfræðingar hafa sagt okkur,“ segir Gísli hress í bragði. mþh Faxaflóahafnir semja við Silicor Materials Síðasti áfangi í undirbúningi að verksmiðju Silicor Materials á Grundartanga vannst þegar fulltrúar bandaríska fyrirtækisins undirrituðu samninga um kaup á tækjabúnaði frá þýska iðnrisanum SMS Siemag 24. mars síðastliðinn. Siglingar ferjunnar Baldurs um Breiðafjörð voru felldar niður frá mánudeginum 20. til og með mið- vikudagsins 22. apríl, það er í dag. Ástæðan er sú að gera þurfti breyt- ingar og endurbætur á brúnni sem notuð er til að aka bílum um borð í skipið þegar það er í Stykkishólmi. Siglingar Baldurs eiga að hefjast á ný á morgun, fimmtudaginn 23. apríl, sem jafnframt er fyrsti sumar- dagur. Þá verður sem fyrr siglt sam- kvæmt áætlun. Meðal annarra vorverka í útgerð Baldurs áður en sumarvertíð hefst í ferðaþjónustunni, er að nú verða allir gúmmíbjörgunarbátar skipsins yfirfarðir í svokallaðri tíu ára skoð- un. Það er mikið verk því skipið hef- ur slíka báta fyrir 600 manns í það heila. „Það eru björgunarbátar fyr- ir 300 persónur á hverri síðu skips- ins. Hver bátur er mjög stór eða um hundrað fermetrar að flatarmáli þeg- ar hann liggur útblásinn. Við skoð- un eru bátarnir opnaðir og farið yfir búnað þeirra. Þetta verður að gera innandyra en það er ekkert hús nógu stórt á Íslandi á lausu nema norður á Akureyri. Björgunarbátarnir verða fluttir þangað. Síðan koma sérfræð- ingar frá Evrópu og vinna verkið,“ sagði Sigmar Logi Steingrímsson stýrimaður hjá Sæferðum í samtali við Skessuhorn í síðustu viku. Hann var þá að störfum í Stykkishólms- höfn við að festa og hagræða björg- unarbátum um borð í Særúnu. Það er skemmtisiglingaskip Sæferða sem fer með ferðamenn um eyjasvæðið við innanverðan Breiðafjörð. „Við höfum siglt einu sinni á dag nú í vet- ur. Nú í maí verður svo farið fjórum sinnum daglega.“ mþh Stuttu hléi á siglingum Baldurs lýkur á morgun Baldur við bryggju í Stykkishólmi. Særún við bryggju í Hólminum í síðustu viku þar sem krani var fenginn til að hífa björgunarbátana til og frá. Ásreikningur sveitarfélagsins Borg- arbyggðar var kynntur á fundi byggðarráðs fimmtudaginn 9. apríl síðastliðinn og tekinn til fyrri um- ræðu í sveitarstjórn í gær þriðjudag- inn 21. apríl. Rekstrarniðurstaða A og B hluta er samkvæmt ársreikn- ingi neikvæð um 103,9 milljónir króna. Það er mun verri niðurstaða er gert var ráð fyrir í fjárhagsáætl- un en þar var áætluð rúmlega millj- ón króna í tap. Rekstrartekjur sveit- arfélagins á árinu voru rúmir þrír milljarðar króna, þar af námu rek- startekjur A hluta 2,752 milljarð- ar. Eigið fé sveitarfélagsins á árs- lok var 1,7 milljarðar króna sam- kvæmt efnahagsreikningi en eigið fé A hluta var meira eða 1,8 millj- arðar. Handbært fé frá rekstri í A og B hluta var í lok síðasta árs 69,4 milljónir en var 79,4 milljónir í loks árs 2013. Handbært fé frá A hluta var í lok árs 2014, 14,8 milljónir. Varanlegar eignir sveitarfélagsins voru metnar 6,2 milljarðar á árslok 2014 en voru bókfærðir 5,8 millj- arðar í lok árs 2013. Samtals var eigið fé og skuldir sveitarfélagins í lok síðasta árs 6,588 milljarðar en voru 6,085 milljarðar í árslok 2013. Þar af höfðu langtímaskuldir við lánastofnanir aukist um rúmar 160 milljónir milli ára. Fjármuna- og fjármagnsgjöld voru neikvæð um 212 milljónir sem var þó minna en áætlun með viðaukum gerði ráð fyrir, en þar var áætlað 251 millj- ónar króna tap á fjármagnsliðum. Ljóst er að staða sveitarsjóðs Borg- arbyggðar hefur verið að þyngjast síðustu ár, til dæmis ef litið er til næsta árs afborgana landtímaskulda sem voru á síðasta ári 318 milljón- ir króna eða rúmum 104 milljónum hærri en árið á undan. Samkvæmt niðurstöðu ársreiknings Borgar- byggðar fyrir árið 2014 er skulda- viðmið sveitarfélagsins 127% og því innan við 150% viðmið sam- kvæmt skuldareglu sveitarstjórnar- laga. Fundað með eftirlitsnefnd Síðastliðinn föstudag mættu full- trúar frá Borgarbyggð á fund eft- irlitsnefndar með fjármálum sveit- arfélaga, EFS. Fundurinn var hald- inn í húsakynnum Innanríkisráðu- neytisins. Frá Borgarbyggð voru á fundinum Björn Bjarki Þorsteins- son, Guðveig Eyglóardóttir, Geir- laug Jóhannsdóttir og Kolfinna Jóhannesdóttir. Með í för full- trúa Borgarbyggðar var fulltrúi frá KPMG. Í upphafi fundar var far- ið yfir greiningu á rekstri og fjár- hagsstöðu Borgarbyggðar í ljósi niðurstaðna úr ársreikningi 2014. Eins og fram hefur komið þá stenst Borgarbyggð ekki reglu um rekstr- arjöfnuð samkvæmt sveitarstjórn- arlögum árið 2014 samkvæmt árs- reikningi og 2015 samkvæmt áætl- un þessa árs. Auk þess var farið yfir þær aðgerðir og leiðir sem unnið er að til hagræðingar í rekstri. Þær helstu eru lækkun á yfirvinnu, akst- ursgreiðslum, skert fjármagn í bún- aðarkaupum og stöðvun verkefna sem háð eru mótframlögum, end- urskoðun lána- og vaxtakostnað- ar og hækkun á fasteignaskatti og gjaldskrám. Að sögn Guðveigar Eyglóardóttur formanns bæjarráðs var eftirlitsnefndinni kynnt að unn- ið væri við undirbúning á áfram- haldandi hagræðingarvinnu með það að markmiði að uppfylla regl- ur eftirlitsnefndarinnar um rekstr- arjöfnuð. Kolfinna Jóhannesdóttir sveitarstjóri kynnti stöðuna á þeirri vinnu og upplýsti um vinnu tveggja vinnuhópa sem eru að störfum, annarsvegar um rekstur og skipu- lag fræðslumála og hinsvegar um eignamál. Þörf á hagræðingu til lengri tíma Fulltrúar eftirlitsnefndarinnar greindu frá því að fjármál Borg- arbyggð væru til umfjöllunar hjá nefndinni og að fylgst yrði áfram með framvindu mála. Fulltrúar nefndarinnar lögðu áherslu á að áfram yrði rekstur sveitarfélags- ins skoðaður. Eftirlitsnefndin lagði til að fjárhagsáætlun ársins 2015 yrði tekin upp og endurskoðuð í tengslum við yfirstandandi hag- ræðingarvinnu og farið yrði vel yfir allar forsendur í tengslum við fyr- irliggjandi frávikagreiningu síðustu ára. Fulltrúar eftirlitsnefndarinn- ar greindu jafnframt frá því að þær aðgerðir sem nú þegar hefur ver- ið gripið til af hálfu Borgarbyggð- ar væru í samræmi við vænting- ar eftirlitsnefndarinnar. Ennfrem- ur lögðu þeir áhersla á að sveitar- félagið fengi utanaðkomandi ráð- gjafa til aðstoðar í yfirstandandi og áframhaldandi hagræðingarvinnu. „Sveitarstjórn Borgarbyggðar mun nú á næstu dögum fara yfir um- ræðuna á fundinum og ábending- ar eftirlitsnefndarinnar og móta verklagið næstu daga og vikur. Við gerum ráð fyrir að fljótlega muni liggja fyrir niðurstaða um næstu skref í þeim efnum,“ segir Guðveig Eyglóardóttir. þá Mun verri afkoma Borgarbyggðar en áætlað var

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.