Skessuhorn - 22.04.2015, Síða 11
11MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 2015
Aldrei hefur veiðst jafn vel af þorski
í hinu svokallaða netaralli Hafrann-
sóknastofnunar í Faxaflóa og nú í
apríl frá því þessar rannsóknir hóf-
ust fyrir 20 árum. Svipaða sögu er
að segja úr Breiðafirði en þar hefur
veiðin aðeins einu sinni verið betri.
Það var árið 2012. Tveir netabátar
frá Vesturlandi tóku þátt í netarall-
inu sem framkvæmt var fyrr í þess-
um mánuði. Þetta voru Magnús SH
frá Hellissandi, sem sinnti rann-
sóknum í Breiðafirði, og Þórsnes
SH frá Stykkishólmi, sem stundaði
rannsóknaveiðar í Faxaflóa.
Aldrei meiri afli
í Faxaflóa
Netarallið fer þannig fram að lögð
eru þorskanet með mismunandi
möskvastærðum víðs vegar á veiði-
slóð. Þau eru látin liggja í tólf tíma
áður en þau eru dregin. Aflabrögð
í netin eru skráð og upplýsingarn-
ar síðan notaðar sem eitt af viðmið-
um í stofnstærðarrannsóknum Haf-
rannsóknastofnunar.
„Þetta var annað árið sem við tök-
um þátt í þessum vísindaveiðum.
Niðurstöðurnar hvað varðar afla-
brögð sýna að þetta var besta net-
arallið til þessa í Faxaflóanum. Það
var fiskur út um allt. Við lögðum
net mjög víða um Faxaflóann og út
af Reykjanesi, allt frá Malarrifi suð-
ur að Eldey á svokölluðum Skerjum.
Bestur afli fékkst undir Hafnarbergi
rétt norður af Reykjanesi. Við feng-
um líka til dæmis góðan afla fjórar
mílur vestur af Akranesi. Þar veidd-
ust tíu tonn í eina tólf neta trossu.
Fiskurinn var allsstaðar mjög stór og
fallegur. Við fengum alls 300 tonn í
rallinu,“ segir Margeir Jóhannesson
skipstjóri á Þórsnesi SH.
Næstbesta veiði í
Breiðafirði
Svipaða sögu er að segja af niður-
stöðum um borð í Magnúsi SH frá
Hellissandi. „Þetta voru næstbestu
aflabrögð í Breiðafirðinum frá 2012
sem er metárið þar til þessa. Við
fengum um 280 tonn af þorski eða
um 320 tonn í allt í þessu netralli,“
segir Sigurður V. Sigurðsson skip-
stjóri á Magnúsi SH.
Bæði Margeir og Sigurður voru í
landi á föstudag í síðustu viku þegar
blaðamaður Skessuhorns hitti þá að
máli. Margeir var ásamt áhöfn sinni
að taka net Þórsness aftur um borð
í Stykkishólmshöfn og gera bátinn
tilbúinn á veiðar eftir hrygningar-
friðun þorsksins sem staðið hefur
yfir frá því fyrir páska. Henni lauk
í gær, þriðjudaginn 21. apríl. Þá
máttu netabátarnir leggja veiðarfæri
sína á nýjan leik. Sigurður kollegi
Margeirs var hins vegar önnum kaf-
inn við tiltekt í veiðarfærum í hús-
næði Skarðsvíkur ehf. í Rifi sem ger-
ir Magnús SH út.
Niðurstöðurnar í netrallinu munu
efalítið styrkja þá ályktun sem draga
má af stofnmælingum Hafrann-
sóknastofnunar nú í vetur, að þorsk-
stofninn sé nú í betra ásigkomulagi
en um langa hríð. mþh
Metafli í netaralli við Vesturland
Sigurður V. Sigurðsson skipstjóri á Magnúsi SH.
Margeir Jóhannesson skipstjóri á Þórsnesi SH.
Norðurál er eitt stærsta iðnfyrirtæki á Íslandi. Hjá fyrir tækinu starfa um 600 manns með fjöl breytta menntun og bakgrunn. Árleg framleiðslugeta er um 300 þúsund tonn af hágæða áli.
HeilindiHagsýni Liðsheild nordural.is
MENNTUNAR- OG HÆFNISKRÖFUR:
• Meistaragráða í verkfræði eða sambærileg menntun
• Reynsla af verkefnastjórnun
• Frumkvæði, drifkraftur og sjálfstæði í vinnubrögðum
• Hæfni í mannlegum samskiptum
• Sterk öryggis- og umhverfisvitund
Við leitum að metnaðarfullum og öflugum liðsmönnum
á umhverfis- og verkfræðisvið Norðuráls. Störfin sem um
ræðir fela í sér undirbúning og stjórn á marg þættum og
krefjandi verkefnum á Grundartanga.
Sótt er um á www.nordural.is, umsóknar-
frestur er til og með 30. apríl nk. Upplýsingar
veita Einar F. Björnsson, framkvæmdastjóri
Umhverfis- og verkfræðisviðs, og Valka Jóns-
dóttir starfsmannastjóri í síma 430 1000.
Öllum umsóknum verður svarað og trúnaði heitið. Við leggjum áherslu á jafna möguleika karla og kvenna, endurmenntun og starfs-
þróun, frábæran starfsanda og samstarfsfélaga. Starfinu fylgir góð starfsaðstaða
í lifandi umhverfi þar sem metnaður og fagmennska eru í fyrirrúmi.
SPENNANDI STÖRF Á
UMHVERFIS- OG VERKFRÆÐISVIÐI
STARFSSVIÐ:
• Undirbúningur verkefna og verkefnastýring
• Rekstur og þróun umhverfismála
• Umsjón með gerð og eftirfylgni áætlana
• Kostnaðareftirlit
• Greining og upplýsingagjöf innanhúss og
til opinberra aðila