Skessuhorn - 08.07.2015, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 2015 7
ERTU EFNI Í NÝBAKAÐAN
VERSLUNARSTJÓRA?
DOMINO’S LEITAR AÐ NÝJUM VERSLUNARSTJÓRA Á AKRANESI
Við viljum ráða samviskusama og skipulagða manneskju sem á auðvelt með að hvetja aðra til góðra verka á líflegum og
skemmtilegum vinnustað. Verslunarstjóri hefur umsjón með daglegum rekstri verslunar Domino’s á Smiðjuvöllum.
Ef þú ert 25 ára eða eldri, hefur leiðtogahæfileika, býrð yfir góðri tölvukunnáttu, talar ensku,
hefur ökuréttindi og ert klár í að vinna sjálfstætt og í hóp skaltu endilega senda okkur ferilskrá þína
og aðrar upplýsingar á petra@dominos.is.
Umsóknarfrestur er til 23. júlí.
Öllum umsóknum verður svarað og fullum trúnaði heitið.
Freisting vikunnar
Yfir hásumarið er nóg að gera í
vatnaveiðinni og því margir sem
eiga silung. Hægt er að fara ýms-
ar leiðir með gott hráefni eins
og glænýjan silung. Margir kjósa
að láta reykja hann en aðrir vilja
elda hann ferskan. Silungurinn
er jafnframt einstaklega góð-
ur á grillið. Sædís Halldórsdótt-
ir deildi með okkur uppskrift af
grilluðum silungi sem slær allt-
af í gegn þegar hún ber hann á
borð.
Grillaður silungur með hnet-
um og Camembert
Það sem þarf:
Heill silungur (2-3ja punda sil-
ungur er passlegur á mann)
Púrrulaukur skorinn smátt
Camembert ostur
Salthnetur
Púðursykur
Salt
Hvítlaukspipar
Álpappír
Aðferð:
Roðhreinsið silunginn með því
að skafa roðið létt með hníf und-
ir rennandi vatni (köldu). Af-
hausið hann og skerið sporðinn
af. Hægt að bera fiskana fram í
heilu lagi á hvern og einn eða
hluta þá niður. Ath að kviðurinn
er fylltur.
Myljið salthneturnar, sneiðið
púrrulaukinn og bitið niður ca-
membert ostinn. Byrjað er á að
krydda silunginn að innan og
utan með hvítlaukspiparnum og
ca 1-3 tsk af púðursykri (fer eft-
ir hve fiskurinn er stór), mats-
atriði. Sykurinn gerir fiskinn
safaríkan. Fyllið síðan silung-
inn með púrrulauk, camembert
osti og dálítlu af hnetum. Strá-
ið síðan salthnetum yfir fiskinn
og kryddið með hvítlaukspiparn-
um og dálitlu af salti. Pakkið inn
í álpappír. Grillað í ca. 12 mín.
á hvorri hlið. Borið fram með
bakaðri kartöflu, salati og jafn-
vel heitu brauði. Beringer hvít-
vín passar mjög vel við réttinn.
„Þetta er algjört sælgæti og frá-
bær tilbreyting í matarboðinu
eða hreinlega í útilegunni eftir
að hafa dregið fisk á land. Fólk
er alltaf jafn hissa á hve bragð-
góð þessi silungauppskrift er.“
grþ
Gómsætur silungur
sem bráðnar í munni
Veiði er nú í fullum gangi í lands-
hlutanum og því kjörið að skella
nýveiddum fiski á grillið.
Ingveldur María Hjartardóttir, oft-
ast kölluð Inga, er ung Skagakona
sem stundar nám við söngdeild
Berklee College of Music í Bo-
ston í Bandaríkjunum. Hún hefur
komist á lista skólans yfir afburða-
nemendur, en skólinn þykir einn
virtasti tónlistarskóli í heiminum.
Hún hlaut á dögunum námsstyrk
frá Íslandsbanka ásamt tólf öðrum
námsmönnum. Styrkirnir eru veitt-
ir nemendum sem þykja hafa skar-
að fram úr, hver á sínu sviði. Sam-
tals bárust bankanum 300 umsóknir
og styrkurinn sem kom í hlut Ingu
nam 300 þúsund krónum.
„Ég sá þetta bara auglýst á
heimasíðunni þeirra og datt í hug
að sækja um,“ sagði Inga í samtali
við Skessuhorn. „Ég hef sótt um
þennan styrk einu sinni áður og
sæki bara um allt sem ég get til að
reyna að fá smá auka pening,“ segir
Inga og hlær við.
Aðspurð kveðst hún eiga þrjár
annir eftir fram að útskrift. Hennar
aðalfag kallast Music Business and
Management en þar sem hún taki
ekki svokallað undirfag geri það
henni kleift að ljúka námi á þrem-
ur og hálfu ári í stað fjögurra ann-
ars. En hvaða þýðingu hefur þessi
nýfengni styrkur frá Íslandsbanka
fyrir námsmanninn? „Þessi styrk-
ur þýðir að ég næ að greiða niður
yfirdráttinn síðan í fyrra. Ég klár-
aði það bara á föstudaginn,“ seg-
ir hún létt í bragði. „Mig langar að
þakka Íslandsbanka kærlega fyrir
mig. Nú get ég bara byrjað að safna
aftur fyrir næstu önn. Ég væri lík-
lega ekki á leiðinni út ef ekki væri
fyrir þennan styrk. Það var farið að
vera erfitt að ráða við skólagjöldin,“
bætir hún við að lokum.
kgk
Inga skemmti gestum ásamt hljómsveit á Litlu lopapeysunni, opnunarhátíð Írskra
daga, síðastliðinn fimmtudag. Ljósm. kgk.
Inga María hlaut veglegan námsstyrk
Frá afhendingu styrksins í höfuðstöðvum Íslandsbanka. F.v. Inga María Hjartar-
dóttir og Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka.