Skessuhorn - 08.07.2015, Side 8
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 20158
Tíu hvalir
komnir á land
HVALFJ: Í gær, þriðjudag,
höfðu alls tíu langreyðar bor-
ist að landi í Hvalstöðinni í
Hvalfirði. Þá var liðin vika síð-
an fyrstu hvölum vertíðarinn-
ar var landað þar. Hvalveiðar
hafa gengið ágætlega síðustu
daga eftir hæga byrjun sem
orsakaðist af lélegu skyggni á
miðunum. -mþh
Þrengja möguleika
til að brenna sinu
LANDIÐ: Alþingi samþykkti
í liðinni viku fimm frumvörp
til laga á málefnaasviði um-
hverfis- og auðlindaráðuneyt-
isins. Um er að ræða lög um
meðferð elds og varnir gegn
gróðureldum og breytingar á
lögum um loftslagsmál, efna-
lögum, lögum um náttúru-
vernd og lögum um úrvinnslu-
gjald. Ný heildarlög um með-
ferð elds og varnir gegn gróð-
ureldum fjalla um sinubrenn-
ur og bálkesti og um með-
ferð elds utan dyra, þar á með-
al ýmsar varúðarráðstafanir
vegna hættu á gróðureldum.
Með lögunum er heimild til
sinubrennu þrengd og ákvæði
um sinubrennur og meðferð
elds utan dyra gerð strangari
og markvissari. –mm
Aflatölur fyrir
Vesturland
27. júní - 3. júlí.
Tölur (í kílóum)
frá Fiskistofu:
Akranes 14 bátar.
Heildarlöndun: 17.795 kg.
Mestur afli: Grímur AK:
2.789 kg í fjórum löndunum.
Arnarstapi 12 bátar.
Heildarlöndun: 10.560 kg.
Mestur afli: Frú Emilía SH:
1.944 kg í tveimur löndunum.
Grundarfjörður 26 bátar.
Heildarlöndun: 346.180 kg.
Mestur afli: Baldvin NC:
266.916 kg í einni löndun.
Ólafsvík 18 bátar.
Heildarlöndun: 43.748 kg.
Mestur afli: Egill SH: 14.400
kg í einni löndun.
Rif 17 bátar.
Heildarlöndun: 162.660 kg.
Mestur afli: Rifsnes SH:
104.188 kg í tveimur löndun-
um.
Stykkishólmur 18 bátar.
Heildarlöndun: 51.272 kg.
Mestur afli: Magnús HU:
5.026 kg í þremur löndunum.
Topp fimm landanir á tíma-
bilinu:
1. Baldvin NC – GRU:
266.916 kg. 30. júní
2. Rifsnes SH – RIF:
63.868 kg. 29. júní
3. Vestmannaey
VE – GRU: 61.509 kg. 30.
júní
4. Rifsnes SH – RIF:
40.320 kg. 3. júlí
5. Egill SH – ÓLV:
14.400 kg. 30. júní
mþh
Auglýsa eftir
húfum
STYKKISH: „Hvar er húfan
þín? Hvernig er hún á litinn?
Prjónuð, hekluð, saumuð, ofin?
Með skotti?“ Þannig er spurt á
Facebook-síðu þjóðbúningahá-
tíðarinnar Skotthúfan sem hald-
in verður í Stykkishólmi dagana
17. – 19. júlí. Í fyrra var blásið
til skotthúfukeppni á samnefndri
þjóðbúningahátíð þar. Fallegar
húfur bárust og gátu gestir kos-
ið sína uppáhaldshúfu og dóm-
nefnd valdi síðan sína uppá-
haldshúfu. Aftur verður blásið til
skotthúfukeppni í ár og nú hafa
aðferðir við húfgerð verið gefnar
alveg frjálsar. Skila þarf húfum í
Norska húsið í Stykkishólmi fyr-
ir 16. júlí næstkomandi. –mþh
Tilkynna skal um
túnfisk
LANDIÐ: Túnfiskur virðist vera
farinn að gera vart við sig í aukn-
um mæli á Íslandsmiðum. Hann
hefur veiðst sem meðafli á upp-
sjávarveiðum. Fiskistofa vekur at-
hygli á því að tilkynna skal all-
an túnfiskafla til embættisins án
tafar. Túnfiskmeðafli reiknast af
túnfiskkvóta Íslands en allur tún-
fiskur er tilkynningaskyldur til
ICCAT, Alþjóðaráðsins um varð-
veislu Atlantshafstúnfisks. –mþh
Nýtt strandveiði-
tímabil hafið
Um miðja síðustu viku hófst nýtt
strandveiðitímabil við landið.
Veiða má 858 tonn á svokölluðu
A svæði. Það teygir sig frá Snæ-
fellsnesi að Ísafjarðardjúpi. Góð
aflabrögð voru á strandveiðunum
í júní og lokaði Fiskistofa tveim-
ur svæðum fyrir mánaðamót-
in. Svæði A var lokað 19. júní og
svæði B, sem nær frá Ísafjarðar-
djúpi til Hornafjarðar, var lokað
30. júní. Aflahæsti bátur landsins
á strandveiðunum í júnímánuði
var Fengur ÞH-207 með 11.571
kg. Hann er gerður út á svæði
B. Fengur var einnig aflahæst-
ur í maí og virðist því bera nafn
með rentu. Næstur kom Lundey
ÞH-350 með 11.547 kg. Lund-
ey er einnig gerð út á svæði B.
–mþh
Sjö í launalausu
leyfi úr skólum
BORGARBYGGÐ: Fjölmörg-
um kennurum og leikskólakenn-
urum hafa verið veitt launa-
laus leyfi í Borgarbyggð skóla-
árið 2015-2016, að því er fram
kemur í síðustu tveimur fundar-
gerðum fræðslunefndar Borgar-
byggðar. Alls hafa sjö starfsmenn
á mismunandi starfsstöðum sótt
um launalaus leyfi eða námsleyfi
næsta skólaár. Hilmar Már Ara-
son aðstoðarskólastjóri Grunn-
skólans í Borgarnesi er í launa-
lausu leyfi en hann var nýverið
ráðinn skólastjóri Grunnskóla
Snæfellsbæjar. Eiginkona hans,
Katrín Aðalheiður Magnúsdótt-
ir, hefur einnig fengið samþykkt
launalaust leyfi frá Grunnskólan-
um í Borgarnesi. Þá hefur verið
samþykkt að veita Dóru Líndal,
deildarstjóra elsta stigs við skól-
ann launalaust leyfi. Ingibjörg
Inga Guðmundsdóttir, skóla-
stjóri Grunnskóla Borgarfjarð-
ar er í launalausu leyfi næsta árið
og Þórhildur Ýrr Jóhannesdóttir
frá leikskólanum Andabæ. Þar að
auki verður Sigrún Sveinsdóttir í
leyfi frá leikskólanum Uglukletti
og Arna Einarsdóttir hefur sótt
um námsleyfi. –grþ
Svokallað lúsmý hefur síðustu
daga herjað grimmilega á fólk við
sunnanverðan Hvalfjörð, í Mos-
fellsbæ og víðar, jafnvel svo að
íbúar og fólk í sumarhúsum hef-
ur orðið að flýja undan, hrjáð af
biti, ofsakláða og annarri vanlíð-
an. „Ástandið er að við best vitum
mest bundið við Kjósina, það er
sunnanverðan Hvalfjörð. Ég veit
líka um tilfelli undir Hafnarfjalli
en á eftir að fá upplýst nákvæm-
lega hvar það var. Þessar flugur
eru lúmskar. Þær eru mjög smá-
vaxnar, ekki nema um 1,5 milli-
metrar að stærð. Þær koma marg-
ar saman og læðast að fólki þann-
ig að það á sér einskis ills von.
Þessar flugur eru með litla munn-
limi, svipaða og bitmýið við Mý-
vatn. Við vitum að þetta er af svo-
kallaðri lúsmýsætt en höfum ekki
borið kennsl á tegundina enn,“
segir Erling Ólafsson skordýra-
fræðingur á Náttúrustofnun Ís-
lands í samtali við Skessuhorn.
Erling segir að tegundir lúsmýs
(á latnesku: Ceratopogonidae)
séu margar og hver um sig með
ólíka lífshætti og þurfi mismun-
andi kjöraðstæður til að tímgast í
miklum mæli. Til að átta sig bet-
ur á hvað hér sé á ferðinni þurfi að
tegundagreina flugurnar en það sé
einungis á færi erlendra sérfræð-
inga. „Ég er kominn með eina
adressu sem ég get sent flugur á
til tegundagreininga en þá er þarf
að koma þeim í póst og síðan vona
að viðkomandi sérfræðingur sé nú
ekki í sumarfríi.“ Loks þegar teg-
und liggur fyrir er hægt að geta
sér til um það hvaðan flugurn-
ar komi, svo sem hvort þær hafi
klakist út í vatni eða skítahaugum
áður en þær hófu sig til flugs og
byrjuðu að bíta og sjúga blóð úr
safaríkum Vestlendingum, Kjós-
verjum og gestum þeirra. „Það
má vel vera að þetta sé tegund
sem hefur alltaf verið hér en ein-
hver skilyrði nú geri það að verk-
um að hún hafi nú blossað upp í
miklum mæli á takmörkuðu svæði
svo sem í Kjósinni.“
Aðspurður segir Erling að hér
sé alls ekki um að ræða moskító-
flugur sem eru mikil plága til að
mynda á Grænlandi en hafa ekki
náð að nema land á Íslandi. „Nei,
moskítóflugur eru miklu stærri
og með sogrör sem þær nota til
að stinga með og sjúga blóð í
gegnum. Þetta eru ekki moskító-
flugur,“ segir Erling. Hann hef-
ur skrifað pistil um lúsmýið sem
birtur er á vef Náttúrufræðistofn-
unar og lesa má á síðu stofnunar-
innar.
mþh
Helgina 4.-5. júli var haldinn
hinn árlegi sumarsveitamarkaður í
félagsheimilinu Breiðabliki í Eyja-
og Miklaholtshreppi. Markaður-
inn var mjög vel sóttur og hefur
salan aukist jafnt og þétt í gegnum
árin. Eru það jafnt sveitungar sem
ferðamenn sem eru að eiga við-
skipti. Mikið vöruúrval var í boði
á markaðinum og mátti t.d. sjá alls-
konar prjónavörur, ljósmyndir,
blóm, heimagerðar sultur, kökur og
brauð, skartgripi og ýmislegt annað
beint frá býli. Einnig var svo boð-
ið upp á kaffi og nýbakaðar vöfflur
með sultu og rjóma.
iss
Síðastliðinn föstudag var nýtt
tjaldstæðishús vígt í Ólafsvík.
Húsið er um 60 fm að stærð með
fullkominni aðstöðu fyrir ferða-
fólk. Kristinn Jónasson bæjarstóri
sagði í samtali við Skessuhorn að
með þessu húsi væri bærinn kom-
inn í nútímann með bættri að-
stöðu fyrir ferðamenn. Ekki hafi
verið vanþörf á þessu húsi þar sem
eldra tjaldstæðishúsið hafi ver-
ið barn síns tíma. Kristinn sagði
ennfremur að kostnaður við nýja
húsið væri nálægt 20 milljón-
um króna. „Þetta hús er eins og
þau gerast best á landinu,“ sagði
hann.
Að sögn Kristins er mikil fjölg-
un ferðamanna um Snæfellsbæ á
þessu ári. „Straumur ferðamanna
er líklega 40% meiri en á sama
tíma á síðasta ári. Ég á von á meiri
aukningu í framtíðinni þannig að
nú erum við betur í stakk búin
til þess að taka við þessum aukna
straumi hingað,“ sagði Krisinn.
af
Bitmýsvargur herjar einkum á
byggðir sunnan Hvalfjarðar
Nýtt tjaldstæðishús tekið í
notkun í Ólafsvík
Frábær aðsókn á
sveitamarkaðinn Breiðabliki
Krístín Björg Árnadóttir forseti bæjar-
stjórnar og Kristjana Hermannsdóttir
formaður bæjarráðs klipptu á borða og
opnuðu formlega nýja tjaldstæðishúsið. Nýja tjaldstæðishúsið í Ólafsvík.