Skessuhorn - 08.07.2015, Síða 13
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 2015 13
Á fundi fræðslunefndar í Borgar-
byggð 23. júní síðastliðinn lögðu
fulltrúar VG og Samfylkingar fram
bókun þar sem þeir harma litla að-
komu nefndarfólks að nokkrum
mikilvægum málum. „Við erum
að mótmæla því að ákveðin mál
hafi ekki fengið tilskylda umræðu
í fræðslunefnd. Sérstaklega hvað
varðar skýrslu hagræðingarhóps
í fræðslumálum og skýrslu vegna
leikskólans Hnoðraból en það gekk
erfiðlega að fá þau mál á dagskrá
funda fræðslunefndar. Við erum að
mótmæla því að fræðslunefnd hafi
haft litla aðkomu að málum sem
lögum samkvæmt falla undir nefnd-
ina. Fræðslunefnd ber skylda til að
fjalla um mál sem undir nefndina
heyra á sínum fundum,“segir Maj-
Britt Hjördís Briem fulltrúi Sam-
fylkingarinnar í fræðslunefnd.
Alls eru fjögur mismunandi mál
nefnd í bókuninni. Sagt er frá því
að aðkoma fræðslunefndar að vinnu
sem tengdist fjárhagsáætlunargerð
hafi verið lítil sem engin. Nefnd-
in hafi eingöngu fengið kynningu
á þeirri áætlun fræðslumála sem lá
fyrir, þrátt fyrir að óskað hefði ver-
ið eftir frekari aðkomu fræðslu-
nefndar að gerð áætlunarinnar. Þá
hafi engin fjárhagsáætlun vegna
tómstundamála verið lögð fyr-
ir fræðslunefnd þrátt fyrir ósk þar
um. Því næst er fjallað um skýrslu
vinnuhóps um Hnoðraból. Óskað
hafi verið eftir því að skýrsla vinnu-
hóps um Hnoðraból yrði rædd í
fræðslunefnd áður en hún yrði lögð
fyrir Byggðarráð. Við því var ekki
orðið og skýrslan hafi því aðeins
verið lögð fram til kynningar fyr-
ir fræðslunefnd. Þá er gagnrýnt að
gjaldskrárgerð og innheimtukerfi
fyrir Íþrótta- og tómstundaskólann
hafi ekki fengið þá umfjöllun sem
óskað var eftir.
Engin formleg umræða
Fjórða atriðið sem nefnt er í bók-
uninni snýr að hagræðingu í fræðslu-
málum. Þar segir að óskað hafi ver-
ið eftir því að fjallað yrði um vinnu
hagræðingarhóps í fræðslumálum
á fræðslunefndarfundi en erfiðlega
hafi gengið að fá málið á dagskrá.
Einnig hafi verið óskað eftir því að
skýrslan sjálf og niðurstöður henn-
ar yrðu til umfjöllunar á fræðslu-
nefndarfundi. „Skýrslan sjálf og
niðurstöður hennar voru ekki til
umfjöllunar á fundi fræðslunefnd-
ar eins og rætt hafði verið um. Hún
var kynnt á fundi, sem boðaður var
með þriggja klukkustunda fyrirvara.
Kynningarfundir eru aldrei á pari
við formlega umfjöllun á fræðslu-
nefndarfundum. Þarna voru niður-
stöðurnar kynntar en það fór engin
formleg umræða fram á milli okkar
í fræðslunefnd um málið. Við lítum
þannig á að það hafi verið gengið
framhjá okkur hvað það varðar,“
segir Maj-Britt. „Þessi bókun snýr
að vinnubrögðum en ekki að til-
lögum nefndarinnar. Fræðslunefnd
hefur ákveðnar lögbundnar skyldur
og það er erfitt að sinna þeim þeg-
ar við fáum málin ekki á dagskrá til
umfjöllunar,“ bætir hún við.
Guðveig Eyglóardóttir formaður
fræðslunefndar kvaðst aðspurð ekki
vilja tjá sig um bókun minnihlut-
ans í fjölmiðlum, þegar blaðamað-
ur leitaði eftir því við vinnslu frétt-
arinnar. grþ
Undanfarinn mánuð hefur ver-
ið kenndur fyrsti áfangi í 80 tíma
málmsuðunámskeiði fyrir fanga á
Kvíabryggju. Námskeiðið er hald-
ið í samstarfi við Símenntunarmið-
stöð Vesturlands. „Þetta er frum-
kvöðlastarf sem verið er að prófa.
Ef það gengur vel á að reyna að
koma þessu á þannig að alltaf verði í
boði iðnnám fyrir vistmenn á Kvía-
bryggju,“ sagði Finnur Hinriksson,
járnsmiður og suðumaður, en hann
hefur kennt á námskeiðinu undan-
farinn mánuð. Hann kvaðst ánægð-
ur með aðsóknina. Alls voru sjö sem
tóku þátt í námskeiðinu en á Kvía-
bryggju eru aðeins um 20 fangar
hverju sinni. „Þeir stóðu sig vel. Ég
er ánægður með hvað menn voru
áhugasamir og virtust hafa gaman
af að læra þetta,“ bætir Finnur við.
Námskeiðinu lýkur í næstu viku
með bóklegu og verklegu prófi,
en bóklegur hluti þess er kennd-
ur í samstarfi við Fjölbrautaskóla
Vesturlands. „Þá þurfa þeir að leysa
ákveðin verkefni sem þeir eiga að
kunna skil á. Þeir sem standast próf-
ið geta fengið námskeiðið metið til
tveggja fjölbrautaskólaeininga. Ef
reynslan af þessu námskeiði verð-
ur góð og við fáum að halda áfram
verður annars konar suða tekin fyr-
ir næst,“ segir Finnur og leggur
áherslu á mikilvægi þess að nám sé í
boði fyrir fanga. „Margir sem dvelja
þarna eru ómenntaðir og reynslu-
litlir. Það þarf að reyna að gera eitt-
hvað fyrir þá þannig að þeir eigi að
einhverju að hverfa þegar þeir snúa
út aftur,“ segir hann. „ Ég vona að
það verði framhald á þessu þann-
ig að menn geti lært á meðan þeir
sitja inni. Reyndar er það þannig
að fæstir eru þarna nógu lengi til
að geta klárað námið. En það væri
gott að þeim stæði til boða að nýta
tímann á meðan þeir eru inni til að
læra. Þegar þeir losna gætu þeir svo
farið í Iðnskólann og lokið nám-
inu,“ segir Finnur að lokum.
kgk/ Ljósm. þit.
Finnur Hinriksson, járnsmiður og suðumaður, hefur undanfarinn mánuð kennt á málmsuðunámskeiði fyrir fanga á Kvía-
bryggju.
Kenna föngum málmsuðu á Kvíabryggju
Einbeittur nemandi við rafsuðu á
Kvíabryggju.
Harma litla aðkomu fræðslu-
nefndar að mikilvægum málum
Starf byggingar- og skipulagsfulltrúa
Grundarfjarðarbær auglýsir starf byggingar- og skipulagsfulltrúa laust til
umsóknar. Um er að ræða mjög spennandi starf í áhugaverðu samfélagi. Miðað
Byggingar fulltrúi ber m.a. ábyrgð á skráningu mannvirkja, úttektum, staðfestingu
mannvirki til íbúa. Um er að ræða 100% starf og er umsóknarfrestur til og
með 24. júlí nk.
•
• Áætlanagerð og eftirfylgni, mælingar, úttektir og útreikningar.
•
•
byggingarmála.
•
• Önnur verkefni.
• Menntun og löggilding, samkvæmt ákvæðum 8. og 25. gr. mannvirkjalaga nr.
160/2010 og 7. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er nauðsynleg.
• Reynsla af stjórnun æskileg.
• Þekking og reynsla af úttektum og mælingum.
• Þekking á lögum um mannvirki, skipulagslögum og byggingarreglugerð.
•
•
• Hæfni til þess að tjá sig í ræðu og riti á íslensku.
• Góð almenn tölvukunnátta.
Umsókn á að fylgja greinargóð starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir
Laun eru samkvæmt kjarasamningum stéttarfélaga við Samband íslenskra sveitarfélaga.
Umsækjendur eru beðnir um að senda umsókn á netfangið thorsteinn@grundarfjordur.is,
eigi síðar en 24. júlí nk. Einnig er óskað er eftir að umsækj endur tilgreini a.m.k. tvo
430 8500 thorsteinn@grundarfjordur.is.
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
5