Skessuhorn


Skessuhorn - 15.07.2015, Qupperneq 11

Skessuhorn - 15.07.2015, Qupperneq 11
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 2015 11 Skeifunni 3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is Öryggis- og hlífðarfatnaður Dynjandi býður upp á hlífðar- og öryggis fatnað sem uppfyllir ströngustu kröfur markaðarins. Hafðu samband og við aðstoðum! ÞJÓNUSTA ÞJÓNUSTA BLIKKSMIÐJA Loftræstingar – Reykrör Klæðningar – Nýsmíði Viðhald – Efnissala JÁRNSMIÐJA Gjafagrindur – Nýsmíði Viðhald – Þjónusta Hesthúsinnréttingar RAFMAGNS- VERKSTÆÐI Nýlagnir – Viðhald Viðgerðaþjónusta Borgarbraut 74 • 310 Borgarnesi • 412-5300 • limtrevirnet.is Leikskólastjóri í Borgarbyggð Borgarbyggð auglýsir laust til umsóknar starf leikskóla - stjóra Andabæjar á Hvanneyri. Starfshlutfall er 100% og brýnt er að viðkomandi geti hafið störf í ágúst. Leikskólastjóri starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, aðalnámskrá leikskóla og stefnu Borgar byggðar. Leikskólastjóri veitir skólanum faglega forstöðu og ber ábyrgð á rekstri skólans. Menntunar- og hæfniskröfur • Leikskólakennaramenntun. • Reynsla af stjórnun leikskóla. • Færni í mannlegum samskiptum og þverfaglegu starfi. • Sjálfstæð, skipulögð og öguð vinnubrögð. • Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi. Umsóknarfrestur er til og með 24. júlí. Umsóknum er skilað til Kolfinnu Jóhannesdóttur, sveitarstjóra, á netfangið kolfinna@ borgarbyggd.is. Með umsókn skal fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf. Í samræmi við jafnréttisstefnu Borgarbyggðar hvetur sveitarfélagið karla jafnt sem konur til þess að sækja um starfið. Nánari upplýsingar um leikskólann er að finna á heimasíðu skólans, www.andabaer.borgarbyggd.is. www.andabaer.borgarbyggd.is S K E S S U H O R N 2 01 5 Feðgarnir Ólafur Þór Jónsson, Guðmundur Þór Ólafsson og Stef- án Valberg Ólafsson eru nýir eig- endur að Sprautu- og bifvélaverk- stæði Borgarness, en þeir Björn Jó- hannesson og Pétur Jónsson höfðu rekið verkstæðið í 31 ár. Þeg- ar blaðamann bar að garði tóku þeir Ólafur og Guðmundur vel á móti gestinum. Stefán var stadd- ur í Danmörku þar sem hann hefur búið síðustu ár, en hann stefnir að flutningi heim í lok þessa mánað- ar. Undirbúningur fyrir enduropn- un verkstæðisins var í fullum gangi. Þó hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvenær formleg opnun verður en að sögn Ólafs er stefnt að því í lok sumars eða snemma í haust. Ólafur er með meistararéttindi í bifvélavirkjun og sveinspróf í bíla- sprautun og réttingum. Hann hef- ur starfað við bílasprautun og rétt- ingar nánast alla tíð, fyrir utan smá tíma sem hann gerðist sölumaður í Reykjavík. „Ég var að hugsa um að hætta þessari bíladellu og fara í eitthvað allt annað, en það var eitt- hvað sem togaði mig aftur í bílana,“ segir Ólafur og hlær. Guðmund- ur er ekki heldur ókunnugur þess- ari starfsemi en hann er menntaður bifreiðasmiður og hefur starfað við fagið undanfarin ár. Stefán hefur lengst af verið starfandi hjá Reco- ver Nordic við þrif og endurbætur á húsum eftir bruna- og vatnstjón. Jafnframt hefur matreiðslan skip- að stóran sess og hefur hann lokið grunnnámi í matreiðslu við Aarhus Tekniske Skole. Hann stefnir að því að ljúka námi í viðburðastjór- nun við Háskólann á Hólum þeg- ar heim verður komið. Hárréttur tími Aðspurðir um hvað hafi orðið til þess að þeir ákváðu að kaupa verk- stæðið segja þeir þetta hafa lengi verið í myndinni, nú var bara hár- réttur tími. „Það var bara svo margt sem gerði það að verkum að þetta var réttur tími. Ég var frekar laus við vinnulega séð, það hefur þó verið nóg að gera hjá mér en ég var hvergi bundin. Guðmundur var að leita að vinnu í Borgarnesi og Stef- án að flytja heim aftur og var laus vinnulega séð og þurfti vinnu svo þetta var bara upplagt,“ segir Ólaf- ur. „Þeir Björn og Pétur voru alveg að koma að því að hætta að vinna og þeim fannst því upplagt að ég myndi taka við og halda starfsem- inni gangandi. Það var svo í vor sem endanleg ákvörðun var tekin og þá var ekki eftir neinu að bíða,“ bætir Ólafur við. Aðspurðir um það hvort þeir ætli að gera stórar breytingar segjast þeir ekki reikna með því svona fyrst um sinn. „Við höfum ýmsar hug- myndir en það hafa ekki verið tekn- ar neinar ákvarðanir. Hér verð- ur fyrst og fremst sprautu- og rétt- ingaverkstæði en það er aldrei að vita hvað við gerum þegar líður á,“ segir Ólafur. „Við viljum nota tæki- færið og bjóða gömlum sem nýjum viðskiptavinum að líta við hjá okk- ur,“ bætir hann við að lokum. arg Freisting vikunnar Margir hafa lent í því að hafa þurft að hrista fram úr erminni góðan mat með litlum fyrirvara. Hver kannast ekki við að verða hugmyndalaus þeg- ar kemur að því að ákveða hvað á að baka. Nýbakaðar smákökur með ís- kaldri mjólk hljómar vel í eyrum margra. Eins og nafnið gefur til kynna eru smákökur litlar kökur en þó hafa þær stækkað og margir eru farnir að baka smákökur sem kenndar eru við Ameríku, svoleiðis smákökur má t.d. finna á Subway. Við ætlum þó að bæta um betur og kynna ykkur fyr- ir Big cookie. Það var hún Tinna Steindórsdóttir á Akranesi sem deildi þessari uppskrift með okkur. Innihald: 150 g mjúkt smjör 1 bolli púðursykur 0,5 bollar sykur 2 egg 2 bollar og 2 msk hveiti 1 tsk matarsódi 0,5 tsk salt 1,5 tsk vanilludropar 1,5 bollar súkkulaði 4 stk. Mars súkkulaði eða annað að eigin vali. Takið smjörið, púðursykurinn og sykurinn og setjið í skál og hrærið vel. Bætið eggjum við, einu í einu og hrærið vel á milli. Næst er hveitið, mat- arsódinn, saltið og vanilludropar settir út í og hrært vel, best er að hræra með höndunum. Að lokum er súkkulaðið skorið í grófa bita og hrært létt saman við. Það er líka gott að breyta til og nota allskonar súkkul- aði í þess, hvítt súkkulaði kemur vel út, toblerone, bingókúlur eða hvað sem ykkur dettur í hug. Að lokum er öllu gúmmelaðinu skellt á bökun- arpappír í ofnskúffu og jafnað aðeins út og látið bakast í 20-25 mínútur í 180°heitum ofni. Big cookie Nýir eigendur að Sprautu- og bifreiðaverkstæði Borgarness Feðgarnir Ólafur Þór og Guðmundur tilbúnir í slaginn. Von er á Stefáni til landsins í lok mánaðar.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.