Skessuhorn - 08.07.2015, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 2015 15
Verð frá aðeins 440 kr. án vsk. á mánuði
Allar nánari upplýsingar í síma 444 9900 eða á sala@omnis.is
Microsoft Partner
Gold Small Business
Cloud Accelerate
Þjónustan
er sniðin að
þínum
þörfum
Norðurálsvöllur
Allir á völlinn
ÍA – ÍBV
Sunnudaginn 12. júlí kl. 17:00
Mætum öll gul og glöð
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
5
Aðalstyrktaraðili leiksins er:
Andrea Björnsdóttir húsfreyja á
Eystri-Leirárgörðum í Hvalfjarð-
arsveit tók vel á móti blaðamanni
þegar hann kíkti nýverið í kaffi og
spjall til hennar. Ástæða heimsókn-
arinnar var fjáröflun sem Andrea
stendur fyrir nú í sumar. Hún hefur
í mörg ár tekið þátt í ýmsum fjár-
öflunum og styrkt ýmis góð mál-
efni. „Ég bara verð að láta gott af
mér leiða, ég hef alltaf verið þann-
ig en það gefur mér svo mikið að
hjálpa öðrum. Ég fer alltaf sátt og
glöð að sofa á kvöldin þegar ég veit
að ég hef eitthvað gefið af mér,“
segir Andrea aðspurð um það af
hverju hún hafi byrjað að taka þátt í
fjáröflunum. Í ár er Andrea að selja
nammi á mörkuðum, bæði lakkr-
ís og hlaup í 600 gramma pokum.
Hún byrjaði á slíkri söfnun síð-
asta sumar en þá rann allur ágóði
óskiptur til fjölskyldu lítillar lang-
veikrar stúlku í Reykjavík. „Það var
Guðbjörg dóttir mín sem átti hug-
myndina af því að safna fyrir fjöl-
skyldu stúlkunnar. Hana langaði að
hjálpa þeim. Hún hafði samband
við fjölskylduna og fékk leyfi fyrir
því að segja þeirra sögu og styrkja
þau með nammisölu,“ segir Andr-
ea um það hvernig hún fór út í
nammi sölu.
Varð englaamma fyrir
tæplega fimm árum
Þetta sumar ákvað hún að halda
áfram að selja nammið á mörkuð-
um og finna verðugt málefni til að
styrkja. Úr var að hún fór að safna
fyrir Englamömmur á Akranesi.
Englamömmur er hópur fólks sem
á það sameiginlegt að hafa misst
börnin sín. Þetta málefni liggur ná-
lægt hjarta Andreu því hún er sjálf
englaamma. Andrea á tíu barnabörn
og þar af er ein lítil stelpa sem hún
þurfti að kveðja alltof snemma. Það
var fyrir tæplega fimm árum sem
Andrea upplifði eina mestu gleði-
stund í lífinu þegar hún eignað-
ist litla fallega ömmustelpu. Gleði-
stundin breyttist í mikla sorgar-
stund þegar litla fullkomna ömm-
ustelpan kvaddi tæplega tveimur
sólarhringum síðar. „Það er ekk-
ert gert ráð fyrir því að svona lít-
il börn deyi. Maður fann það bara
þegar maður var í þessum sporum
sjálfur. Það var margt sem maður
tók sem sjálfsögðum hlut eins og
t.d. moldunarker eða blómakrans-
astandar fyrir jarðafarir. Þessir
hlutir voru ekki til í hæfilegri stærð
fyrir jarðarför lítilla barna en mað-
ur vill hafa þessa hluti í samræmi
við litlu kistuna, svona til þess að
gera athöfnina örlítið „mýkri“ eða
svona passlegri fyrir lítið barn. Að
sjálfsögðu myndi ég helst af öllu
óska þess að lítil börn myndu ekki
deyja og aðeins þeir sem eru komn-
ir á aldur og eru tilbúnir, og jafn-
vel farnir að bíða, myndu deyja.
Það er þó ekki svoleiðis og ég get
ekki breytt því, lítil börn deyja
líka og það vantar svo margt uppá
til þess að hjálpa í svoleiðis tilfell-
um. Það er ekki bara að það vanti
hluti fyrir jarðarfarir barna held-
ur vantar margt á sjúkrahúsin til að
hjálpa foreldrum sem missa barnið
sitt. Þess vegna ákvað ég að styrkja
þennan hóp. Þau eru að safna fyr-
ir þessum hlutum bæði fyrir sjúkra-
húsið á Akranesi og fyrir kirkjuna,“
sagði Andrea.
Foreldrarnir í Englamömmum
hafa þegar safnað fyrir ýmsu sem
þeim fannst vanta þegar þau gengu
í gegnum sinn missi, t.d. Lazyboy
stól á sjúkrahúsið, minningarboxi,
gifsmóti, litlu moldunarkeri og
fleiru. Nú stendur til að safna fyr-
ir kælivöggu fyrir andvana börn svo
foreldrum gefist kostur á að hafa
börnin örlítið lengur hjá sér, í allt
að tvo sólarhringa í stað örfárra
klukkustunda. Þetta skiptir gríðar-
lega miklu máli fyrir foreldrana. Í
febrúar á þessu ári var Landspítal-
anum gefin slík vagga.
Verður á mörkuðum á
Akranesi í sumar.
Andrea ætlar að vera á laugardags-
mörkuðum á Akranesi eins marga
laugardaga og hún getur í sumar og
selja lakkrís og hlaup í 600 gramma
pokum á 1.000 krónur. Markaður-
inn verður alltaf á laugardögum á
milli klukkan 13 og 17 á Akratorgi
til 15. ágúst. Verður hægt að hitta
á Andreu þar og kaupa af henni
nammi. Einnig er hún með namm-
ið heima hjá sér á Eystri-Leirár-
görðum og er alltaf hægt að nálgast
það þar. Aðeins hálfum mánuði eftir
að hún byrjaði að safna nú í sumar
var hún komin með 100.000 krónur
sem hún lagði inn á Englamömm-
ur á sunnudaginn fyrir rúmri viku.
„Þetta sýnir svo vel hversu mikið
einn einstaklingur getur gert, allt
skiptir máli,“ sagði Andrea að lok-
um.
Fólk þarf ekki endilega að kaupa
nammi til þess að styrkja Engla-
mömmur. Þeir sem vilja leggja
sitt af mörkum geta haft samband
við Andreu eða lagt inn á Engla-
mömmur. Reikningsnúmer er:
0552-14-401811 og kennitalan:
110371-3309
arg
Andrea safnar
fyrir Englamömmur
Andrea á Leirárgörðum ætlar í sumar að halda áfram að safna fyrir Engla-
mömmur.