Skessuhorn - 08.07.2015, Page 31
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 2015 31
Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar
frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á
augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt
leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín
kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.
auðveldar smásendingar
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA
SMÆRRI SENDINGAR
������� ���������
� e���.��
F
ÍT
O
N
/
S
ÍA
Bílaumboðið Askja hefur undan-
farin ár verið einn af aðal styrktar-
aðilum Knattspyrnufélags ÍA. Nú
hefur ÍA endurnýjað samstarfs-
samninginn við Öskju til þriggja
ára. Í frétt á heimasíðu KFÍA segir
að endurnýjunin sé félaginu mikið
ánægjuefni. Jón Trausti Ólafsson,
framkvæmdastjóri Öskju, tekur í
sama streng í samtali. „Samstarfið
við ÍA hefur verið gott og farsælt.
Félagið er á réttri leið í uppbygg-
ingarstarfsemi og með góðu yngri
flokka starfi karla og kvenna þá
er það okkur ánægjuefni að halda
áfram samstarfi við Knattspyrnu-
félag ÍA,“ segir Jón Trausti í frétt á
heimasíðu félagsins.
-kgk
Síðastliðinn laugardag var leikið um hinn árlega
Kristmundarbikar í golfi í Grundarfirði. Leikið
var með Texas Scramble fyrirkomulagi með
samanlagðri forgjöf deilt með þremur. Með
sigur úr býtum fóru þeir Margeir Ingi Rúnarsson
og Gunnar Björn Guðmundsson á 64 höggum.
Í öðru sæti höfnuðu þeir Bent Russell og Guðni
Hallgrímsson, einnig á 64 höggum. Það eina sem
skildi liðin að voru betur leiknar holur Margeirs
og Gunnars á seinni níu. Þriðja sætið hrepptu svo
Jófríður Friðgeirsdóttir og Steinar Alfreðsson á 65
höggum.
Að loknu móti var boðið til veisluborðs sem
ættingjar Kristmundar Harðarsonar sáu um af
miklum myndarskap og eiga þeir þakkir skildar
fyrir það.
sk/kgk
Opna Guinnes mótið í golfi fór
fram á Garðavelli á Akranesi síðast-
liðinn laugardag í tilefni af Írskum
dögum. Alls tóku 144 kylfingar þátt
í mótinu og voru bæði veður og
vallaraðstæður með frábæru móti,
að sögn Guðmundar Sigvaldason-
ar framkvæmdastjóra Golfklúbbs-
ins Leynis. Hann vildi fyrir hönd
Leynis koma á framfæri þökkum til
Ölgerðarinnar, Galito, Slippbars-
ins og Icelandair hótel Reykjavík
Marina fyrir stuðninginn við mót-
ið og öllum keppendum fyrir þátt-
tökuna.
Úrslit voru eftirfarandi:
1. sæti: United (Ingi Rúnar Gísla-
son GR/Aron Skúli Ingason GM),
58 högg nettó.
2. sæti: Stjarnan (Tinna Jóhanns-
dóttir GK/Jóhann Sigurbergsson
GK), 63 högg nettó (betri á seinni
níu).
3. sæti: Svört Sól (Hróðmar Hall-
dórsson GL/Stefán Orri Ólafsson
GL), 63 högg nettó.
Nándarverðlaun á par 3 holum:
3. hola: Árni Geir Ómarsson GKB,
1.26 m
8. hola: Axel Bóasson GK, 37 cm
14. hola: Axel Fannar Elvarsson GL,
2.32 m
18. hola: Magnús Lárusson GJÓ,
1.55 m
grþ
Sundtímabilinu lauk hjá Sund-
félagi Akraness með þátttöku kepp-
enda félagsins í Aldursflokkameist-
aramóti Íslands á Akureyri helgina
25.-28. júní síðastliðna.
Félagið sendi 25 sundmenn til
keppni og sneru þeir heim með
samtals 35 verðlaunapeninga: Þrjú
gull-, 14 silfur- og 18 bronsverð-
laun. Alls settu keppendurnir 25 úr
SA 85 persónuleg met í 121 stungu
og skilaði það liðinu sjötta sæti í
liðakeppni með 352 stig.
Lið SA eignaðist þrjá aldurs-
flokkameistara. Sigrún Sigþórs-
dóttir sigraði í 200m fjórsundi 18
ára og eldri, Patrekur Björgvins-
son sigraði 100m baksund í 17 ára
flokki og Una Lára Lárusdóttir
varð hlutskörpust í 100m baksundi
í flokki 16 ára. kgk
Síðastiðinn fimmtudag gerðu leik-
menn ÍA sér ferð suður með sjó
og mættu Keflavík í fyrstu deild
kvenna í knattspyrnu. Það byrjaði
ekki vel hjá Skagakonum sem urðu
manni færri strax á sjöundu mín-
útu leiksins þegar Hulda Margrét
Brynjarsdóttir fékk að líta rauða
spjaldið fyrir brot á leikmanni
Keflavíkur. Aðeins mínútu síðar
skoruðu heimamenn fyrsta mark
leiksins.
Eftir erfiðar upphafsmínútur
sóttu Skagakonur í sig veðrið og
komust meira inn í leikinn eftir því
sem leið á hálfleikinn. Þær börðust
áfram og fengu nokkur færi þar til
Maren Leósdóttir jafnaði metin á
síðustu mínútu fyrri hálfleiks.
Þrátt fyrir að vera manni færri
allan síðari hálfleikinn voru Skaga-
konur síst lakari aðilinn í leikn-
um. Þær fengu nokkur ákjósan-
leg marktækifæri sem tókst þó ekki
að nýta og niðurstaðan 1-1 jafnt-
efli í Keflavík, sem hlýtur að teljast
ásættanlegt í ljósi þess að þær léku
manni færri nær allan leikinn.
Úrslitin þýða að Skagakonur sitja
í fjórða sæti riðilsins með átta stig
eftir fimm leiki. Næst mæta þær
Augnabliki í Fífunni í Kópavogi á
morgun, fimmtudaginn. 9. júlí.
kgk
Orkumótið í Vestmannaeyjum var
haldið dagana 25. - 27. júní sl. en
þar voru um 1200 peyjar á aldrin-
um 9 og 10 ára að spila fótbolta.
Tvö lið mættu frá Snæfellsnesi og
stóðu þau sig bæði með prýði. Mik-
ill vindur var í Vestmannaeyjum
þessa daga en drengirnir létu það
ekki á sig fá og spiluðu knattspyrnu
eftir bestu getu. Það voru þreyttir
en sælir drengir sem spókuðu sig
um í Eyjum seinnipart laugardags
og á sunnudag áður en haldið var
heim á leið eftir frábært mót.
tfk
Fimmtudaginn 2. júlí
síðastliðinn ferðuð-
ust leikmenn Víkings
Ó. norður til Akur-
eyrar og mættu KA
í fyrstu deild karla í
knattspyrnu. Nokk-
uð jafnræði var með
liðunum fyrsta kort-
erið en eftir það voru
heimamenn sterkari.
Þeir pressuðu á gest-
ina frá Ólafsvík og
markið lá í loftinu.
Það var því nokkuð
gegn gangi leiksins
þegar Emir Dokara
kom Víkingi yfir á
30. mínútu leiksins. William Dom-
inguez lék á varnarmann KA, lagði
boltann út á Emir sem þrumaði
honum í markið.
KA-menn létu engan bilbug á
sér finna og sóttu hart að gestunum
líkt og þeir höfðu gert fyrir mark-
ið. Sóknartilburðir heimamanna
báru árangur á 41. mínútu þeg-
ar Elfar Árni Aðalsteinsson jafnaði
metin. Eftir laglegan samleik fékk
Ben Everson boltann, sendi hann
fyrir markið þar sem
Elfar var mættur og
skoraði örugglega og
staðan jöfn í hálfleik.
Síðari hálfleik-
ur var fjörugri en sá
fyrri ef eitthvað var
og bæði lið fengu fín
marktækifæri. Ben
Everson átti skot sem
small í þverslánni og
William Dominguez
átti skot rétt framhjá
marki KA-manna
eftir góðan sprett
upp kantinn. En allt
kom fyrir ekki og
hvorugu liðinu tókst
að skora og jafntefli niðurstaðan
norður á Akureyri.
Úrslitin þýða að Víkingar sitja í
öðru sæti deildarinnar með 20 stig
eftir 9 leiki, tveimur stigum meira
en Fjarðabyggð sem er í þriðja sæti
og fjórum stigum á eftir Þrótti R.
sem trónir á toppi deildarinnar.
Næst mæta Víkingar einmitt topp-
liði Fjarðabyggðar á Eskjuvelli
austur á Eskifirði.
kgk
Víkingur Ó. gerði jafntefli við KA
Miðvörðurinn Emir Dokara
skoraði mark Víkings í 1-1
jafnteflinu gegn KA í síðustu
viku.
Maren Leósdóttir jafnaði fyrir ÍA undir
lok fyrri hálfleiksins.
Skagakonur manni færri
nær allan leikinn
Una Lára Lárusdóttir og Patrekur
Björgvinsson, aldursflokkameistarar í
100m baksundi. Una í flokki 16 ára og
Patrekur í flokki 17 ára. Ljósm. ia.is.
SA eignaðist þrjá
aldursflokkameistara
Snæfellingar skelltu sér á Orkumót
Hressir Snæfellingar. Hér mæta þeir nágrönnum sínum í ÍA í hörkuleik.
ÍA endurnýjar samstarfssamning við Öskju
Leikið um Kristmundarbikarinn á Grundarfirði
Opna Guinnes mótið á Garðavelli
Þessir kylfingar tóku þátt í Opna Guinnes mótinu á Akranesi síðastliðna helgi.
Ljósm. Golfklúbburinn Leynir.