Skessuhorn - 12.08.2015, Page 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 32. og 33. tbl. 18. árg. 12. ágúst 2015 - kr. 750 í lausasölu
Arion
hraðþjónusta
– hafðu það eins og þú vilt
Arion appið • Netbanki • Hraðbankar
Lúsina burt!
Restaurant Munaðarnes
Borgarfirði
525 8441 / 898 1779
Njótið veitinga
í fallegu umhverfi
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
5
OPIÐ
12.00 – 21.00
Í HJARTA BÆJARINS VIÐ AKRATORG
Matar- og antikmarkaður
á Akranesi í sumar
- Ekta markaðsstemning!
Opið alla laugardaga
kl. 13 - 17
Samkvæmt upplýsingum Veðurstofu
Íslands var júlí sérlega þurr um land-
ið norðvestan- og vestanvert. Úr-
koma í Stykkishólmi mældist ein-
ungis 5,1 mm í mánuðinum. Er það
aðeins 12% af meðalúrkomu og hið
minnsta í júlí síðan 1939, litlu meiri
úrkoma mældist í júlí 1974. Þessi
veðrátta hefur hentað vestlenskri
ferðaþjónustu vel en engan veginn
bændum sem treysta þurfa á góðan
heyfeng. Uppskera í fyrri slætti var
víðast minni en í meðalári en hey-
gæði aftur á móti með ágætum. Há-
arspretta hefur hins vegar verið afar
takmörkuð síðan snemma í júlí.
Vestlenskir bændur eru samkvæmt
heimildum Skessuhorns sumir
hverjir orðnir uggandi vegna lítill-
ar grassprettu síðustu vikur. Eink-
um eru það sendin tún sem spretta
illa eða ekkert. Jafnvel eru dæmi um
að bændur óttist uppskerubrest og
þurfi í versta falli að fækka í bústofni
sínum af þessum sökum fari ekki
að gæta meiri úrkomu. Veðurlagi í
sumar hefur verið óvenjulega mis-
skipt eftir landshlutum því um aust-
anvert landið hefur verið úrkomu-
samt og kalt í allt sumar. Þá þarf
ekki að leita lengra en aftur til síð-
asta sumars til að fá dæmi um veðr-
áttu á Vesturlandi þar sem of mikil
og tíð úrkoma einkenndi veðurfarið
þannig að ekki var hægt að heyja að
ráði fyrr en í ágúst þegar grös voru
úr sér sprottin. Þá urðu heygæði rýr
en magnið mikið.
Skessuhorn leitaði í smiðju Har-
aldar Magnússonar bónda í Belgs-
holti til að afla frétta um heyskap.
Haraldur segist hafa lokið fyrri
slætti í byrjun júlí, nokkru seinna en
undanfarin ár. Uppskeran hafi ver-
ið um 80-85% miðað við meðal ár-
ferði. Úrkoman í Belgsholti í júlí
hafi hins vegar einungis mælst 11
mm sem jafnframt er sú minnsta frá
því Haraldur hóf að mæla úrkomu
árið 2003. Hann segir að dæmi séu
þó um að úrkoma hafi verið held-
ur meiri upp til sveita þar sem skúr-
ir hafi frekar fallið upp við fjöllin.
Þannig hafi mælst 32 mm úrkoma á
Hlíðarfæti Svínadal í júlí, sem ekki
er ýkja langt frá Belgsholti í beinni
loftlínu. Haraldur í Belgsholti rekur
stórt kúabú. Hann segist vera orð-
inn uggandi um grassprettuna ef
ekki fari að rigna svo einhverju nemi
næstu daga. Hann hafi alltaf treyst
á að fá tvær uppskerur af túnunum.
Haraldur segist þó vera í betri stöðu
en margir aðrir bændur hvað það
snertir að hann á talsverða kornakra
sem hann getur valið að slá að hluta
og þannig aflað nægjanlegs gróf-
fóðurs fyrir kýrnar. „Maður fær þó
ekki korn af þeim ökrum sem slegn-
ir verða en kjarnfóður getur maður
frekar keypt. Ég er því ekki hræddur
um að þurfa að fækka í bústofninum,
en það munu ekki verða of mikil hey,
það er nokkuð ljóst,“ segir Haraldur
Magnússon. mm
Margir unnendur berjatínslu og
berjaáts hafa beðið með óþreyju
eftir að sjá hvort ber nái að þrosk-
ast á lyngum eftir fremur erfitt vor.
Lausleg könnun Skessuhorns á
Snæfellsnesi og í uppsveitum Borg-
arfjarðar nú um helgina bendir til
að finna megi ber en í litlu magni.
Svo virðist sem einhverjar veður-
farslegar ástæður hafi valdið því að
ber eru einungis á hluta berjalyng-
janna. Lítið er um krækiber en bet-
ur lítur út með bláberjasprettu. Þar
sem þau finnast eru berin stór en
ennþá, þegar tíu dagar voru liðnir
af ágúst, voru þau ljósgræn og áttu
eftir að taka lit, eins og meðfylgj-
andi mynd sýnir. Vera kann að lyng-
inu skorti vætu hér um vestanvert
landið líkt og öðrum jarðargróðri.
Það er því ástæða til að hvetja berja-
tínslufólk til að fara að gá til berja
eftir um viku eða hálfan mánuð.
Það er töluvert seinna en flest árin
að undanförnu, en einkum var sum-
arið 2013 einkar gott berjasprettu-
ár. Þá var hægt að byrja að tína eft-
ir miðjan júlí.
mm/ Ljósm. gó.
Veiðar á langreyði hafa gengið
mjög vel á þessari vertíð. Veiðarn-
ar hófust í lok júní, nokkru síðar en
flestar undanfarnar vertíðar. Búið
er að veiða á níunda tug hvala, eða
um tvö dýr á dag að jafnaði. Er það
heldur betri veiði en á sama tíma
í fyrrasumar. Hvalbátarnir virðast
hafa fundið góð mið vestur af Faxa-
flóa. Þeir koma inn sitt á hvað, rétt
stoppa til að landa feng sínum, taka
olíu og vistir og svo beint á miðin
aftur. Einmuna blíða er búin að vera
á miðunum og úrvals aðstæður til
veiða.
Allt er keyrt á fullu í hvalstöð-
inni í Hvalfirði. Þar hafa menn gert
fátt annað en vinna, eta og sofa alla
daga í júlí og það sem af er ágúst á
átta tíma vöktum allan sólarhring-
inn.
mþh
Hvalveiðar ganga vel
Útlit fyrir slaka
berjasprettu
Lítil grasspretta vegna þurrka
Margir hafa notið sumarsins og veðurblíðunnar á Vesturlandi undanfarin misseri. Þar á meðal þessar konur af sunnanverðu
Vesturlandi sem fóru í kvennareið um liðna helgi. Sjá nánar bls. 24. Ljósm. iss
Sláttur á Ystu Görðum í Kolbeinsstaðarhreppi. Ljósm. úr safni Skessuhorns/þsk.