Skessuhorn - 08.07.2015, Qupperneq 2
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 20152
Leiðrétting
Í síðasta tölublaði var viðtal við
Gyðu Jónsdóttur Wells, bæjar-
listamann Akraness. Þekktasta
verk Gyðu á Akranesi er stytta
af hjónum sem stendur við Har-
aldarhús á Vesturgötu. Í viðtal-
inu og í myndatexta var sagt að
styttan væri af hjónunum Har-
aldi Sturlaugssyni og Ingunni
Sveinsdóttur. Það er að sjálf-
sögðu ekki rétt, heldur er hún
af Haraldi Böðvarssyni og Ing-
unni Sveinsdóttur. Þetta er leið-
rétt hér með og beðist velvirð-
ingar á mistökunum. –grþ
Erilsöm vika
VESTURLAND: Töluverð-
ur erill var hjá embætti lögregl-
unnar á Vesturlandi um liðna
helgi, enda Írskir dagar á Akra-
nesi og Ólafsvíkurvaka\ á Snæ-
fellsnesi. Annars fóru báðar há-
tíðirnar vel fram, að sögn lög-
reglu, og lítið um alvarleg of-
beldismál. Einna helst að menn
væru í minniháttar pústrum og
væringum að nóttu til. Haldið
var uppi ströngu eftirliti með
ölvunar- og fíkniefnaakstri og
fengu margir ökumenn að blása
hjá lögreglunni. Alls voru 18
ökumenn teknir fyrir meinta
ölvun við akstur um helgina,
flestir á Akranesi. Þá voru tíu
ökumenn teknir grunaðir um
akstur undir áhrifum fíkniefna,
flestir í tengslum við Írska daga.
Þá lagði lögreglan hald á um 15
gr. af kannabisefnum og nokkur
grömm af ætluðu amfetamíni á
Akranesi. Alls urðu ellefu um-
ferðaróhöpp í umdæmi LVL í
liðinni viku, þar af þrjú þar sem
að ekið var á slá við Hvalfjarð-
argöngin. Flest óhöppin voru
án teljandi meiðsla fyrir utan
meiðsl mótorhjólamannsins á
Holtavörðuheiðinni á laugar-
daginn og greint er frá í annarri
frétt í blaðinu. –mm
Vilja styðja Norð-
lendinga í sjón-
varpsþáttagerð
DALIR: Stjórn Samtaka sveit-
arfélaga á Vesturlandi hefur sent
fyrirspurnir um hvort sveitar-
félögunum á Vesturlandi hugn-
ist að skoðað verði samstarf við
sjónvarpsstöðina N4 um gerð
sjónvarpsþátta um Vesturland.
Einnig er spurt hvort sveitar-
félögin væru tilbúin til að taka
að einhverju leyti þátt í því að
fjármagna þáttagerðina. Byggð-
aráð Dalabyggðar tók þessa fyr-
irspurn til umfjöllunar á fundi
sínum 30. júní og tekur jákvætt
í að Dalabyggð taki þátt í sam-
starfinu. -mþh
Hvanneyrarhátíð verður haldin næstkom-
andi laugardag. Þar má finna fjölbreytta
dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Fornbílasýn-
ing, markaður, ratleikur, kenndur pönnu-
kökubakstur og margt fleira verður á dag-
skrá. Að lokum verða tónleikar í hlöðu Hall-
dórsfjóss þar sem hljómsveitin Veturhús
ætlar að spila. Sjá nánar í Skessuhorni í dag.
Á fimmtudag spáir norðlægri átt, 3-8 m/s
og skýjað með dálítilli vætu fyrir norðan og
austan, jafnvel slydda til fjalla. Annars bjart-
viðri á köflum. Hiti 5-15 stig, hlýjast suðvest-
anlands, en kaldast á norðanverðu land-
inu. Á föstudag verður norðlæg átt, yfirleitt
3-10 m/s og tiltölulega skýjað og úrkoma á
víð og dreif, síst þó á Vesturlandi. Hiti breyt-
ist lítið. Á laugardag má búast við norðaust-
an 10-15 m/s með suðausturströndinni og
norðvestanlands en hægari vindur annars
staðar. Rigning suðaustan- og austanlands,
annars þurrt að mestu og bjartviðri á köfl-
um vestanlands. Hlýnar heldur. Á sunnudag
og mánudag er útlit fyrir áframhaldandi
norðaustlæguar áttir með vætu öðru hverju
norðan- og austanlands, en björtu á köfl-
um suðvestan- og vestanlands. Hiti verður á
bilinu 6-16 stig, mildast á suðvesturlandi.
Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns
„Myndir þú nýta Sundabraut gegn gjaldi?“
Flestir sem svöruðu sögðust örugglega nýta
sér hana eða 41,69%. „Já, sennilega“ svör-
uðu 18,55%. „Veit ekki“ svöruðu 8,43%. „Nei,
líklega ekki“ svöruðu 11,81% og 19,52%
þeirra sem svöruðu myndu örugglega ekki
nýta sér Sundabrautina gegn gjaldi.
Í næstu viku er spurt:
Þegar þú ferð í útilegu - hvar sefur þú?
Fólkið sem tekur upp á sitt einsdæmi að
þrífa upp eftir aðra þegar fjölmennar sam-
komur hafa skilið eftir sig rusl, eru Vestlend-
ingar vikunnar.
Til minnis
Veðurhorfur
Spurning
vikunnar
Vestlendingur
vikunnar
Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpi@stolpiehf.is
Gámaleiga
Er gámur lausnin fyrir þig?
Búslóðageymsla � Ártíðabundinn lager � Lager � Sumar-/vetrarvörur
Frystgeymsla � Kæligeymsla � Leiga til skemmri eða lengri tíma
Við getum líka geymt gáminn fyrir þig
568 0100
stolpiehf.is
HAFÐU
SAMBAND
Hinir árlegu Bátadag-
ar á Breiðafirði fóru í átt-
unda sinn fram um síðast-
liðna helgi, að þessu sinni í
glaðasólskini og hægviðri.
Það er Félag áhugamanna
um Bátasafn Breiðafjarð-
ar sem stendur fyrir hátíð-
inni í samvinnu við Báta- og
hlunnindasýninguna á Reyk-
hólum. Á hátíðinni koma
eigendur trébáta saman og
sigla um Breiðafjörð eft-
ir fyrirfram ákveðnum leið-
um. Siglingin hófst á laugar-
dagsmorgun þegar lagt var upp frá
Staðarhöfn á Reykjanesi og voru
fjögur nes heimsótt; Skálmarnes,
Svínanes, Bæjarnes í Múlasveit og
Skálanes í Gufudalssveit. Þaðan var
haldið aftur að Stað á Reykjanesi.
Að sögn Sigurðar Berg-
sveinssonar gekk hátíð-
in ljómandi vel í ár. „Það
var blíðuveður og áætl-
un hélst vel. Þetta voru sex
bátar sem tóku þátt í ár og
um 35 manns. Við grilluð-
um svo saman um kvöldið á
Báta- og hlunnindasýning-
unni á Reykhólum og það
gekk ljómandi vel líka. Það
má því segja að þetta hafi
heppnast vel, við höfum oft
verið óheppin með veður en
það var svo sannarlega ekki
í ár,“ sagði Sigurður í samtali við
Skessuhorn.
grþ
Laugardaginn 27. júní síðastlið-
inn settu félagar í Skógræktarfélagi
Skilmannahrepps niður þrjár birki-
plöntur af yrkinu emblu, á svæði
félagsins á flöt sem kölluð er Spari-
flötin. Plönturnar útvegaði Skóg-
ræktarfélag Íslands. Var þetta gert í
tilefni að 35 ár eru frá kjöri Vigdísar
Finnbogadóttur til forseta Íslands.
Mættir voru tíu félagar, fulltrúi
Hvalfjarðarsveitar og þrjár ungar
stúlkur, sem tóku þátti í að gróð-
ursetja plönturnar. Auk þeirra voru
þrír gestir. Veður var hið fegursta,
logn og sólskin. Athöfnin gekk vel
og að lokum var tekið lagið Nú er
sumar. Síðan var gengið upp í Furu-
hlíð og þegnar veitingar. bþ
Síðastliðinn laugardag bauð Sjó-
baðsfélag Akraness til sjósunds til
minningar um Helga Hannesson,
sundkennara og sjósundskappa á
Akranesi sem lést í vetur, 76 ára
að aldri. Um Helga segir á heima-
síðu Sundfélags Akraness að hann
hafi haft sérgáfur sem sundkennari
og búið til afreksfólk í sundi, þar
af tvo Íþróttamenn ársins, Norð-
urlandameistara, Íslandsmeistara
og landsliðsfólk í sundi. Hann hafi
verið hvatamaður mikill og áhuga-
maður um sjósund og Akurnes-
ingar minnist hans með þakklæti
og virðingu fyrir óeigingjarnt lífs-
starf.
Sjósund hefur verið liður í dag-
skrá Írskra daga á Akranesi und-
anfarin ár en ákveðið var nú að
synda í minningu Helga. Synt var
frá Sementsbryggjunni að Merk-
jaklöpp á Langasandi, um það
bil 900m vegalengd. „Sundið fór
fram í blíðskaparveðri þar sem 15
sjósundsgarpar tóku þátt, þar af
nokkrir af helstu sjösundsköpp-
um landsins. Félagar úr Björgun-
arfélagi Akraness fylgdu hópnum
á þremur kajökum,“ sagði Bjarn-
heiður Hallsdóttir, stjórnarmaður
í Sjóbaðsfélagi Akraness, í samtali
við Skessuhorn.
„Það var alveg frábær stemning,
brillíant veður og selur sem fylgdi
okkur eins og skugginn megnið af
ferðinni. Sem betur fer sáu fæstir
sundmenn til hans,“ segir Bjarn-
heiður létt í bragði. „Svo var boðið
upp á heitt kakó og kleinur í heita
pottinum eftir sundið,“ bætir hún
við að lokum.
Sjóbaðsfélagið heldur upptekn-
um hætti næsta laugardag þegar
farið verður Skarfavararsund frá
Skarfavör og upp á Langasand.
kgk
Helgasund í blíðskaparveðri í minningu Helga Hannessonar
Sjósundsgarparnir skömmu áður en þeir stungu sér til sunds frá Sementsbryggjunni og syntu sem leið lá að Langasandi.
Ljósm. Guðni Hannesson.
Bátadagar á Breiðafirði fóru fram í blíðskapar veðri um
helgina. Ljósm. Goddur.
Glaðasólskin var á Bátadögum á Breiðafirði
Gróðursetning á Vigdísar-
plöntum í Skilmannahreppi