Skessuhorn


Skessuhorn - 20.05.2015, Qupperneq 14

Skessuhorn - 20.05.2015, Qupperneq 14
14 MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 2015 Nafn: Tinna Pétursdóttir. Fjölskylduhagir/búseta: Gift og á tvö börn, 5 ára og 3ja ára. Starfsheiti/fyrirtæki: Nuddari á snyrtistofunni Face á Akranesi. Áhugamál: Blak og að ferðast. Dagurinn: Miðvikudagur í maí. Klukkan hvað vaknaðirðu og hvað var það fyrsta sem þú gerðir? Ég vaknaði kl. 7:30, klæddi börnin og mig. Svo var farið með þau í leikskólann. Hvað borðaðirðu í morgunmat? Ristað brauð með osti og kaffi. Ég get ekki byrjað daginn án kaffibolla! Hvenær fórstu til vinnu og hvernig? Korter í níu var far- ið í vinnuna á bílnum. Þar sem ég er oft að fara að nudda tvisv- ar yfir daginn og vill nýta lausan tíma inn á milli þá er ég því mið- ur oftast á bíl. Fyrstu verk í vinnunni? Þar sem ég er nuddari og fullt bók- að í dag þá var farið í að búa um nuddbekkinn, kveikja á hitateppi og slökunartónlist. Hvað varstu að gera klukk- an 10? Þá var ég að skipta um á nuddbekknum mínum og gera klárt fyrir næsta kúnna. Hvað gerðirðu í hádeginu? Klukkan hálf tólf byrjaði 90 mín- útna eyða áður en næsti kúnni kom. Þá fór ég að fá mér hádeg- ismat og í matvörubúð að kaupa inn fyrir heimilið. Svo heim að ganga frá. Hvað varstu að gera klukk- an 14? Þá var ég að klára nudd og skipta á bekknum fyrir næsta nudd. Hvenær hætt og það síðasta sem þú gerðir í vinnunni? Ég fer úr vinnufötunum og geri bekkinn kláran fyrir kvöldið þar sem ég er með einn viðskiptavin sem kemur kl. 18:15. Hvað gerðirðu eftir vinnu? Klukkan 15:30 náði ég í krakk- ana og við fórum heim að leika okkur þar til þau fóru í pössun hjá ömmu sinni klukkan sex. Þá þurfti ég að fara og nudda síð- asta líkamann fyrir daginn. Hvað var í kvöldmat og hver eldaði? Krakkarnir borðuðu kvöldmat hjá ömmu sinni sem hún eldaði. Ég greip bara einn banana áður en ég fór aftur í vinnuna og fékk mér svo skyr þegar ég kom heim eftir blakæf- ingu. Hvernig var kvöldið? Var í blaki frá klukkan hálf átta til níu. Hvenær fórstu að sofa? Ég fór nú ekki að sofa fyrr en rétt fyrir miðnætti. Hvað var það síðasta sem þú gerðir áður en þú fórst að hátta? Ég horfði á sjónvarpið eftir soldið langan vinnudag. Hvað stendur uppúr eftir daginn? Það er nú voða lítið þar sem þessi dagur var óvenju mik- ið fram og tilbaka. Eitthvað að lokum? Ég verð nú að taka fram að þetta er nú ekki alveg hefðbundinn dagur hjá mér þar sem ég var óvenju mikið bókuð á snyrtistofunni. Dag ur í lífi... Dagur í lífi nuddara Rækjukvótinn aukinn við Nesið SNÆFELLSNES: Haf- rannsóknastofnun hef- ur lokið árlegri stofnmæl- ingu sinni á rækju við Snæ- fellsnes. Á grundvelli henn- ar leggur stofnunin nú til að leyft verði að veiða 700 tonn af rækju við nesið frá 1. maí 2015 til 15. mars 2016. Ástand rækjustofnsins er talið ágætt á svæðinu. Svokölluð stofnvísi- tala mældist yfir meðallagi. Stærð rækju í Breiðafirði var 123 stk/kg en hún taldist 167 stk/kg í Kolluál og eru þetta svipuð niðurstaða talningar og fékkst í stofnmælingu árið 2014. Meira mældist af rækju í Breiðafirði en í fyrra. Lítið var af fiski á slóðinni. Rann- sóknirnar fóru fram á Dröfn RE 35 dagana 22. til 26. apríl. Sjávarútvegsráðuneytið hef- ur í framhaldi af þessu auk- ið rækjukvótann við Snæfells- nes úr 600 tonnum í 833 tonn á yfirstandandi fiskveiðiári. Í nýrri reglugerð frá ráðuneyt- inu kemur fram að veiðitíma- bil rækju við Snæfellsnes sé frá og með 1. september 2014 til og með 31. ágúst 2015. Veið- ar á rækju við Snæfellsnes eru óheimilar frá og með 15. mars til og með 30. apríl ár hvert. Í reglugerðinni er einnig kveð- ið á um að heimilt sé að flytja óveitt aflamark rækju við Snæfellsnes frá fiskveiðiárinu 2014/2015 yfir á fiskveiðiárið 2015/2016. –mþh Aflatölur fyrir Vesturland 9. - 15. maí 2015. Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes 25 bátar. Heildarlöndun: 77.998 kg. Mestur afli: Akraberg ÓF: 20.499 kg í fjórum löndunum. Arnarstapi 31 bátur. Heildarlöndun: 164.176 kg. Mestur afli: Tryggvi Eðvarðs SH: 49.011 kg í sex löndun- um. Grundarfjörður 37 bátar. Heildarlöndun: 244.981 kg. Mestur afli: Hringur SH: 67.545 kg í einni löndun. Ólafsvík 38 bátar. Heildarlöndun: 402.520 kg. Mestur afli: Kristinn SH: 58.219 kg í sex löndunum. Rif 44 bátar. Heildarlöndun: 583.151 kg. Mestur afli: Tjaldur SH: 144.920 kg í tveimur löndun- um. Stykkishólmur 12 bátar. Heildarlöndun: 14.157 kg. Mestur afli: Kári SH: 4.050 kg í einni löndun. Topp fimm landanir á tíma- bilinu: 1. Tjaldur SH – RIF: 74.903 kg. 13. maí 2. Tjaldur SH – RIF: 70.017 kg. 9. maí 3. Hringur SH – GRU: 67.545 kg. 12. maí 4. Örvar SH – RIF: 61.601 kg. 13. maí 5. Helgi SH – GRU: 49.366 kg. 10. maí mþh Verkum miðar vel við að undirbúa hvalvertíð sumarsins í hvalstöð Hvals hf. í Hvalfirði. Þar hefur stór hóp- ur iðnaðar- og verkamanna starfað í allan vetur við endurbætur og ný- byggingar á húsakosti. Nýtt hús fyr- ir kjötvinnslu er risið á vinnusvæði hvalstöðvarinnar. Þar verður stund- uð pökkun og frysting á hvalkjöti á komandi vertíð en hvalskurði hefur nú verið hætt á Akranesi. Sú vinnsla verður í staðinn stunduð í Hvalfirði. Einnig er búið að reisa nýtt hús með góðri búningsaðstöðu fyrir hval- skurðarmenn á plani. Sömuleiðis eru menn komnir vel á veg með að stækka gistirými fyrir hvalskurðar- menn í búðum Hvals hf. í bragga- hverfinu á Miðsandi, eins og nýver- ið var sagt frá í Skessuhorni. Það reyndist nauðsynlegt þar sem ljóst er að starfsmönnum í hvalstöðinni mun fjölga nokkuð nú þegar skurð- ur og snyrting á hvalkjöti hefur færst inn í Hvalfjörð. Um leið og þetta gerist þá eru hvalbátarnir Hvalur 8 og Hvalur 9 teknir í slipp í Reykja- vík. Það er því ljóst að hvalvertíð er undirbúin af kappi þó að hugsanleg verkföll í lok maí gætu sett þar strik í reikninginn. mþh Framkvæmdir fyrir hvalvertíð ganga vel í Hvalfirði Horft yfir hvalstöð Hvals hf. um síðustu helgi. Fyrir miðju á myndinni er hið nýja kjötvinnsluhús sem nú er risið. Verið er að stækka og breyta gömlu tómstundahúsi í braggahverfinu á Miðsandi í gistiskála fyrir hvalskurðarmenn. Húsið kallast „Tempó“ og verður alls 168 fermetrar að flatarmáli. Bændasamtökin hafa um árabil gef- ið út litaveggspjöld af íslensku búfé. Í fyrrahaust kom út nýtt spjald með geitinni. Nú eru það hins vegar landnámshanar-, landnámshænur og ungar þeirra sem komin eru á prent. Alls eru myndirnar 26 talsins með öllu þessu fiðurfé við ýmsar aðstæð- ur í lífsbaráttunni. Nýja hænsna- veggspjaldið er litríkt eins og fyrir- sæturnar og fáanlegt hjá Bændasam- tökunum. Tvær stærðir eru í boði, A3 og stór veggspjöld í stærðinni 61 x 87 cm. Minni gerðin kostar 900 kr. og sú stærri 1.500 kr. Tekið er við pöntunum í netfangið jl@bondi.is eða í síma 563-0300. mþh Landnámshænur í lit Nýja veggspjaldið er augnayndi og þarf ekki að koma á óvart enda íslensk hænsni glæsilegir fuglar. Ungmennafélag Grundarfjarðar hélt aðalfund þann 12. maí síðastliðinn. Í reikningum félagsins kemur fram smá hagnaður eftir árið. Þá voru siðareglur félagsins lagðar fram til samþykktar. Einnig kom fram á fundinum að Kári Pétur Ólafsson formaður félagsins gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu og var það lagt í hendur starfandi stjórnar að finna eftirmann hans. Frá vinstri eru: Kári Pétur Ólafs- son fráfarandi formaður, Dagný Ósk Guðlaugsdóttir ritari, Halldóra Dögg Hjörleifsdóttir meðstjórnandi og Sól- berg Ásgeirsson gjaldkeri. Á myndina vantar Pétur Vilberg Georgsson með- stjórnanda sem komst ekki á fund. tfk Leita að nýjum formanni í Umf. Grundarfjarðar

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.