Skessuhorn


Skessuhorn - 22.04.2015, Side 24

Skessuhorn - 22.04.2015, Side 24
24 MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 2015 „Ég kann á flestan hátt mjög vel við mig hérna á Fellsenda og í Dölun- um. Nær allan minn starfsferil hef ég verið í stjórnunarstöðum en það er nýtt fyrir mig að hér ber ég alfar- ið ábyrgð á rekstri heimilisins. Hér get ég því ekkert skotið mér und- an og vísað á einhvern annan,“ seg- ir Jóna Helga Magnúsdóttir hjúkr- unarforstjóri á hjúkrunarheimilinu Fellsenda í Dölum. Hún kom þar til starfa fyrir rétt rúmu ári frá Eir hjúkrunarheimili í Reykjavík þar sem hún vann frá árinu 1998. Þrett- án árin þar á undan starfaði Jóna Helga á Sjúkraskýlinu í Bolungar- vík. Jóna Helga, sem er hjúkrun- arfræðingur með geðhjúkrun sem sérgrein auk stjórnunarmenntun- ar, er fædd og uppalin á Hvamms- tanga. Hún segir að Búðardalur sé að mörgu leyti líkur sínum gamla heimabæ í Húnaþingi vestra og að hún kunni ágætlega við sig. Íbúarnir frjálsir ferða sinna Eins og margir vita er Fellsendi hjúkrunarheimili fyrir geðfatlaða. Þar eru jafnan 26 heimilismenn víða af landinu. Skrifstofa Jónu Helgu er í eldri byggingunni á Fellsenda. Í þeirri nýrri búa íbúar og þar er deildarstjóri Bryndís Kristjánsdótt- ir hjúkrunarfræðingur. Starfar hún fjóra daga vikunnar og Jóna Helga er þar á móti hina daga vikunn- ar. „Hér eru íbúar það mikið veikt fólk að búseta með stuðningi dug- ar þeim ekki til að höndla sitt líf. Sérstaða þessa heimilis er að það er fjarri þéttbýli. Þetta er opið heimili að því leyti að íbúarnir eru frjálsir ferða sinna, geta farið inn og út eins og þeir vilja en að sjálfsögðu óskum við eftir að þeir séu innan dyra yfir nóttina. Ákveðnir íbúar hér myndu ekki ráða við það að búa í opn- um rýmum í þéttbýlinu eins og til dæmis á höfuðborgarsvæðinu þar sem áreiti og freistingar eru meiri. Ókostur við Fellsenda er staðsetn- ing fjarri höfuðborginni þar sem flestir aðstandendur íbúanna eru. Aðstandendur tjá sig um að langt sé hingað og segjast myndu koma hingað oftar í heimsókn ef styttra væri að fara.“ Jóna Helga segir að samt sem áður líki mörgum dvölin vel á Fellsenda. „Allflestir eru mjög sáttir. Í sumum tilfellum er heim- ilið hérna millilending meðan fólk bíður eftir hentugu úrræði á höfuð- borgarsvæðinu. Það er líka dálítið um að fólk komi hingað til hvíldar- innlagna. Þá í fjórar til átta vikur og nokkrir ílengjast síðan.“ Mörgum liði betur í minna rými Aðspurð segir Jóna Helga að vax- andi þörf sé á úrræðum fyrir unga geðfatlaða í landinu, en íbúar á Fellsenda tilheyra þó ekki þeim hópi. „Þörfin er greinilega vaxandi. Það er til dæmis ungt fólk sem hef- ur verið í neyslu og er mikið skert af henni. Þannig að það getur ekki séð um sig sjálft eða höndlað sitt eigið líf. Fleiri svona úrræði mun þurfa innan ákveðins tíma. Hins vegar er gallinn við Fellsenda að rýmið er of stórt. „Í stærri rýmum þarf ekki nema einn einstakling sem með áreiti sínu skerðir lífsgæði annarra íbúa. Minni einingar í kringum kjarna þykja hentugri meðal ann- ars vegna þess að með þeim er hægt að deildaskipta. Slík úrræði eru reyndar dýrari en það er samt trú- lega framtíðin varðandi geðhjúkrun þeirra sem þurfa varanlega vistun,“ sagði Jóna Helga Magnúsdóttir að endingu. þá Vaxandi þörf á úrræðum fyrir unga geðfatlaða Spjallað við Jónu Helgu Magnúsdóttur hjúkrunarforstjóra á Fellsenda Jóna Helga Magnúsdóttir kom til starfa á Fellsenda fyrir rúmu ári. Vinalegt umhverfi er á Fellsenda og heimilið vel í sveit sett. Fólki gengur misjafnlega vel að finna sér viðfangsefni og afþreyingu þegar starfsævinni lýkur. Ásgeiri Samúels- syni, íbúa við Leynisbraut á Akra- nesi, hefur gengið það ágætlega. Eftir að Ásgeir hætti að vinna fór hann að skera út í tré og náði fljótlega góðu valdi á útskurðarlistinni. Síðastliðinn föstudag var yfirlitssýning á verkum hans opnuð í Bókasafni Akraness og verða þau til sýnis gestum safnsins næstu vikurnar. Ásgeir hefur lengst ævinnar verið á sjónum. Hann er Ís- firðingur að uppruna en flutti sautj- án ára gamall árið 1956 með foreldr- um sínum til Akraness. Blaðamaður Skessuhorns leit við á Leynisbraut- inni á dögunum og spjallaði við sjó- manninn og útskurðarmeistarann Ásgeir Samúelsson. Tíu sumur í sveit á Snæfjallaströnd Spurður um uppvöxtinn á Ísafirði segir Ásgeir að hann hafi verið góður en reyndar var hann í sveit á sumrin alveg frá fjögurra ára aldri hjá frænd- fólki í Lyngholti á Snæfjallaströnd. „Ég fór þangað strax að vorinu með Djúpbátnum Fagranesinu og kom svo til baka með lömbunum þegar leið á haustið. Þau fóru í sláturhús- ið en ég í skólann. Ég var samfleytt í sveit í tíu sumur á Snæfjallaströnd- inni og undi mér þar vel. Tvö síð- ustu sumrin fyrir vestan var ég svo farinn að vinna fyrir mér. Þá var ég með föður mínum í vinnu á Straum- nesfjalli við radarstöðina sem þá var byrjað að byggja. Fyrra sumarið vor- um við hjá bandaríska verktakafyrir- tækinu Hamilton og það seinna hjá Íslenskum aðalverktökum. Á þessum tíma var samt minnkandi vinna á Ísa- firði. Bæði foreldrar mínir og afi og amma fluttu til Akraness vorið 1956. Það var leigður bátur frá Akranesi til að ná í fólkið og búslóðina vestur.“ Fór í báta- og trilluútgerð Ásgeir segir að faðir sinn hafi feng- ið vinnu í frystihúsi Heimaskaga en sjálfur fór hann á sjóinn. „Ég byrj- aði á báti hjá Ragnari gamla Frið- rikssyni og var svo á nokkrum bát- um þar til ég tók þátt ásamt tveim- ur öðrum að stofna eigin útgerð. Með mér voru Hafsteinn Engil- bertsson og Birgir Jónsson. Við keyptum saman trébátinn Reyni AK 18 af útgerð í Vestmannaeyj- um. Þann bát áttum við í nokk- ur ár og okkur gekk ágætlega. Það vel að við stækkuðum við okk- ur og keyptum 150 tonna stálbát. Þann bát keyptum við af útgerðar- mönnum úr Garðinum en sá bát- ur var upphaflega smíðaður fyrir Þórð Óskarsson útgerðarmann á Akranesi og hét þá Sólfari. Þegar við keyptum þennan bát var Haf- steinn reyndar kominn út úr út- gerðinni hjá okkur Birgi. Hjá okk- ur hélt báturinn Reynis-nafninu og við gerðum hann út með ágætum árangri í nokkur ár. Þá seldum við hann austur á Hornafjörð. Þremur mánuðum eftir að við seldum bát- inn austur sökk hann. Hann var að koma af síldveiðum þegar óhappið varð, það var eins og kæmi á hann gat. Í sölusamningnum var gert ráð fyrir að kaupverðið yrði greitt á sjö árum. Vegna skipsskaðans fengum við peningana beint frá trygginga- félaginu. Eftir það gerði ég út mína eigin báta og átti alls fjórar trillur. Í minni sjómennsku voru þetta þess- ar hefðbundnu veiðar; á síld, línu, net og handfæri. Aflabrögð voru yfirleitt góð og til dæmis vorum við oft að veiða vel á handfærin suður með Eldey.“ Lærir líka af bókum og Youtube Síðustu ár starfsævinnar vann Ás- geir í landi, mest við trésmíðar. Hann fann sér síðan það frístunda- gaman árið 2007 að skera út. Guð- mundur Þorsteinsson frá Efri- Hrepp var þá að leiðbeina með tréskurð hjá Félagi eldri borgara á Akranesi. Ásgeir fann sig strax í handverkinu og hefur síðan far- ið tvisvar á námskeið í útskurði hjá Jóni Adolf Steinólfssyni lista- manni. Þá hefur hann keypt sér bækur um útskurð sem hann kallar biblíurnar sínar. Hann segist blaða í þeim stundum á kvöldin milli þess sem hann horfir á sjónvarpið. „Svo finn ég líka ýmislegt á Youtube um útskurð. Þar eru handbrögð- in sýnd mjög vel. Það er mjög gott að hafa skemmtilega afþreyingu og nauðsynlegt að hafa eitthvað fyrir stafni. Aðalmálið hjá mér er að fara í göngutúr á morgnana. Svo byrja ég í útskurðinum eftir hádegi og er í honum oft svona fram á fimmta tímann,“ segir Ásgeir. Næstu vikurnar geta gestir Bóka- safns Akraness skoðað verk Ásgeirs. „Halldóra í bókasafninu tók því vel að sýna verkin mín. Þar koma margir og það er ágætt að sýna þau þar sem umferðin er,“ sagði Ásgeir að endingu. þá Nauðsynlegt að hafa eitthvað fyrir stafni - segir gamli sjómaðurinn og útskurðarmeistarinn Ásgeir Samúelsson Ásgeir með útskurðarbækur, sem hann kallar biblíurnar sínar. Ásgeir hefur líka skorið út klukkur. Stálbáturinn Reynir AK sem Ásgeir gerði út með Birgi Jónssyni í nokkur ár en sá bátur sökk skömmu seinna fyrir austan. Skeiðar sem Ásgeir hefur skorið út.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.