Skessuhorn


Skessuhorn - 22.04.2015, Side 6

Skessuhorn - 22.04.2015, Side 6
6 MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 2015 Opið hús hjá leikskólanum STYKKISH: Opið hús verður í leikskólanum í Stykkishólmi í dag, miðvikudaginn 22. apríl, frá klukkan 14:00 – 16:00. Þar sýna börnin vinnu vetrarins og nýjungar í skráningu á starf- inu verða kynntar. Í tilkynningu segir að allir séu velkomnir, sér- taklega væntanlegir nemendur og fjölskyldur þeirra. -mm Synja beiðni um tækjakaup AKRANES: Bæjarráð Akra- ness hefur synjað beiðni Fjöl- brautaskóla Vesturlands (FVA) um styrk til að endurnýja bún- að málmtæknisviðs skólans. Um var að ræða kaup á suðuvél fyr- ir 420.000 krónur og endurnýj- un á gasbúnaði fyrir 750.000 krónur. Í desember 2014 synj- aði bæjarráð styrkbeiðni frá skólanum um 2.390.000 krónur til endurnýjunar á búnaði iðn- brauta. Það var í framhaldi af þessu sem skólameistari sendi endurnýjaða styrkbeiðni nú í apríl um kaup á búnaðinum fyr- ir málmtæknisvið. Erindið var tekið fyrir á bæjarráðsfundi 16. apríl. „Bæjarráð getur því mið- ur ekki orðið við erindinu,“ er skráð í fundargerð. –mþh Þungatakmarkan- ir tefja sorplosun BORGARBYGGÐ: „Vegna þungatakmarkana á vegum í Borgarbyggð verða enn meiri tafir á losun sorps í dreifbýli,“ segir í tilkynningu á vef sveitar- félagsins. „Fólk er beðið um að sýna þessu skilning og beðist er velvirðingar á töfum sem orð- ið hafa undanfarið.“ Þá segir að af ýmsum ástæðum hafi dregist að ljúka söfnun á rúlluplasti en vonast til að það takist fyrir lok þessarar viku eða í byrjun næstu ef bílarnir komast um. –mm Hestafólk sýnir Fjósum áhuga DALIR: Hestafólk í nágrenni Búðardals hefur sýnt útihúsun- um á Fjósum í útjaðri þorps- ins áhuga. Það hefur óskað eftir að fá þau til afnota undir hest- hús. Byggðarráð tekjur jákvætt í að auglýsa útihúsin að Fjósum til sölu eða leigu en óskar um- sagnar umhverfis- og skipulags- nefndar um hvernig fyrirliggj- andi hugmyndir falli að aðal- skipulagi Dalabyggðar. Byggð- arráð vísaði málinu að öðru leyti til sveitarstjórnar. -þá Ökumaður með amfetamín VESTURLAND: Þrír öku- menn voru í umdæmi lögregl- unnar á Vesturlandi teknir fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna í liðinni viku og tveir fyrir ölv- un við akstur. Að sögn lögreglu var einn af þessum ökumönnum með um 15 grömm af amfeta- míni í sínum fórum. Voru efn- in haldlögð. Fjögur umferðaró- höpp urðu í vikunni, öll án telj- andi meiðsla og litlum skemmt- um á ökutækjum. –þá Frumtillögur um landfyllingu AKRANES: Faxaflóahafn- ir hafa lagt fram frumtil- lögur sínar fyrir bæjarráð Akraness að landfyllingum á hafnarsvæði Akraneskaup- staðar. Eins og Skessuhorn hefur greint frá þá eru áætl- anir uppi um að gera stóra landfyllingu sunnan við hús HB Granda á Akranesi yfir að aðalhafnargarðinum þar sem meðal annars verður fyllt upp í Steinsvör. Tillög- ur Faxaflóahafnar voru lagð- ar fram á fundi bæjarráðs 16. apríl. -mþh Vilja fá varaaflið fyrr í gang SNÆFELLSBÆR: Bæjar- stjórn Snæfellsbæjar ræddi rafmagnsmál í bæjarfélag- inu á fundi sínum þriðju- daginn 14. apríl. Umræðan var af gefnu tilefni, segir í fundargerð, vegna tíðra raf- magnstruflana í bæjarfélag- inu. Vegna þess vill bæjar- stjórn Snæfellsbæjar koma því á framfæri að staðan í raf- magnsmálum í Snæfellsbæ sé ótæk. Varaafl er til og það eigi ekki að taka marga klukkutíma að koma því til notenda í sveitarfélaginu. Bæjarstjórn Snæfellsbæjar skorar því á stjórn RARIK að kanna hverjar séu ástæð- ur þess að það taki svona langan tíma að koma vara- aflinu til íbúa. Bæjarstjórn óskar eftir skriflegu svari frá stjórn RARIK, það er hvern- ig fyrirtækið ætli að bregð- ast við þessu ástandi þannig að afhending á varaafli taki sem skemmstan tíma. Jafn- framt vill bæjarstjórn taka fram að Snæfellsbær hefur í gegnum tíðina átt í ágætum samskiptum við stjórnendur og starfsmenn RARIK, segir í fundargerðinni. –þá Á bæjarstjórnarfundi á Akranesi síðdegis á þriðjudag í liðinni viku lögðu bæjarfulltrúar Samfylk- ingarinnar á Akranesi, þau Ingi- björg Valdimarsdóttir og Valgarð- ur Lyngdal Jónsson, fram eftirfar- andi tillögu: „Bæjarstjórn Akraneskaupstað- ar skorar á ríkisstjórn Íslands og Alþingi að tryggja aðkomu þjóð- arinnar að ákvörðun um fram- hald aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið og að ákvörð- un um framhald aðildarviðræðna verði sett í þjóðaratkvæðagreiðslu. Bæjarstjórn Akraness áréttar einn- ig stuðning sinn við samþykkt stjórnar Sambands íslenskra sveit- arfélaga frá 28. febrúar 2014 þar sem stjórnin hvetur til þess að Al- þingi tryggi sveitarfélögunum í landinu svigrúm til að koma sjón- armiðum sínum á framfæri áður en til breytinga á stöðu aðildar- viðræðna kemur.“ Eftir nokkrar umræður var þessi tillaga borin upp til samþykktar og felld með sex atkvæðum full- trúa Sjálfstæðisflokksins og Fram- sóknarflokksins og óháðra. Þrír fulltrúar Bjartrar framtíðar og Samfylkingarinnar greiddu hins vegar atkvæði með henni. Í fram- haldi af þessu lögðu bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram bókun: „Innganga Íslands í Evrópusam- bandið hefur verið umdeilt mál í íslensku samfélagi allt frá því að meirihluti Alþingis óskaði eft- ir inngöngu í Evrópusamband- ið árið 2009. Málið er á forræði Alþingis og ríkisstjórnar og bæj- arfulltrúar Sjálfstæðisflokksins á Akranesi treysta alþingismönnum til að leiða málið til lykta þann- ig að sem víðtækust sátt náist um það.“ mþh Tekist á um ESB umsókn í bæjarstjórn Akraness Frá mótmælum vegna ESB umsóknarinnar á Austurvelli í fyrra. Svavar Halldórsson tók form- lega við stöðu framkvæmdastjóra Landssamtaka sauðfjárbænda (LS) síðastliðinn föstudag. Þetta kom fram í frétt á vef Bænda- blaðsins. „Þetta var bara hug- mynd sem kom upp, að hugsa aðeins út fyrir rammann og fá einhvern sem kæmi með ferska strauma til að taka við þessu starfi,“ sagði Þórarinn Ingi Pét- ursson, formaður LS um ráðn- inguna í samtali við Bændablað- ið. Svavar hefur starfað á fjöl- miðlum og að undanförnu hef- ur hann rekið fyrirtækið Íslensk- ur matur og matarmenning sem framleiðir fjölmiðlaefni með áherslu á mat og matvælafram- leiðslu. mm/ Ljósm. bbl.is Svavar Halldórsson ráðinn til sauðfjárbænda

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.