Skessuhorn


Skessuhorn - 08.07.2015, Síða 18

Skessuhorn - 08.07.2015, Síða 18
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 201518 Um helgina gekk vaskur hóp- ur fólks á Hvanneyri í það ver að setja upp þrautabraut á Hvann- eyri. Þrautabrautin er fjölbreytt og með þann megintilgang að efla hreyfifærni einstaklinga og hent- ar vel fyrir börn sem fullorðna. Hugmyndin og leyfi var fengið frá Laugarvatns-Adventure, þar sem svipuð braut var útbúin við tjaldstæðið á Laugarvatni. Verk- efnið var styrkt af Borgarbyggð vorið 2014 en sökum veðurfars og anna var brautin ekki reist fyrr en nú. Það var Sólrún Halla Bjarna- dóttir á Hvanneyri sem hafði yfir- umsjón með verkefninu. Hún vill koma á framfæri kæru þakklæti til þeirra sem lögðu henni lið við uppbyggingu þrautabrautarinnar. Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar brautin var byggð. mm Á fundi Rótarýklúbbs Borgarness síðastliðinn miðvikudag fóru fram umdæmisstjóraskipti Rótarý á Ís- landi. Guðbjörg Alfreðsdóttir lét af embætti og við því tók Magn- ús B. Jónsson á Hvanneyri, félagi í Rótarýklúbbi Borgarness. „Rótarý á Íslandi er hluti af alþjóðlegu fé- lagi. Hér á landi er 31 klúbbur og félagar um 1200 talsins. Hlutverk leiðtoga þessara samtaka er tví- þætt. Í fyrsta lagi er það forysta inn á við, þ.e. að hlúa að veikum klúbbum og efla þá sem eru sterk- ir. Í öðru lagi er umdæmisstjóri for- svarsmaður fyrir Rótarý á Íslandi á erlendri grundu,“ sagði Magnús þegar blaðamaður Skessuhorns tók hann tali eftir fundinn. „Hver um- dæmisstjóri leggur sínar línur og kemur með sínar eigin áherslur til embættisins auk þess að fylgja þeim línum sem forverar hans hafa lagt. Ég mun leggja áherslu á að styrkja þá klúbba sem eiga erfitt af ýms- um ástæðum. Ég er þeirrar skoðun- ar að mikilvægara sé að efla þá sem fyrir eru en að stofna nýja ef gam- all klúbbur deyr. Það er mikilvægt að umdæmisstjóri skynji hvaða klúbbar eru veikir og hverja þarf að styrkja,“ segir Magnús. Umdæmisstjóri hefur sér til full- tingis umdæmisráð, sem hverju sinni er skipað bæði fyrrverandi og verðandi umdæmisstjórum. „Þetta er gert svo öll skipti gangi smurt fyrir sig,“ segir Magnús. Hann seg- ir að Rótarý sé stærsta góðgerðar- félag í heiminum og er einna þekkt- ast fyrir samstarf sitt við Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna og Alþjóða heilbrigðismálastofnunina um út- rýmingu mænusóttar, eða lömun- arveiki (pólíó). „En það má ekki gleyma að Rótarý leggur líka nær- samfélaginu lið. Einkunnarorð klúbbsins eru: „Þjónusta ofar eigin hag,“ sem minnir mann á að hugsa um samfélagið áður en maður hugs- ar um sjálfan sig,“ segir Magnús. Fyrsta konan forseti Rótarýklúbbs Borgarness Á fundinum voru einnig tilkynnt forsetaskipti Rótarýklúbbs Borgar- ness þegar Birna Guðrún Konráðs- dóttir tók við af Daníel Inga Har- aldssyni. Er Birna jafnframt fyrsta konan sem gegnir því embætti. „Loksins er kona forseti Rótarý í Borgarnesi,“ sagði Birna létt í bragði í ræðu sinni. „Þetta var því tvöföld hátíðarstund og tvöföld ástæða til að fagna,“ bætti hún við í samtali við Skessuhorn. „Við höf- um ekki verið með mjög margar konur í klúbbnum í gegnum tíð- ina. Þær sem hafa verið félagar hafa ekki viljað taka þetta að sér af ein- hverjum ástæðum. Núna erum við til dæmis bara þrjár, af 25 virkum félögum. Þannig að þetta verður skráð á spjöld sögunnar.“ Aðspurð hvort standi til að hrinda af stað átaki til að fjölga konum sér- staklega segir Birna svo ekki vera. Aftur á móti standi til að reyna að fjölga félögum almennt. „Rótarý er mannúðarhreyfing og því fleiri virkir félagar sem hreyfingin telur, því betra verður starfið.“ Stuðningur við nærsam- félagið í verki Á fundinum var gerð grein fyr- ir söfnun Rótarýklúbbs Borgar- ness fyrir hjartahnoðtækinu Lúk- asi sem fært var Heilbrigðisstofn- un Vesturlands í Borgarnesi. Vegna þess hve söfnunin gekk vel þá færði Rótarýklúbburinn Heilsugæslu- stöðinni í Borgarnesi fartölvur og netbeini í sjúkrabíla stofnunarinn- ar, senditæki í hjartastuðtæki þann- ig að hægt er að senda hjartalínurit til sérfræðings sem getur lesið í það hvar sem er. Einnig gaf klúbbur- inn hjartalínurita á Heilsugæslu- stöðina í Borgarnesi auk þess sem heilsugæslustöðin fékk afhent allt það fé sem eftir stóð að söfnun lok- inni. „Ég nefndi það á Rótarýfundi í vetur hvort það væri ekki fínt verk- efni fyrir Rótarýfélaga að standa fyrir söfnun á sjálfvirku hjarta- hnoðtæki til að gefa í sjúkrabílinn hér í Borgarnesi og félagarnir tóku strax vel í það. Mikill einhugur var um þá söfnun allan tímann,“ seg- ir Haukur Valsson, Rótarýfélagi og sjúkraflutningamaður. „Okk- ur er efst í huga þakklæti til fyrir- tækja í héraðinu, félagasamtaka og einstaklinga sem lögðu söfnuninni lið,“ bætir hann við að lokum. kgk Samhent átak og þrautabraut er risin á Hvanneyri Umdæmisstjóraskipti hjá Rótarý á Íslandi Frá vinstri: Hjónin Ásmundur Karlsson og Guðbjörg Alfreðsdóttir, fráfarandi umdæmisstjóri. Við hlið hennar eru Magnús B. Jónsson, umdæmisstjóri Rótarý á Íslandi 2015-2016 og Steinunn S. Ingólfsdóttir, eiginkona hans. Loksins er kona forseti Rótarý í Borgarnesi,“ sagði Guðrún Birna Konráðsdóttir í ræðu sinni eftir að hún tók við embættinu. Sigurður Már Sigmarsson, Pétur Guðmundsson, Ásgeir Sæmundsson, Haukur Valsson, Unnsteinn Þorsteinsson, Þorgerður Erla Bjarnadóttir og Daníel Ingi Haraldsson þegar hjartahnoðtækið Lúkas var afhent í Borgarnesi fyrr í vetur. Ljósm. eha.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.