Skessuhorn - 22.04.2015, Side 19
19MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 2015
merkur og bað um hjálp, þeir komu
þessu áfram gegnum réttar boðleiðir
til framkvæmdastjórnar Evrópusam-
bandsins í Brussel. Báknið lagði við
hlustir og ábending mín var tekin til
greina. Gengið fékkst leiðrétt þann-
ig að það varð einn á móti 20 en að-
eins gagnvart þessum íslensku mæðr-
um í Danmörku. Fyrir hrun hafði það
verið einn á móti tíu. Að skrifa þetta
bréf og beita mér í þessu var bara eitt-
hvað sem ég gerði til að hjálpa og það
tókst.“
Heimflutningur eftir 30 ár
Við efnahagshrunið fór Sigrún aftur
að leita að vinnu á almennum mark-
aði. Það var ekki auðvelt. Atvinnulíf-
ið í Danmörku hafði einnig orðið fyr-
ir skakkaföllum í kreppunni. Eitt af
fáum löndum sem sluppu að mestu
við hamfarirnar var Noregur. Þar
voru tækifæri. „Mér bauðst starf sem
fjármálastjóri hjá litlu dönsku fyrir-
tæki sem rak starfsmannaleigu í Nor-
egi og leigði verkfræðinga til olíuiðn-
aðarins þar. Ég sá um allt bókhald,
launaútreikninga og þess háttar.“ Enn
og aftur lærði Sigrún nýja hluti því nú
fékk hún úrvals tækifæri til að kynnast
innviðum norska stjórnkerfisins.
Eftir öll þessi umbrot var svo kom-
ið að stórum kaflaskilum. Hún og
Gunnar eiginmaður hennar tóku
þá ákvörðun að flytja heim til Ís-
lands. „Við vorum eiginlega orðin
ein í Danmörku. Þar áttum við enga
ættingja og börnin flogin úr hreiðr-
inu. Valdís dóttir okkar var búin að
mennta sig sem hagfræðingur og
Gunnar Freyr sem endurskoðandi.
Okkur leiddist og við söknuðum Ís-
lands mjög mikið. Síðan missti mað-
urinn minn foreldra sína og systur
með nokkurra ára millibili heima á Ís-
landi. Þá fundum við vel hvað það var
erfitt að vera langt í burtu frá ættingj-
um okkar þar. Við skynjuðum að við
værum að missa af dýrmætum tíma
með ástvinum. Okkur langaði til að
vera meira með þeim. Við fluttum því
aftur heim til Íslands vorið 2010, eft-
ir þrjátíu ára búsetu erlendis. Íslend-
ingum er oft tamt að kvarta og kveina
en ég get sagt af reynslu að heilt yfir
þá eru lífskjör hér á landi álíka góð og
í Danmörku. Sumt er dýrara en ann-
að ódýrara. Það eru kostir og gallar í
báðum löndum. Þannig séð kvöddum
við ekki Danmörku með neinni eft-
irsjá.“
Fundu sér stað í Skorradal
Það voru ákveðin viðbrigði fyrir
gamlan Reykvíking að koma til baka
eftir allan þennan tíma.
„Allt var svo breytt. Í upphafi bjugg-
um við hjá mágkonu minni og Páli
Þorsteinssyni manni hennar í Kópa-
vogi. Hann er í dag læknir í Borganesi
og þau hjónin búa í Reykholti. Við
ókum um höfuðborgarsvæðið, skoð-
uðum okkur um í leit að húsnæði. Við
fundum ekkert sem höfðaði til okk-
ar. Svo fórum við eina helgina í lok
júní austur á Laugarvatn í sumarbú-
stað. Sumarið var yndislegt og land-
ið svo fallegt. Þá fæddist sú hugmynd
að setjast að úti á landi. Við vorum
ekki að leita okkur að vinnu. Ég var
enn að starfa fyrir Norðmennina og
Gunnar vann sjálfstætt og gat ráðið
hvar hann sinnti sínum störfum. Við
gátum bæði unnið heiman frá okkur.
Nokkru síðar fórum við í bíltúr upp í
Borgarfjörð og komum þá í Skorra-
dal. Þar heilluðumst við alveg. Þetta
var svo fallegt, minnti á norskan fjörð.
Við ókum fram á skilti þar sem lítið
rautt hús var auglýst til sölu. Það var
alveg nýtt og við keyptum það. Viku
síðar vorum við flutt inn.“
Í Skorradalnum búa þau enn,
fimm árum síðar. Við síðustu sveitar-
stjórnarkosningar hlaut Sigrún kjör í
hreppsnefndina þar. Eins og í flestum
öðrum fámennum sveitarfélögum er
persónukosning þar sem allir íbúar
eru í kjöri. „Já, já. Ég var bara kosin
núna síðast,“ segir hún og kímir.
Hóf störf í Snorrastofu
Þetta síðastnefnda er að sjálfsögðu til
marks um að þeim hjónum hafi tek-
ist vel upp að kynnast fólkinu í sveit-
inni. „Nýflutt í litla rauða húsið okk-
ar létum við vita af okkur að við vær-
um flutt í Skorradalinn. Ég sendi
tölvupóst um það til hreppsskrifstof-
unnar. Það leið og beið án þess að ég
fengi nokkuð svar og ég var farin að
halda að öllum væri bara sama. Dav-
íð oddviti á Grund tók það hins veg-
ar án þess ég vissi og kynnti á hrepps-
nefndarfundi. Brátt eftir það var
okkur boðið í mat til Huldu Karól-
ínu á Fitjum sem langaði að kynnast
nýju nágrönnunum. Þetta var mjög
skemmtilegt og upphaf á góðri vin-
áttu. Svo fór eitt að leiða af öðru.
Pétur Davíðsson frá Grund hafði
sinnt bókhaldinu fyrir Snorrastofu,
hann var önnum kafinn og vantaði
aðstoð við bókhaldið þar. Ég var með
menntun og reynslu og hóf störf við
það í hlutastarfi í árslok 2010. Mér
fannst strax sem Reykholt væri al-
veg einstakur staður. Um vorið byrj-
aði ég svo í gestamóttökunni hér og
þá í afleysingum fyrir Dagnýju Em-
ilsdóttur prestsfrú. Hún brá sér af
bæ til Nýja Sjálands í þrjá mánuði að
gæta barnabarna sinna sem bjuggu
þá tímabundið þar með foreldrum
sínum. Ég hef starfað hér við Snorra-
stofu síðan þarna um haustið 2010.“
Hagfræðingur með
söguþekkingu
Fyrir hagfræðinginn Sigrúnu Þor-
mar var það ákveðin áskorun að
hefja störf við að taka á móti gestum
á einu helsta og virtasta höfuðbóli og
menningarstað Íslands. Enn og aftur
tók hún áskorunum í lífinu og lærði
nýtt. „Ég fór að lesa mér til um sög-
una. Það var Sturlunga og aðrar Ís-
lendingasögur, Heimskringla, Eddu-
kvæðin og ævisaga Snorra Sturlu-
sonar eftir Óskar Guðmundsson.
Ég er búin að lesa hana fimm sinn-
um til að kunna sem best skil á öll-
um ættum og bardögum Sturlunga-
aldar. Auk þessa hef ég lesið ýmsan
annan fróðleik. Ég tók á móti fyrstu
hópunum þarna sumarið 2011. Það
hefur gengið vel og ég hef vaxið
með verkefninu. Í dag tek ég á móti
mörgum hópum sem hingað koma,
sé um kynningar og held fyrirlestra.
Hingað koma oft hópar frá Norður-
löndunum enda Snorri frægur þar.
Það hjálpar að hafa búið í Svíþjóð og
Danmörku ásamt því að hafa unn-
ið með Norðmönnum. Ég hef því
mjög gott vald á Norðurlandamál-
unum.“
Aðspurð segir Sigrún að það sé
ekkert vandamál að eiga heima í
Skorradal og sækja vinnu í Reyk-
holt. „Netsambandið í Skorradal er
orðið mjög gott í dag. Ég get unn-
ið heiman frá ef því er að skipta. Í
óveðrum eins og nú í vetur get ég
sleppt því að aka í Reykholt en unn-
ið heiman frá í staðinn. Það er líka
svo að ef það er vont veður þá eru
fáir ferðamenn og því rólegt í gesta-
móttökunni. En vegurinn í Skorra-
dal mætti vera betri. Hann er búinn
að fara all nokkuð í taugarnar á mér
í vetur,“ segir Sigrún og hlær við til-
hugsunina.
mþh
Gunnar með Valdísi dóttur sinni í París. Valdís er hagfræðingur og starfar í
París þar sem hún býr með frönskum unnusta sínum; Thomas Boitard, sem
er fjármálaverkfræðingur.
Við Fitjakirkju í Skorradal.
Ljósm. Kristín Jónsdóttir.
Karlakór Rangæinga heldur tónleika í sal
Tónlistarskólans á Akranesi fimmtudagskvöldið
23. apríl, kl. 20:30.
Fjölbreytt söngdagskrá.
Miðaverð kr. 2.500,- (posi á staðnum), frítt fyrir börn
og unglinga að 16 ára aldri.
Sjá einnig: www.karlar.is
Vortónleikar Karlakórs
Rangæinga
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
5
Fólk í almannaþjónustu vinnur mikilvæg
störf um land allt og er undirstaða þess sam-
félags sem við búum í. Opinberir starfsmenn
veita okkur umönnun og hjúkrun, gæta
öryggis, mennta og gæta barnanna okkar
og sinna allri grunnþjónustu samfélagsins.
Það er hagur okkar allra að grunnstoðirnar
séu sterkbyggðar. Hvetjum stjórnvöld til
að efla almannaþjónustuna í stað þess að
veikja hana. Styðjum við og verum stolt af
því fólki sem þjónar okkur í fjölbreyttum
störfum hjá hinu opinbera.
VIÐ ERUM
UNDIRSTAÐAN
Jóhanna
stuðningsfulltrúi
Hrönn
læknaritari
Elín
fangavörður
Svavar
flugvallarstarfsmaður
Vinkill
fíkniefnahundur
Hjördís
skrifstofumaður
Jóna
sjúkraliði