Skessuhorn - 22.04.2015, Blaðsíða 31
31MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 2015
Krossgáta Skessuhorns
Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að spreyta sig á
að leysa. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausn-
arorð/in á netfangið: krossgata@skessuhorn.is fyr-
ir klukkan 15 á mánudögum. Þeir sem ekki hafa að-
gang að tölvupósti sendi lausnir á Kirkjubraut 56,
300 Akranesi (athugið að póstleggja þarf lausnir í síð-
asta lagi á föstudegi). Dregið verður úr réttum inn-
sendum lausnum og fær vinningshafinn bókagjöf frá
Skessuhorni.
58 lausnir bárust við krossgátu í blaðinu í síðustu
viku. Lausnin var: „Margur verður af aurum api“.
Vinningshafi er: Ásbjörn Steinarsson, Sandabraut 17,
Akranesi.
mm
Arður
Menn
Samhlj.
Grugg
Afbragð
Orð-
heldinn
Gæsla
Tónn
Veitti
Villt
Lag
Ríki-
dæmi
Eftir-
sóttur
6 Bylgja
Jurt
1050
Ókunn-
ur
Atlot
Býsn
8
Samið
Fákur
Þröng
1
Þaut
Hár
Írafár
Sáð-
lönd
Afrek
Tóku
Eldur
Kák
Atlaga
Grind
Trjáteg.
Leyfist
Tunga
Hlýt
Tvíhlj.
Kvað
Uppbót
Kvíslin
4
Deigur
Kjassa
Skál
Kunni
Sonur
Afmá
Sull
10 Klampa
Ötul
Nam
Kubbar
Rændi
Kúgun
Áhald
1001
Bjálka
Temja
7 Vesæl
Blað
Aur
2 Býli
Sjór
Fyrr
Baun
Tölur
Atorka
Aldur
Útlim
Álit
Þreyta
Loka
Sjó
Vigtaði
Svall
Vætu
Anga
Klæði
At-
burður
9 Sérhlj.
Samhlj.
Étandi
5
Spann
Galli
Sjó
Óregla
Tónn
Spil
Dúnk
Södd
Leit
3 Eins
um S
Sk.st.
Tónn
Urga
Keyrði
Skessa
Hvíldi
Skot
Glamur
11
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11
Síðastliðinn fimmtudag var undir-
ritaður í bæjarþingsalnum á Akra-
nesi samningur milli Eldvarna-
bandalagsins og Akraneskaupstað-
ur um að efla eldvarnir á heimil-
um og í fyrirtækjum og stofnunum
á Akranesi. Markmið samstarfsins
er meðal annars að þróa verkefni
sem geta nýst öðrum við eldvarna-
fræðslu og innleiðingu eigin eld-
varnaeftirlits fyrirtækja og stofn-
ana. Regína Ásvaldsdóttir bæjar-
stjóri sagði við undirskrift samn-
ingsins að þetta samstarf kæmi
til viðbótar og eflingar þeim eld-
vörnum sem viðhafðar hefðu ver-
ið í stofnunum kaupstaðarins sem
eru tæplega 20. Það myndi einnig
ná til leigjenda á vegum Akranes-
kaupstaðar sem og til þeirra sem
njóta húsaleigubóta. Samstarf-
ið felur í sér að Akraneskaupstað-
ur innleiðir eigið eldvarnaeftirlit
í stofnunum sínum í haust sam-
kvæmt gögnum sem Eldvarna-
bandalagið hefur útbúið. „Með
samstarfinu við Eldvarnabanda-
lagið förum við nýjar leiðir til að
efla eldvarnir og öryggi fólks og
njótum þar mikillar reynslu Eld-
varnabandalagsins og efnis sem
það hefur gefið út,“ sagði Regína
enn fremur.
Eldvarnabandalagið er sam-
starfsvettvangur fjölmargra fyrir-
tækja og stofnana um auknar eld-
varnir á heimilum og vinnustöðum.
Björn Karlsson forstjóri Mann-
virkjastofnunar var viðstaddur at-
höfnina og undirritunina í bæjar-
þingsalnum. Hann sagði ánægju-
legt og jákvætt hvað Akurnesing-
ar sýndu öryggismálum mikinn
áhuga. Eldvarnabandalagið hef-
ur útbúið leiðbeiningar og önn-
ur gögn vegna eigin eldvarnaeftir-
lits fyrirtækja og stofnana og verða
þau höfð til hliðsjónar í samstarf-
inu við Akraneskaupstað. Þjálfaðir
verða eldvarnafulltrúar sem ann-
ast eftirlit með eldvörnum í stofn-
unum bæjarins samkvæmt gátlist-
um Eldvarnabandalagsins. Þá fá
allir starfsmenn bæjarins fræðslu
um eldvarnir á vinnustaðnum og
heima fyrir og verður þeim af-
hent handbók Eldvarnabandalags-
ins um eldvarnir heimilisins. Eld-
varnabandalagið leggur til allt efni
og fræðslu án endurgjalds.
Garðar H. Guðjónsson, verk-
efnastjóri Eldvarnabandalagsins,
segir ánægjulegt að fá tækifæri
til að þróa verkefnin í samvinnu
við Akraneskaupstað og tæplega
20 stofnanir og nærri 600 starfs-
menn hans. „Við bindum vonir
við að reynslan af samstarfinu hér
á Akranesi verði öðrum sveitarfé-
lögum og fyrirtækjum hvatning til
að feta sömu braut, segir Garð-
ar. Til stóð að halda rýmingaræf-
ingu í stjórnsýsluhúsinu við Still-
holt 16-18 að lokinni undirskrift
samningsins, en henni var frestað
þar sem boðunarkerfi innanhúss
reyndist ekki í lagi. Verður æfing-
in haldin síðar. þá
Í nýlegum tölum frá Hagstofunni
kemur fram að gistinætur á hótel-
um landsins í febrúar voru 194.800.
Þetta er 21% aukning miðað við
febrúar 2014. Gistinætur erlendra
gesta voru 87% af heildarfjölda gisti-
nátta í mánuðinum en þeim fjölgaði
um 25% frá sama tíma í fyrra. Fjöldi
gistinátta Íslendinga var svipaður
milli ára.
Flestar gistinætur á hótelum í
febrúar voru á höfuðborgarsvæð-
inu eða 145.200. Það er 18% aukn-
ing miðað við febrúar 2014. Næst
flestar voru gistinætur á Suðurlandi
eða um 25.100. Af erlendum gest-
um voru Bretar með flestar gistinæt-
ur í febrúar, 76.200, því næst Banda-
ríkjamenn með 30.500 og loks Þjóð-
verjar með 13.400 gistinætur. mþh
Ríkisstjórnin hefur lagt fram lagafrum-
varp um að lögfesta kvótasetningu á
makríl, en hann er ný tegund í íslenskri
lögsögu. Einnig verða heimiluð frjáls
viðskipti með hann innan sjávarútvegs-
greinarinnar. Þessi gjörningur þýðir
gjafakvóta fyrir tugi milljarða til aðila í
greininni í boði stjórnvalda á sama tíma
og launafólki eru skammtaðar launa-
hækkanir úr hnefa í nafni stöðugleika!
Undanfarin ár hefur makrílveiðum
verið stjórnað frá ári til árs með reglu-
gerðarheimildum sjávarútvegsráðherra
en enn hefur ekki tekist að semja um
veiðarnar milli þeirra strandríkja sem
í hlut eiga. Makríllinn kom inn í lög-
sögu okkar upp úr 2007 en fór ekki að
veiðast að ráði fyrr en árið 2009 og hef-
ur síðan þá skilað þjóðarbúinu, og sér-
staklega uppsjávargeiranum, gífurleg-
um tekjum. Árið 2010 var uppsjávar-
geiranum sem hóf veiðar settar skorð-
ur í 112 þúsund tonnum og í fram-
haldinu var makrílnum úthlutað með
reglugerð til fjögurra útgerðarflokka,
þ.e. uppsjávargeirans, frystiskipa, ís-
fisktogara og krókaaflamarksbáta. Frá
árinu 2012 voru veiðunum settar þær
skorður að aflinn færi til manneldis og
gekk það eftir og skilaði margfalt meira
verðmæti í kjölfarið.
Stórskipaflotinn hefur ekki þurft
að kosta til miklum fjármunum vegna
makrílveiðanna heldur hafa þessar út-
gerðir getað nýtt þann búnað sem fyrir
var í veiðum og vinnslu og hefur þessi
makrílveiði því verið algjör bónus og í
raun hvalreki fyrir þær.
Í dag eru um 114 minni bátar á mak-
ríl þar sem eigendur hafa þurft að fara
út í kostnaðarmiklar breytingar á bát-
um sínum sem kosta allt frá 6 til 10
milljónum króna, sem er hátt hlut-
fall af verðmæti bátanna. Makrílveið-
ar minni skipa og báta hafa skipt miklu
fyrir vinnslu í landi og oft verið for-
senda þess að halda fiskvinnslu í landi
gangandi yfir sumarið.
Ráðherra hefur skýlt sér á bak við
álit umboðsmanns Alþingis um að
óheimilt sé að stjórna veiðunum áfram
með reglugerðarheimildum og að upp-
sjávarfyrirtæki hafi kært þann þátt út-
hlutunar makríls að öðrum en uppsjáv-
arveiðigeiranum einum sé veitt hlut-
deild í kvótanum. Þetta er skálkaskjól
ráðherra því að sjálfsögðu er hægt með
lögum að stjórna makrílveiðum með
öðrum hætti eins og t.d. með því að
leigja hann á ársgrundvelli eða að bjóða
hann út innan skilgreindra marka. Rík-
isstjórnarflokkarnir eru fyrst og fremst
að fylgja eftir sinni stefnu með kvóta-
setningu og framsali sem kallar um leið
á brask og skuldsetningu innan grein-
arinnar og jafnframt mikla samþjöpp-
un á kostnað minni útgerða sem ekki
munu rísa undir enn frekari skuldsetn-
ingu.
Þetta verður rothögg fyrir báta
strandveiðihluta makrílveiðanna sem
fá það litla úthlutun að þeir verða ann-
að hvort að leigja makrílkvóta af öðrum
eða selja sína makrílhlutdeild. Þarna er
verið að búa til bólu-hagkerfi og sýnd-
arverðmæti með því að koma því til
leiðar með reglusetningu að versl-
un hefst með makrílkvótann milli út-
gerða í greininni með tilheyrandi við-
bótar skuldsetningu. Fjármálastofnan-
ir munu að sjálfsögðu fitna á aukinni
skuldsetningu í greininni og með veð-
setningu á makrílkvóta, eftirspurn eft-
ir lánsfé eykst og vextirnir hækka í kjöl-
farið. Með ráðstöfun ríkisstjórnarinnar
er í raun verið að loka á nýliðun í makr-
ílveiðum og á þá þróun sem verið hef-
ur í vinnslu makríls til manneldis í fisk-
vinnslum víða í sjávarbyggðum.
Það er ömurlegt að stjórnvöld nýti
ekki það gullna tækifæri sem nú gefst
til jákvæðra breytinga með því að út-
hluta þessari nýju tegund, makrílnum,
með öðrum hætti en gert er í núver-
andi kvótakerfi sem er mjög umdeilt
og óréttlátt og engin sátt er um í þjóð-
félaginu og hefur valdið mikilli sam-
þjöppun með tilheyrandi byggðarösk-
un.
Ég tel skynsamlegt að við lögfestum
með sérlögum að makrílkvótinn skuli
leigður út á ársgrundvelli til þeirra fjög-
urra útgerðarflokka sem hafa stundað
veiðar undanfarin ár og endurskoðum
kvótahlutfall þeirra innbyrðis. Leigan
verði hlutfall af aflaverðmæti upp úr sjó
og nýtist samfélaginu öllu.
Það veit enginn hve makríllinn verð-
ur lengi í íslenskri lögsögu þó við vilj-
um og vonum að hann sé kominn til að
vera. Hvers vegna að búa til úr þessari
sameiginlegu auðlind peningamask-
ínu fyrir þá sem fá gefins makrílkvóta
og skuldsetja greinina samhliða þegar
engin þörf er á slíku? Það afgjald sem
ráðherra leggur til, þ.e. 10 kr. pr. kg.,
er brotabrot af varanlegri sölu á þorsk-
kvóta í dag þó tekið sé tillit til þess að
þorskurinn sé verðmætari tegund.
Þessi gjafakvóta gjörningur er
hneyksli og gerir ekkert annað en að
hella olíu á eldinn í áframhaldandi deil-
um meðal landsmanna um ráðstöfun
sameiginlegra auðlinda þjóðarinnar.
Lilja Rafney Magnúsdóttir.
Höf. er alþingismaður VG í Norðvest-
urkjördæmi.
Pennagrein
Makrílgjafakvóti
fyrir milljarða
Súlurit sem sýnir
þróunina undan-
farin fjögur ár.
Miðað við þetta
má gera ráð
fyrir að á næsta
ári verði tvöfalt
fleiri gistinætur
en árið 2012.
Mynd: Hagstofa
Íslands.
Gistinóttum á hótelum fjölgar enn
Frá undirskrift samsamstafssamningsins í bæjarþingsalnum.
Akraneskaupstaður í samstarf við Eld-
varnabandalagið um átak í eldvörnum