Skessuhorn


Skessuhorn - 22.04.2015, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 22.04.2015, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 2015 Skeifudagurinn á Mið-Fossum BORGARFJ: Hestamanna- félagið Grani á Hvanneyri heldur Skeifudaginn í Hesta- miðstöð LbhÍ að Mið-Foss- um í Borgarfirði á sumar- daginn fyrsta. Það eru nem- endur í hrossarækt III á bú- fræðibraut skólans og stjórn Grana sem sjá um dag- skrána auk þess að sýna af- rakstur vetrarstarfsins. Tíu nemendur hafa í vetur feng- ið kennslu frá Sigvalda Lár- usi Guðmundssyni og Heimi Gunnarssyni í reiðmennsku og frumtamningu og verð- ur þeim nemanda sem best hefur staðið sig í náminu veitt Morgunblaðsskeifan því til staðfestingar. Keppt verður um Gunnarsbikar- inn, sem gefinn er af Bænda- samtökum Íslands til minn- ingar um Gunnar Bjarnason, fyrrum kennara á Hvanneyri og hrossaræktarráðunaut. Þá verða 14 nemendur út- skrifaðir úr Reiðmanninum, sem er nám í hestamennsku á vegum LbhÍ. Þeir nem- endur keppa um Reynisbik- arinn sem gefinn er af fjöl- skyldu Reynis Aðalsteins- sonar kennara og upphafs- manns hins vinsæla Reið- mannsnáms. Þá eru einnig veitt verðlaun fyrir ásetu og keppt um Eiðfaxabikarinn. –þá Aflatölur fyrir Vesturland 11. - 17. apríl. Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes 6 bátar. Heildarlöndun: 17.9193 kg. Mestur afli: Ebbi AK: 7.868 kg í tveimur löndunum. Engin löndun á Arnarstapa í vikunni. Grundarfjörður 3 bátar. Heildarlöndun: 160.413 kg. Mestur afli: Hringur SH: 65.985 kg í einni löndun. Ólafsvík 5 bátar. Heildarlöndun: 56.321 kg. Mestur afli: Kristinn SH: 31.649 kg í tveimur löndun- um. Rif 9 bátar. Heildarlöndun: 327.446 kg. Mestur afli: Magnús SH: 114.129 kg í fimm löndun- um. Stykkishólmur 1 bátur. Heildarlöndun: 2.797 kg. Mestur afli: Fjóla SH: 2.797 kg í fjórum löndunum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Hringur SH – GRU: 65.985 kg. 14. apríl 2. Grundfirðingur SH – GRU: 48.432 kg. 11. apríl 3. Tjaldur SH – RIF: 48.113 kg. 11. apríl 4. Örvar SH – RIF: 47.382 kg. 16. apríl 5. Rifsnes SH – RIF: 46.404 kg. 15. apríl mþh Mikill fiskafli í mars LANDIÐ: Heildarafli ís- lenskra fiskiskipa var tæp 192 þúsund tonn í mars 2015, sem er nærri 96 þús- und tonnum meiri afli en í mars 2014. Munar þar mest um aukinn loðnuafla í mán- uðinum, en 128 þúsund tonn veiddust af loðnu í mars samanborið við 36 þúsund tonn í mars 2014. Botnfisks- afli jókst um þrjú þúsund tonn í marsmánuði eða um 6,5% miðað við sama mán- uð 2014. Aflinn í mars, met- inn á föstu verði, var 32,9% meiri en í marsmánuði 2014. Á síðustu 12 mánuðum hef- ur aflinn hins vegar minnkað um 2,6%, sé hann metinn á föstu verði. –mm Fundað um atvinnumál DALIR: Byggðarráð Dala- byggðar samþykkti á fundi sínum síðastliðinn þriðju- dag að boða til fundar um at- vinnumál með atvinnurek- endum í Dalabyggð og öðr- um áhugasömum. Gert er ráð fyrir að fundurinn verði haldinn 28. apríl næstkom- andi. Á fundi byggðarráðs var einnig samþykkt að taka á móti 8-10 manna hópi frá sjálfboðaliðasamtökunum SEEDS í tvær vikur á kom- andi sumri. Slíkir hópar hafa gjarnan unnið að umhverfis- verkefnum í þeim sveitarfé- lögum sem taka á móti þeim og nokkur umhverfisverk- efni munu vera á dagskrá í Dölum næsta sumar. –þá Ánægja með þjónustu við fatlaða BORGARBYGGÐ: Loka- skýrsla starfshóps sem skip- aður var til að móta stefnu í málefnum fatlaðra í Borgar- byggð var nýverið kynnt not- endum þjónustunnar með samráðsfundi. Á þeim fundi kom fram að notendur þjón- ustunnar eru heilt yfir nokk- uð ánægðir með þjónustuna. Sérstök ánægja er með starf- semi Fjöliðjunar/Hæfingar eftir að Borgarbyggð tók við starfseminni í fyrra. Einnig mælist ánægja með Starfs- braut Menntaskóla Borgar- fjarðar þó nokkuð vanti upp á aðstöðu. Það sem betur mætti fara er að fá fjölbreytt- ari atvinnuúrræði fyrir fatl- aða. –eha Leifsbúð verður máluð í sumar DALIR: Minjastofnun Ís- lands hefur samþykkt að veita Dalabyggð hálfrar milljónar króna styrk til utanhúss mál- unar á Leifsbúð. Byggðarráð þakkaði styrkloforðið á fundi sínum þriðjudaginn 14. apríl og samþykkti að gera ráð fyrir allt að einni milljón króna til framkvæmdarinnar á viðaukaáætlun fyrir þetta rekstrarár. Gert er því ráð fyrir að Leifsbúð verði mál- uð að utan í sumar. –þá Fjölmennur íbúafundur var hald- inn sunnudaginn 19. apríl í Skemmunni á Hvanneyri. Tilefni hans var að endurvekja íbúasamtök sem nú hafa legið í dvala til nokk- urra ára. Íbúar staðarins og sveit- arinnar í kring vilja sameinast í því að standa vörð um Hvanneyri og finna leiðir til að efla staðinn sem búsetukost til lengri tíma. „Mikl- ar og góðar umræður fóru fram á fundinum og ljóst er að fólk hefur miklar hugmyndir um hvað hægt er að gera. Fundurinn skipaði nýja stjórn og mun hún leiða vinnuna,“ segir í tilkynningu vegna fundar- ins. Í undirbúningshópnum eru eft- irtaldir: Álfheiður Sverrisdótt- ir, Birgitta Sigþórsdóttir, Borgar Páll Bragason, Bryndís Geirsdótt- ir, Hallgrímur S. Sveinsson, Sig- urður Guðmundsson og Sólrún Halla Bjarnadóttir. Netfang íbúa- samtakanna er ibuasamtokhve@ gmail.com mm Á verkalýðsdaginn 1. maí verða sex til átta af fyrstu íbúðunum í íbúða- blokkinni við Sólmundarhöfða 7 á Akranesi afhentar nýjum eigend- um. Að sögn Ragnars Ragnarsson- ar hjá SH-7, eiganda hússins, hill- ir nú undir að framkvæmdum ljúki við allar íbúðirnar. Búið er að koma fyrir innréttingum, flísaleggja og málningarvinna er langt komin. Ragnar segir að búið sé að selja tíu íbúðir af 31 í húsinu og kveðst hann bjartsýnn á sölu hinna enda fram- undan þensluskeið á Akranesi og nágrenni. mm Stjórn dvalar- og hjúkrunarheim- ilisins Fellaskjóls í Grundarfirði sótti nýlega um framlag frá Fram- kvæmdasjóði aldraða vegna fyrir- hugaðrar stækkunar heimilisins. Að sögn Hildar Sæmundsdóttur, for- manns stjórnar Fellaskjóls, er húsa- kostur heimilisins í dag ekki nægj- anlegur og þörf á að bæta aðstöðu til hjúkrunar á heimilinu, en nú eru 26 ár liðin síðan heimilið var tekið í notkun. Ávallt er nokkur biðlisti eftir rýmum en í Grundarfirði eru búsettir samtals 29 íbúar 80 ára og eldri. Hildur segir að yfirvofandi sé vaxandi þörf fyrir hvíldarinnlagnir á heimilið og að fleiri muni þurfa að flytjast þangað til frambúðar. Í Fellaskjóli eru nú tólf rými fyrir heimilisfólk en áformað er að bæta við sex fullkomnum hjúkrunarrým- um. Hverju um sig tæplega 30 fer- metra að stærð og alls er viðbygg- ingin áætluð eitt hundrað sjötíu og fimm fermetrar. „Þannig gætum við haft alla heimilismenn á ein- um gangi, sem skapar heildstæð- ar vinnuaðstæður og samfelld gæði í þjónustunni allri,“ segir Hild- ur. Dvalar- og hjúkrunarheimilið Fellaskjól í Grundarfirði er sjálfs- eignarstofnun og rekin sem slík fyrir rekstrarfé frá ríkinu án að- komu bæjarsjóðs. Ekki eru skuldir á heimilinu vegna húsnæðis og stofn- unin að því leyti vel í stakk búin að ráðast í stækkun, að sögn Hildar. þá Ragnar Ragnarsson stendur hér uppi á svölum íbúðar á 8. hæð hússins. Fyrstu íbúðirnar afhentar í blokkinni við Sólmundarhöfða Hjúkrunar- og dvalarheimilið Fellaskjól í Grundarfirði. Sótt um stækkun Fellaskjóls í Grundarfirði Búið að endurvekja íbúasamtök á Hvanneyri

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.