Skessuhorn - 22.04.2015, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 2015
Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum.
Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er
til 12.00 á þriðjudögum.
Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu.
Áskriftarverð er 2.573 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða
kr. 2.230. Rafræn áskrift kostar 2.023 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 1.867
kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr.
SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA
Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstjórn:
Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Eva Hlín Albertsdóttir evahlin@skessuhorn.is
Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is
Þórhallur Ásmundsson, blaðamaður th@skessuhorn.is
Magnús Þór Hafsteinsson, blaðamaður mth@skessuhorn.is
Auglýsingar og dreifing:
Emilía Ottesen, markaðsstjóri emilia@skessuhorn.is
Pálína Alfreðsdóttir palina@skessuhorn.is
Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is
Tinna Ósk Grímarsdóttir (vefauglýsingar) tinna@skessuhorn.is
Umbrot:
Ómar Örn Sigurðsson omar@skessuhorn.is
Bókhald og innheimta:
Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is
Prentun: Landsprent ehf.
Leiðari
Framleiðni þarf að aukast
Nú stefnir í verkföll fjölmargra stéttarfélaga og sum eru þegar farin að beita
þessu hárbeitta vopni. Launþegar hafa ekki meiri þolinmæði og innbyrgð
reiði allt frá hruni er að brjótast út. Eigendur sumra stórfyrirtækja hafa sýnt
fordæmalaust vanmat á aðstæðum með hækkun þóknana fyrir stjórnarset-
ur, bónusa og sporslur í efsta lagi pýramídans. Ríkisvaldið hefur einnig gefið
tóninn með stórfelldum launahækkunum til lítilla en hávaðasamra hópa vit-
andi að eftir var að semja við þorra launþega. Allir sem fylgst hafa með frétt-
um vita af þessu og menn skulu ekki halda að íslenskt alþýðu- og verkafólk sé
ekki læst og skilji ekki hvað sagt er í fréttum.
Flest hefðbundin fyrirtæki, sem ekki hafa verið að hagnast á veikri krónu,
þurfa í kjölfar vinnudeilna af þessu tagi að mæta launahækkunum til starfs-
manna sinna með því að auka veltu, skera burtu óþarfa kostnað, fækka starfs-
fólki eða hætta starfsemi. Það er kannski ljótt að setja þetta svona fram á þess-
ari viðkvæmu stundu, en engu að síður er þetta staðreynd og vissulega er nú
vaxandi hætta á verðbólgu og atvinnuleysi samhliða því að einhver fyrirtæki
leggi upp laupana. Einkum þó illa stödd fyrirtæki sem ekki eru í útflutningi
og þéna því ekki á niðurnjörfaðri og veikri krónu og eru háð viðskiptum við
hinn venjulega Íslending. Þann sem einnig þiggur laun í íslenskum krónum.
Eina von þessa fyrirtækis er því sú að kaupmáttur heimila og fyrirtækja batni
til að viðskiptin við það aukist. Að öðrum kosti er verðhækkun vöru og þjón-
ustu eins og að pissa í skóinn. Afkoma okkar allra til lengri tíma byggist því á
að framleiðni í fyrirtækjum batni og hér verði stundaðar atvinnugreinar sem
lífvænlegar mega teljast og geti því borgað hærri laun.
Fyrir löngu síðan hefði þurft að vera búið að hefja á vitrænt stig umræðuna
um hvernig bæta megi framleiðni í íslenskum fyrirtækjum. Í hinni svoköll-
uðu McKinsey skýrslu var bent á býsna stórt vandamál Íslendinga, það að við
kunnum og/eða getum ekki skammlaust stundað allar atvinnugreinar. Við
höfum til dæmis alltof stórar verslanir, banka sem gætu hæglega þjónað tíu
sinnum fleiri viðskiptavinum, arfaslaka framleiðni í ríkisrekstri og eftirlits-
iðnaði, landbúnaður er miklu verr rekinn hér en í nágrannalöndunum og
vafalaust voru fleiri dæmi tínd til. Öðruvísi en að framleiðni í þessum at-
vinnugreinum batni, muni hagur fyrirtækjanna halda áfram að versna. Þau
geti því að óbreyttu ekki hækkað laun starfsmanna. Sumir hafa jafnvel geng-
ið svo langt að segja að af því launin hér eru svo lág sem raun ber vitni, vinni
fólk hægar og þurfi að skila meiri yfirvinnu. Fólk beitir tiltækum ráðum til að
skrimta, svo einfalt er það. Hver myndi ekki gera það?
Hjá stöndugum þjóðum eins og Norðmönnum eru laun almennt hærri en
við þekkjum. Þar í landi eru atvinnurekendur því sífellt að leita leiða til að
auka framleiðni, nýta mannskapinn sem allra best, af því launin eru há fyrir
unna vinnustund. Þar dytti engum heilvita manni í hug að gefa klukkutíma
matarhlé til að starfsmenn geti farið út að borða í hádeginu, í ræktina og kíkt
svo á netið. Þar mætir fólk í vinnu, vinnur meðan það er stimplað inn, og er
svo mætt heim til sín upp úr kaffi. Hér eru laun hins vegar almennt svo lág
að atvinnurekendur þurfa miklu síður að velta þessu hugtaki framleiðni fyr-
ir sér. Forsenda þess að hægt sé að hækka laun er því sú að afköst aukist og
framleiðni batni. Spurningin snýst einvörðungu um hvort eggið eða hænan
kemur á undan.
Það litla sem ég lærði í hagfræði segir mér að kannski sé bara komið að
þeirri ögurstundu að við Íslendingar þurfum að velja hvaða atvinnugreinar
er skynsamlegt að stunda og hverjar ekki. Mannsæmandi laun eru því ekki
bara forsenda fyrir því að fólk vilji búa hér á landi heldur einnig forsenda fyr-
ir aukinni framleiðni og þar með efnahagslegum bata.
Magnús Magnússon.
Lögreglan á Vesturlandi hefur í
nokkurn tíma haft grunsemdir um
ræktun í húsi einu á Akranesi. Í síð-
ustu viku var látið til skarar skríða.
Þá komu í ljós 93 plöntur á mis-
munandi ræktunarstigum og mik-
ill og góður búnaður til ræktunar.
Einn maður var handtekinn á staðn-
um og annar í Reykjavík sem viður-
kenndi að eiga ræktunina. Lögregla
tók til handargagns plönturnar og
búnaðinn og flutti burtu á litlum
flutningabíl og sendibíl, þannig að
umfang ræktunarinnar var tölu-
vert.
þá
Kannabisræktun stöðvuð á Akranesi
Níutíu og þrjár plöntur fundust í húsi á Akranesi á ýmsum ræktunarstigum.
Ljósm. jho.
„Vænta má að hagvöxtur verði
3,6% á yfirstandandi ári og á
því næsta,“ segir í tilkynningu
frá Alþýðusambandi Íslands.
„Gangi spáin eftir mun hagvöxt-
ur á þessu ári verða með því mesta
sem mælst hefur frá hruni. Vöxt-
ur landsframleiðslunnar skýrist
af umtalsverðum vexti innlendr-
ar eftirspurnar, þar sem vænta
má bæði vaxandi neyslu heimil-
anna en einnig aukinna fjárfest-
inga. Þannig má áætla að þjóðar-
útgjöld aukist að jafnaði um 4,7%
á ári yfir spátímann.“ ASÍ áætl-
ar að fjárhagur heimilanna hafi
vænkast, sem kemur fram í vax-
andi neyslu, en hagdeild áætlar að
einkaneysla aukist um 3,7% á þessu
ári, um 3,5% á næsta ári og 3,2%
árið 2017. Hraður vöxtur einka-
neyslunnar skýrist af hækkun launa,
jákvæðri þróun á vinnumarkaði auk
skulda- og skattalækkunaraðgerða
stjórnvalda.
„Útlit er fyrir þó nokkurn vöxt
fjárfestinga á spátímanum og gangi
spáin eftir má áætla að fjármuna-
myndun nemi um 20,7% af vergri
landsframleiðslu í lok árs 2017 og
verði þannig nærri sögulegu með-
altali. Vöxtur fjárfestinga skýrist
að mestu af fjárfestingu atvinnu-
veganna, bæði almennri fjárfest-
ingu auk stórra verkefna í stór-
iðju. Þar má t.d. nefna kísilmálm-
framleiðslu. Þannig er búist við
að fjárfestingar aukist árlega um
16% á árunum 2015 og 2016 en
vöxturinn verði öllu hægari árið
2017 eða um 7,3%. Umtalsverð
aukning í byggingu íbúða styð-
ur við vöxt fjármunamyndunar en
þrátt fyrir þann vöxt er fjárfest-
ing í íbúðum enn sögulega lítil og
aukning framboðs ekki nægjanleg
til að vega upp á móti vaxandi eft-
irspurn. Fyrirséð er því að hús-
næðisverð komi til með að hækka
á næstu árum.“
mm
Spá mesta hagvexti frá hruni á þessu ári
Nú þegar vorið er handan við
hornið fara menn að huga að
verkum sem árstímanum fylgja.
Það á ekki síst við um strand-
veiðisjómenn sem eru þessa dag-
ana í óðaönn að gera bátana klára
fyrir upphaf tímabilsins 4. maí
næstkomandi. Á meðfylgjandi
mynd er Brasi SH á hægri ferð
eftir Sólvöllum og niður Hrann-
arstíg í Grundarfirði á leið sinni
niður að höfn þar sem hann var
svo sjósettur. Sem fyrr er gert ráð
fyrir að flestir bátar verði gerð-
ir út frá Snæfellsnesi og þar ætla
menn því að vera tilbúnir strax og
flautað verður til leiks. Reynslan
hefur sýnt að þegar gefur og vel
fiskast ljúka menn strandveiði-
kvóta hvers svæðis jafnvel á örfá-
um dögum.
Nánar er fjallað um væntanleg-
ar strandveiðar aftar í blaðinu.
tfk
Opinn kynningarfundur um framkvæmda- og
fjárfestingaáætlun Akraneskaupstaðar 2015
Skipulags- og umhverfisráð kynnir framkvæmda- og fjárfestingaáætlun
Akraneskaupstaðar 2015 á opnum fundi með íbúum Akraness.
Fundurinn fer fram í bæjarþingsal kaupstaðarins þann 30. apríl kl. 16.00.
Heitt á könnunni og allir velkomnir. SKE
SS
U
H
O
R
N
2
01
5
Smábátasjómenn undirbúa strandveiðarnar
Ketill Már Björnsson íbúi á Háteigi
16 á Akranesi hefur sent bæjarráði
Akraness bréf þar sem hann ósk-
ar eftir því að bæjaryfirvöld taki þá
ákvörðun að láta fjarlægja kælivirki
HB Granda ofan af húsnæði fyrir-
tækisins á Hafnarbraut 3 í bænum.
Búnaður þessi veldur nágrönnum
ónæði. Þetta eru svokölluð Heima-
skagahús. Í bréfinu segist Ketill
hafa margítrekað á undanförnum
árum óskað eftir því við Akranes-
kaupstað að mannvirki og búnað-
ur sem settur var upp á þak Hafn-
arbrautar 3 án leyfis skipulagsyfir-
valda verði fjarlægður hið fyrsta.
„Öllum hlutaðeigandi er ljóst að
ekki var óskað eftir leyfi og engin
leyfi veitt fyrir uppsetningu mann-
virkisins. Þrátt fyrir ítrekuð skrif og
formlegar fyrirspurnir hefur ekki
reynst unnt að fá ákvörðun í mál-
ið og óska ég því enn og aftur eftir
því að bæjaryfirvöld taki ákvörðun
í málinu hið fyrsta og láti fjarlægja
mannvirkin,“ segir í bréfi Ketils
sem dagsett er 16. apríl síðastlið-
inn. Sama dag og bréfið var skrifað
mætti Ketill Már á fund bæjarráðs
til að gera grein fyrir athugasemd-
um sínum varðandi ónæði af bún-
aðinum. mþh
Vill fá mannvirki og búnað fjarlægðan
Mynd tekin af lóð Ketils Björnssonar við Háteig á Akranesi yfir að Heimaskaga-
húsinu svokallaða að Hafnarbraut 3. Kælivirkið sem Ketill krefst að verði fjarlægt
er á þaki hússins.