Skessuhorn


Skessuhorn - 20.05.2015, Side 27

Skessuhorn - 20.05.2015, Side 27
27MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 2015 Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. auðveldar smásendingar Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR ������� ��������� � e���.�� F ÍT O N / S ÍA F ÍT O N / S ÍA Hildur Sigurðardóttir, körfu- boltakona úr Snæfelli, var kjörinn íþróttamaður HSH á laugardag- inn. Íþróttamenn ársins voru kynnt- ir í íþróttahúsinu í Ólafsvík en HSH hélt á sama tíma frjálsíþróttamót sitt þar. Auk þess voru aðrir íþrótta- menn heiðraðir. Íþróttamaður HSH er kjörinn af stjórn HSH og for- mönnum aðildarfélaga sambands- ins. Auk íþróttamanna er sú hefð að heiðra þá sem eru að vinna að stjórn- unar- og þjálfarastörfum hjá aðild- arfélögum HSH. Þetta árið fengu þær Kristín Halla Haraldsdóttir og Björg Ágústsdóttir afhentan Vinnu- þjark HSH. Viðurkenninguna fá þær fyrir störf í þágu frjálsra íþrótta bæði heima í héraði og fyrir Sam- Vest sem er samstarf sjö íþróttasam- banda á Vesturlandi og Vestfjörðum í frjálsum íþróttum. Eftirtaldir hlutu viðurkenningar: Skotíþróttamaður HSH 2014: Unnsteinn Guðmundsson, Skot- grund. Unnsteinn sigraði á þeim leirdúfuskotmótum sem haldin hafa verið á árinu. Hann tók virkan þátt í starfsemi félagsins og sá um kennslu ásamt öðrum á skotvopn- anámskeiði sem haldið var í sumar. Hestaíþróttamaður HSH 2014: Siguroddur Pétursson er hest- íþróttamaður Snæfellings. Hann varð í þriðja sæti á landsmótinu í sumar. Efstur bæði í tölti og fjór- gangi á íþróttamóti Snæfellings og í verðlaunasæti á Reykjavíkur-meist- aramótinu síðastliðið vor. Frjálsíþróttamaður HSH 2014: Katrín Eva Hafsteinsdóttir, Umf. Snæfelli. Katrín var við æfingar og keppni á árinu. Á Silfurleikunum í haust náði hún sínum besta árangri á árinu og varð í 4. sæti í kúluvarpi. Knattspyrnumaður HSH 2014: Ásdís Lilja Pétursdóttir, Umf. Vík- ingi. Ásdís hefur verið lykilleik- maður í ungu liði Víkings Ó. sem er að stíga sín fyrstu skref. Er fyr- irliði liðsins og leiðtogi innan vallar auk þess að vera góð fyrirmynd. Blakmaður HSH 2014: Aldís Ás- geirsdóttir, Umf. Grundarfjarðar. Aldís er til fyrirmyndar bæði innan vallar sem utan og var valin Íþrótta- maður Grundarfjarðar 2014. Hún var valin í landslið U17 og U19 í blaki og keppti með báðum liðum í haust. Körfuknattleiksmaður HSH 2014: Hildur Sigurðardóttir, Umf. Snæfelli. Hildur var fyrirliði deild- ar- og Íslandsmeistara kvennaliðs Snæfells í vor og var einnig val- in besti leikmaður síðustu leiktíð- ar. Hún var svo valin í landslið Ís- lands sem keppti í C-keppni Evr- ópukeppninar. Kylfingur HSH 2014: Hjörtur Ragnarsson, Golfklúbbnum Jökli. Hirti gekk vel sumarið 2014. Hann tók þátt í fjölda móta bæði hjá Jökli sem og hjá nágrannaklúbbum á Snæfellsnesi og lækkaði í forgjöf úr 10 niður í 6,9. Hann er öðrum kylf- ingum góð fyrirmynd. Vinnuþjarkur HSH 2014: Full- trúar HSH í SamVest hópunum. Björg Ágústsdóttir og Kristín Halla Haraldsdóttir fyrir frábært og öt- ult frumkvöðlastarf í þágu frjálsra íþrótta. af ÍA mætti lærisveinum Ólafs Þórð- arsonar í Víkingi R. á Akranesvelli á sunnudagskvöldið. Aðstæður til knattspyrnuiðkunar voru ekki þær bestu; kalt og nokkuð mikill hlið- arvindur en völlurinn leit vel út. Leikurinn fór rólega af stað þar sem bæði lið þreifuðu fyrir sér. Víking- ar komust yfir á 17. mínútu þegar Haukur Baldvinsson fékk knöttinn í vítateig Skagamanna, kom skoti að marki sem fór af varnarmanni og í netið. Víkingar voru beittari fyrstu mínúturnar þar á eftir en leikurinn opnaðist eftir því sem leið á hálf- leikinn. Bæði lið áttu skot í þverslá, Skagamenn úr aukaspyrnu Jóns Vilhelms Ákasonar og Víkingar eftir skyndisókn. Á 42. mínútu átti Jón Vilhelm svo fyrirgjöf frá hægri sem féll fyrir fætur Garðars Gunn- laugssonar. Hann lagði boltann fyr- ir sig og smellti honum í nærhornið úr vítateignum. Staðan 1-1 í hálf- leik, nokkuð sanngjarnt þrátt fyrir að Víkingar hafi ef til vill verið ögn sterkari. Í síðari hálfleik var annar bragur á sóknarleik Skagamanna, leikur- inn opnari og bæði lið sóttu. Skaga- menn sköpuðu sér nokkur ákjósan- leg marktækifæri, flest eftir laglegt kantspil og voru nálægt því að koma boltanum í netið, en allt kom fyr- ir ekki. Tvisvar sinnum á skömm- um tíma björguðu leikmenn Vík- ings á marklínu og þrátt fyrir mörg tækifæri vantaði herslumuninn hjá heimamönnum. Á 85. mínútu fékk Agnar Darri Sverrisson sendingu inn fyrir vörn Skagamanna, var kominn í dauða- færi og gat stolið sigrinum en Árni Snær varði stórvel í markinu. Vík- ingar komu reyndar boltanum í netið í uppbótartíma en mark Igors Taskovic var dæmt af vegna brots á Árna Snæ í marki Skagamanna. Stuðningsmenn Víkings voru ekki par sáttir með Guðmund Ár- sæl Guðmundsson dómara en þar við sat, niðurstaðan 1-1 jafntefli á Akranesvelli. Næsti leikur Skagamanna er í kvöld, miðvikudag, klukkan 19:15 gegn FH á Kaplakrika. kgk/ Ljósm. Guðmundur Bjarki Halldórsson. Káramenn mættu Víði frá Garði í Akraneshöllinni síðastliðinn laug- ardag. Leikurinn var ójafn frá fyrstu mínútu, heimamenn í Kára voru miklu sterkari og leiddu 3-0 í hálfleik með tveimur mörkum Fjalars Arnar Sigurðssonar og einu marki Sverris Mars Smárasonar. Káramenn héldu uppteknum hætti í þeim síðari, Fjalar bætti tveimur mörkum við en liðið hefði hæglega getað skorað fleiri, því þeir áttu fjölmörg tækifæri og skutu meðal annars í stöng. Á 81. mínútu tækl- aði Jósef Halldór Þorgeirsson leik- mann Víðis á miðjunni. Sá brást ókvæða við, tók Jósef hálstaki sem missti við það stjórn á skapi sínu og svaraði í sömu mynt. Uppskáru báðir rautt spjald fyrir vikið. Liðin léku því með tíu leikmenn hvort lið síðustu mínútur leiksins. Lokatölur 5-0, Kára í vil. Landsliðsmaður Tógó til félagsins Einhver óvæntustu félagaskipti knattspyrnusumarsins, hingað til að minnsta kosti, gengu í gegn fyr- ir helgi þegar miðjumaðurinn Fa- rid Zato gekk til liðs við Kára eftir að samningur hans við KR rann út. Farid er landsliðsmaður Tógó og gekk til liðs við KR í fyrra. Hann fótbrotnaði hins vegar fyrr á árinu og hefur ekki náð sér að fullu eft- ir þau meiðsli. Þrátt fyrir að geta ekki byrjað að leika með Kára strax vegna meiðsla er ljóst að Farid er mikill fengur fyrir félagið. Káramenn hafa verið dugleg- ir að styrkja sig í sumar. Á dögun- um gekk hinn 28 ára gamli Heimir Einarsson til liðs við félagið. Hann var fastamaður í vörn ÍA á sínum tíma en lagði skóna á hilluna árið 2011 vegna meiðsla. Nú hefur hann hins vegar dregið þá fram aftur og mun leika með Kára í þriðju deild- inni í sumar. kgk Ásgeir Marteinsson var valinn maður leiksins og því verðlaunaður sérstaklega fyrir frammistöðu sína. Hér má sjá Elísabetu Ragnarsdóttur veita Ásgeiri verðlaunin. Jafntefli í leik ÍA og Víkings á Akranesvelli Ármann Smári Björnsson fyrirliði ÍA. Það var kalt á Akranesvelli á sunnudaginn og áhorfendur flestir vel klæddir. Hér eru gömlu kempurnar Guðjón Guðmundsson læknir og Hörður Pálsson bakari á sínum stað í stúkunni. Farid Zato. Ljósm. af kr.is Káramenn völtuðu yfir Víði Lið Kára fyrir leik í fotbolti.net mótinu fyrr í vor. Hildur Sigurðardóttir var kjörin íþróttamaður ársins hjá HSH. Hildur Sigurðardóttir er íþróttmaður HSH Íþróttamenn HSH 2014.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.