Skessuhorn - 08.07.2015, Qupperneq 20
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 201520
„Ferðin var mjög lærdómsrík og
við fengum að kynnast því hvað
fólkið þarna er nægjusamt og nær
að bjarga sér með það sem það hef-
ur,“ sagði Skagakonan Sigurbjörg
Gyða Guðmundsdóttir hjúkrunar-
fræðinemi sem er nýkomin heim frá
Kambódíu. Þar dvaldi hún í þrjár
vikur ásamt sjö öðrum hjúkrunar-
fræðinemum við Háskóla Íslands
og sinnti sjálfboðastarfi á sjúkra-
húsi í þorpinu Samraong, skammt
frá borginni Siem Riep í norðvest-
urhluta landsins. Íbúar þorpsins
eru um sex þúsund talsins. „Fólkið
þarna hafði varla séð hvíta mann-
eskju áður. Krakkarnir voru mjög
áhugasamir, komu út á götu og gáfu
okkur „fæf“. Fullorðna fólkið var
líka forvitið, tók myndir af okkur
og vildi fá að snerta húðina,“ segir
Sigurbjörg og hlær.
Sex deildir eru á sjúkrahúsinu
í Samraong og Sigurbjörg telur
það vera mjög svipað að stærð og
sjúkrahúsið á Akranesi. Aðspurð
um aðbúnaðinn á spítalanum segir
hún að hann hafi komið sér veru-
lega á óvart. „Ég hélt að aðstæð-
urnar væru miklu verri og var búin
að búa mig undir það. Þarna er
fólk sem hefur þekkingu en það
vantar sárlega peninga til heil-
brigðismála. Það er svo sorglegt
að sjá hvað það er mikil spilling
þarna. Landið á fullt af auðlindum
en það vantar alls staðar pening.
Angkor Wat, stærsti ferðamanna-
staðurinn, er leigður til Víetnam.
Þarna eru stórar gull- og silfur-
námur, en þær eru leigðar til Kín-
verja. Peningurinn fer allur eitt-
hvað út úr landinu,“ segir Sigur-
björg. Þeim pening sem þó er var-
ið til heilbrigðismála í Kambódíu
er að mati hópsins forgangsraðað
undarlega á köflum. „Við rákumst
á einn sjúkling sem var að betla
vatn á spítalanum en samt voru all-
ir með vökva í æð. Sem er miklu
dýrara,“ segir Sigurbjörg. „Það er
algjört grunnatriði til að fólk geti
náð bata að það geti drukkið. Við
skildum þetta ekki alveg. Þetta er
skrítin forgangsröðun.“
Fæðingar ekki beint
gleðistund
Hópurinn flakkaði á milli skurð-
deildar, fæðingadeildar og slysa-
móttöku sjúkrahússins. Á fæðinga-
deildinni ráku þær sig strax á það
að enginn má vera viðstaddur fæð-
ingu barns nema móðirin sjálf og
heilbrigðismenntað fólk. „Ógift-
um konum og konum á barneigna-
aldri er sérstaklega haldið frá.
Þeir halda að þær vilji ekki eign-
ast börn ef þær verða vitni af fæð-
ingum. Fyrsta mál á dagskrá eftir
fæðinguna er svo að fá pabbann til
að þrífa stofuna, henda fylgjunni
og annað slíkt. Sem er ótrúlega
skrítið því það þarf ekkert að gera
það alveg um leið. Fæðingin er
ekki beint gleðistund eins og hér
heima. Það er meira eins og fólki
finnist það vera skylda sín að eign-
ast börn. Mamman bara rétt fær
að líta á barnið sem er síðan kom-
ið í hendur ömmunnar. Hún á að
bera ábyrgðina á því fyrst um sinn,
miðla þekkingu sinni til móður-
innar,“ segir hún og bætir því við
að þær hafi orðið vitni af óhugn-
anlegu atviki í kjölfar þess að kona
missti fóstur. Sú þurfti að fara í
svokallað útskaf, sem er gert til að
ná fóstrinu út. Það var ekki fyrr en
hópurinn sá konuna koma aftur
inn á deildina með tómt soghylk-
ið í höndunum að þær áttuðu sig á
því að hún hafði þurft að þvo hylk-
ið sjálf. „Svo var hún látin liggja
inni á fæðingadeild með öllum ný-
bökuðu mömmunum. Hún fékk
enga áfallahjálp eða neitt,“ segir
Sigurbjörg.
Hún nefnir að hópurinn hafi orð-
ið vitni af ansi skrautlegri heimferð
fjölskyldu af fæðingadeildinni. „Ein
mamman settist aftan á vespu með
barnið í fanginu og þannig var ekið
með barnið heim af spítalanum.“
Að sögn Sigurbjargar eru vespur
og önnur létt bifhjól mjög algeng-
ur ferðamáti úti í Kambódíu. „Oft
sáum við heilu fjölskyldurnar, allt
upp í fimm eða sex manns, á einni
vespu þarna úti og enginn með
hjálm, nema kannski pabbinn sem
sat við stýrið. Enda voru vespus-
lys algeng, eitt af því sem við sáum
mjög oft á slysamóttökunni.“
Þegar á skurðstofuna var kom-
ið fékk hópurinn að fylgjast með
nokkrum aðgerðum. „Þær voru
þannig séð flottar, ég hélt að
minnsta kosti að þær væru miklu
verri. Það eru mjög færir læknar
þarna og það skiptir öllu máli,“ seg-
ir Sigurbjörg. „Við fengum reynd-
ar ekki að fylgjast með öllum að-
gerðum sem við vildum en það var
ekki vegna þess að þar færi eitthvað
fram sem við mættum ekki sjá. Það
var einfaldlega ekki til nógu mikið
af fötum fyrir allan hópinn,“ bæt-
ir hún við.
Öllu hreinlæti ábótavant
„Það skrítnasta sem við rákum okk-
ur á þarna úti var að aðstandendur
skyldu sjá um alla aðhlynningu og
umönnun sjúklinganna. Hjúkrun-
arfræðingar sinna bara íhlutunum,
eins og að skipta um nálar eða sára-
umbúðir og þess háttar. Það er ein-
hver undarleg hefð fyrir því þarna
að meðhöndla öll sár eins, hvort
sem það eru legusár, skurðsár eða
eitthvað annað. Því kom það okk-
ur ekkert sérstaklega á óvart að sýk-
ingar eru mjög algengar,“ segir Sig-
urbjörg. „Eins sáum við legusár hjá
mjög ungu fólki sem er eitthvað
sem þekkist varla hérna heima. Þau
eru tilkomin einmitt vegna þess að
öll umönnun er í höndum aðstand-
enda. Þeir eru auðvitað ekki fag-
lærðir og kunna ekki að koma í veg
fyrir slíkt,“ bætir hún við.
En það var fleira sem gat komið
í hlut aðstandenda en almenn um-
önnun sjúklinga. Sigurbjörg minn-
ist þess þegar þurfti að tappa vökva
af kviðarholi eins sjúklings. „Þar
stingur hjúkrunarfræðingur gat á
kviðarholið til að tappa vökvanum
af. Þegar það var búið var vökvinn
bara látinn leka í flösku og ættingj-
unum var bara sagt að skipta um
þegar hin fylltist. Þetta var bara
einhver kókflaska.“
Að sögn Sigurbjargar var öllu
hreinlæti á sjúkrahúsinu ábótavant.
Til dæmis var aðeins ein mann-
eskja sem sá um allar ræstingar á
spítalanum. Þrif á sjúkrarúmum
komu því í hlut aðstandenda sem
gátu þrifið rúmfötin áður en sjúk-
lingar lögðust inn, ellegar yrðu
þau ekki þrifin.“ Auk þess var bara
eitt útibað fyrir allan spítalann og
til að komast þangað þurfti að vaða
í gegnum eitthvað leðjusvað,“ seg-
ir hún. „Svo var líka bara ein kona
sem sá um að elda mat fyrir allan
spítalann en ættingjarnir þurftu
að sækja matinn og sjá til þess að
sjúklingarnir fengju að borða,“
segir hún.
„Ég held að öll svona vinnu-
brögð séu tilkomin vegna þess að
hjúkrun er einfaldlega ekki jafn
mikil fagstétt þarna úti og hún er
hér. Mikið mæðir á ættingjunum
varðandi umönnunarþátt starfs-
ins. Þetta gengur kannski að vissu
leyti núna meðan þjóðin er svona
Sigurbjörg Gyða Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðinemi er
nýkomin frá Kambódíu
„Óréttlátt hvað það skiptir miklu máli hvar
maður fæðist í heiminum“
Sjúkrarúmin og öll aðstaða var önnur
en það sem við eigum að venjast.
Stolt nýbökuð amma heldur á barnabarninu og býst til heimferðar. Fjölskyldunni
var ekið heim á kerru þar sem móðirin lá í hengirúmi.
Baðaðstaðan sem þjónaði öllu sjúkrahúsinu í Samraong.
Sigurbjörg Gyða Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðinemi.
Sáraskiptingar.