Skessuhorn


Skessuhorn - 20.05.2015, Qupperneq 6

Skessuhorn - 20.05.2015, Qupperneq 6
6 MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 2015 Vilja girða fyrir sauðfé DALIR: Fjallskilanefnd Fells- strandar hefur óskað eftir því við sveitarstjórn Dalabyggð- ar að sett verði upp u.þ.b. 350 metra girðing í landi Orms- staða ásamt ristahliði á Dag- verðarnesvegi. Tilgangurinn er að koma í veg fyrir að sauðfé gangi í Dagverðarnes en þar þykir erfitt að smala. Byggðar- ráð Dalabyggðar hefur hafnað því að taka þátt í kostnaði við að koma upp þessari girðingu. Á fundi sínum nú í maí gerði byggðaráð þó ekki athuga- semdir við að fjallskilasjóður Fellsstrandar komi henni upp að fengnu samþykki landeig- enda. Verði af framkvæmdinni samþykkir byggðarráð að koma upp ristahliði á Dagverðarnes- veg í samvinnu við Vegagerð- ina. -mþh Garðakaffi verð- ur opnað á ný AKRANES: Kaffihúsið Garða- kaffi á Akranesi verður opnað á nýjan leik í sumar eftir að hafa verið lokað frá því í desember 2014. Skrifað hefur verið undir samning við nýja rekstraraðila, leigutakann Hof Apartments. Mæðgurnar Guðný Guðjóns- dóttir og Sara D. Baldursdóttir munu sjá um reksturinn í sum- ar. Leigutíminn er frá 1. júní - 31. ágúst 2015 en möguleiki er á framlengingu ef vilji er fyr- ir hendi hjá báðum aðilum. Kaffihúsið er í Safnaskálanum í Görðum sem er í eigu Akra- neskaupstaðar og Hvalfjarðar- sveitar. –grþ Veitingar á hafnarsvæðinu STYKKISH: Stykkishólms- bær hefur veitt stöðuleyfi fyr- ir Ljúfmetismarkað í Stykk- ishólmi í sumar. Til stend- ur að markaðurinn verði hald- inn laugardaginn 25. júlí, að því gefnu að verkefnið fái styrk frá Uppbyggingarsjóði Vest- urlands. Markaðurinn verð- ur haldinn á hafnarsvæðinu og verður veitingamönnum og matvælaframleiðendum boðið að kynna vöru sína og selja. Þá hefur einnig verið veitt stöðu- leyfi fyrir söluvagni á hafnar- svæði Stykkishólmsbæjar. Þar er fyrirhugað að vera með ís- búð. Tímabil stöðuleyfisins er frá 15. maí til 30. september. Nánari staðsetning verður í samráði við hafnarvörð. –grþ Sóttu vélarvana bát að inn- siglingunni RIF: Björgunarskip Lands- bjargar í Rifi var kallað út á mánudagskvöldið síðasta vegna trillu sem hafði bilað í innsigl- ingunni að höfninni. Einn mað- ur var um borð. Talin var nokk- ur hætta á ferðum þar sem bát- inn rak að landi og var björg- unarskipið því kallað út á fyrsta forgangi. Aðeins liðu fjór- ar mínútur frá því að útkallið barst og þar til björgunarskip- ið var komið að bilaða bátnum. Bæði var stutt að fara og skip- stjórinn var við vinnu við hafn- arvogina þegar kallið kom. Bát- urinn var tekinn í tog og dreg- inn til hafnar og var útkallinu lokið á um 20 mínútum. –mm Áhyggjur vegna framtíðar FSN SNÆFELLSNES: Á fundi bæjarstjórnar Stykkishólms 13. maí síðastliðinn lýsti Lár- us Ástmar Hannesson bæjar- fulltrúi yfir áhyggjum sínum varðandi framtíð Fjölbrauta- skóla Snæfellinga. Sturla Böðvarsson bæjarstjóri gerði grein fyrir fundi sínum, bæjar- stjóra Grundarfjarðar og Snæ- fellsbæjar með Illuga Gunn- arssyni menntamálaráðherra. Á honum kom fram að staða skólameistara Fjölbrautaskóla Snæfellinga verði auglýst en hann hefur sagt upp störfum. Í framhaldinu lagði Lárus Ást- mar fram eftirfarandi bókun: „Undirrituð harma þá stöðu sem uppi er varðandi Fjöl- brautaskóla Snæfellinga. Frá haustmánuðum hefur verið vegið verulega að starfi skól- ans og virðist ekkert lát vera á. Ekki hefur enn verið auglýst eftir skólameistara en marg- ar vikur eru frá því að fráfar- andi skólameistari sagði starfi sínu lausu. Svo virðist sem neyða eigi skólann til samein- ingar við aðra framhaldsskóla. Einnig lýsum við miklum von- brigðum með að ekki enn hef- ur verið boðað til fundar með sveitarstjórnum svæðisins vegna þessa mikilvæga máls og leggjum enn og aftur áherslu á að það verði gert hið fyrsta.“ –mþh Hafliði Páll verður aðstoðar- skólameistari AKRANES: Gengið hefur verið frá ráðningu Hafliða Páls Guðjónssonar í stöðu aðstoð- arskólameistara Fjölbrauta- skóla Vesturlands á Akra- nesi. Tekur hann við starfinu 1. ágúst næstkomandi. Á vef skólans kemur fram að fjórtán sóttu um stöðuna. –mm Fulltrúar Íbúasamtaka Hvanneyr- ar og nágrennis sátu fund með nýr- áðnum ráðgjafa í fræðslumálum hjá Borgarbyggð, Gunnari Gíslasyni, þriðjudaginn 12. maí. Umræða fundarins var hagræðing í fræðslu- málum sveitarfélagsins en háværar raddir hafa verið á sveimi í Borgar- byggð um mögulega lokun Hvann- eyrardeildar Grunnskóla Borgar- fjarðar. Íbúasamtökin óskuðu eftir fundi með ráðgjafanum en á fund- inum var mikilvægi þessarar deild- ar fyrir Hvanneyri og Borgarbyggð alla rætt. Til að auðvelda nýráðn- um ráðgjafa verkið ákváðu Íbúa- samtökin því að taka saman skýrslu um mikilvægi skólastarfs á Hvann- eyri og afhentu þau ráðgjafanum skýrsluna í upphafi fundar. Ákvörð- un í málinu verður tekin á sveitar- stjórnarfundi í lok maí en það kom fram á fundi Íbúasamtakanna með byggðarráði Borgarbyggðar 7. maí síðastliðinn, eins og greint var frá í síðasta Skessuhorni. mm HB Grandi hefur selt uppsjávar- skipin Ingunni AK og Faxa RE til Vinnslustöðvarinnar í Vest- mannaeyjum. Með skipunum fylgir 0,676% aflahlutdeild í loðnu af kvóta HB Granda í stofninum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem HB Grandi sendi Kauphöll Íslands seint á mánudagskvöld. Heildarsöluverð er 2.150 millj- ónir króna. Þessi sölusamning- ur er gerður með fyrirvara um að stjórnir þeirra samþykki hann. Ingunn AK verður afhent nýj- um eigendum 3. júlí. Faxi verð- ur síðan afhentur í desember. Ing- unn var smíðuð árið 2000 en Faxi er frá 1987. Nýtt uppsjávarskip HB Granda, Venus NS, er nú á leið til landsins frá skipasmíðastöð í Tyrk- landi. Aðfaranótt mánudagsins sigldi það vestur og út gegnum Gí- braltarsund. Menn úr áhöfn Ing- unnar fara yfir á það skip en Guð- laugur Jónsson skipstjóri sem ver- ið hefur með Ingunni verður skip- stjóri á Venusi. Ingunn var í byrj- un vikunnar á leið frá Færeyjamið- um til Vopnafjarðar með kolmun- nafarm en Faxi RE var við lönd- un þar. Líklegt má telja að menn af Faxa fari yfir á annað nýtt uppsjáv- arskip HB Granda sem er í smíðum í Tyrklandi. Hefur það hlotið nafn- ið Víkingur AK og á að koma til Ís- lands síðar á árinu. Þriðja uppsjávarskipi HB Granda sem er Lundey NS hefur nú ver- ið lagt í Akraneshöfn og er skipið á sölu. Áhöfn þess hefur verið af- skráð. Sjá nánar frétt á síðu 11. mþh Ingunn AK og og Faxi RE seld til Vestmannaeyja Faxi RE 9 við loðnulöndun í Akraneshöfn.Ingunn AK 150 landar loðnu á Akranesi nú í vetur. Fulltrúar Íbúasamtaka Hvanneyrar og nágrennis með skýrsluna fyrir utan ráð- húsið. F.v. Sólrún Halla Bjarnadóttir, Birgitta Sigþórsdóttir, Álfheiður Sverrisdóttir, Sigurður Guðmundsson og Borgar Páll Bragason. Afhentu skýrslu um mikilvægi skólastarfs á Hvanneyri

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.