Skessuhorn - 22.04.2015, Side 28
28 MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 2015
Marta Magnúsdóttir frá Grund-
arfirði varð 10. og 11. apríl senni-
lega fyrsti Vestlendingurinn sem fer
á Norðurpólinn. „Ég veit ekki al-
veg hvort ég er fyrst frá Vesturlandi.
Ég er þó að minnsta kosti yngst,“
segir Marta sem er 22 ára gömul.
Afar fáir Íslendingar hafa stigið fæti
á Norðurpólinn. Þangað fara fáir
nema fuglinn fljúgandi, harðasta af-
reksfólk eða þeir sem eiga þess kost
að komast þangað með flugvél eða
þyrlu eins og Marta gerði.
Ein frá Íslandi
Rússar reka vísindabúðirnar Barneo
sem eru í um 50 kílómetra fjarlægð
frá sjálfum norðurpólnum. Stöðin
er sett upp árlega og rekin í um tvo
mánuði. Fundið er úr flugvél slétt
íssvæði í grenndi við pólinn og fall-
hlífahermenn stökkva út með bún-
að. Þeir ryðja flugbraut á ísnum. Þá
geta flugvélar lent með tæki og fólk.
Barneo-rannsóknabúðirnar eru sett-
ar upp. Þarna dvelja Rússar síðan í
mars og apríl ár hvert. Mörtu var
boðið að heimsækja búðirnar fyrr í
þessum mánuði ásamt fjórum rúss-
neskum ungmennum. „Ég stunda
nám við Háskóla Íslands. Ég tók
þátt í ráðstefnu um framtíð norð-
urskautsins sem var haldin í Rúss-
landi í febrúar. Þar var auglýst eftir
fimm háskólanemum á aldrinum 18
– 29 ára frá löndum á norðurslóð-
um sem vildu þiggja boðsferð á veg-
um rússnesku landafræðistofnunar-
innar í Barneo-stöðina. Ég sótti um
og var ein þeirra fimm sem komust
í gegnum froval af um 150 umsækj-
endum,“ segir Marta.
Mjög undarleg upplifun
Allar ferðir og uppihald var greitt
af Rússum. Marta flaug til Noregs
og þaðan áfram til Longyearbyen á
Svalbarða. Þar hitti hún rússneska
ferðafélaga sína. Ætlunin var að
fljúga með rússneskri flugvél þaðan
til Barneo. Sú vél hafði hins vegar
bilað og þau töfðust í nokkra sólar-
hringa í Longyearbyen.
Marta segir að það hafi verið
mjög undarleg tilfinning að lenda
loks á ísauðninni við Norðurpólinn.
„Þetta var mjög óvenjulegt. Það er
ekkert þarna, maður veit bara að
maður er á Norðurpólnum. Ann-
ars er þetta bara ís, kuldi og sólin á
lofti allan sólarhringinn. Þarna stóð
og hugsaði; „Gott og vel, nú er ég
á Norðurpólnum.“ Hún dvaldi í 30
klukkustundir á ísnum ásamt fé-
lögum sínum. „Það var lítið sof-
ið. Þetta var allt svo skrítið. Eigin-
lega gerðum við samt ekki mikið.
Mér liggur við að segja við vorum
bara eitthvað að væflast þarna. Við
fylgdumst með vísindafólkinu að
störfum og böðuðum okkur í sjón-
um. Það var búið að gera holu í ís-
inn sem sjór flæddi upp í gegnum.
Þegar ég kom upp úr sögðu Rúss-
arnir að nú væri ég orðin Rússi,“
hlær Marta.
Komin aftur heim
„Þeim var tamt að grípa í vodka til
að hlýja sér og reyndu að koma mér
í þessa menningu en það gekk lítt.
Annars voru þeir mjög almenni-
legir og viðkunnanlegir. Rússarn-
ir voru ekkert að láta litla ensku-
kunnáttu stoppa sig í að spjalla. Það
skildi enginn hvað ég Íslendingur-
inn var gera þarna. Ég ekki held-
ur. Ég er enn smám saman að átta
mig á þessu öllu. Þetta voru mjög
skrítnir dagar. Þarna var rannsókna-
stöð með vísindafólki en líka ýmiss
konar annað fólk. Til dæmis sjón-
varpsfólk, manneskjur sem voru að
hlaupa maraþon og hermenn und-
ir alvæpni. Þessa daga sem ég var
þarna stóð yfir stór rússnesk heræf-
ing á heimskautasvæðinu.“ Marta
segir að þessi ferð hafi þó eflt áhuga
hennar á norðurslóðamálefnum, en
ekki þó þannig að hún hyggist leggja
þann málaflokk fyrir sig sérstaklega í
framtíðinni.
„Ég bý í Grundarfirði þó ég stundi
nám í Reykjavík og verð fyrir vestan
í sumar. Þar er ég að fara að vinna
í upplýsingamiðstöðinni og á gisti-
heimili foreldra minna sem heit-
ir Gamla pósthúsið. Síðan fer ég að
vinna sem sjálfboðaliði fjórar vikur
í sumarbúðum í Hörðalandi í Vest-
ur-Noregi, svo á skátamót í Viðey
og svo þriggja vikna bakpokaferða-
lag um Ísland,“ segir Marta heim-
komin til landsins eftir þessa ævin-
týraför. Lesa má nánar um norður-
pólsferð Mörtu Magnúsdóttur og
skoða ljósmyndir á bloggsíðu henn-
ar (www.martamagnusdottir.blogs-
pot.com/). mþh
Yngsti Íslendingurinn og líklega fyrsti Vestlendingurinn á Norðurpólinn
Marta önnur frá hægri ásamt rússnesku ferðafélögum sínum úr hópi umsækj-
enda. Þetta eru þau fimm sem voru valin úr 150 manna hópi.
Marta Magnúsdóttir var á Norðurpólnum föstudaginn 10. og laugardaginn 11.
apríl síðastliðinn. Hér flaggar hún fána Grundarfjarðar þar. Í bakgrunni eru rúss-
neskar þyrlur sem voru notaðar til að flytja fólk um 50 kílómetra leið frá Barneo-
búðunum nákvæmlega á sjálfan Norðurpólinn.
Glæsilegur floti 33 fornbíla víða að
úr heiminum keppti í ralli og akst-
ursleikni í Hvalfirði og Borgar-
firði á sunnudaginn. Keppnin hófst
með rallakstri um Hvalfjörð þar sem
leiðin lá um Kjósarskarð. Síðan var
keppt í akstursleikni við Hernáms-
setrið á Hlöðum. Áfram var haldið í
vestur og rallað um Melasveit og síð-
an áfram í Borgarnes þar sem aftur
var keppt í akstursleikni, í þetta sinn
við Olís. Síðan var haldið að Hvann-
eyri þar sem enn var keppt. Leiðin lá
svo um Borgarfjörð þar sem ekið var
að Hraunfossum og snæddar kleinur
og drukkið kaffi í Brúarási. Síðan var
kvöldverður og gist á Hótel Hamri í
Borgarnesi.
Fornbílarnir verða staddir á Ís-
landi dagana 18. til 26. apríl. Þeir
héldu á mánudagsmorgun úr Borg-
arfirði norður yfir heiðar. Ætlun-
in er að aka hringinn kringum Ís-
land í ferð sem hófst árla sunnu-
dagsmorguns. Alls komu 33 fornbíl-
ar hingað til lands á vegum samtak-
anna Historic Endurance Rally Org-
anisation eða HERO. Það er bresk-
ur akstursíþróttaklúbbur sem skipu-
leggur keppnir fyrir fornbíla. Margir
bílanna eru afar fágætir. Þeir eru frá
ýmsum löndum svo sem Bretlands-
eyjum, Írlandi, Noregi, Sviss, Hol-
landi, Belgíu og Nýja Sjálandi.
Keppnin sem nú er efnt til á Ís-
landi felst í því að bílunum er ekið
ákveðna leið samkvæmt leiðarbók
innan tímamarka. Tímamörkin eru
sett þannig upp að aldrei þarf að fara
yfir hámarkshraða. Til viðbótar er
svo keppt á bílunum í ökuleikni eða
þrautaakstri þar sem bifreiðastæði
eða stór svæði eru notuð til að setja
upp brautir með keilum sem aka þarf
kringum.
Eins og sjá má á myndunum sem
hér fylgja og voru teknar af blaða-
manni Skessuhorns við Hlaði, í
Borgarnesi og á Hvanneyri á sunnu-
dag, þá er það afar fjölbreyttur bíla-
floti frá árabilinu 1933 til 1981 sem
tekur þátt í þessum leiðangri HERO-
klúbbsins til Íslands.
mþh
Fjölbreyttur fornbílafloti í sunnudagsralli um Hvalfjörð og Borgarfjörð
Þessi rauði Alfa Romeo Giulietta árgerð 1960 sem hér rennir í hlað
á Hlöðum á Hvalfjarðarströnd hafði innanborðs ökuþóra frá Bret-
landi og Sviss.
Þessi veglegi Citroen DS Pallas árgerð 1974 frá Þýskalandi leið
áfram af virðuleik. Margir íbúa á Hvanneyri mættu til að fylgjast
með bílunum keppa þar.
Þessi Ford Mustang árgerð 1965 kemur frá Írlandi.
Þessir tveir herramenn, þeir Wouter Panis og
Menno de Haan frá Belgíu og Hollandi, vísuðu því
aðspurðir alfarið á bug að þeim væri kalt þó þeir
sætu í opnum bíl um miðjan apríl uppi á Íslandi.
Þeir væru vel klæddir.
Þessi AC March Special árgerð 1938 er næstelsti
bíll keppninnar og kemur frá Sviss. Bílarnir eru
vinsælt myndefni eins og sjá má.
Breskir ökumenn taka þátt á þessum Mercedes
280SL sem var smíðaður árið 1969.
Þessi skemmtilega útbúni Austin Morris Mini
Pickup er frá árinu 1980 og er belgískur.
Þessi veglegi bíll er árgerð 1933 og þannig 82 ára gamall. Hann er af gerðinni Talbot 105 Vanden Plas Tourer. Ökuþórarnir
Wouter Panis og Menno de Haan gættu sín vandlega þegar þeir óku yfir Hvítárbrúna.