Skessuhorn


Skessuhorn - 08.07.2015, Side 26

Skessuhorn - 08.07.2015, Side 26
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 201526 Jafnvígur á háð og hól - helvítið atarna! Vísnahorn Hin kvenlega fegurð hef- ur löngum hrifið okkur karlkynið og stundum svo að nóg hefur þótt. En þó við reynum að gæta okkar eru freistingarnar á hverju strái (eða minnsta kosti öðru hverju strái). Séra Einar Friðgeirsson á Borg orti um vinnukonu sína: Í gær ég sór að gæta mín og ganga framhjá Laugu en táldrægt er hið tæra vín og töfrum slungin augu. Ekki man ég betur en það væri sömuleiðis guðsmaðurinn sjálfur sem undraðist ýmislegt í náttúrunni: Þann ég undrast sólarsið að sótroðna á kvöldin. Ætli það sé af andstyggð við eitthvað bak við tjöldin? Skömmu eftir andlát séra Einars dreymdi Jón- asi í Sólheimatungu að hann kæmi að Borg og hitti séra Einar þar úti við og hafði einhver orð um það við hann enda þóttist hann vita að séra Einar væri látinn. Svaraði þá klerkur: Eg er staddur enn á Borg eins og ferðamaður. Ber í hjarta sára sorg þó sýnist vera glaður. Jón Ósmann var um árabil ferjumaður við vesturósinn á Héraðsvötnum. Hann var orð- lagt heljarmenni að burðum og um hann er sú saga að eftir framkvæmdir við bryggju- smíði á Sauðárkróki lá þar eftir fallhamar. 360 punda aflangt járnstykki sem hafði verið not- að til að reka staura niður í sandinn. Hraust- ir menn voru að reyna afl sitt á því hvort þeir gætu rétt það upp ef það lá útaf og þótti all- vel gert. Örfáir sem voru taldir með sterkustu mönnum gátu rétt látið renna undir það vatn eins og sagt er. Eitt sinn kemur Jón að þar sem menn standa við járnklumpinn og eru að reyna afl sitt og spyr hvað þetta sé. Honum er sagt að þetta sé fallhamar. Jón tók þá stykkið upp með annarri hendi og dinglaði í kring- um sig og segir síðan hálfundrandi: ,,Skyldu þeir ekki verða lúnir að berja með þessu all- an daginn?“ Ferjan við vesturósinn var drag- ferja og undin áfram með sveif. Væri Jón ekki við þurfti helst fjóra menn til að snúa ferj- una svo vel væri en Jón sneri jafnan einn og stundum með annarri hendi. Skýli hafði hann sem hann gerði sér og nefndi Furðuströnd en ferjuna Botnu. Hélt hann þar jafnan til þeg- ar mikil umferð var. Um starf sitt og aðstöðu kvað hann: Strauminn brýtur sterkleg önd stálsveif ýtir lúin hönd. Botna flýtur brims við rönd bezt með ýta að Furðuströnd. Spyrni ég niður spils við grind spenni liðugt sveifar-tind. Illt er skrið á árahind, er út á hlið fer móti vind. Þegar Jón Ósmann dó orti Rögnvaldur í Rétt- arholti og má segja að þar með þurfti ekki að reyna að gera betur: Furðustranda steingerð borg starir hrygg í bláinn. Ósinn hefur ekka af sorg eftir vininn dáinn. Séra Þorgrímur Sigurðsson sem lengi var prestur á Staðarstað var fyrst prestur norður í Þingeyjarsýslum. Svo illa tókst til eitt sinn í húsvitjun að hann fékk á sig lús og kvað þá eitt af hans sóknarbörnum í orðastað klerksins: Verndaðu hreinleikann hjá mér heilags máttuga þrenning. Gæt þess að ei sjáist á mér angi af þingeyskri menning. Bjarni Pálsson var prestur á Felli í Sléttuhlíð á næstsíðustu öld og þurfti eitt sinn að gista á bæ í sókn sinni þar sem sóðaskapur var mik- ill. Eftir þá gistingu eða meðan á henni stóð kvað hann: Flærnar setjast fljótt til borðs flá og naga gestinn. Það mun þykja illt til orðs ef þær drepa prestinn. Egill Jónasson kom eitt sinn sem oftar að Ófeigsstöðum til vinar síns Baldurs Baldvins- sonar og hitti svo á að hann var að kveðja hóp af gestum á hlaðinu. Egill stakk þá þessari vísu að vini sínum: Létt er Baldri um Ijóðakvak, lætur hann sína gesti hól að framan, háð á bak hafa í veganesti. Eyjólfur Jónasson í Sólheimum lýsti hins veg- ar góðvini sínum á þessa leið: Glaður eins og sumarsól, síhækkandi stjarna, jafnvígur á háð og hól helvítið atarna. Vegna þess að nú eru kjaradeilur ýmist nýyfir- staðnar eða með einhverjum hætti yfirstand- andi er ekki úr vegi að rifja hér upp limru sem eitt sinn var kveðin um ástandið á vinnustaðn- um en um höfundinn veit ég ekki: Hér amla ég alla daga öðrum og mér til baga. Kaffið er gott og kexið er flott, - en kaupið er önnur saga. Allar götur síðan stórveldin ákváðu það upp á sitt einsdæmi að gyðingar skyldu fá landsskika fyrir botni Miðjarðarhafs sem þeim þótti líta vel út á korti hefur verið heldur ófriðvænlegt á þeim slóðum. Ekki ætla ég samt að halda því fram að þar hafi verið eilífur friður áður. Bandaríkjamenn reyna þó gjarnan að styðja þessa vini sína enda gyðingar yfirleitt stönd- ugir og valdamiklir þar westra og peningarn- ir tala hátt á kosningafundum. Fyrirkomulag góðgerðamála þar er sömuleiðis með nokk- uð sérstökum blæ að okkur þykir enda var ort fyrir væntanlega um fimmtíu árum eða svo: Í Miðausturlöndum er mannfórna stórra krafist, þótt megnasta viðbjóð hafi flestir á slíku. Getur það verið, að Guð hafi eitthvað tafist við góðgerðarstarfsemi vestur í Ameríku? Eitthvað er þeim farið að fækka sem muna vel eftir þáttum Sveins Ásgeirssonar í útvarpinu en hann hafði gjarnan með sér hóp af prýðis- hagmæltum mönnum og lét þá botna vísup- arta sem hann setti þeim fyrir. Einn fyrrihlut- inn var eitthvað á þessa leið: Sá ég milli svartra kletta seli elta kött. Helgi Sæmundsson botnaði með sínu lagi: Það er bezt að botna þetta bara út í hött. Karl Ísfeld fékk aftur á móti þennan til að kljást við: Eg er bundinn auðargná, öllum sundum lokað. Og botnaði að sjálfsögðu: Innan stundar er ég frá og yfir hundinn mokað. Eitt af hlutverkum svona þátta er að grafa upp og reyna að bjarga frá glötun gömlum og hálfgleymdum vísum. Ekki svo að skilja að það sé neitt að því að fá nýjar vísur og reynd- ar nauðsynlegt með en þær eru væntanlega til um hríð í hausum höfundanna. Verra að eiga við þá dánu. Hér kemur ein gömul sem ég á ekki von á að sé víða: Norðan þoka nóg í poka tvenna. Gekk sú stroka um Geiradal, Gvendur moka henni skal. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Um helgina var ljósmyndasýningin 70 ára rekstur hópferðabíla Helga Péturssonar opnuð í Átthagastofu Snæfellsbæjar í Ólafsvík. Rekst- ur sérleyfis- og hópferðabíla Helga tengdist útgerð og fiskvinnslu á Snæfellsnesi sterkum böndum. Sjó- menn og verkafólk komu vestur með hópferðabílum fyrirtækisins. Þegar mest var, eins og í byrjun ver- tíðar á árum áður, voru kannski tvær rútur fullar af fólki sama daginn. Þá sinntu bílstjórar fyrirtækisins ýms- um útréttingum fyrir heimamenn í bænum því margt þurfti í upp- vaxandi sjávarplássum um og eft- ir miðja öldina. Haukur Helgason tók við framkvæmdastjórastöðunni í fyrirtækinu 1969 eftir fráfalls föð- ur síns og stýrði því þar til það hætti 2003. Ögmundur Runólfsson, sem starfaði hjá fyrirtækinu í mörg ár, sagði frá 70 ára rekstrarsögu HP við opnun sýningarnar. Á sýningunni, sem verður opin út júlí, eru um 70 ljósmyndir. af Paul Watson forsprakki Sea Shep- herd-samtakanna hefur lýst því yfir að markmið þeirra sé nú að koma í veg fyrir að hvalkjötsfarmur Hvals hf. komist á áætlunarstað í Japan. Þessi yfirlýsing kom fram í viðtali við hann á útvarpsstöðinni LA Talk Radio í Los Angeles í Bandaríkjun- um í gær. Í viðtalinu gortaði Wat- son af því að heimsókn skips sam- takanna, Sam Simon, til Tromsö í Noregi væri búin að vekja rækilega athygli á því að hvalkjöt frá Íslandi væri nú í Noregi, og ekki síst meðal Norðmanna sjálfra sem hefðu vart haft hugmynd um þetta áður en Sam Simon kom til Tromsö. „Við sendum Sam Simon út frá Þýskalandi og þeir stefndu í átt til Færeyja og allir héldu að skip- ið væri að fara þangað en svo var ekki. Í staðinn fór skipið til Tromsö í Norður Noregi. Það kom Norð- mönnum á óvart. Skipinu var mætt af sprengjuflugvél norska flotans og tveimur freigátum norska sjóhers- ins sem fylgdu þeim inn til Tromsö. Þegar skipið kom þangað vakti það athygli vegna þess að í Tromsö er skip sem heitir Winter Bay og er með 1.700 tonna farm af hvalkjöti frá Íslandi sem á að fara til Japan. Íslendingarnir geta ekki flutt kjötið suður fyrir Afríku og um Indlands- haf og því reyna þeir nú að fara norður fyrir Rússland í gegnum ís- inn sem í sjálfu sér er hættulegt. Við drógum athyglina að þeirri stað- reynd að Winter Bay er í Tromsö. Flestir Norðmenn höfðu ekki hug- mynd um það. Þetta hefur skap- að ýmsar stórar fyrirsagnir í fjöl- miðlum í Noregi síðustu daga. Sam Simon stefnir nú í átt að rússneskri lögsögu og er enn fylgt af strand- gæslu norska sjóhersins. Við erum því enn að valda róti þarna. Okkar markmið nú er að koma í veg fyrir að Winter Bay fari um Íshafsleiðina norður af Rússlandi og nái að skila af sér farmi sínum af ólöglegu lang- reyðarkjöti til Japana,“ sagði Wat- son í viðtalinu. Paul Watson, sem er eftirlýstur af Interpol og átti hlut að máli þegar tveimur íslenskum hvalveiðibátum var sökkt í Reykjavík 1986, sagði líka í þessu viðtali frá því að tekist hefði að valda uppnámi í hvalstöð- inni í Hvalfirði þegar fyrsta lang- reyðurin kom á land á þriðjudags- kvöld. „Íslendingum er ekki að tak- ast vel upp í ár. Þeir verða truflað- ir á heimaslóðum og við ætlum að reyna að koma í veg fyrir að skip á þeirra vegum nái að skila af sér hvalkjötsfarminum í Japan.“ Skip- ið Sam Simon heldur nú sjó um 80 sjómílur vestur af Norðurhöfða, nyrsta odda Noregs og virðist bíða þar átekta eftir því að hvalkjötsskip- ið á vegum Hvals hf. leggi úr höfn frá Tromsö. mþh Ögmundur Runólfsson sagði sögu HP. Sýning um sjötíu ára hópferðabílarekstur HP Ætla að stoppa hvalkjötsfarm frá Íslandi

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.