Skessuhorn


Skessuhorn - 22.04.2015, Síða 15

Skessuhorn - 22.04.2015, Síða 15
15MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 2015 S K E S S U H O R N 2 01 5 Vinnuskóli Borgarbyggðar auglýsir laus störf fyrir sumarið 2015. Vinnuskólinn er fyrir unglinga í 8. – 10. bekk. Vinnutímabil skólans er frá 8. júní – 10. júlí. Vinnutími er frá 9:00 – 16:00 alla virka daga nema á föstudögum, þá er unnið til 12:00. Allir sem sækja um vinnu þurfa að kynna sér reglur vinnuskólans. Þær má nálgast á vef Borgarbyggðar. Umsækjendur þurfa að vera með lögheimili í Borgarbyggð. Upplýsingar um kennitölu og bankareikning sem laun eiga að leggjast inn á þurfa að koma fram á umsóknareyðublaði. Umsóknareyðublöð fást í afgreiðslu Ráðhúss Borgarbyggðar að Borgarbraut 14 eða á www.borgarbyggd.is Umsóknarfrestur er til 8. maí n.k. Ath: Þeir sem hætta við að vinna í Vinnuskólanum, t.d. ef þeir fá aðra vinnu áður en vinnuskólinn hefst, þurfa að tilkynna það tómstundastjóra UMSB og draga þannig umsókn sína til baka á netfangið siggi@umsb.is. Vinnuskóli Borgarbyggðar Sumarstörf Forstöðumaður Dvalaheimilis aldraðra í Stykkishólmi Stykkishólmsbær auglýsir lausa til umsóknar stöðu forstöðumanns Dvalarheimilis aldraðra, Stykkishólmi. Um er að ræða 100% stöðu við hjúkrunar- og stjórnunarstarf. Æskilegt er að starfsmaður geti hafið störf 1. júlí n.k., eða eftir nánara samkomulagi. Laun eru samkvæmt kjarasamningum Launanefndar sveitarfélaga. Starfssvið: Umsjón og ábyrgð á rekstri Dvalarheimilisins. Umsjón og ábyrgð á umönnun heimilisfólks á dvalarheimili og á hjúkrunardeild. Menntunar- og hæfniskröfur: Hjúkrunarfræðimenntun og íslenskt hjúkrunarleyfi. Reynsla við stjórnun, starfsmannahald og rekstur á sviði heilbrigðis-þjónustu, frumkvæði, metnaður, hæfni í mannlegum samskiptum, sjálfstæði og öguð vinnubrögð. Dvalarheimili aldraðra í Stykkishólmi, sem er sjálfseignarstofnun, tók til starfa 9. ágúst 1978. Á heimilinu eru 5 dvalarrými og 13 hjúkrunarrými auk dagvistar. Sextán íbúðir fyrir aldraða eru tengdar Dvalarheimilinu. Starfsfólk eldhússins í Dvalarheimilinu sér um mat fyrir vistmenn, en einnig fyrir þá íbúa í búseturréttaríbúðunum sextán sem þess óska og fyrir starfsfólk og nemendur Grunnskóla Stykkishólms. Umsóknir skulu berast bæjarstjóra Stykkishólmsbæjar, Hafnargötu 3, 340 Stykkishólmi eða á netfangið baejarstjori@stykkisholmur.is. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknarfrestur er til og með 22. maí nk. Nánari upplýsingar veitir Sturla Böðvarsson, bæjarstjóri, sími: 433 8100/863-8888 og netfang: sturla@stykkisholmur.is Upplýsingar um Stykkishólm má finna á heimasíðu bæjarins www.stykkisholmur.is Sturla Böðvarsson Bæjarstjóri Stykkishólmsbæjar Ráðhúsinu Hafnargötu 3, 340 Stykkishólmi Magnús Þór Jónsson skólastjóri Grunnskóla Snæfellsbæjar er á för- um úr sveitarfélaginu. Í síðustu viku var gengið frá ráðningu hans sem skólastjóra Seljaskóla í Breið- holti og mun hann taka þar til starfa í sumar. Magnús hefur ver- ið skólastjóri Grunnskóla Snæfells- bæjar síðustu níu árin. Hann segir fjölskyldumál ráða því að hann tók þá ákvörðun að flytja. „Fjölskyld- an er öll fyrir sunnan og ég ákvað að grípa tækifærið þegar spennandi tækifæri gafst. Ég þekki vel til í Breiðholtinu, bæði bjó þar og starf- aði um tíma,“ segir Magnús. Hann var einmitt deildarstjóri og aðstoð- arskólastjóri Breiðholtsskóla áður en hann tók við skólastjórn í Snæ- fellsbæ. „Ég hef átt gjöful og góð ár hérna í Grunnskóla Snæfells- bæjar og í samfélaginu í hópi frá- bærs samstarfsfólks,“ sagði Magnús í samtali við Skessuhorn. Þess má jafnframt geta að staða skólastjóra í Snæfellsbæ er auglýst í Skessuhorni í dag. þá Magnús Þór á förum úr Snæfellsbæ í Breiðholtið Auður Inga Þorsteinsdóttir hef- ur verið ráðin í starf framkvæmda- stjóra Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) frá 1. júní næstkomandi. Auður Inga er fædd árið 1978 og hefur undanfarin níu ár verið framkvæmdastjóri Íþróttafélagsins Gerplu í Kópavogi. Áður var hún deildarstjóri á tveimur leikskólum í Noregi og þar á undan gegndi hún starfi yfirþjálfara hjá Gerplu. Þá hefur Auður einnig þjálfað fimleika hjá Gerplu og hjá Kolbotn í Nor- egi. Auður Inga lauk B.Ed. gráðu frá Kennaraháskóla Íslands árið 2002 og útskrifast í júní með MBA- gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Hún var valin úr hópi ríflega sjö- tíu umsækjenda en Hagvangur að- stoðaði stjórn UMFÍ við ráðning- arferlið. Hún tekur við starfinu af Sæmundi Runólfssyni sem gegnt hefur því í rúm 23 ár. mm Auður Inga til UMFÍ Þriðjudaginn 14. apríl var opinn dagur í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði. Þá var framtíðar- nemendum skólans boðið að koma og kynna sér námsefni og spjalla við kennara. Vel var mætt enda af nógu að taka og að mörgu að hyggja þeg- ar maður undirbýr að feta mennta- veginn. tfk Væntanlegir nýnemar kynntu sér námsframboðið

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.